Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Reykjavík, föstudaginn 6. október 19 05. Verzlunin ,ED1NB0RG‘ í Reykjavík hefur nú fengið afarmiklar byrgðir af allskonar vefnaðaPTÖPUID, sér- staklega ætlaðar í vetrarfatnað, svo sem: efni i yfirfrakka og kvennkápur, þar á meðal ný tegund er nefnist selskinn, einkennilegt, hlýtt og ásjálegt. Einnig tilbúnar kvennkápur »Boa« vetrarsjöl, herdasjöl, vetrarhúfur, rúmteppi, rekkjuvoðir\ hvítar og mislitar, millipils og nœrfatnað. — Regnkáp- ur, karla, kvenna og barna. Skólatöskur handa börnum o. fl. o. fl. Ennfremur allmikið af ýmsum skrautvartiingi. Silki af öllum teg- undum, koma með nœsta skipi. Vörur þessar eru keyptar á hentugum tfma, valdar eptir nýjustu tízku, og eru seldar óvanalega ódýrt. Bezt að kaupa sem fyrst. Aðsóknin er afar-mikil. ÞJOÐOLFUR 1906, Við næsta nýár (1906) hefst j8. árgangur blaðsins og verður hann í líku. sniði og þetta ár, nema aukablöð eflaust nokkru fleiri. Á síðustu 8 árum hefur blaðið stækkað tvisvar, svo að það er nú orðið meira en helmingi stœrra og miklu meira en helmingi leturdrýgra, en þá er núverandi ritstjóri þess tók við því fyrir tæpum 14 árum, en verð- ið pó hið sama sem pá. Þjóðólfur er nú tiltölulega lang- leturdrýgstur allra íslenzkra blaða, svo að þar kemst enginn samjöfnuður að. Stefnu blaðsins þarf ekki að lýsa. Hún er hin sama eins og hún hefur verið: barátta fyrir sem fullkomnastri og hagfelldastri sjálfstjórn í landinu inn a við og út á við, laust við allar öfgar og ofstæki, og hrakmannlegar tilraunir til að níða niður það, sem nú þegar er fengið. Hin stöðuga hylli og almenna traust, sem blaðið hefur notið meðal alls þorra þjóðarinnar, sýnir að það hefur fylgt hollu og réttu máli. Nýir kaupendur að næsta árgangi fá ókeypis það sem ókomið er út af þessum yfirstandandi árgangi frá októberbyrjun til ársloka(i2—13 blöð) og auk þess í kaupbœti um leið og þeir borga 4 kr. fyrir næsta árgang: íslenzka sagnaþætti I. í 36 bls. einkar fróðleg bók og skemmti- leg, sem allir eru sólgnir í að lesa, og ennfremur 13. hepti af sögusafni Þjódólfs 128 bls. með ágætum skemmtisögum. í lausasölu kosta þessar báðar bækur j kr. 50 a. Og þetta fá nýir skil- vísir kaupendur ókeypis. Vissara að gefa sig fram sem fyrst og senda borgunina, því að kaupbæt- irinn getur þrotið áður en varir Um næstliðin áramót bættust svo margir nýir kaupendur við, að útgefandi komst í þrot með kaupbætinn þá. Og með því að uppsagnir á blaðinu hafa svo að segja alls engar verið þetta ár, þrátt fyrir umburðaráskoranir „Þjóð- ræðisherrans", þá vonast útg. Þjóðólfs eptir verulega auknum kaupendafjölda enn, ekki sízt fyrir meðmæli(!) þess sama „þjóðarfrömuðs", sem þykist nú hafa lagt undir sig allt landið og vera svo mikils virtur og heitt elskaður af allri alþýðu. Það má geta nærri, að Þjóðólfur leggur ekki lítið upp úr með- mælum slíkrar þjóðargersemi og dreng- lundaðs blaðabróður. Vefurinn rakinn. (Niðurl.). Og samskonar sjónhverfing var „bæn<lafnndnrinn“ svokallaði 1. ágúst. Það voru sendir smalar út um nágranna- héruðin, bæði vfgðír og óvfgðir. Þeir voru látnir segja bændum, að nú væri þingið að leggja 30 aura toll á hvert kaffi- og sykurpund, og að fleygja 40,000 kr. f »sameinaða félagið«, svona upp á slttmp. Ogjafnframt voru þeir látnirbera það út til smekkbætis, að banna ætti þjóð- inni að brúka loptið. Danir ættu líka að fá það. Með þessu móti var töluvert mörgum bændum úr næstu sveitum hóað saman til Reykjavíkur og hrært þar saman við götulýðinn. Þeim var aldrei ætlað að hafa nein á- hrif á gang þingmálanna. Þeir áttu bara að vera miði, eða vottorð eða agn á stéttarbræður sínar út um landið, lfkt og Þjóðfrelsisnafnið á Whiskfinu hans Þor- láks Johnsens forðum daga, Rínarvínið hans Valdimars Petersens eða flugan á öngli stangarveiðimannsins. Fjallkongarnir bjuggust við því, að bændur í öðrum héruðum mundu flykkj- ast utan um »Þjóðræðis« merkið, þegar þeir heyrðu að stéttarbræður þeirra kring- um höfuðstaðinn hefðu fleygt orfunum um hásláttinn, til þess að reyna að frelsa föðurlandið úr klóm þings og stjórnar. Annað erviði var þeim aldrei ætlað. Og gengið upp f þeirri dulunni, að þeir mundu annaðhvort aldrei skilja, hvar fiskur lá undir steini, eða þá að minnsta kosti ekki fyr en búið væri að brúka þá. Og það lánaðist. Þeir fóru í Báru- búð, upp á Lækjartorg og upp á Aust- urvöll, fóru þangað sem fjallkongarnir bentu og smalarnir hóuðu þeim. Þeir gengu eins og f leiðslu, vissu auðsjáan- lega ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Nú er sagt, að flestir þeirra viti það, og séu lltt upp með sér yfir ferðinni. Og vfst er um það, að almenningur hefur ekki kunnað að meta þann fund, eins og til var ætlast. Að minnsta kosti ekki Eyfirðingar, Þingeyingar og Sunn- mýlingar, sem marghrossað haía móti fundinum, og þykja þau héruð þó ekki eptirbátar hinna. Svona fór minni hlutinn að því, að teyma flokksbræður sfna til Reykjavíkur 1. ágúst. Og sömu aðferð ætlar hann auðsjáanlega að beita gegn þjóðinni yfir- leitt. Það sést á ávarpinu, sem hann gafút i þinglokin og létprenta í blöðum sínum. Þar er sagt, að meiri hlutinn hafi »lát- ið landsréttindi vor liggja sér í léttu rúmi«, hann hafi safsagt að mótmæla því, að eitt hið mikilvægasta sérmál vort sé feng- ið í hendur dönskum ráðgjafa«. Og er •þar vafalaust átt við undirskriptarmálið svokallaða. Það er hér kallað landsréttindamál eða eitt af mikilvægustu sérmálttm vorum, auðvitað í því trausti, að almenningur nenni ekki að rannsaka þetta nánar. Og þó er það hverjum læsum manni innan handar. Það vill svo vel til, að enginn ágreiningur getur verið um það, hvað er sérmál og hvað ekki. Sérmál vor eru talin upp í 3. gr. laga 2. janúar 1871 sbr. Lagasafn handa al- þýðu 2. bindi bls. 250. Fiokkarnir eru 9 alls: »1. Hin borgaralegu lög, hegn- ingarlögin og dómgæzlan, er hér að lýt- ur . . . 2. lögreglumálefni, 3. kirkju- og kennslumálefni, 4. lækna- og heilbrigðis- málefni, 5. sveita- og fátækramálefni, 6. vegir og póstgöngur á Islandi, 7. land- búnaður, fiskiveiðar, verzlun, siglingar og aðrir atvinnuvegir, 8. skattamál beinlínis og óbeinlínis, 9. þjóðeignir, opinberar stofnanir og sjóðir«. Eins og hver maður sér og einnig við var að búast, er útnefning ráðherrans ekki nefnd á nafn meðal sérmálanna. Það væri æskilegt, að sérmál vor væru fleiri, en þau eru ekki fleiri en getið er um að ofan, og lítil eða engin von um að fjölga þeim, ef vér höngum 1 hárinu hverjir á öðrum og sætum hverju tæki- færi til að smána Dani, þjóðina, sem vér eigum að sækja aukið frelsi vort undir. Það er hraparlegur misskilningur, að halda að maður nái góðum samningi, hvort heldur við þjóð eða einstakling með þvf að belgja sig upp og steyta hnefann framan f hinn samningsaðilann. Það er áviðlíka sigurvænleg aðferð og að fleygja sér flötum fyrir fæturna á honum og biðja hann líknar. Nei. Það þarf aðra aðferð til þess. Það þarf hyggindi, rólega skapsmuni og lipurð. Þá er sagt í ávarpinu, að meiri hlutinn hafi »reynst fáanlegur til þess, að láta erlenda hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum landsmanna«. Og er þar auðsjáanlega átt við samninginn við »sam- einaða gufuskipafélagið«. Eins og getið er um að framan, fékk meiri hlutinn fleiri ferðir og haganlegri, og yfirleitt miklu betri kosti, en nokkru sinni fyr, fyrir einar 30,000 kr. á ári. Nu eru borgaðar 75,000 kr. á ári fyrir lakari kosti að öllu leyti. Landsjóði með öðrum orðum sparaðar 45,000 kr. á ári. Það kallar minni hlutinn á prenti, að láta erlenda hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum landsmanna. Þá er meiri hlutanum futidið það til foráttu, að hann hafi lagt »á þjóðina rniklu meiri gjaldabyrðir en nauðsyn kref- ur«, og þar vafalaust átt við tollinn. Tekjuhallinn eptir fjárlagafrumvarpi þingsins, er rúmar 211,000 kr. Hann hefði orðið rúmar 500,000 kr., eða V2 miljón, ef tollurinn hefði ekki verið hækk- aður. Og samt segir minni hlutinn svart á hvítu, að engin nauðsyn hafi rekið til tollhækkunarinnar. Loks segir minni hlutinn, að meiri hlut- inn hafi »takmarkað að nauðsynjalausu og afarískyggilega frelsi hennar (þ. e. þjóðar- innar) til hraðskeytasambands við önnur lönd«. Það er kölluð nauðsynjalaus og afar- ískyggileg frelsistakmörkun, að meiri hlut- inn tók hið gamalreynda, örugga, ogept- ir atvikum ódýra ritsíma- og talsímasam- band, fram yfir hið óreynda, stopula og afardýra loptskeytasamband. Maður hefði ekki undrað sig á þess- um samsetningi, ef blöð minni hlutans hefðu búið hann til. En það sætir undrun, að þingflokkur skuli láta annað eins frá sér fara, jafn bláberar blekkingar. Að vísu standa nöfn Guðlaugs sýslumanns Guðmundssonar og séra Magnúsar Andréssonar ekki undir ávarpinu. En það eru of margir skýrir menn undir því samt, til þess að það verði kennt greindarskorti. Það hlýtur að vera öðru að kenna. Og það er ekki vanséð hverju. Það hlýtur að vera því að kenna, að minni hlutinn álítur íslenzku þjóðinni allt boðlegt. Hann álftur auðsjáanlega, að þjóðin telji það karlmennsku, að smána stjórn sína og þing.. Hann telur auðsjáanlega víst, að hún kunni ekki að greina milli smjaðurs og einlægni. Það er orðið langt syndaregistur minni hlutans, og þó er ein syndin enn ótalin, synd sem kórónar allar hinar. Og það er smölunin á undirskriptum undir á- skoranir til konungs um að fresta staðfestingu íl ritsíinalögnnuin. »Þjóðræðisfélagið« svo kallaða eða réttara sagt Isafoldarklikkan hefur í lok ágúst látið ganga út prentaða áskoruti í bréfsformi til manna um að senda »á- skoranadrífu hingað frá sem allraflestum kjósenduin landsins um frestun á stað- festing þeirri (ritsímalaganna) m. m. Það er síðasta og öflugasta, í alla staði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.