Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.10.1905, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 184 rýna dálítið í lög þessa hjálpræðishers til þess að sjá að stjórn hans mundi koma það betur að þurfa eigi að fara að vilja þjóðarinnar, því í félaginu er stjórn þess eða formanni veitt fullkomið einveldi, og skal hér getið helztu atriða úr lögum þeirra. I stjórninni eru 5 menn : formaður, vara- formaður, féhirðir og 2 meðstjórnendur. Þrjá hina fyrstu kýs aðalfundur, en for- m a ð ti r skipar meðstjórnendurna. Þann- ig hefur formaður altaf meiri hluta stjórn- arinnar í hendi sér. Það væri eins og á þingi ættu 50 menn sæti, ráðherrann kysi sjálfur 30, en þjóðin kysi 20. Hvað mundu menn segja um það. Þá eru 4 sveitarforingjar í felaginu, sem formað- ur skipar, en þeir skipa aptur eins marga flokksforingja og margir tugir eru í félag- inu (einn af hverjum tíu). Það er svo sem auðvitað, að þegar formaður hefur vald til að skipa sveitarforingjana, að hann geti líka haft hönd í bagga með, hverjir eru flokksforingjar. Ennfiemnr kjósa flokksforingjar og sveitarforingjar sér varamenn með ráði formanns. »Rétt er þó, að félagsmenn kjósi flokks- foringja ef þeir óska þess, hver fyrir sinn flokk, en flokksforingjar sveiíarforingja«. — Formaður fær flokksforingjum og sveitarforingjum erindisbréf. H a n n setur og féhirði reglur fyrir reikningshaldi hans«. »Félagsmenn geta allir orðið, er stjórn félagsins samþykkir eða sveitarforingjar í h e n n a r umboði*. Það er víst óþarfi að telja upp fleira úr lögum þessum, því til sönnunar, að f »þjóðræðisfélaginu« ræður formaður og stjórnin öllu. En formaðurinn er Isafoldar- ritstj., »þjóðarfrömuðurinn« hans séra Frið- riks vestheimska. Það er ekki vilji með- limanna, sem kemur í Ijós í gerðum fé- lagsins, heldur vilji formannsins ög stjórn- arinnar. Eptir sömu reglu ættu þeir að vilja, að landstjórnin réði öllu, en ekki fulltrúar þjóðarinnar — þingmennirnir — og það mundu þeir kalla þjóðræði(!!) Þjóðræðisnafnið á þessum samsteypu- flokki er ekkert annað en falsnafn, hræmu- legasta rangnefni sem hugsast getur. Það er falsstimpill, sem þessir marg»stimpluðu« póliti»kusar« hafa smellt á sjálfa sig, fá- fróðri alþýðu til blekkingar, halda að fólk- ið glæpist á þessu veglega nafni. Og sú blekking getur'auðvitað heppnazt í b'ili. En það er mjög hætt við, að gljáinn fari af nafninu, þegar fólkið kemst að raun um, hvernig um hnútana er búið í félagi þessu, og hversu kjósendum er gert hátt undir höfði eða hitt þó heldur, þar sem þeir eru eingöngu skoðaðir sem viljalaus verkferi og atkvæðafénaður (Stemmekvæg) algerlega háðir valdboði og dutlungum formannsins og klíku þeirri, er h a n n skipar í stjórn með sér, auðvitað af sín- um þekkustu þjónum. En skyldi bændum getast að jafnógeðslegu harðstjðrnarein- ræði reykvlkskrar klíku til lengdar. Skyldi þeim finnast það dýrmætt þjóðræði? Illa þekki eg þá íslenzka bændur, ef þeir una því, að vera skoðaðir viljalausir leik- soppar og skopparakringlur 1 höndum þjóðræðisgeneralsins og ráðunauta þeirra, er hann velur sér til að leggja við þá þjóðræðisbeizlið svo kallaða og teyma þá í gönur eptir eigin vild. Það er áreiðan- legt, að þjóðræðisfalsnafnið hrekkur ekki lengi til að styðja þetta spilahús, sem tildrað hefur verið upp fyrir fordildarsak- ir af einskonar ofmetnaðarbrjálsemi og í algerðu ráðaþroti eptir margar sneypuleg- ar pólitiskar kollhnísur og kútveltingar. Sllkt hrákasmíði h 1 ý t u r að hrynja, h versu hraustlega sem höfuðsmiðirnir nú hrækja. X’+Y. Ný undirskriptasmölun. Enn kvað valtýska samsteypan með þjóðræðisfalsnafninu hafa sent út ný á- skoranaskjöl þess efnis, að konungur láti rjúfa þingið(H). Valtýingar þykjast held- ur fáliðaðir á þinginu, skinnin þau arna, og halda að þeir hafi nú ært svo þjóð- ina, að hún glæpist á því, að senda ein- hverja ofurlitla viðbót af því sauðahúsi inn á þingið, ef kosningar færu nti þeg- ar fram. Til lengdar treysta þeir sér ekki til að halda rógnum og blekkingun- um lifandi, og eru dauðhræddir um, að búið verði að svipta alveg af þeim grím- unni fyrir næstu reglulegu kosningar (1908). En hvernig geta mennirnir verið svo fá- vísir og grttnnhyggnir að fmynda sér, að konungur fari að rjúfa þingið alveg út í bláinn og gersamlega að ástæðulausu ? Ætti það að vera til þess, að þingið nýja kollvarpaði ritsímasamningnum, þegarbú- ið er að samþykkja hann, staurarnir komnir til landsins, og byrjað á lagning- unni(II). Það er líklegast. Fyr má nú vera flónska. Og undir þessa fásinnu ætlast mennirnir, að ísl. kjósendur með heilbrigðri skynsemi skrifi nöfn sín. Það er sannarlega nokkttð mikið traust á ein- feldni almennings, og því harla undarlegt, ef valtýsku smölunum tækist enn að smala nöfnum að nokkru ráði undirþessa hlægilegu þingrofsáskorun til konungs. Það er nægilega búið að fleka kjósendur í mörgum héruðum með þessum undir- skriptum, þótt enn sé ekki verið að þvæla þeim út í nýja fásinnu. Kjósendur ættu því að gera þessa valtýsku sendla heima 1 sveitunum háðulega apturreka með þessa nýju snepla sína. Væntanlega tekst bráð- um að ná í sjálft áskoranaskjalið eða bréf- ið frá »generalnum«. Þau kvað hafa ver- ið 140 að tölu, er send voru nú út um land með póstunum og fyrir nýár kvað smöluninni eiga.að vera lokið. Hvaðanæfa úr ýmsum héruðum landsins hafa Þjóð- ólfi borizt greinar um Þjóðræðisliðið og skýrslur um hinar síðustu undirskriptarsafn- anir, allt ritað af b æ n d u m og í Iítt hlýj- um tón til þessa félagsskapar og athafna hans heirna í sveitunum. Sumt af þessu er þannig lagað, að það getur ekki birzt enn sem komið er, og biðjum vér höf. vel- virðingar á því. Gremjan sem lýsir sér hjá sumum greinarhöfundunum sýnir, að það er farin að rísa þung og fyrirferðar- mikil alda meðal almennings út um landið gegn þessu undirskriptarfargani og öðrum aðförum þjóðræðisliðsins. Og sú alda mun fara vaxandi en ekki minnkandi. Bezta sönnunin. Ef einhverjir kynnu að efast um, að það væri ekki rétt til getið í síðasta tölublaði Þjóðólfs, að fjöldi nianna, sem skrifuðu und- ir áskorunina til ráðherrans um að fresta að samþykkja lögin um ritsíma og talsíma o. fl., hafi ekki vitað hvað þeir skrifuðu undir, þá þurfa þeir ekki annað en að líta í bréfkaflann úr Þingeyjarsýslu í síðasta tölubl. „Fjallkonunnar" (6. okt.). Þar segir svo: „„Þjóðólf" og „Reykjavík" telur bréfrit- arinn flytja beztar og óhlutdræg- astar greinar um ritsímamálið og segir „marga hafa sannfærst um kostnaðarspurs- málið í því máli við grein Ó. F. Davíðsson- ar“. Hér veður hann enn reyk, nema því að eins að hann meini það, að vér Þingey- ingar, margir eða ef till vill allur fjöldinn, séum orðnir sannfærðir um, að kostnaðurinn viðritsímann verðí oss óbærileg byrði. Bezta sönnunin fyrir þessu er það, að fyrirfarandi daga mun Qöldi Þingeyinga hafa skrifað undir áskorun til ráðherrans um að fá konung til þess að staðfesta ekki að sinni ritsímalögin". Ef Þingeyingar hafa skrifað undir áskor- unina um að synja staðfestingar á lögunum um ritsímaeínkarétt landsins, þá má sann- arlega segja, að þeir hafi ekki vitað undir hvað þeir létu nöfn sín, en þá væri Þing- eyingum farið að förlast, þar sem þeirjafn- an hafa verið taldir meðal hinna þroskuð- ustu kjósenda í pólitiskum efnum, enda mun líka allur þorri þeirra hafa verið svo skyn- samur, að láta ekki ginna sig til að skrifa undir áskorun þessa. Nýr dr. phll. Frá Höfn er ritað 28. f. m.: »1 gær (27.) varði magister Björn Bjarnason frá Viðfirði doktorsritgerð sína um »Ieikfimi og íþróttir Norðurlanda- búa í fornöld«. Vörnin fór fram fyrir fullum áheyrenda- sal og stóð hinn nýi doktor sig mjög vel og varðist fimlega fyrir allhörðum árásum og krítik af hendi prófessoranna Stenstrups og Finns Jónssonar. Heimspekingurinn prófessor Kroman talaði og við þetta tækifæri »ex auditorio« og hældi mjög »doktorandinum«,en »kritiseraði« þóskarp- lega skoðun hans á bogskoti f fornöld, og hvernig skytturnar hefðu handleikið bogana. Kom prófessorinn með 2 boga í hendi fram á sjónarsviðið og sýndi svart á hvftu, hvernig skotið væri og hefði verið í fornöld. Hann er sjálfur mikil bogskytta og Iþróttamaður að öðru leyti. Lfka talaði docent Valtýr Guðmunds- son »ex auditorio« og gerði einkum marg- ar athugasemdir viðvíkjandi skoðun Björns á knattleikum í fornöld og hvernig þeir hefðu farið fram. Flestum þótti dr. Valtý segjast mjög ilia og óáheyrilega, og varð hann að taka aptur sumt af því sem hann sagði«. Mannalát. Hinn 27. f. m. andaðist að Hofi í Hörg- árdal séra Davíð Guðmundsson r. af dbr. fyrrum prestur að Möðruvallaklaustri, á 72. aldursári. Hann var fæddur að Vind- hæli á Skagaströnd 15. júní 1834, og voru foreldrar hans Guðmundur hreppstj. Ólafsson og f. k. hans Ingibjörg Árna- dóttir prests að Hofi á Skagaströnd 111- hugasonar. Séra Davlð lærði undir skóla hjá móðurbróður sínum Jóni stúdent Árna- syni þjóðsagnasafnara, fór í skóla 1848, útskrifaður 1855 með 1 einkunn, og af prestaskólanum 1857 með 1. einkunn, var svo skrifari hjá Eggert Briem sýslumanni á Espihóli, fékk Kvíabekk 9. jan. 1860, og prestvígður 20. maí s. á., en flutti þangað ekki, heldur fékk að hata brauða- skipti við séra Stefán Árnason í Felli í Sléttuhllð og flutti þangað, en fékk Möðru- vallaklaustur 17. júní 1873, bjó þar fyrst að Reistará og sfðar á Hofi. Hann var skipaður prófastur í Eyjafirði 1876, en sagði því embætti af sér 1898, og lét af prestskap næstl. vor. Hann var kvænt- ur Sigrlði dóttur Ólafs Gunnlaugssonar Briems timburmeistara á Grund, systur séra Valdimars á Stóra-Núpi og þeirra systkina. Böm þeirra voru: Ólafur cand. phil., er drukknaði í Hörgá 1903, Guðmundur bóndi á Hraunum f Fljótum og Ragn- heiður kona Stefáns aiþm. Stefánssonar í Fagraskógi. — Séra Davíð var mesti merkisklerkur og sæmdarmaður í hvfvetna, stilltur og gætinn og mjög vel látinn. Eptir hann er prentuð íslenzk þýðing á hinni nafnkunnu ensku skáldsögu »The Vicar of Wakefield« (»IJresturinn á Vöku- völlum*). Ishafsfari og skipstjóri Óle Nessö frá Tromsö kom hingað með »Ceres« síðast. Hann er hingað komipn í þeim erindum að tala við stjórnarráðið um lánveitingu þá, er alþingi hefur veitt honum til að stunda íshafsveiðar héðan frá íslandi, og flytja lifandi moskusnaut hingað til lands. Hr. Nessö er eptir sögn mjög duglegur íshafsfari, hann var sá fyrsti, er fyrir 5 árum byrjaði að sigla frá Noregi til veiða við strendur Grænlands, og hafa margir síðan tekið það eptir honum. Hinn sænski ísnafsfsfari prófessor Nathorst hitti hann á Grænlandi árið 1900 og talar um hann í bók sinni og hælir honum mjög. Hann hyggur héðan gott til íshafsveiða, vegurinn margfalt styttri, og mun hann ætla sér að setjast hér að, því honum lízt mjög vel á hér til búsetu. Vetrarsetumenn býst hann við að setja á land á Grænlandi í haust, sem eiga að skjóta bjarndýr, úlfa, refi, moskusnaut o. fl., segir hann þar vera gnægð veiði- fanga, og heimskautalandadýrafeldir í mjög háu verði. Mannkynssögu handa unglingum hefur Þ o r 1 e i f u r H. Bjarnason skólakennari gefið út. Er hún sniðin eftir söguágripi eftirjohan Ottosen, að nokkru leyti þýdd og nokkru frumsamin og þriðjungi lengri en bók Ottosens. Sögunámsbækur Ottosens hafa getið ser almannalof í Danmörku og má því telja vel til fallið, að þær hafa verið teknar hér til fyrirmyndar. Þeir kaflar eða innskot, sem þýðandinn hefur aukið við eru og liðlega ritaðir og auka gildi bókarinnar. Má ganga að þvf vísu, að þetta kver nái hylli almennings, enda virðist það mjög hentugt til afnota við kennslu, þar sem öllu óþörfu er slept, svo sem vopnaviðskiptum og litt merk- um konungum og ártölum, en aftur á móti meira gert að þvf að taka fram þau atriði, er lysa menningu og öllum lífsháttum liðinna tfma. — Bókin er 160 síður og kostar einungis 1 kr. 50 aur. „Ceres“ kom frá útlöndum norðan og vestan um land 8. þ. m. með nokkra farþega, þar á meðal landritarann (Kl. Jónsson), er í ferðinni hafði vígt brýrnar á Lagar- fljóti og Jökulsá í Axarfirði. — »Ceres« fór aptur vestur og norður um land í gærkveldi. „Laura“ kom hingað frá útlöndum aðfaranótt- ina 9. þ. m. með fátt farþega, þar ámeð- al var hinn nýi doktor Björn Bjarnason og frk. Ásta Thorsteinsson frá Bíldudal. Ásgrímur málari heldur þessa dagana í Goodtemplara- húsinu sýningu á málverkum eptir sig. Eru þar ýmsar myndir úr þjóðsögum vor- um (Nátttröllið, Una áltkona, Galdramað- urinn í Vestmanneyjum, Kirkjugarðsdraug- urinn, Skessa á steinnökkva o. fl.). Hafa margar þessara mynda tekizt vel og lýsa einkennilegu og fjörugu ímyndunarafli mál- arans. Hann sýnir og allmargar lands- lagsmyndir, þar á meðal stórt málverk frá Þingvöllum mjög snoturt, og annað frá Vestmanneyjum. Það er enginn efi á, að Ásgrímur er efni f listamann, en væntanlega á hann enn eptir að taka meiri framförum. Reykjavíkurbúar ættu að vera svo hugulsamir við þennan unga efnilega málara, að kaupa eitthvað af málverkum hans. FirOritunarnámsstyrkinn, sem heitið er á fjárlögunum handa 4 mönnum, hefur stjórnarráðið nú veitt þessum mönnum : Benedikt Sigtryggssyni frá Kasthvammi 1 Þingeyjarsýslu, Gísla Jónssyni (ritstjóra Ólafssonar), Halldóri Skaptasyni (ritstjóra Jósepssonar) frá Seyð- isfirði og Magnúsi Thorberg ritara í stjórn- arráðinu. Dáinn er 2. sept. þ. á. Ariifinnur bóndi á Eyri í Kollafirði í Barðastrandarsýslu, Björns- son, hreppstjóra á Klett, Arnfinnssonar f. 24. janúar 1830; kvæntist 30. sept. 1856 Önnu Finnsdóttur, systur Ara bónda á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.