Þjóðólfur - 09.09.1905, Side 1

Þjóðólfur - 09.09.1905, Side 1
57. árg. Fyrirtaks kaup. Lítilli klœdaverksmiðju, sem er feng- in úr þrotabúi, ætlar hinn núveratidi eigandi að breyta og nota til annars, og verða því vélarnar seldar fyrir upp- boðsverðið. — Vélarnar eru yfirleitt í fyrirtaks standi. Lysthafendur eru beðnir að senda svo fljótt sem unnt er tilboð mrk. „Fabrik 4169“ til Aug. J. Woljf & Co. Ann. Bur. Kj'óben- havn. Vefurinn rakinn. i. febr. tqo4 hefði átt að vera gleði- dagur um land allt. Það iæfði titt að heilsa þeim degi með veifum á hverri stöng, og það hefði átt að kveðja þann dag með söngvum og samsætum. Sá dagur hefði verið þess vel verður, því að þann dag fengu Islendingar þrennt í einu. Þeir fengu heimastjórn. Stjórnin, sem til þess dags hafði verið erlend, varð nú hérlend. Stjórnin, sem til þess dags hafði verið valdboðin, varð nú þingkjörin. Stjórnin, sem til þess dags hafði verið dönsk varð nú íslenzk. Það er og víst, að margur góður dreng- ur um endilangt landið hefur heilsaðþeim degi sem góðum gesti. En hitt er jafnvíst, að gleðin var ekki eins almenn og hún hefði átt að vera. Og það hefur eflaust að nokkru leyti verið að kenna lundarfari þjóðarinnar. Það er of dult til þess að hafa hátt um gleði og sorg. En því er ver, að gleði- skorturinn hefur sumstaðar stafað af öðru. Það er enginn efi á því, að margir hafa litið allt öðru en hýru auga til dags- ins. Og flestum þeirra var nokkur vork- un. Það hafði verið þyrlað upp svo miklu Tyki í róstunum út af stjómarskrármálinu og bankamálinu næstu ár á undan, að augu margra voru orðin svo sár og blóð- hlaupin, að þau gátu ekki horft á móti þeim bjarta degi, nema í gegnum hið jnislita gler sinna mislitu leiðtoga. En sumir bjuggust við, að leiðtogarn- ir mundu letjast og rykið þá jafnframt renna úr augunum á liðsmönnum þeirra. Eða þess væntu hinir vongóðu sér. Hinir aptur á móti, sem kannað höfðu lið mótstöðumanna sinna betur, bjuggust ■við litlum bata. Og sú varð líka raunin. Bólan sprakk rétt eptir að ráðherrann kom heim úr fyrstu utanför sinni. Þá fann Jón Jensson yfirdómari nndlrskriptina •en ekki púðrið. Hann fann það þá út, að ráðherra Is- lands væri skipaður »samkvæmt grund- -vallarlögunum dönsku«, og hélt því fram með þeirri einþykkni, sem honum einum er lagin, enda þótt honum væri marg- sýnt fram á, að það færi beint ofan í það, sem hann sjálfur sagði í sömu and- ránni og næði engri átt að öðru leyti. Yfirdómarinn segir sjálfur í sömugrein- Reykjavík, laugardaginn 9. september 1905. J^38. Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík fær alltaf nýjar birgðir af vörum. í YEFNAÐARYÖRUDEILDINA eru nýkomin fi'n og falleg fataefni handa karl- mönnum. Ljómandi kjólatau, léreft og sirz handa konunum. Slipsi handa stúlkunum. Leikföng handa b'órnunum. í NÝLENDUYÖRUDEILDINA: matvörur, kryddvörur, leirvörur handa húsmæðr- unum. — Ymsir óáfengir drykkir handa Templurunum. — Harmonikur, Graphofonar og Graphofonvalsar „fyrir fólkið". í SKÓFATNAÐARDEILDINA: skór handa k'órlunum, konunum og bórnunum. í PAKKHÚSDEILDINA: matvörur handa heimilunum. Kaðlar, línur, netagarn og segldúkur handa útgerðarm'ónnunum og ótalmargt fleira. Bezt að spyrjast jyrst fyrir um vörur og verð á þeim í verzlun EDINBORG. inni og hann heldur því fram, að ráð- herrann sé skipaður samkvæmt grundvall- arlögunum, að það sé »ekki haft svo mikið við þetta auðtrúa þing (þ. e. al- þingi) að stjórnin vildi bregða af tilliti til þess þeirri venju — tómri venju, sem engin lög styðst við — að forsætisráð- herrann hefur allt af í Danmörku valið embættisbræður stna í ráðherrasessinum og undirskrifað skipan þeirra. Danastjórn hefði án þess að brjóta lög (grundvallarlögin) getað látið Islands ráð- gjafann sem var (Alberli) undirskrifa skip- un nýja ráðherrans« . . Og það er alveg rétt. Ráðherra Is- lands, sem fyrst varð til 1874 á pappírn- um og í rauninni ekki fyr én 1904, er eðlilega ekki nefndur í grundvallarlögun- um, sem eru frá 1849 og endurskoðuð 1866. Og áviðlíka rétt er sú kenning yfir- dómarans, að ráðherra vor sé útbúinn »með ölltim einkennum danskra ráðgjafa«, eins og hver getur sannfært sig um, sem nennir að bera stöðu beggja saman. Dönsku ráðherrarnir eiga heima í Kaup- mannahöfn, þeir eiga sæti á ríkisþinginu, þjóðþingið danska ákærir þá, ríkisréttur- inn dæmir þá og þeir taka laun sín úr ríkissjóði. En ráðherra íslands á heima 1 Reykja- vík, hann á sæti á alþingi, alþingi ákær- ir hann, hinn nýstofnaði landsdómur dæm- ir hann og hann tekur laun sín úr land- sjóði. Þó tekur út yfir þegar yfirdómarinn fer að halda því fram, að undirskript for- sætisráðherrans á útnefningarskjal ráðherr- ans sé brot á stjórnarskránni. Það er of djarft. Því að stjórnarskrána getur hver Islendingur, sem hirðir um, lesið spjaldanna á milli, og sjálfur sannfært sig um, að þar er ekki með einu orði talað um útnefningu ráðherrans eða und- irskript ráðherra yfirleitt. Hitt var miklu áhættuminna að vitna í dönsku grundvallarlögin. Þaueru mjög óvfða til hér á landi. Og litlu nær er það að segja, að al- þingi hafi gert það sbeint að skilyrði fyr- ir samþykkt sinni á stjórnarskrárbreyting- unni«, að útnefning ráðherrans færi fram með undirskript hans eða fyrirrennara hans. Hefði það verið tilætlun alþingis, að taka ekki við stjórnarskrárbreytingunni nema þvf að eins, að ráðherrann yrði útnefndur með undirskript sinni, hefði það verið áskilið 1 sjálfum lögunum, eins og þar er áskilið, að ráðherrann megi ekki hafa annað ráðherraembætti á hendi, að hann skuli kutma fslenzku o. s. frv. En um undirskriptina er engu slíku að heilsa. Hún var ekki nefnd á nafn í þinginu, hvorki í efri né neðri deild. Þess er að eins getið í nefndaráliti neðri deildar f auka setningu, að gengið sé að því vísu, að ráðherrann verði útnefndur með und- irskript sinni eða fyrirrennara síns. Öll málsgreinin, sem þetta stendur í hljóðar á þessa leið: »Hann (ráðherrann) verður laus við flokkaskiptingar og stjórnarskipti í Dan- mörku, en stendur og fellur með fylgi því, sem hann hefur á alþingi og á ís- landi, enda göngum vér að þvf vísu, að hann verði skipaður af konunginum með undirskript ráðgjafans fyrir Island«. Hver heilvita maöur sér, að hér er um ekkert skilyrði að ræða. »Enda göngum vér að því vísu« getur ekki þýtt: enda setjum vér það sem skilyrði. Það getur ekki þýtt annað en : enda búumst vér við eða: enda þykjumst vér vita. Og það er sitt hvað, enda lá þeim, sem setti þetta inn í nefndarálitið, ekkert fjær en að ein- skorða samþykkt stjórnarskrárinnar við annað eins aukaatriði. Maður bjóst við, að Danir mundu láta annað eins smáræði eptir íslendingum, úr því að þeir höfðu gefið þeim kost á jafn stórfelldri breytingu og flutningi stjórnar- innar inn í landið. Og svo gerði mað- ur sér von um, að ófriðaröldurnar móti stjórninni innanlands mundu hjaðna, er það yrði bert, að ráðherrann færi þegar í upphafi öðruvísi á stað en dönsku ráð- gjafarnir. Þessvegna var þess óskað í nefndarálitinu, að hann yrði útnefndur tneð undirskript ráðherrans fyrir Island. Undirskriptaróskin var ekki annað en aukaatriði fyrir nefndinni, eða réttara sagt heimastjórnarmönnum í nefndinni. Hin- ir minntust aldrei með einu orði á und- irskriptina. Mergurinn málsins fyrir nefndinni og öllu þinginu lá í fyrri hluta málsgreinar- innar, orðunum: »Hann verður laus við flokkaskiptingar og stjórnarskipti í Dan- mörku, en stendur og fellur með fylgi því, sem hann hefur á alþingi og á Is- landi*. Og sú fullyrðing hefur ræzt til fulls: Reynslan hefur gert hana að óyggjandi vissu. Ráðherrann sat kyr eins og ekk- ert hefði í skorizt, þegar ráðaneytisskipt- in urðu f Danmörku í byrjun ársins. Og konungur hefur heitið alþingi því með kveðju sinni í þingbyrjun, að pólitisk straumhvörf í Danmörku hafi hér eptir engin áhrif á ráðherraval sitt fyrir oss. Það dttgir því ekki hér eptir að halda því að þjóðinni, að ráðherra vor sé ekki annað en leiksoppur í höndum Dana. Hún skilur það strax, að þeir, sem það gera, halda því annaðhvort fram gegn betri vitund, eða eru skynskiptingar. Það er jafnáreiðanlega vfst, að ráð- herra vor er skipaður samkvætnt stjórnar- skrá votri, setn fyrst nefnir hann á nafn, og það er víst, að landsyfirrétturinn er stofnaður með tilsk. 11. júlí 1800 og lands- bankinn með lögum 18. sept 1885. Og jafnfullkomin vissa er fyrir því’ að alþingi hefur fullkomin pólitisk og lagaleg tök á honum, það og ekkert annað, pólitisk tök með atkvæðamagni á þingi og lagaleg tök með ráðherraábyrgð- arlögunum og landsdóminum. Og það er þess vert, að það sjáist svart á hvítu, að ráðherrann útvegaði staðfest- ingu konungs á ráðherraábyrgðarlögunum, eptir að fyrirrennari hans hafði lagt þau á hylluna, og vakti sjálfur upp frumvarp síðasta alþingis um skipun landsdómsins. Andstæðingar stjórnarinnar sáu það og furðu fljótt, að undirskriptarmálið mundi ekki verða mikið bitvopn, og sönnuðu það sjálfir áþreifanlega með flutningi rnáls- ins á þingi í sumar. Þeir héldu því að vísu fram í upphafi þingsályktunarinnar frægu, að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða, en botn- uðu hana þó með máttlausri áskorun til ráðherrans um að kippa í liðinn næst. Hefðu þeir skoðað undirskriptina sem brot á stjórnarskrá landsins, hefðu þeir hvorki mátt né átt að láta sér nægja minna en ákæru gegn ráðherranum. í stað þess reyndu þeir að gefa honum selbita í vasann. Það er bezta sönnunin fyrir því, hvað innanbrjósts var. Og þá viðleitni urðu þeir að sýna, af því að þeir höfðu gert ofmikinn hvell út af mál- inu til þess að láta botninn detta úr þvf alveg hljóðalaust. En til þess, til þess að botna þá rollu, gátu heimastjórnar- menn ekki hjálpað þeim. Þeir möttu hitt meira, að láta stjórn og þjóð vita, að þeir hefðu skilið kveðju konungs sem heitorð um þingræði þeim til handa, skilið hana sem staðfestingu á kröfu þings og þjóðar 1903 um fullkomna sérstöðu ráherranum til handa, og full- komið þingræði þinginu til handa. Þýðingu eða þýðingarleysi undirskript- arinnar létu þeir aptur á móti liggja millr hluta. Hana getur hver skilið, hér eptir sem hingað til, eins og honum þóknast. (Framh.). Útlendar fréttir. Friðarsamningar nær fullgerðir. Þuð hefur gengið betur en áhorfðist með friðarsamningana millum Rússa og Japana. Fyrir rúmri viku var ekkert út- lit fyrir annað, en að allir samningar færu í mola, eins og getið var um í slð- asta blaði. En síðan hefur allmjög breytzt

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.