Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 156 28. Lög ura breyt. d l 7. júni 1902 wn heimild til ad stofna hlutafélagsbanka á íslandi (sbr. 31. blað Þjóðólfs þ. á.). 29. Lög um skyldu eiganda að láta af hendi við bœjarstjórn Akureyrar eignarrétt og önnur réttindi yfir Glerd og landi með- fram henni. Utlendar fréttir. Jtanpmannahöfn 15. ágúst. Svíþjóð og Jtoregur. Mönnum er víst þegar fyrir löngu kunnugt um tillögur nefndar þeirrar, er sænski rikisdagurinn valdi til að koma fram með ákveðið frum- varp viðvíkjandi stjórnarbyltingunni í Nor- egi og aðskilnaði ríkjanna. Nefndin kom fram með á 1 i t sitt 26. f. m. og daginn eptir þann 27. var það samþykkt í báðum málsstofum í einu hljóði. Eptir þessar aðgerðir ríkisdagsins sagði ráðaneytið Ramstedt af sér völdum. Liðu svo nokkrir dagar, að ekki var hægt að koma sér saman um myndun nýs ráða- neytis, en loks tókst þó Lundeberg, fyrv. varaformanni efri málsstofu, að mynda nýtt ráðaneyti 2. þ. m. I þessu nýja sænska ráðaneyti sitja menn úr öllum pólitiskum flokkum lands- ins, en þó eru flestir þeirra hægrimenn. Það er að eins myndað í þeim tilgangi, að leiða deilumálin við Noreg og upp- leysing »unionarinnar« til lykta. Skilmálar sænska ríkisdagsins fyrir upp- leysingu sambandsrlkisins mæltust mis- jafnlega fyrir í Noregi, þó voru allir fús- ir til allsherjar-atkvæðagreiðslu til þess að þjóðarviljinn kæmi sem greinilegast í Ijós og að Svíar fengju vissu fyrir, að stór- þingið hefði verið í samræmi við vilja allrar þjóðarinnar, er það ákvað að slíta sambandinu við Svíþjóð og víkja Óskar konungi frá völdum. Þessi allsherjar-atkvæðagreiðsla fór því frant í fyrradag 13. þ. m. um endilangan Noreg. Arangurinn af henni varð sá, að 370,000 kjósendur greiddu atkvæði með uppleysingu »unionarinnar«, en að eins um 200 greiddu atkv. á móti henni eða 1 af hverjum 2000. [Marconi-skeyti 19. þ. m. segir, að 368,200 hafi greitt at- kvæði með en 184 á móti]. Það má því segja, að allir Norðmenn sem einn maður óski fullkomins aðskilnaðar ríkjanna. Þessi dæmafáa eindrægni og samhalds- semi við atkvæðagreiðsluna orsakast af því, að minni hlutinn beygði sig undir vilja meiri hlutans, og sýnir það Ijóst póhtiskan þroska þjóðarinnar, en oss er kunnugt um af viðtali við ýmsa norska skólakennara, sem hér eru í borginni þessa dagana, að það var ekki alllítill minni hluti í Noregi, er gjarnan vildi halda áfram bandalaginu við Svíþjóð. Um hið annað höfuðatriði í skilmálum Svfa nfl. niðurbrot víggirðinganna hefur verið mikið rætt og ritað hér um öll Norðurlönd. Hið víðlesna danska blað »Politiken« hefur eindregið haldið því fram, að það væru engir afarkostir fyrir Norðmenn að rffa niður víggirðingarnar og það mundi bezt tryggja friðinn, en þessu hefur Björn- stjerne Björnson svarað með allhörðum greinum í sama blaði og segir hann, að ekki komi til mála, að Noregur láti kúga sig til að eyðileggja þau varnarvirki sln, er hafi kostað svo mikla fyrirhöfn og peninga. Yfirleitt munu hugir manna í Noregi mjög mótfallnir því að rífa vígin niður. Undanfarna daga hefur stórþingið ann- ars verið önnum kafið við að semja ný tolllög, er ganga út á, að tollurinn á flest- um áður tolluðum vörum hækkar tim x\3. Friðarsamningar. 4. þ. m. komu þeir sendiherrarnir Witte og Komura með fylgdarm. sínum til Ameríku til að hefja friðarsamninginn. TókRoosevelt for- seti móti þeim með hinum mestu virkt- um og allir Bandamenn yfirleitt. Strax þegar Witte steig 1 land í Ameríku þusti til hans hinn mesti fjöldi af blaðamönn- um og fréttariturum, en til þess að losna við nærgöngulsemi þeirra lét hann prenta skjal og útbýta meðal þeirra. I skjalinu stóð meðal annars þetta : »Næstum alstaðar í Norðurálfu ogVest- urheimi gera menn oflítið úr kröptum og auðsuppsprettum Rússlands og herliði þess og þessi villa á sér einnig stað meðal sjálfrar rússnesku þjóðarinnar. Ósigrar þeir, er Rússland hefur beðið, hafa alls ekki hnekkt veldi því, er það hafði fyrir stríðið, og Japan hefur ekki heldur á hinn bóginn eflst svo mjög við sigra þá, er það hefur unnið í stríðinu, að Rússland verði að álíta Japan sem hættulegan óvin. Óeirðirnar í sjálfu Rússl. geta ekki haft nein áhrif á utanríkispólitík þess og enn síður á það, hvort stríðinu verður haldið áfram eða friður verður saminn«. Það má segja um för Witte um Arner- fku, að frá því hann steig á land og þar til hann kom til fundarstaðarins, Ports- mouth í ríkinu New Hampshire, hafi fagnaðarviðtökunum ekki linnt. Enginn útlendur maður, er heimsótt hefur Banda- ríkin, hefur mætt þar jafnmikilli hylli og hann síðan Lafayette kom þangað. Alstaðar þar sem hann ók í vagni sínum hljómuðu fagnaðaróp á móti honutn og hvarvetna hefur honum verið sýndar meiri virðingar en Komura sendiherra Japans. 9. þ. m. var fyrsti fundurinn meðal full- trúanna á áðurnefndum stað, en fyrst þ. 12 lagði Komura ftiðarskilmálana fram. [Þeirra var getið i síðasta blaði Þjóðólfs]. Heima fyrir í Rússlandi er sagt, að ó- vinir Witte reyni að róa að því öllum ár- um, að fá keisarann til að hætta við frið- argerðina. Vonast þeir líka eptir sigri í Mandsjúríinu, ef í orustu lendir, því að Lenevitsh hefur nú 150,000 meira herlið en Kuropatkin hafði í orustunni við Mukden. Engar orustur hafa orðið milli Rússa og Japana upp á síðkastið og verða ekki meðan á friðarsamningunum stendur. Rússland. Miklar óeirðir og verk- föll eiga sér daglega stað víðsvegar um Rússland þessa dagana. Mest kveður þó að óspektunum í Riga og hafa borgar- búar þar sjálfir myndað félag sín á milli til þess með vopn í höndum að verja líf og eignir fyrir óspektum og ránutn stjórn- leysingja. Um stjórnarskrá eða stjórnarbætur í Rússlandi heyrist ekkert talað um þess- ar mundir. Danmörk. Franska keisaraekkjan Ev- genia var á ferðinni hér í Danmörku fyrir skömmu. Hún er um 79 ára göm- ul. Við dauða Napoleons sonar hennar brást hennar síðasta von um að komast aptur til valda, en hann féll 1879 f Af- ríku í stríði, er Englendingar háðu við Zulu-Kaffa. Evgenia lifir nú mest ein- manalegu lífi í höll einni á Englandi, en af og til bregður hún sér þó í ferðalag með skemmtiskipi sínu. Hinn 9. allsherjar-kenn ara fundu r fyrir Norðurlönd var haldinn hér í borg- inni frá 7.—11. þ. m. Hluttakendur hans voru yfir 7000 alls. Frá Svíþjóð voru tæp 2000, frá Noregi 900, frá Finnlandi 300 og Danmörku um 4000. Á fundi þessum voru og 12 Islendingar. Viðauki eptir Marconi-skeytum frd 19. og 2T. dgúst. Frá friðarsamning’unnm segir svo: 19. ágr Friðarfundurinn hefur nú útkljáð öll þau atriði, sem engri alvar- legri mótspyrnu hafa sætt á hvoruga hlið, þar á meðal stöðu Kór/suríkis, setn á að verða skjólstæðjngur Japana, Rússar og Japanar ásáttir um að verða á brott úr Mandsjúríinu hvorirtveggja, Rússar sleppa öllum réttindum þar og selja af hendi járnbrautina suður frá Harbin á vald Kín- verjum, Rússar láta einnig uppi leigurétt sinn að Port'Arthur og Dalny. Það sem lokið er hefur gengið fljótara en við var búist. En hræddir eru menn um, að upp úr slitni þá og þá út úr hernaðarbótun- um og eynni Sjakhalín. Þrátt fyrir þótt óvænlega þyki horfa vona menn, að ein- hver miðlun komist á með tilslökun á báðar hliðar. Fundurinn ræddi í gær skaðabótamálið, en tókst ekki að koma á samkomulagi. Roosevelt forseti hefur gefist upp við að koma á vopnahlé. Blöðin f Japan halda áfram að mæla á móti friði, ef Rússar geri ekki hæfileg- ar tilslakanir. 21. ág. Japanar aftóku á laugardag- inn (19.), að breyta því, sem þeir höfðu farið fram á um Sjakhalín og hernaðar- skaðabæturnar, og var þá friðarfundinum frestað til þriðjudags. Rosen var heila kl.stund hjá Roosevelt forseta, en aftók að segja neitt af því hvað þeim fór í milli. Kunnugt er, að áður en forsetinn bauð Rosen til sín hafði hann tryggt sér eindregið fylgi Bretlands hins mikla, Frakklands ogÞýzkalands og einnig skiptst á skeytum við Japanskeisara. Mikilvæg- ur ráðgjafafundur var haldinn í Tokio á sunnudaginn (20.) og átti forsætisráðgjafinn langt tal við brezka sendiherrann, Times segir, að hraðskeyti hafi komið til Ports- mouth (í Amer.) á sunnudagskveldið, þar sem þess var getið, að Rússakeisari hafi haldið ráðstefnu þann dag og að þar hafi verið afráðið til fullnaðar, hvaða frekari tilslakanir mætti gera. Rússland. Rússastjórn heptir útflutning korns frá Rússlandi vegna vondrar upp- skeru. Þar liggur við hallæri. Enn bryddir á óeirðum á Rússlandi hingað og þangað. Hundrað Gyðingar voru brytjaðir niður í Bisdostok. Em- bættismenn í Pétursborg segja, að endur- nýjun óeirðanna sé að kenna vaxandi byltingarhreyfing meðal Gyðinga. Þeim hefur verið vikið frá embættum : Kriiger admírál, yfirforingja Svartahafs- flotans, og þeim, sem honum gengur næst- ur að völdum, svo og höfuðsmönnunttm báðum á skipum þeim, er gert höfðu samblástur. Lambsdorf greifi (utanríkisráðherra) hefur sagt af sér. Rússneska stjórnarskrárfrumvarp- ið hefur vakið mikla óánægju í Pól- landi, með því að það tekur ekkert til- lit til réttinda Pólverja og skipar þeim á bekk með hinum ósiðuðu þjóðflokkum ríkisins. Vegna vonbrigða yfir boðskap keisara hófst almennt verkfallí Varsjá í dag (21.). Mikil upphlaup hafa orðið í Kúrlandi; herstjórn hefur verið sett þar á fót og Bekman hershöfðingja fepgið alræðisvald í hendur. Marokkú. Þýzkir bankar í félagi hafa útvegað Marokkó-soldáni peningalán. Þetta hefur gert Frökkum gramt í geði. Þeim þykir það vera prettir við sig, með því að til stendur ríkjafundur um Marokkó- málið. í nýlendum Þjúðverja f Austur-Af- r í k u er ntí hafin uppreisn eins og í eign- um þeirra í Suðvestur-Afrlku ogerumenn mjög áhyggjufullir út af því í Berlin. Þýzku blöðin eru harla önug og segja, að þjóðin sé orðin leið á þessu sífellda nýlendubasli. Svo er sagt, að Yeneznela hafi pantað frá Norðurálfu tundurbáta, fallbyssur og skotfæri fyrir 25 milj. dollara. Banda- ríkjamaður, sem nýkominn er frá Cara- cas segir, að Castro forseti hafi lýst því yfir, að hann ætli að herja á Banda- menn. í New-Orleansgeysarsífelltgula drep- sóttin. Síðastliðna viku kornu fyrir 50—60 ný tilfelli daglega. Þó virðist sýkin vera dálítið að réna. Undarleg samkvæmni. Skollaleikur. Það mundi fáa grunað hafa, að Valtý- ingar mundu greiða atkvæði með stór- kostlegum fjárframlögum úr landsjóði tií ritsímalagningar á þessu þingi, eptir þvf hversu þeir hafa farið mörgum og hörð- um orðum um þann feiknavoða, sem landinu væri búinn af ritsímanum. En þessi býsn urðu þó í efri deild 1 gær- kveldi við 3. umr. fjárlaganna þar. Þá greiddu Valtýingar allir í einum hóp(Jóh. Jóh., Sig. Jenss., Sig. Stef.j Valtýr og Þorgr.) atkvæði með 125,000 kr. fjárfram- lagi úr landsjóðí ^907 til ritsímaálmu frá Stað í Hrútafirði til ísafjarðarkaupstaðar. leið sem er alveg ókönnuð og naumast heppi- lega valin. Vitanlega er þetta gert til að reyna að koma glundroða í málið ogfleyga það, og það unnið til að ganga þvert ofan í sjálfa sig og láta í orði kveðnu mótspyrn- una gegn málinu niður falla. Þetta er að sjálfsögðu ekki annað en skotlaleikur, en óneitanlega hálfóviðkunnanlegur frá þeirra sjónarmiði. Og í þetta brall fengu þeir með sér þá Guðjón Guðlaugsson, Ágúst Flygenring og Þórarinn Jónsson, svo að lagning Isafjarðarálmunnar var samþykkt með 8 atkv. gegn 5. Þetta var því óþarfara og fjarstæðara, sem ákvæði í fjárlagafrv. n. d. um þessa álmu og álmuna frá Reykjavík austur að Ægis- sfðu í sambandi við beina yfirlýsing fjár- laganefndar n. d. setti næga trýggingu fyrir því, að þessar álmur gengju á und- an öllum öðrum á næsta þingi og yrðu eingöngu kostaðar af landsjóði, þá er landsfmi væri kominn til Reykjavíkur. Um það hefur enginn ágreiningur verið. En svo er þetta, að því er Isafjörð snertir knúð fram nú þegar á þennan hátt. Af- leiðingin af því verður sú, að láti n. d. þessa fjárveitingu standa, hljóta aðrir þingmenn, sem hafa jafnbrýnar kröfur í þessu efni fyrir sfn kjördæmi, að taka höndum saman og heimta þetta sama fyrir þau. Og þá fá Valtýingar væntan- lega nógu háar tölur til að vitna í, nógu álitlegan tekjuhalla í fjárlögunum til að veifa framan í þjóðina, og til þess er auðvitað leikurinn gerður. Það er því hrein og bein skylda meiri hlutans f neðri deild að hleypa ekki málinu öllu á ringulreið eða stofna því í beina hættu á þennan hátt, stryka þessa veitingu til Isafjarðarálmunnar út, en taka það hins vegar skýrt fram, t. d. með þingsályktun, að þessi álma og álman austur að Ægis- síðu skuli ganga fyrir öllum öðrum næst á eptir aðalsambandinu milli Reykjavíkur og Seyðisfj., og leggjast eingöngu á land- sjóðs kostnað. Samkvæmt því gætu svo sýslufélögin tekið lán og byrjað sjálf á lagningunni sumarið 1907 eða jafnvel 1906, ef þau vildu. En eins og efri deild hefur skilizt við málið, er því teflt í all- inikið tvísýni, ef neðri deild fer ekki skynsamlegar að ráði slnu. Edisor, um loptskeyti. Það mun öllum þykja allmerkilegt að heyra álit hins nafnfræga Edisons, eins

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.