Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 4
ÞjOÐÓLFUR. 186 Námufélagið ,Málmur‘. Vér undirritaðir höfum samkvæmt þeirri heimild, er bæjarstjórn Reykjavíkur hefur veitt Sturlu kaupmanni Jónssyni og félögum hans, til að reka námugröft í nokkrum hluta bæjarlandsins, og stjórnarráð íslands hefur staðfest, myndað hlutafélag, er nefnist „Málmur“. Samkvæmt lögum félagsins er stofnféð 100,000 kr., og er upphæð hvers hlutar 50 krónur. Stjórn félagsins hefur heimild til þess að heimta inn hlutaféð, þegar hún vill, en svo er til ætlazt, að fyrst verði einungis innheimt 20°/o af hlutafénu. Stjórnin hefur heimild til þess að auka stofnféð upp í allt að 250,000 krónur, en til aukningar þar fram yfir þarf samþykki aðalfundar. Hlutabréfin hljóða upp á handhafa, en þó má skrásetja nafn eiganda í bækur félagsins. Hver hluthafi hefur atkvæði fyrir hvern hlut. — Félagsfundir hafa hið æzta vald í öllum málefnum félagsins. Engin mál mega takast fyrir á fundinum önnur en þau, er á dagskrá standa, og skal hún liggja til sýnis hjá formanni viku fyrir fund. Stjórn félagsins er skipuð 5 hluthöfum og 2 varamönnum, er heima eiga í Reykjavík; þar er lögheimili fé- lagsins, og þar skulu félagsfundir haldnir. Stofnendur félagsins kjósa stjórn í fyrsta skipti, og gildir sú kosning til aðalfundar 1908. A hverjum aðalfundi fara tveir úr stjórn eptir aldursröð eða hlutkesti. Arðinum skal skipta þannig: a. Fyrst skal greiða hluthöfum 5°/o af upphæð hlutafjárins, eða ef hann er eigi svo mikill, þá skal arðinum skipt hlutfallslega jafnt milli hluthafa. b. Ef arðurinn er frá 5%—25%> af upphæð hlutafjárins, skal greiða Reykjavíkurkaupstað Vs hluta af þessu fé. Ef arðurinn er frá 25—50%, skal greiða kaupstaðnum >/3 hluta fjárins, og helming, ef arðurinn er yfir 5°°/0> Hinn hluti arðsins rennur til félagsins. c. Fé því, sem samkvæmt b. rennur til félagsins, skal varið þannig, að 10% rennur í varasjóð, 6% rennur til stjórn- arinnar, og 4% til annara starfsmanna, en þeir 8o°/o, sem þá eru eptir, skiptast hlutfallslega jafnt milli hluthafa. Þegar varasjóður hefur náð Vs hluta af innborguðu hlutafé, skal eigi leggja meira fé í hann. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkurkaupstaðar er Reykvíkingum áskilinn forgangsréttur í 3 mán- uði til að skrifa sig fyrir hlutum, og er því hér með skorað á þá Reykjavíkurbúa, sem vilja gerast hluthafar í félagi þessu, að gefa sig fram innan þriggja mánaða frá þessum degi, og skrifa sig fyrir hlutum hjá einhverjum af oss undirrituðum stofnendum félagsins. Verði skrifað sig fyrir meiru en starfsfénu (100,000 kr.) mega þeir er skrifa sig fyrir meiru en 2 hlutum, búast við því, að hlutafé þeirra hvers um sig, verði fært hlutfallslega niður. Reykjavík, 22. september 1905. Sturla Jónsson. Kl, Jönsson. Björn Ólafsson. Ásgeir Sigurðsson. Sigurður Briem. Kristján Þorgrímsson. Friðrik Jónsson, Hannes S. Hanson. Sigfús Eymundsson. Mikil sæmdfyrir ,ALFA‘ mótora, Með „Laura" kom sú fregn frá Danmörku, að Alfa mótor hafði feng- ið gullmedalíu á sýningu, sem haldin er í Risör, nú um þessar mundir. Enginn annar mótor fékk slíka viðurkenning. Alfa mótor er hinn bezti. Það er áríðandi að menn muni það, og panti hann hjá útsölumönnunum. Reykjavík 11. okt. 1905, Matth. Þórðarson. Brauns verzlun ,Hamburg‘ Aðalstræti 9. Telef. 41. Nýkomið með ,,Laura“. Klæði tvíbr. 3,5°. Sœngurdúkur tvíbr. Ima 1,40. Mikið úrval af Kvennklukkum 1,65 — 3,50. Barnaklukkur frá 0,55. Kvennskyrtur 1,35 — 3,50. Náttkjólar 2,75 — 4,00. Nátttreyjur 1,50 — 2.50. Peysur fyrir fullorðna og drengi einl. og mislitar. 0,80 — 3,S°- Vinnuföt, Nærföt, Drengjaföt af öllum stærðum, Vetrarfrakkar fást ódýrast í Brauns verzlun. Margar nýjar teg, af vindlum. Stor verðlaun eru heitin hverjum þeim, sem sannar verksmiðjueiganda hins Ekta Kína- Lífs-Elixirs, Waldemar Petersen, Fred- erikshavn — Köbenhavn, að hann hafi fengið eptirstæling eptir Kína- Lífs-Elixírnum, þegar hann bað um þann, sem er ekta, og hefur á einkennis- miðanum vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueig- andans ásamt innsiglinu í grænu lakki á flöskustútnum. Ekta Kína-Lífs-Elixír er veraldar- innar bezti heilsubitter og fæst hvar- vetna. Nýja búðin í Lindargötu 25 selur allskonar nauðsynjavörur með mjög lágu verði eptir gæðum. Gerið svo vel og líta inn og skoða, því eng- inn fer tómhentur út. Virðingarfyllst Þorsteinn Þopsteinsson. Good-Templar félagið í Reykjavík heldur Stóra Tombólu þann 14. og 15. október þetta ár. í umboði Tombólunefndarinnar. Indriði Einarsson. Guðmundur Jónsson. Páll Halldórsson. Langbezta Cementið sem hægt er að fá, er nú aptur kom- ið til Þorsteins Þorsteinssonar Lindar- götu 25. Rvík. Einar Þorkelsson Rvík, Norðurstíg 5, semur og ritar kærur til sáttanefnda, bréf, kaupsamninga og aðra samninga, reikninga o. fl. af líku tagi, tekur að sér að annast lántöku úr bönkunum og að gera kaup á fasteignum — alt fyrir mjög væga borgun. Heima fram að 10 árd. og frá 5 síðd. daglega. 2. ágæt þilskip eru til sölu fyrir mjög gott verð, og þægilega borgunarskilmála, hjá Þor- steini Þorsteinssyni á Lindargötu 25. Rvík. Bezt kaup á Sköfatnaði í Aðalstræti 10. Ný útkomið. Z. Topelius. Sögur herlæknisins II. bindi og kostar 3,00 kr. Sigurður Jónsson, bókbindari. Likkranzar og kort á Laufásvegi 4. Barnakennari. Vel hæfur maður getur fengið at- vinnu í vetur við barnakennslu í Kjai- arneshreppi, með vanalegum sveita- kennarakjörum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Brautarholti 8 okt. 1905, Jón Jónathansson. 1~'V r « \ af öllum rvÚOUglCr Stærðum mjög gott og ódýrt nýkomið í verzluu Sturlu Jónssonar. Kamma- listar mjög mikið úrval nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Mér er bæði Ijúft og skylt að votta mitt innilegasta þakklæti ykkur, mörgu heiðruðu konur í Dyrhólahreppi, sem við burtför mína og mannsins míns þaðan, 15. júní síðastl. sæmduð mig ávarpi og skartgripum, — steinhring og hálsfesti — í minningu þess, að þá hafði eg gegnt þar ljósmóðurstörfum í 28 ár. Hið hugð- næma ávarp, hin kærkomna minnisgjöf og — síðast en ekki sízt, öll ykkar góða framkoma gagnvart mér í samdvöl við ykkur, mun mér aldrei fyrnast, þrátt fyrir það, að eg nú hefi fjarlægst ykkur. Enginn getur óskað þess innilegar en eg, að han.ingjan strái unaðsblómum á lífsleið ykkar. Vestmannaeyjum 20. sept. 1905. Matthildur Gudmundsdóttir (frá Dyrhólum). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.