Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.10.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 181 niður til ritsímans, en þvl megum við þó ekki halda fram, því að hætt er við, að fáir mundu fást ti! að skrifa undir slíkt. En við þurfum urnfram allt að fá marg- ar undirskriptir. Það gerir ekkert til, þó að menn skrifi undir af misskilningi. Bara að nöfnin verði mörg. Við getum t. d. fengið menn til að skrifa undir á- skorunina um að fresta að samþykkja lög- in um ritsíma og talsíma. Það eru auð- vitað fáir, sem hafa lesið lögin og þvl ekki nema eðlilegt, að mönnum kunni að detta í hug, að þessi !ög hljóði um rit- símalagninguna og verði því ekki úr henni að sinni, ef frestað verði að staðfesta lögin. Það má líka gefa það í skyn í »ísafold«. Og þá ætti ekki að vera erfitt að fá menn, jafnvel þó menn væru ekki mótfallnir ritsímamálinu til þess að skrifa undir. Það væri ekki ólíklegt, að ein- hver kynni að segja, þegar presturinn eða hreppstjórinn kemur með skjalið til hans: »Nú, ef yður er þægð í því, þá get eg skrifað undir, reyndar hef eg nú ekkert á móti að fá ritsíma, en það bráðliggur náttúrl. ekki svo á því, að það megi ekki bíða eitt eða tvö ár, og hérna er líka bara farið fram á að fresta að staðfesta hann«. Og nú spyrjum vér að lokum : Hafa blekkingarnar ekki tekizt furðanlega? Hefði nokkurn getað grunað, að svo marg- ir menn vildu gerast leiksoppar í hönd- um »ísafoldar«-Bjarnar og félaga hans ? Og mundi ekki margur hafa ætlað, að alþýða væri hyggnari og þroskaðri en svo, að hún mundi ekki leiðast láta út 1 svona lagaða fásinnu? En hún hefur verið blekkt mjög freklega og ekki var- ast það. Það sannast, að hún varar sig betur á sneplum »Þjóðræðisliðsins« eptirleiðis, hvort sem þeir verða gulir, grænir eða bláir. Slæmur grikkur hefur valtýsku smölunum og þeim, sem skrifuðu undir hjá þeim verið gerður af Þjóðræðisliðinu hér í höfuðstaðnum, því að það gugnaði alveg við að safna hér undir- skriptum —- fékk engar undirtektir. Sjálfur höfuðpaurinn — ísafoldarritstjórinn, — er látið hefur smala nöfnum á þessa þjóðræð- issnepla út um land, hefur ekki krotað nafn- ið sitt á neinn áskoranasnepil, og kvað sendlar hans vera sárgramir yfir því, öðr- um vilji hann á foraðið ota, en sjálfur þyk- ist hann „offínn'1 til að vera með. Sann- leikurinn er sá, að enginn þjóðræðis- forkólfanna hér í bæ hefur skrifað u n d i r, og gera bæjarbúar gys að öllu saman. Það erekki svo auðvelt að teyma Reykvíkinga út í hverja fásinnu sem vera skal. Þeir eru of kunnugir málavöxtum til þess. En þeir sem skrifað hafa undir skjölin frá Birni vor- um víðsvegar um land, þeir munu flestir fara að sjá, að þetta hefur að eins verið heimskulegur leikaraskapur og blekkingar við þá. „Ja, þessu hefði eg aldrei trúað", sagði karlinn, er honum var sagt, að ísa- foldarmaðurinn hefði ekki skrifað undir. „Hann hefur þá sjálfur enga trú á þessu, sem hann er að spana okkur sveitakarlana til að gera. Við erum víst réttir til að glæpast á þessu", bætti hann við. Fjórum sinnum en ekki þrisvar hafa Reykvíkingar hrund- ið Jóni Jenssyni af sér við þingkosningar nfl. 1900, ^902, 1903 og 1904. Það var síð- asta fallið, sem Þjóðólfur mundi ekki eptir í svipinn (í síðasta blaði) og hefði hann þó átt að muna það. En nú er sú gleymskan leiðrétt. Frá útlöndum fátt fréttnæmt nú upp á síðkastið, að því er séð verður af Marconi-skeytum. Hin síðustu þeirra frá 2. þ. m., geta þess meðal annars, að óeirðunum haldi áfram á Póllandi. x. þ. m. var sprengikúlu varpað á minnismerki það, er reist hefur verið til minningar um það er Rússar tóku Varsjá. Minnismerkið skemmdist, en maðurinn er sprengikúlunni varpaði slapp. I Cambridge f Illinois myrti kona að nafni Markham 7 ung börn sín með exi, lagði svo líkin í rúm, helti yfir þau stein- olfu og kveikti svo í öllu saman. En því næst skar hún sjálfa sig á háls og steypti sér f eldinn. Þá er maðurinn hennar frétti þetta, réð hann sér einnig bana. Marconifélagið hefur fengið verðlaun fyrir þráðlausa firðritun í Liege í Belgíu. Rösklega gert. Hinn nýi sýslumaður Barðstrendinga, Guðmundur Björnsson, tók 28. f. m. enskt botnvörpuskip »Cornelian« frá Hull (H. 506), er var að ólöglegum veiðum á Pat- reksfirði, og sektaði það samdægurs um 1008 kr,, en afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. En hvar er »Hekla« og hvað hefst hún að ? „Kong Trygve" fór héðan til útlanda f fyrra kveld, 5 dögurn á eptir áætlun. Með honum tóku sér far: Ari Jónsson /cand. jur., Bjarni Jónsson .frá Vogi, Sigfús: Einarssom söng- fræðingur og unnusta hans frk. Valborg Hellemann (öll til Noregs). . D. Thomsen konsúll, Jón Jónsson læknaskólakandidat, Páll Torfason frá Flateyri, Björn Ólafs- son skipstj. frá Mýrarhúsum, Stefán Magn- ússon prentari, Ásgeir Torfason cand., Valdimar A. Jónsson, frk. Dagrnar Bjarna- son (frá París), frk. Valgerður Þórðar- dóttir o. fl. ---------j Ásgrimur Jónsson málari heldur sýningu á málverkum sínunr hinum nýjustu í Goodtemplarahúsinu fimm daga rr.—15. þ. m. incl. kl. 11—3. Inngangur kostar 15 a. Dáinn er hér á Landakotsspítalanum í nótt Kon ráð Þorsteinsson (Helgasonar frá Lágafelli í Mosfellssveit Þorsteinsson- ar) og Hildar Arnfinnsdóttur frá Litlafljóti í Biskupstungum Sveinssonar, efnispiltur um tvítugt. Hann lést úr lungnatæringu. Undirskrifaðir í'oreblrar og unnnsti Arndísar sál. Kristjánsdóttur, sem drukknaði ásamt inörgnm öðrum hinn minnisstæða lang-ardag- 16. f. m., færa liér með hjartanleg’t þakk- læt.i sitt öllum þeim, sem tekið liafa hjartanlega hlntdeild í sorg’ ástvin- anna, og' sem heiðrnðu ntför liennar með návist sinni. Kirkjnvöllnm á Skaga og Bakka við Reykjavík 2. okt. 1905. Jónína Jónsdöttir. Kristján Danleisson. Gr. Kristinn Árnason.j Uppboðsauglýsing. Föstudagana 15. og 28. september og 13. október þ. á. verður selt við opinbert uppboð hús þrotabús Magn- úsar Eggertssonar í Hnífsdal. Söluskilmálar verða lagðir til sýnis á skrifstofu sýslunnar degi fyrir hvern uppboðsdag. Uppboðin byrja öll kl. 2. e. hád. og verða tvö hin fyrstu haidin á skrif- stofu minni, en hið síðasta við húsið, sem selja á. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 25. ágúst 1905. Magnús Torfason Ný útkomið. Z. Topelius. Sögur herlæknisins II. bindi og kostar 3,00 kr. Sigurður Jónsson, bókbindari. Islands banki tekur á móti fé til ávöxtunar með innlánskjörum, og eru vextir frá 1. janúar 1906, sem hér segir : 3°/o (3 kr. af hundraði) ef teknar eru út allt að 2000 kr. á dag 3'/2% (3-5° ■ —— ) - — 1000 — - — 33/5°/o(3-6o ----) - —-------------- 500 — - — 33/40/0(375 - -— ) - —-------------- 100 — - — Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári. Reykjavík 4. okt. 1905. Stjópn Islands banka. r Odýrustu vorur á landinu. Vegna þess að vörupantanir fara mjög vaxandi hjá mér undirrituðum, og húspláss undanfarið mjög ófullnægjandi, þá tilkynnist hér með, að 9. þ. m. opna eg sölubúðina á Laugaveg nr. 19, aðallega í því augnamiði, að veita þar pöntunum móttöku framvegis. Vörurnar eru pantaðar frá ýmsum ágætum verzlunarhúsum og verksmiðj- um. Margar vörutegundir hjá mér eru að minnsta kosti halfu ódýrari, en að kaupa þær með almennu útsöluverði. Þetta getur hver sannfærst um, sem vill, enda verður það síðar sannað með óhrekjandi vottorðum. Hér er ekki rúm til að telja upp vörutegundir þær, sem eg tekst á hendur að útvega, en að eins skal eg benda á örfáar tegundir, sem fást hjá.mér: afaródýr silfurúr í 6 st. 8.40, í 10 st. 12.15, 1 15 st, 14.10. — Vekjaraklukkur 1,80 —1 stofu- klukkur, senx slá, 6,00 — úrfestar — armbönd — handhringir — brjóstnálar — trúlofunarhringir 14 kar. gull frá 5,00 — kaffistell — borðbúnaður — hita- mælar — myndarammar — Baromet 5.70 — kíkirar — harmonikur —spila- dósir — Orgel — Fiolin — Gítarar — Fónografar o. fl. Þeir sem panta, þurfa að eins að borga V3 við pöntun. Hvergi er unnt að fá heppilegri, ódýrari og smekklegri tækifærisgjafir, og ætti fólk að panta þær sem allra fyrst. Verðlistar og sýnishorn af mörgu til sýnis. Reykjavík, Laugaveg 1 9. Virðingarfyllst Jóh, Jóhannesson. NB. Þeir eða þær, sem ætla að panta jólagjafir, ættu ekki að draga það, svo vissa sé fengin fyrir, að þær komi í tæka tíð. \\*x ,\eV sl'O tyrir haesta epUr gseðumn. SELUR alisk útlendar vö 7<3 Víl( vörur '33, ^d/ Nykomið til undirritaðs: Leikfimisskór 2 teg. „Skólastígvél" fyrir börn. Verkmannastígv. & skór. Götustígvél fyrir karl- menn. Þessar teg. og allsk. annar skófatnaður er vandaðastur, smekklegastur og ódýrastur hjá Lárusi G. Lúðvígssyni Ingólfsstræti 3. Eg sel ódýrar en allir aðrir: Fataefni — Tilbúin föt — Drengjaföt — Hálslin alskonar með gjafverði, einnig allt annað er karlmenn þurfa til klæðnaðar. Hattar m. teg. Vetrarhúfur m. teg. Göngutafir o. s. fr. Sparið tíma og peninga og komið í BANKASTRÆTI 12 Guðm. Sigurðsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.