Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. Bæ á Rauðasandi og þeirra systkina; var skipaður hreppstjóri í Gufudalshreppi 1857 og var það í mörg ár; þau hjón áttu 13 börn og lifa 5 af þeim; er eitt þeirra Björn bóndi á Eyri; Arnfinnur heitinn var p. maður frá Birni presti officialis Gísla- syni, bróður Arna á Hliðarenda. Hann var alla æfi einn með merkustu mönnum sveitar sinnar, bókfróður og búmaður góður. N. Bæjarfógetinn hér, hr. Halldór Daníelsson, kvað nú hafa fengið svo mikla heilsubót við áskoranir bæjarstjórnarinn- ar og nokkurra bæjarmanna, að hann hafi apturkallað umsókn sína um lausn frá embætti, en sæki um að fá eins árs »frí« frá 1. jan. 1906 til að verða algóð- ur og að þeim tíma liðnum takast aptur á hendurstjórn bæjarins, sem bæjarstjórn- in treystir engum öðrum til að gera jafnvel. Vonandi er að bæjarsjóði verði satnt ekkert íþyngt með stofnun nýrra embætta fyrir þetta. heldur taki bæjar- fulltrúarnir að sér endurgjaldslaust að hlaupa undir bagga með fógetanum, eins og þeir kvað hafa lofað, ef hann segði ekki af sér. Bæjarbúar munu að minnsta kosti hufa nánar gætur á þvf, hvernig fulltrúar þeirra inna þær efndir af hendi. Meðal gegn berklaveikl þykist þýzki læknirinn dr. Behring sá er fann „dipteritis" blóðvatnið hafa fundið. Marconi loptskeyti frá 9. þ. m. hermir frá, að hann hafi getið um þessa uppfundningu sfna á læknafundi miklum um berklaveiki f París, en gat þó ekki gert nánari grein fyrir henni að svo stöddu. Fundarmönnum fannst mikið til urn þetta. Þingsályktanir samþ. af alþingi: 2. þingsál. um endurskodun dbúdarlög- gjafarinnar, (að skora á stjórnina að end- urskoða ábúðarlöggjöf landsins og semja frv. til nýrra byggingar-, ábúðar- og úttekt- arlaga, er verði lagt fyrir alþmgi 1907). 3. Þingsál. um lceknahéradaskipunina. (Neðri deild skorar á ráðherrann að hlut- ast til um að hún verði endurskoðuð, og að fyrir alþ. 1907 verði lagt frv. um breyt. á henni, með sérstöku tilliti til óska þeirra, er bornar hafa verið fram á þinginu í sumar í þessu efni). 4. Þingsál. (um um verndun fornmenja, (að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frv. um það, og reisa nú þegar alvar- legar skorður gegn því, að forngripum úr kirkjum eða frá öðrum opinberum stofn- unum verði fargað út úr landinu frekar en orðið er). 5. og 6. Þingsál. um árspróf í hinum almenna menntaskóla íReykjavík (samhljóða frá báðum deildum, um að utanskólanáms- sveinum og námsmeyjum rerði gefinn kost- ur á, að ganga undir árspróf). 7. Þingsál. um ritsítna (frá e. d., um að iáta mæia upp landsímaleiðina frá Stað í Hrútafirði um Steingrímsrjörð til ísafjarðar, bæði nyrðri leiðina og líka syðri leiðina um Barðastrandarsýslu, og hafa til á næsta alþingi áætlanir yfir kostn- að við þær, þar eð þingdeildin álítur, að línan frá Stað í Hrútafirði um Steingríms- fjörð til Isafjarðar eigi að ganga fyrir öll- um öðrum símalagningum á næsta fjár- hagstímabili). 8. Þingsál. um adflutningsbann gegn d- fengi (frá n. d., um almenna atkvæða- greiðslu utn það samhliða næstu almenn - um kosningum). 9. Þingsál. um ndmsstyrk stúdenta (frá n. d., um að leita samninga við yfirstjórn Khafnarháskóla um það, að nokkur hluti af námsstyrk þeim, sem ísl. stúdent- um er ætlaður, verði eptirleiðis fenginn landstjórninni til umráða til styrktar ís- lenzkum stúdentum og kandidötum við æðri menntastofnanir innanlands og er- lendis). 10. Þingsál. um námudflxé. e. d., um að skora á landsstjórnina að framfylgja þeim skilningi í námumálum, að námuréttur til- heyri landeiganda. Samhljóða þgsál.till. var felld í n. d.). 11. Þingsál. tim biskupsembœtíid (frá n.d., um að biskupsemb. verði ekki veitt, þótt það kunni að Iosna, fyr er alþingi hefur gefizt kostur á að ræða væntanlega till. milliþinganefndarinnar í kirkjumálum um það efni). Ágætar danskar kartöflur nýkomnar í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg 20 B. og kosta 8 kr. tunnan. Verzlun B. H. Bjarnason er nú vel byrg af ölltim þeim vörum, sem brúkaðar eru til heimilisþarfa og selur vörur sínar að vanda manna ó d ý r a s t. Verzlunin reynir af fremsta megni að gera hvern mann ánægðan, og biður þvf menn að leita sín, áður en þeir festa kaup hjá öðrum. Þilskipið „Egiil44 nýr af nálinni, standandi á dráttarbraut Slippfélagsins er til sölu. Borgunarskilmálar mjög góðir. Semjið sem fyrst við Þorst. Þorsteins- son Lindargötu 25. Hvergi betra að kaupa skótau nú en í Lindargötu 25. Bezta verð á allri nauðsynja- vöru í Lindargötu 25. Nykomið til undirritaðs: Leikfimisskór 2 teg. „Skólastígvél" fyrir börn. Verkmannastígv. & skór. Götustígvél fyrir karl- menn. Þessar teg. og allsk. annar skófatnaður er vandaðastur, smekklegastur og ódýrastur hjá Lárusi G. Lúðvígssyni Ingólfsstræti 3. Kitsonsljósið er allra ljósa bezt og ódýrast. Sjá lampana í búð undirskrifaðs, Edinborg og Ingólfshvoli, svo og luktina fyrir framan Edinborg. Einkasölu fyrir ísland hefur verzlun B. H. Bjarnason. I8S 50—175 krónur fyrir 5 aura. \ Þeir sem kaupa orgel hjá mér, fá venjuleg húsorgel frá 50 til 175 kr. ódýr- ari heldur en þeir tá ódýrustu orgel með sama „registra“- og fjaðrafjölda hjá þeim, innlendum og útlendum, sem auglýsa þau hér í blöðunum, eða hjá hverj- um helzt hljóðfærasala á Norðurlöndum, (sjá síðustu auglýsingu mína hér í blaðinu). Orgel þau, sem eg sel, eru einnig betri hljóðfæri og endingar- betri, stærri, sterkari og fallegri, og úr betri við en allflest sænsk og dönsk orgel. Verðmunur og gæðamunur á kirkjuorgelnm og fortepianóum þeim, sem eg sel, er þó ennþá meiri. — Allar þessar staðhæfingar skal eg sanna hverjum þeim, sem óskar þess, og senda honum verðlista og gefa nægar upplýsingar. Sér- staklega leyfi eg mér að skora ápresta og aðra umráðamenn kirkna að fá að vita vissu sína hjá mér í þessu efni. Það þarf ekki að kosta neinn meira en 5 aura bréfspjald. Þorsteinn Arnljötsson, ^ Sauðanesi. j ■-♦-♦•♦•♦•♦-♦-♦•♦•♦•♦-♦-♦•♦•♦l3-«-H^*^9^-«-^«4««e^-«-♦•♦•♦•♦-♦-1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ s ♦ ♦ : Utanhússpappinn er nú kominn aptur með s/s »Laura«. Pappi þessi er af mörgum helztu trésmíðameisturum bæjarins álitinn að vera sá bezti, sem hér er að fá. Verðið er engu að síður að mun lægra en hjá öðrum. Pappi þessi er í 7 [] metra rúllum, sem kosta að eins frá kr. 2,50, cða hið sama, sem aðrir selja fyrir að mun lakari pappa í að eins 6 metra rúllum. Vinningurinn við það að brúka þennan nýja pappa, hlýtur því að vera hverjum manni svo auðsær, að öll frekari meðmæli virðast vera óþörf. Einkaumboðssölu hefur verzlun B. H. BJARNASON. y>\^ \<vö ,\e^' NÖ tyrir hsesta verð epti^ SELUR allsk útlendar ^Javllc vorur 4 Uef'd; ebt /r Saust & Jeppesen opna á morgun útsölu í Aðalstræti 10 (inngangur um Bröttugötu) á sínum á- gætu rúg- og hveitibrauðum og allskonar ljúffengum kökum. Beztu kaup á fötum gera menn 1 BANKASTRÆTI 12- Mikið fyrirliggjandi af vöidum FATAEFNUM, talsvert nýkomið af YETRARFRAKKAEFNUM og öllu sem að klæðnaði Iýtur. Komið og pantið föt í tíma. Guðm. Sigurðsson. Nauðsynjavörur nýkomnar, góðar og mjög ódýrar í Aðalstræti 10.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.