Þjóðólfur - 09.09.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.09.1905, Blaðsíða 2
164 ÞJÓÐÓLFUR. veður í lopti og Japanar fallið frá öllum aðalkröfum sínum. Tvenn Marconi-skeyti frá i. og 4.> þ. m. skýra svo frá þessu: */» Mælt er að sá hafi orðið árangur af ráðstefnu í Tokio á þriðjudaginn, að Komura hafi lagt fyrir Witte einslega ný undirstöðuatriði til samkomulags, sem haldið er að leiða muni til friðar. Svo er sagt, að þar sé sleppt öllum hernaðar- skaðabótum, og ekki farið fram á neina skerðing á herskipastól Rússa í Austur- höfum, að Japanar víggirði ekki Petshjflí- sundin (hjá Port Arthur) og að þeir fari ekki fram á neitt endurgjald nema fyrir framfæri hertekinna manna af Rússum. Friðarsamkoman hófst aptur kl. io á þriðjudagsmorguninn. En ekki er neitt kunnugt um, hvað þar hefur gerst. Rússakeisari hefur gefið út tilskipun um að vígbúa lið úr 13 fylkjum til austurfar- ar. Sömuleiðis hefur verið skipað að hafa til hesta eptir þörfum. Mælt er, að boðið hafi verið út vara- liði 1 Yarsjá-héraði. Tilslökun Japana hefur heppnast mjög vel, og er árangurinn orðinn sá, að frið- arsáttmálafrumvarp hefur samið verið milli þeirra, er í ófriðnum eiga. Sam- komulag er fengið um síðasta ágreinings- atriðið í sáttmálanum. Þeir skipta eynni Sakhalín milli sín til helminga, og hafa orðið ásáttir um, að vígtryggja hvorki hana né sundin að henni. Rússakeisari hefur tilkynnt Linievitch hershöfðingja, er ræður fyrir Mandsjúríu, að friður sé nærri gerður, og að skylda sín við samvizkuna og fólk sitt banni sér að leggja herinn að nýju undir endalaus- ar ófriðarþrautir. Það er futlyrt 1 Pétursborg, áð þá er friður er kominn á, verði Linivitch hers- höfðingi skipaður vísi-kóngur í Síberíu. Mikið orð leikur á því í Pétursborg, að rússnesku kosningunum hafi verið frestað til næsta árs. Önnur tfðindi. x/» Borgarstjórnin í Kestch hefur samþykkt í einu hljóði ályktun, er lýsir óánægju út af Gyðingaofsóknum, og neitar að greiða úr bæjarsjóði tillag til lögreglunnar, að upphæð 15000 rúblur. Búizt er við miklum æsingi í Parfs vegna þess að »sykur-konungurinn« Crosmér hefur ráðið sér bana. Hefur honum mis- tekist algerlega fjárgróðabrall, sem valt á nokkrum miljónum sterlingspunda. Maroccostjórn hefur látið lausa al- gerska þegna (samkv. kröfu Frakka). Fjórar tilraunir voru gerðar í vikunni sem leið til að sy n d a yfi r Ermarsund. Meðal þeirra er sundið reyndu var sund- kona frá Astralfu. Öllum misheppnaðist. */') Uppreisn innfæddra manna í ný- lendum Þjóðverja í Austur-Afriku er farin að gerast voðaleg. Hún hefur breiðst út til héraða, sem hingað til hafa verið skoð- uð mjög auðsveip Þjóðverjum. Heimatrúboðið °g Einar Hjörleifsson. Það er ekki skemmtilegt að eiga orðakast við mann, sem reynir að vega að baki manns með dylgjum, og allra sízt er það skemmtilegt, þegar manni er einkar vel við nánustu ættingja þessa manns. En vegna málefnisins verð eg þó að svara heimatrú- trúboðsgrein Fj.konunnar 15. ágúst nokkrum orðum. Ritstjórinn (E. H.) gefur hálfvegis í skyn, að eg muni hafa þagað yfir fortíð séra Lár- usar Halldórssonar tengdaföður míns gagn- vart stjórn heimatrúboðsins danska, úr því sú stjórn vill styrkja hann til starfs hér á landi. — Manninn langar auðsjáanlega til að ná höggstað á mér. — Hann ætti að reyna að skrifa heimatrúboðsstjórninni dönsku og spyrjast fyrir um frásögu mína, því að naumast mun hún að fyrra bragði leita sér fræðslu eða ráða hjá spíritistafor- ingjanum reykvíkska. Ef E. H. er að hugsa um í alvöru, hvað kröfuhörð stjórn heimatrúboðsins danska sé við prédikara sína, get eg frætt hann um að einn þeirta var áður medodistaprestur og annar sjónleikamaður, svo að það er ekki ómögulegt, að Einar geti seinna fengið styrk hjá henni, ef hann snýst frá villu síns veg- ar. - — Ekki þarf hann að óttast að það sé ómenntuð alþýða ein eða „þröngsýnir klerkar", sem styðja heimatrúboðið. Eg hef t. d. nýlega fengið tilkynningu um, að krón- prins vor og krónprinsessa ætli að styðja heimatrúboðið á Islandi með árlegri pen- ingagjöf. E. H. samgleðst mér vonandi. Það lakasta við Fjallkonugreinina er, að E. H. fer nreð ósannindi, þegar hann segir að það sé alkunnugt, að séra Lárus Hall- dórsson hafi verið aðventisti og sé líklega enn. Man hann ekki að þeim orðasveim var mótmælt opinberlega ? Er hann svo fáfróð- ur, að halda að aðventistar viðurkenni barna- skírn bæði { orði og verki, eins og tengda- faðir minn liefur ávallt gert? Ætli E. H. trúi því, að hallist maður að einhverju leyti um tínra á eina sérskoðun aðventista, t. d. laugardagshelgina, þá sé sá hinn sami geng- inn í fiokk þeirra æfilangt? Annars vita allir kunnugir, og eg held mér sé óhætt að segja að E. H. viti það og, að séra L. H. hefur sýnt í verkinu svo árum skipti, að hann er alveg horfinn frá þeirri sérskoðun, þótt hann hafi aldrei auglýst það í blöðum Einars Hjörleifssonar. Hitt er alkunnugt, hvað ófróður sem E. H. kann að vera, að séra L. H. hefur verið prestur evangelisk- lúterskra safnaða til skamms tíma, og eng- inn síðan kennt hann við aðventista nema E. H. E. H. hreytir ónotum að séra Stórjóhann, birtir þau daginn eptir að séra Stórjóhann fór alfarinn héðan, og sagt er mér að Bessa- staða-Þjóðviljinn hafi kveðið við sama tón. Prestaöldungurinn norski stendur jafnrétt- ur fyrir slíku hnútukasti, og herða mega þeir sig bæði E. H. og guðfræðingurinn, sem hann vitnar í, ef þeir eiga nokkurn tíma að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana, að því er kirkjulegar og kristi- legar framkvæmdir snertir. Annars er það einkennilegt að maðurinn, sem sí og æ er að bregða öðrum um þröng- sýni og ófrjálslyndi, skuli vaða að mönnum með dylgjum og ónotum, þótt þeir brosi að eða vari við myrkrafundum andasæringar- manna, því út af því munu refarnir skornir. Ymislegt fleira er bæði oftalið og vantalið í Fjallkonugreininni, sem eg get ekki verið að eltast við í þetta sinn. S. A. Gíslason. Mótmæli gegn æsingafargani hins svonefnda »Þjóðræðisliðs« eru farin að berast hingað úr ýmsum áttum. Auk ávarpsins frá Þingeyingum, er birt var í slðasta blaði, eru komin svipuð mót- mælaskjöl frá Eýfirðingum með á 3. hundrað u n dirs k r i p tu m . Þjóðinni er nfl. farið að ofbjóða óskamm- feilnin og heimsku-frekjan í þessum fáu hræðum hér í Reykjavík, sem láta ný- dubbaða generalinn sinn siga sér út í hverja flónskuna á fætur annari, og ger- ast viljalaus verkfæri í höndum þessa virðulega foringja, sem lætur heipt sína yfir atvinnuhnekki við prentiðn bitna á stjórninni, þótt henni sé mál þetta öld- ungis óviðkomandi, að öðru leyti en því, aö hún hefur í prentun sætt hinum beztu kjörum, er hún komst að, eins og sjálf- sögð skylda hennar var fyrir landsins hönd. Og sama hafa þingforsetarnir gert við prentun alþingistíðindanna, eins og sjálfsagt var. En svo heldur þessi hlægi- legi »general« í einfeldni sinni, að sauð- argæra þjóðrækninnar, sem hann hefur nú klæðst 1 og allt þjóðræðisfleipur hans muni hylja allt, skýla öllu. En því fer harla fjarri. Það glittir alstaðar í ógeðs- legasta sora undir þeim hjúp. Prentuð og skrifuð bréf, sem nú rignir yfir landið úr verksmiðju »generalsins« færa mönn- um bezt heim sanninn um það, að þetta ærslaspark stendur ekki í sambandi við nokkurn snefil af þjóðrækni eða föður- landsást, heldur er að eins til þess gert, að ná sér persónulega niðri á einstökum mönnum og hrifsa undir sig vöidin til þess að geta síðar beitt þeim til aðkjafts- högga mótstöðumennina átakanlega. Og vegna þess, að það er eingöngu persónu- leg heipt og grimmd, sem öllu þessu farg- ani stjórnar, þá er farið svona afskaplega og hranalega af stað. En því fyr kemur apturkastið og því alvarlegar. Þjóðin átt- ar sig fljótt á því, að þessi ólátagangur og vitfirringsháttur geti ekki verið af hreinum hvötum sprottinn, ekki af um- hyggju fyrir velferð landsins og framíör- um, heldur af allt öðrum og óskyldum ástæðum. Og þessvegna er apturkastið þegar komið. Aðfarir nýja hjálpræðis- hersins eru farnar að vekja óhug og ótta hjá þjóðinni og sá óhugur mun ekki fara þverrandi he'dur vaxandi dag frá degi. Sem dálltill vottur þess, hver áhrif t. d. reykvíski fundurinn 1. ágúst hefur haft sumstaðar út um land getur talizt eptir- farandi þingmálafundarskýrsla úr Breiðdal: „Ar 1905 þann 19. ágústm. var haldinn fjölmennur fundur að Breiðdalsvík. Fundurinn var boðaður af 16 kjósendum í Breiðdal f tilefni af svonefndum „bænda- fundi“, sem haldinn hafði verið í Reykja- vík 1. s. m. Fundarstjóri var kosinn Páll Benediktsson hreppstjóri á Gilsá og skrifari Sveinn Benediktsson bóndi á Skjöldólfs- stöðum. Því næst var upplesin frásögn Þjóðólfs °fí „Fjallkonunnar“ um ofannefndan „bænda- fund" og tekið vandlega til athugunar, hvort uppþot þetta og yfirhöfuð allur gauragang- ur stjórnfénda út af ritsíma- og undirskript- armálinu væri með öllu tilefnislaus. Jtitshnamálid. a) Hvað þá sakargipt stjórn- fénda snertir, að ráðherrann hafi ekki haft heimild til að gera samning þennan samkv. fjárl. 1903, fjárveitingin sé miðuð við lopt- skeyti að eins, þá álítur fúndurinn þennan lið í ofsóknum stjórnfénda augljósa fjaístæðu með því að í fjárlögunum stertdur: „Til ritsíma" o. s. frv. Þinginu mundi aldrei hafa dottið í hug að nefna loptskeyti síma, og fellst því á þá kenningu stjórnarsinna, að athugasemdin á fjárlögunum miði að eins til að gefa stjórninni frjálsari hendur áþann hátt, að hún, innan vissra takmarka, skuli þó hafa heimild til að verja fénu til lopt- skeyta, ef hún álíti, að vænlegra boð fáist á þann hátt. b) Að ráðherrann (ekki dró að gera samn- inginn fram yfir þing 1905 er önnur sakar- gipt stjórnfénda. Þá sakargipt getur fund- urinn ekki annað en álitið með öllu órétt- mæta, þar sem í athugasemdum við fjár- veitinguna stendur: „Væntanlegur samning- ur með fylgiskjölum leggist fyrir þingið til athugunar". Öllu skýrar gat þingið ekki tekið fram, að það ætlaðist til að búið yrði að gera samninginn, áður en það kæmi sam- an í ár. c) Þar sem stjórnféndur tala um hinn mikla verðmun á ritsíma og loptskeytum, þá getur fundurinn ekki álitið það annað en blátt áfram þvætting, sérstaklega þegar litið er til áreiðanleiks hvors um sig. Hvað imdirskripiarniálid snertir, þá lætur fundurinn sér nægja að skírskota til þing málafundargerðarinnar í Breiðdal 3. júnís.l. þar eð skoðanir manna á því máli eru hin- ar sömu. Að öðru leyti er það álit fundarins, að uppþot þetta í Reykjavík, sem gekk undir nafninu „bændafundur", miði eingöngu til að æsa þjóðina gegn hinni ungu íslenzku stjórn, eins og það einnig liggur f augum uppi, að örfáir bændur hafa þar verið hafð- ir að hlffiskildi óhlutvandra óróaseggja, og leyfir sér því hér með að skora á alla, sem enn ekki eru orðnir uppgefnir á æsingum þessara þjóðaróvina, að segja algerlega skil- ið við þann fiokk, sem beitir jafn auðvirði- legri aðferð til að halda sínu máli fram. Páll Benediktsson Sveinn Benediktsson (fundarstjóri). (skrifari). Mjög ósvifnlslegt skjal hafa 11 valtýskir þingmenn sent útum land nú í þinglok og kallað það »Avarp til Islendinga«(!). Séra Magnús Andrés- son hefur þó ekki skrifað undir það og heldur ekki Ólafur Thorlacius. »Avarp« þetta er ekkert annað en skammir um meiri hlutann á þingi, og er þar gerð ískyggileg tilraun til að brjóta niður virð- inguna fyrir alþingi í augum þjóðarinnar, en það er svo ófimlega og hranalega orð- að, að allhætt er við, að það hafi ekki tilætlaðan árangur. En óneitanlega er skörin farin að færast nokkuð upp í bekk- inn, þá er örlftill minni hlutinn þingsins gerist s v o kærulaus um sóma sinn og virð- ingu löggjafarþings þjóðarinnar, er þeir sjálfir skipa, að hann kynokar sér ekki við að láta aðra eins forsmán sjást frá sér á prenti. Slíkur minni hluti er auð- sjáanlega langt leiddur. Og svo hefur þessi virðulegi valtýski flokkur látið skír- ast upp enn einu sinni, afneitað sjálfum sér enn einti sinni. Skfrir hann sig nú »Þjóðræðisflokk«(!) og hyggur víst, að hann losni við gamla haminn á þann hátt. En þar mun Valtýingum þessum skjátlast sem í fleiru, því að þrátt fyrir splunkur- ný flokksheiti á hverju ári, þá eru og verða þeir aldrei annað í meðvitund þjóð- arinnar en — Valtýingar. Það nafn lím- ist og klínist á þá fastar og fastar, hvern- ig sem þeir reyna að hrista það af sér með nýjurn nöfnum, sem allir sjá að eru rangnefni, hreinasta vandræða-yfirklór, sem almenningur hlær að. Hvað er nú t. d. orðið af Fratnfaraflokknum og Fram- sóknarflokknum ? Og hvar eru Landvarn- armenn ? Þessi nöfn eru öll dauð. En úr öllu maukinu orðin ein samföst klíka, valtýsk klíka = Valtýingar. Það ereina og réttanafnið á allri samsteypunni. Ann- ars verður þetta nýja »ávarp« Valtýinga síðar rækilega krufið til mergjar, svo að þjóðin sjái, hversu innviðafagurt það er. Hafnarbryggjan nýja á Akujeyri skemmdist til mikilla rnuna aðfaranóttina 20. f, m., með því að mar- bakki, sem hún stóð á, sprakk og steypt- ist niður f dýpið. Bryggjan var nýlega fullger af dönskum timburmeistara Olsen frá Taarbæk og tekin út daginn áður af hafnarnefndinni. Engan hafði grunað annað, en að grundvöllurinn — marbakk- inn — væri fulltraustur til að byggja á, en svona reyndist það, og mátti telja heppni mikla að manntjón hlauzt ekki af, sem líklega hefði orðið, ef slysið hefði að- borið að degi til, rneðan fólk var á bryggj- unni. Áætlað er að skaðinn verði þó ekki nema nokkrar þúsundir króna, með því að stauragirðingin, viðurinn, er niður hrundi, muni nást upp aptur. Lausn frá embættl hefur Halldór Danfelsson bæjarfógeti sótt um frá næstk. nýári, þykist ekki fær um að þjóna embættinu lengur heilsunn- ar vegna, og mun það satt vera. Hann er rétt fimmtugur að aldri, og kemst þvf nokkuð snemma á eptirlaun. Samt ber ekki á neinni almennri hryggð hjá bæjar- búum yfir því að verða að sjá á bak honum svona sviplega á bezta aldri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.