Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. október 19 05. J& 43. Vetxirinn er í nánd.1 Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík hefur nú fengið afarmiklar byrgðir af allskonar vefnaðaPVÖPUm, sér- staklega ætlaðar í vetrarýatnað, svo sem: efni i yfirýrakka og kvennkápur, þar á meðal ný tegund er nefnist selskinn, einkennilegt, hlýtt og ásjálegt. Einnig tilbúnar kvennkápur »Boa« vetrarsjöl, herðasjól, vetrarhúfur, rúmteppi, rekkjuvoðir', hvítar og mislitar, millipils og nærfatnað. — Regnkáp- ur, karla, kvenna og barna. Skólatöskur handa börnum o. fl. o. fl. Ennfremur allmikið af ýmsum skrautvarningi. Silki af öllum teg- undum, koma með næsta skipi. Vörur þessar eru keyptar á hentugum tíma, valdar eptir nýjustu tízku, og eru seldar óvanalega ódýrt. Bezt að kaupa sem fyrst. Aðsóknin er afar-mikil. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 28. sept. Sviþjóð og Noregur. Karlstaðar-samþykktin. Eins og mönnum er kunnugt varð hlé á fundinum f Karlstad snemma f þessum mánuði, en 13. kom hin sænska og norska sendinefnd aptur saman á sama stað og samningarnir hófust á ný. Stórþingið hafði gefið fulltrúum Noregs leyfi til, að slaka nokkuð til við sænsku fulltrúana og reyna þannig að halda friðnum. Það leit þó mjög illa út um tíma, að friður mundi geta haidist milli nágranna- þjóðanna, því að sænska nefndin vildi ekki vlkja hársbreidd frá kröfum þeim og ákvæðum, sem »Urtima-ríkisdagurinn« hafði sett í sumar. Annars vissu menn lítið hvað gerðist í Karlstad. Allir fund- ir fóru leynilega fram. Getgátunum um hvernig fara mundi rigndi niður daglega. Það voru ekki einungis blöð Og blaða- menn hér á Norðurlöndum, er gengu frækilega fram í að búa þær til, heldur og þýzk, en þó sérstaklega ensk blöð. Prófessorarnir Friðþjófur Nansen (fyrir Noregs hönd) og Hjárne (fyrir Svíþjóðar) hafa dvalið mestan hluta af þessum mán- uði í London. Markmið þeirra hefur verið, að hafa áhrif á ensk blöð og al- menningsálitið á Englandi hver í sínu lagi til gagns fyrir föðurland sitt. Ensk blöð hafa og verið full af greinum eptir þá og marga aðra um deilurnar milli Noregs og Svíþjóðar. Kurrinn og dylgjurnar virtust vaxa dag frá degi milli ríkjanna eptir því sem Ieng- ur drógst, að samkomulag kæmist á milli hinna sænsku og norsku fulltrúa í Karl- stad. Vér höfum sannfrétt af Norðmanni einum, frv. stórþingismanni próf. Marius Hægsted, er dvelur hér í borginni um þessar mundir, að Norðmenn voru fylli- lega við því búnir, að í stríði mundi lenda milli þeirra og Svía og höfðu þeir allan viðbúnað í frammi. Þeir hafa safn- af saman ógrynni af korni og kolum inn 1 landið um undanfarin 10 ár. Sömu- leiðis voru Norðmenn við því búnir, að þeir yrðu að gefa upp Kristjaníu eptir nokkurn tíma, ef að kæmi til ófriðar og höfðu þeir útvalið stað langt upp í landi, þar sem stjórnin gæti sezt aðt og allt fé- mætt yrði flutt til. Prófessor Hægsted kvað Noregeinnig vera mjög vel útbúinn í fjárhagslegu tilliti og hefði 250 milj. króna fyrirliggjandi, ef til ófriðar kæmi við Svíþjóð. — Auðvitað höfðu Svfar og mikinn viðbúnað og hersafnað til að hafa til taks hvað sem í skærist. En þann 17., einmitt þegar dylgjurnar og spenningurinn milli landanna stóð sem hæst, kom hraðskeyti frá Karlstad, þar sem lýst var yfir, að samningar mundu takast og allt enda á friðsamlegan hátt viðvíkjandi uppleysing sambandsrfkisins. Þessari fregn urðu allir mjög fegnir og einkum létti þungum steini frá brjóstum manna 1 Noregi. Það liðu þó allmargir dagar frá því að fulltrúarnir 1 Karlstad urðu sammála og þangað til fundinum var slitið. Loks 25. þ. m. var Karlstad- arfundarsamþykktin birt bæði frá Krist- janíu og Stokkhólmi. Helztu greinar hennar eru þ es s a r: 1) Allar deilur milli ríkjanna Svíþjóðar og Noregs eiga um 10 ára tfmabil að leggjast undirúrskurðdómstóls- ins í Haag. Undantekin því eru þó þau mál, er snerta sjálfstæði landanna, óskerðanleika (integritet) þeirra og lffs- spursmál (vitale Interesser). Deilur, sem kunna að koma upp viðvíkjandi uppleys- ingu »unionarinnar« verður skotið undir sérstakan gerðardóm, sem 3 menn hafa sæti í. Hvort landið velur 1 dómara og þau bæði í sameiningu þann 3., en ef þeim ekki getur komið saman um valið, þá á forseti Svisslands að útnefna hann. 2) Mjlli landanna á að vera hlutlaust belti (neutral Zone) 30 kílómetra breitt og mega á því svæði ekki vera eða við- haldast vfggirðingar, herskip eða annar herforði. Af þessu leiðir, að Norðmenn verða að rífa niður allar hinar nýlegu vfggirðingar sínar við Frederikssten, Ved- en, Hjelmkollen, Örje, Kroksund og Ur- skov, en hinn gamli kastali Kongsvinger fær að standa. 3) Karlstaðar-samþykktin skal lögð satn- tfmis fram í þingum beggja ríkjanna. Eptir að hún er samþykkt í báðum skal Noregur snúa sér á ný til sænska ríkis- dagsins um að hann fyrir sitt leyti upp- hefji »unionina« og heimili konungs, að viðurkenna Noreg sem sjálfstætt ríki. Síðan skal Svíaríki tilkynna stórveldunum sem allra fyrst, að það hefur viðurkennt Noreg sem sjálfstætt ríki. Eins og áður er um getið urðu allir því mjög fegnir, að ekki lenti í ófriði milli »bræðraþjóðanna« svonefndu. En eptir að samþykktin var kunngerð hefur bólað á allmikilli óánægju í Noregi. Mörg blöð þar fara hörðum orðum um stjórn- ina og segja, að hún hafi farið oflangt í tilhliðrunarsemi sinni viðvíkjandi kröfum Svíaríkis. Einkum veldur eyðilegging víg- girðinganna mikilli óánægju. Þó eru það margir meðal hyggnari manna í Noregi, er benda á, að Noregur hafi þó með friðarsamþykktinni fengið hina stóru ósk sfna uppfyllta og það er uppleysing sam- bandsríkisins. I Noregi er og mjög mikið talað og ritað um, hvaða stjórnarfyrirkomulag land- ið á að hafa í framtfðinni. Raddirnar um að heppilegast væri, að það yrði lýð- veldi verða alltaf hærri og hærri. Það hefur verið stungið upp á af 10 stórþing- ismönnum, að kallað yrði saman grund- vallarlagaþing, er gerði út um stjórnar- fyrirkomulag landsins. Allmargir eru og þeir í Noregi, er vilja að allsherjarat- kvæðagreiðsla ráði stjórnarfyrirkomulag- inu. Það má þó víst fullyrða, að sá flokkur sé einna fjölmennastur, er vill, að Noregur haldi áfram að vera konungs- rfki. Þess má geta, að Óskar konungur hefur ekki enn svarað beiðni stórþingsins um að fá sænskan prinz til konungs yfir Noregi. •Tapan. Allmiklar óeirðir hafa á ný átt sér stað í Japan. í Jokohama hefur fólk- ið ráðist á margar lögreglustöðvar og rif- ið sumar niður eða brennt þær. Herlið var strax sent lögreglunni til hjálpar og tókst því að koma röð og reglu á. Það er alltaf sama gremjan þar út af friðargerðinni við Rússland. Mörg hundr- uð þúsundir manna hafa skrifað undir bænaskrár til Mikadósins um, að sam- þykkja ekki friðargerðina. Gremjan og hatrið á .Komura sem að- alhöfundi friðarsamninganna er svo mikil í Japan, að sagt er, að hann verði neydd- ur til að fremja »harakiri« á sér. [Sjálfs- morð þannig framið, að kviðurinn er rist- ur sundur með sverði]. Bandalagið milli Japans og Englands hefur nú í þessum mántiði verið endur- nýjað og aukið þannig, að hvort ríkið er skyldugt að hjálpa hinu, ef annað- hvort lendir í ófriði við eitthvert 3. ríki hvar í heimi sem er. Ungverjaland. Þar í landi er allt 1 uppnámi um þessar mundir. Forsætis- ráðherrann Fejervary kom fram með til- lögu um, að almennum kosningarrétti yrði komið á í Ungverjalandi, en stjórnin í Vínarborg vildi ekki gefa þessu frumvarpi samþykki sitt. Fejervary sagði þá af sér og keisarinn varð að gefa honum lausn: Hefur hann því eins og spáð var að eins setið að völdum nokkra mánuði. Eptir að ráðaneytið Fejetvary hafði lagt niður völdin fóru foringjar meiri hlutans í ung- verska ríkisdeginum með Kossuth í broddi fylkingar á fund keisarans í Vín og buð- ust til að mynda nýtt ráðaneyti. En keisarinn setti þeim svo harða skilmála, að ekkert varð úr því. Það er mjög hætt við, að illa gangi að mynda nýtt ráðaneyti á Ungverjalandi fyrst um sinn. Hið mesta stjórnleysi og pólitiskar æs- ingar eiga sér stað þar í landi. 3 frægir menn á Frakklandi hafa and- ast í þessum mánuði, en það eru þeir stjórnmálagarparnir: René Goblet, Cavaignac og Pierre Savorgrande de Brazza landfundamaður frægur í Afríku og síðar nýlendustjóri í franska Kongo. Hinn frægi sænski stjórnmálamaður Adolf Hedin andaðist 20. þ. m- Hann var faðir hins þjóðfræga landkönn- uðs Svend’s Hedins, sem fyrir nokkrum árum ferðaðist um óbyggðir Asíu. Hed- in barðist fyrir því fram í andlátið, að friður héldist milli Svíðþjóðar og Noregs. Látinn er og hinn nafnkunni enski mannvinur dr. Barnardo, er kom á fót hinum víðfrægu líknarstofnunum eða heimilum fyrir munaðarlaus og vanrækt börn í Lundúnum. Stærsta skipí heimi er hið ný byggða þýzka flutningaskip »Kaisarin Augusta Victoria«. Það fleytirjafnmiklum þunga og 21,000 járnbrautarvagnar og hefur rúm fyrir 3450 farþega og skips- höfnina, sem er 550 menn að tölu. Þjóðræðisfalsnefni. »Þingræði er skaðræði, þjóðræði er hjálpræði«. A þessu stagast nýi hjálpræðis- herinn, er skýrt hefur sig Þjóðræðisflokk. Og hann leitast við að berja þá fjarstæðu ósleitulega inn í almenning, að þjóðræði sé allt annað en þingræði, meira að segja alveg gagnstætt því. Norður og niður með þingræðið segir hann, það ætti aldrei að komast hér á, það er skaðræði, þvf að meiri hlutinn á þingi er ekkert annað en samvizkulaus leigutól 1 höndum stjórn- arlnnar, og öll sú hersing til hópa fjand- sarnleg þjóðinni, hér um bil landráðalýð- ur, er ekki hugsar um annað en hanga aptan í þessari heimsku og illgjörnu heima- stjórnarómynd, er illu heilli komst hér að í stað Hafnarstjórnarinnar sælu hans Val- týs okkar. Skyldi það hafa verið munur að hafa hann fyrir ráðherra, sitjandi f Höfn hjá danskinum, sem þá hefði enga bölvun getað gert oss, en ræður nú öllu hjá íslenzku stjórninni, af því að hún er svo langt í burtu frá Danmörku(!l). Og þjóðræðisflokkurinn heldur að þess- ar og aðrar eins vitleysur gangi f fólkið. Og líka sú vitleysan, að þetta Þjóðræðis- félag sé svo ákaflega frjálslynt, brennandi af föðurlandsást og vilji láta öll mál liggja í alþýðunnar(H) skauti. En allt þetta þjóðræðisglamur og þjóðræðisgaspur er alvörulaust fleipur og blekkingarvaðall. I félagi þessu ríkir hið fyrirlitlegasta harð- I stjórnareinræði og ófrelsiskúgun á sann- ' færingu manna, Það þarf ekki annað en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.