Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 2
i8o ÞJÓÐÓLFUR. lögleg og réttmæt tilraun til að afstýra þeim voða, sem hér vofir yfir« segir bréfið. Það er hér verið að fara fram á það, að konungsvaldið taki ráðin af þinginu. Það er farið fram á það, að stjórnin gjöri sig að formyndara þjóðarinnar. Það er farið fram á það, sem hingað til hefur verið kvartað mest undan. Það er farið fram á lagasynjun. Og þetta gjöra menn, sem þykjast vera að halda uppi þjóðræði í landinu, þykj- ast vera að berjast fyrir valdi þjóðarinn- ar til þess að ráða sjálf málum sínum fyrir milligöngu hinna einu löglegu um- boðsmanna sinna, þingmanna sinna. Það er hér verið að leika sama sorg- arleikinn og höfðingjar vorir léku í lok Sturlunga-aldarinnar. Þeir lögðu deilur sínar undir úrskurð konungs. Nú er verið að fleka þjóðina til að biðja konung að ónýta gjörðir þingsins. Afrýjun höfðingjanna kom landinu und- ir ok Noregskonunga. Afleiðingarnar af þessu nýja tilræði gætu orðið lfkar. Þær gætu leitt til þess, að þjóðin yrði svipt sjálfsforræði slnu, eins og hver annar óviti. Annars sýnir þetta tilræði Ijóslega, að hér býr annað undir, en uppi er látið. Eins og drepið hefir verið á, fékkst Marconifélagið með engu móti til að gjöra tilraunir fyrir stjórnina um lopt- skeyti innanlands fyrir minna en 36,000 kr. á ári. Það er alveg óhugsandi, að minni hlutinn hafi fengið félagið, eptir að rit- símasamningurinn var gjörður, og þannig í rauninni öll von úti fyrir félaginu, til að setja loptskeytastöðina við Rauðará upp fyrir ekkert. Sú tilraun hlýtur að hafa kostað mik- ið, og þá peninga hlýtur minni hlutinn að hafa lagt fram eða ábyrgst félaginu. Enda komu líkur fram fyrir því á þingi, mjög sterkar líkur, meira að segja. Minni hlutinn bar í þinglok fram þá tillögu, að þingið veitti 25,000 kr. til að »framhalda loptskeytasambandi því, sem nú er komið á milli Reykjavíkur og út- landa, og til þess að undirbúa hraðskeyta- málið til næsta þings«. Fjárveitingin til undirbúnings málsins var óþörf, ekkert annað en fóður á hitt. Leiðin milli Rvíkur og Seyðisfjarðar er ranrisökuð til fulls. Og sérstök fjárveiting í fjárlögunum, 4000 kr., til að rannsaka leiðina til Isafjarðar. Fjárveitingin var því eingöngu ætluð Marconi. Hann hefur líklega sett þá upp- hæð upp, fyrir að lána minni hlutanum stöngina um þingtímann. Það hefði óneitanlega verið góð borg- un fyrir ekki merkilegra áhald en raptur- inn inn við Rauðará er. En hvað gerði það til, úr því að land- sjóður átti að borga gildið. Meiri hlutinn var svo harðbrjósta að fella þessa tillögu. Og þá var strax farið að amast við ritsímalögunum, eða lögun- nm um einkarétt landsins til ritsíma og talsímasambands innanlands og vernd á þeim tækjum. Áður hafði minni hlutinn barizt gegn fjárframlögum úr landsjóði til ritsíma- og landsímalagningar. Nú fór hann að berjast gegn því, að landsjóður fengi tekjur af ritsímanum og talsímanum, sem hann gat ekki komið fyrir kattarnef. Og af hverju? Það er fullyrt, að Marconifélagið hafi langað mikið til að fá að halda lopt- skeytastöðinni hér. Það er sagt, að félagið hafi boðizt til að slá eitthvað af kröfunum fyrir gabbið, ef minni hlutin gæti hindrað framgang laganna um einkarétt landsins til hrað- skeytasambandsins. Þetta * er sagt, og það er líka lík- legasta ráðningin á því óyndisúrræði, sem minni hlutinn hefur nú gripið til. Með því móti bregður birtu yfir kapp- ið í smölunum og ferðalag fyrirliðanna um nágrannahéruðin, enda er orð á því gert, að fyrirliðarnir séu að smala fé, jafn- framt undirskriptasmöluninni, til þess að hafa það á hraðbergi til vara, ef tilræðið við ritsímalögin kynni að stranda. Mennirnir eru þá jafnframt að vinna fyrir sig sjálfa, vinna fyrir lausn undan þungri, persónulegri fjárheimtu af hendi Marconifélagsins. Þeir hafa skákað í því skjóli, að al- menningur sæi ekki andlitið fyrir innan grímuna, »þetta hið nauðljóta höfuð«, eins og þar stendur. Nú er grímunni svipt frá andliti þeirra. Vefurinn er rakinn. Að eins eptir að vita, hvort þeim verð- ur kápan úr því klæðinu. Reynist það svo, hefurísland ofsnemma eignast sjálfstjórn. *** Nýjasta áskorana-hneykslið. Ósvifnislegar blekkingar. Það er nú orðið heyrum kunnugt af valtýsku blöðunum, að ráðherranum hafa áður en hann sigldi, verið afhend áskoranaskjöl með hér um bil 2400 nöfn- um undir. Skjöl þessi eru flestöll á gul- um pappír frá »ísafold«, og á þessa gulu snepla er letruð svolátandi speki: „Undirskrifaðir kjósendur skora hér með alvara1) á ráðherra Islands: að hann rdði hans hátign konunginum til pess að fresta staðfesting á logum um ritsíma, talsima 0. fl., par tiL pjóðin hefur átt kost á að láta uppi vilja sinn í hrað- skeytamálinu með kosningum til alpmgis. Komi þessi áskorun ekki til ráðherrans fyr en staðfesting nefndra laga er um garð gengin, eða verði henni ekki sinnt, þá skora undirskrifaðir kjósendur hér með alvarlega á stjórn landsins að t júfa ping sem fyrst og stofna til nýrra kosninga til þess að þjóðin eigi kost á að girða fyrir það nú þegar, að hún sæti annari eins meðferð af fulltrúum sínum efirleiðis2)". 1) Á líkl. að vera: alvarlega. 2) ----------- eptirleiðis. Vér skulum nú athuga áskorun þessa dálítið nánara. Það er þá fyrst að at- huga um hvað lögin hljóða, sem skorað er á að láta vera að staðfesta. Hljóða þau um, að leggja skuli ritsíma um land- ið og frá landinu og veita fé til hans? Nei, alls ekki. Ef einhverjir af þeim, sem undir hafa skrifað hafa haldið það, þá hafa þeir verið illa sviknir. Þau hljóða einungis um það, að 1 a n d i n u sé áskilinn einkaréttur til þess að stofna og reka hraðskeytasambönd innanlands. Er þetta nú svo fjarskalega ósanngjart? Er það nokkuð ósanngjarnara heldur en að landið hafi einkarétt til póstferða ? Eða er þ a ð líka ófrelsi, kúgun, óhæfa, skaðræði, voði o. s. frv. ? Ekki þarf heldur að óttast, að landið fari að meina mönnum, að koma upp hjá sér hrað- skeytasamböndum, þar sem þörf er fyrir það; menn verða einungis að sækja um það til landstjórnarinnar. — Ennfremur segja lögin, að hver landeigandi sé skyld- ur að leyfa, að ritsímar og talsímar land- sjóðs séu lagðir um land hans og efni það er þarf t. d. grjót, möl sé tekið þar sem næst er. Þó skal tekið svo mikið tillit til óska landeigandans, sem unnt er. Er þetta ófrelsi, kúgun, óhæfa, skaðræði, voði? Flestir munu víst játa, að ritsím- ar og talsímar, líkt eins og vegagerðir, brúagerðir ó. s. frv. miði til almennings heilla, og er þá nokkuð ósanngjarnt, að skylda menn til að leyfa, að þeir liggi yfir land þeirra? — Þá hljóða lögin enn- fremur um, að allir starfsmenn við rit- síma séu skyldir að leyna fyrir öllum út í frá efni hraðskeyta þeirra, sem þeir senda eða taka við. Einhver kynni að segja, að þetta væri ófrelsi fyrir þá, en að það væri kúgun, óhæfa, skaðræði, voði mundi þó enginn vera nógu vitlaus til að játa. Þetta og ekki annað hljóða lögin um. Hvað væri nú unnið við það, að kon- ungur léti vera að staðfesta þessi lög? »ísafold« segir, að með þessu sé komið í veg fyrir ritsíma til landsins. En hvern- ig má það ske? Landið er jafnt eptir sem áður bundið við þann samning, sem ráðherrann hefur gert í fullkominni laga- heimild við »Mikla norræna ritsímafélag- ið« um sæsíma til landsins og fjárveitingin bæði til hans og landsímans helzt óbreytt eptir sem áður í fjárlögunum. Það er jafnskylt ’ að leggja ritsímann, hvort sem þessi lög verða samþykkt eða ekki. Þau koma einungis í veg fyrir, að aðrir geti J^sett upp hraðskeytasambönd jafnhliða til þess að keppa við landið og draga þannig úr tekjum landsjóðs af sfm- anum. Eina vonin um, að þetta gæti eyðilagt ritsímann væri því sú, að einhverjir kynnu að sýna þá dæmalausu óskammfeilni, að banna að ritsíminn yrði lagður yfir land þeirra. En hvað margir ætli vildu ger- ast þeir ódrengir, að tálma þann veg lög- legum framkvæmdum á vilja löggjafarvalds þjóðarinnar ? Vér segjum, að það séu óhæfi- legar getsakir, að ætla nokkrum Islend- ingi slíkt. Það hlýtur því hverjum manni að vera ljóst, að frestun á staðfestingu þessara laga getur ekki orðið til þess að hindra framgang ritsímans. Þó að frestað væri að staðfesta lögin þar til næsta þing kæmi saman og það vildi ekki fallast á þau, þá stæði ritsíminn óhaggaður eptir sem áður. Þeir, sem skrifað hafa undir á- skorunina af því að þeir hafi ver- ið mótfallnir ritsímanum, hafa því ann- aðhvort gert sig seka í óskiljanlegri hugsunarvillu eða þeir hafa haldið, að lögin um ritsíma og talsíma hljóð- uðu um ritsímalagninguna. Sömu hugs- unarvillunni hafa þeir gert sig seka í, sem ekki hafa verið beinlínis mótfallnir ritsímanum, en hafa ætlað að með þessu yrði frestað framkvæmdum á ritsímalagn- ingunni og hægt yrði því að taka málið upp aptur til nýrrar meðferðar, nema þeir hafi líka haldið, að hér væri að ræða um lög um ritsímalagningu. Og það er enginn efi á þvl, að margir af þeim, sem undir hafa skrifað, hafa ver- ið svo skýrir menn ög greindir, að þeir hefðu séð, hvílík hugsunarvilla þetta er, ef þeim hefði verið það Ijóst, hvað efni laganna var. Þetta sýnir, hve varkárir menn mega vera í því að skrifaundir það, sem menn ekki hafa gert sér sjálfir ljósa grein fyrir, og að valt er að treysta fortölum slíkra leiðtoga sem þjóðræðis-generalsins eða þeirra, sem honttm þjóna, svo sem sjá má á þessu. Naumast getur »ísafoldar«- Björn verið svo einfaldur, að hann viti ekki, að þetta getur alls ekki valdið frest- un á ritsímamálinu, þó að hann sé alltaf að hatnra það fram í »ísafold«, en hann heldur náttúrlega, að þessar undirskriptir geti verið góður undirbúningur undir kosn- ingar, því aðþarþykist hann hafa svart á hvítu, hvað mikið sé til af ósjálfstæðum mönnum, sem leiða tnegi út í gönurmeð tómum blekkingum, en á því byggjast auðvitað allar hans vonir um kosninga- sigur. Nei. Þessi áskorun beinist því alls ekki á móti sjálfum ritsím- a n u m, þó að »Isafold« vilji gefa það í skyn, heldur einungis gegn einkaleyfi 1 a n d s i n s til hraðskeytasendinga innan- lands, en hvernig menn geta álitið það óhæfu, skaðræði, voða, er umfram allt verði að afstýra, er öldungis óskiljanlegt, nema þeim sé það fyrir öllu, að landið bíði fjártjón af símalagningu sinni, svo að hrakspár minni hlutans á þingi rætist og haldi að einhver útlend félög mundu fást til að hjálpa til þess með því að setja á stofn ritsímasambönd til samkeppni við landið, en að ætla tnönnum s v o ó- göfugan tilgang, það viljum vér ekki að minnsta kosti. Ollu Hklegra væri það, að menn væru svo hræddir við einkaleyfi yfirleitt, að menn héldu, að það hlyti að vera ófrels- ishapt. Ekki viljum vér þó ætla undir- skrifendum það, að þeir séu almennt svo vitgrannir, að þeir hugsi sllkt og geri eng- an greinarmun á hvert einkaleyfið er. Það er t. d. töluverður munur á því, að veita landinu einkarétt til hraðskeytasend- inga eða að veita útlendu gróðafélagi einkarétt til seðlaútgáfu í go ár og ekki var »ísafoldar«-Björn að minnsta kosti neitt sérlega hræddur við þ a ð einka- leyfi. Þá er ennfremur skorað á stjórnina að fresta staðfesting laganna, »þar til er þjóð- in hefurátt kost á að láta uppi vilja sinn í hraðskeytamálinu með kosningum til al- þingis*. Þetta mun eiga að skiljast svo, að skorað sé á stjórnina að rjúfa þingið og leggja lögin um ritsfma og talsíma o. fl. aptur fyrir hið nýkosna þing. Mikið kappsmál má það vera orðið, að landið fái ekki einkaleyfi til hraðskeytasendinga iunanlands, ef næstu alþingiskosningar eiga einungis að snúast um það atriði. Én verði áskoruninni um staðfestingar- frestunina ekki sinnt, er samt skorað á stjórnina, »að rjúfa þing sem fyrst og stofna til nýrra kosninga til þess að þjóðin eigi kost á, að girða fyrir það núþegar, að húnsætiann- ari eins meðferð(!) af fulltrúum sínum eptirleiðis«. Hvaða skyn- samleg meining getur nú falizt í öðru eins og þessu. Hvort sem stjórnin fer eptir vilja þingsins eða á móti honum, þá á hún að leysa upp þingið. Burt með þingið, hverju sem tautar I Við vilj- um girða fyrir, að við sætum annari eins meðferð(l) af fulltrúunum eptirleiðis. Og hver er þá þessi makalausa meðferð ? Hún er sú, að fulltrúar þjóðarinnar hafa eptir beztu sannfæringu, svo sem skylda þeirra var, áskilið lnndinu einkarétt til hrað- skeytasendinga innanlands. Ja, þvílík meðferð! Að áskilja ekki heldur Mar- conifélaginu slíkan rétt! Og hvernig á svo að fara að girða fyrir slíka meðferð(I) eptirleiðis? Með því að senda nýja rnenn á þing, sem f stað þess að spyrja sann- færingu sína til ráða eiga líklega að fara á fund »ísafoldar«-Bjarnar og spyrja hann hvað gera skuli. Þá þarf þjóðin ekki að sæta slfkri meðferð(I) eptirleiðis. Það er á þessu, sem það sést, hver er meining frumkvöðlanna með áskorun þess- ari. Mundu þeir ekki hugsa sem svo: Við verðum fyrir hvern mun að fá nýjar kosningar. Það er lífsspursmál fyrir okk- ur. Við getum engu tapað við það, því að við erum hvort sem er svo á rassin- um, sem við getum verið, en hinsvegar er ekki ómögulegt, að við kunnum að geta uppskorið einhvern ávöxt af öilu því ryki, sem við höfum dreift út síðan nýja stjórnin settist á laggirnar og skeð getur, að ýmsir fáráðlingar, tem ekki hafa haft svo skýra sjón áður, hafi blindazt svo af því, að þeir villist yfir í okkar hóp. En einhverja ástæðu verðum við að færa fyr- ir slíkri kröfu um þingrof. Bezt væri að nota hraðskeytamálið, því að þar höfum við bezt róið, enda fyrir mestu að vinna, en þar er sá gallinn á, að það mál er nú útkljáð og ekki unnt að koma í veg fyrir það, nema ef fjárlögunum værisynj- að staðfestingar, svo að fjárveitingín félli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.