Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 1
 57, árg. Reykjavík, föstudaginn 20, október 19 05. Jt° 44. Skór, stlgvél og legghlífar er hverjum manni nauðsynlegt í haust-vætunum og vetrarbyljunum, en opt á það ekki saman nema nafnið, — og því hefur nú verzlunin Edinborgr leitað fyrir sér með því að kaupa skófatnað frá flestum helztu þjóðlönd- um heimsins, svo nóg sé um að velja, enda hefir hún nú betri og meiri birgðir af honum, en dæmi eru til á voru landi, og bráðlega er von á mesta kynstri í viðbót, og þar á meðal alveg nýjar tegundir. — — Á vinnustofunni er og allt af smíðaður nýr skófatnaður og gert við gamlan. Hvar skyldi vera betra að gera kaup en í E d i n b o r g? Ættjarðarást. Eptir U r s u s . Hvað er ættjarðarást ? Eg líki henni helzt við samvizkuna, álit að hún sé eins og samvizkan, tilfinn- ing, sem ósjálfrátt vaknar og gerir vart við sig hjá öllum mönnum og geti eins og samvizkan verið þrennslags: vond, góð eða sterk og sofandi. Yms atvik geta haft mikil áhrif á hana, þannig álít eg, að fjarvera frá fósturjörðinni hafi mikil áhrif í þá átt, að efla og glæða ættjarð- arástina, en ekkert verki eins öflugt í þá átt eins og ef einhver háski ógnar henni. Með því að líta til sögunnar sést, að ætt- jarðarást hefur aldrei gert eins öfluglega vart við sig eins og á ófriðartímum sér- staklega hjá smærri þjóðum, sem hafa átt við ofurefli að etja. Vond ættjarðarást er sem betur fer sjaldgæf, en þó til. Eg tel vonda ætt- jarðarást hjá þeim mönnum, sem í orðum og athöfnum láta stjórnast af öðrum sterk- ari hvötum eða tilfinningum en ættjarð- arástinni t. d. eigingirni, öfundsýki eða persónulegu hatri. Sem betur fer eru slíkir menn sjaldgæfir, en eru þó því miður til hjá þjóð vorri og eru okkar mesta þjóðarplága og þjóðarskömm. Já, ættjarðarástin er öllum meðfædd, en sof- andi er hún hjá þeim, er hugsunarlítið fylgja þeim er hrópa hæst og spara hvorki lýgi eða annan ósóma til að villa mönn- um sjónir. Að gera grein fyrir sterkri og góðri ættjarðarást ætla eg ekki að leggja út í, því henni hefur svo víða ver- ið kröptuglega lýst. Eg hef áður tekið það fram, að ófrið- artfmar séu eitthvert öflugasta meðalið til að vekja ættjarðarástina eða yfir höf- uð sérhver voði, er ógnar ættjörðinni; við höfum þannig dæmi þess úr sögunni, að þá er flokkadrættir og yfir höfuð innan- fands óvild eða sundrung hafi verið hin megnasta hjá einhverri þjóð, þá hefur utanaðkomandi voði sameinað allra hugi og gert alla að bræðrum, sem knúðir af ættjarðarástinni hafa gleymt öllum deilum og starfað sem einn maður að því, að vernda fósturjörð sína. Yfir okkur vofir ekki nein styrjöld við aðrar þjóðir, en okkur er samt búin hætta, hætta, sem verst er að veita eptirtekt, hætta, sem er nógu alvarleg til þess, að ástæða er fyrir alla sanna Islendinga að hugsa sig alvarlega um í stað þess, eins og suraa hefur hent, að láta skeytingar- lausa æsingaseggi leiða sig í gönur með »slagorðum« ýmsum, sem láta vel í eyrum, en eru f raun og veru hreinasta fjarstæða. Við erum fáir og fátækir, en framgjarn- ir, já, ef til vill ekki fátækari en marg- ar aðrar þjóðir, en af því við erum svo miklu strjálari en aðrar framfaraþjóðir, þá verður okkur allt miklu dýrara; hjá okkur þarf einstaklingurinn að leggja meir 1 sölurnar til þess að, við getum fylgst með tímanum, en erfiðleikarnir hvorki eiga, mega né geta hindrað okkur. Þjóð- in er orðin svo »civiliseruð«, að hún get- ur ekki látið heimsmenninguna fara fyrir ofan garð og neðan hjá sér, hún verður að tileinka sér hana; en til þess við get- um það, er eitt skilyrði nauðsynlegt, skil- yrði, sem við ættum að geta haft fyrir hendi, en sem okkur samt sem áður vant- ar, því það er að við vinnum saman. »Enighed gör stærk« segir danska mál- tækið, og það mun öllum Ijóst bæði af sögu og reynd, hve mikill sannleikur felst í því, en þá ætti líka öllum að vera jafn- ljóst, hversu mikið þjóðarböl það er hjá okkur, að hver höndin skuli vinna á móti annari »einn rífa niður það sem annar byggir«. Til þess að finna þeim orðum mfnum stað, að þjóðin hafi náð því þroskastigi, að hvorki eigi, megi eða sé hægt að hindra hana frá, að tileinka sér heimsmenninguna, skal eg benda dálítið aptur í tímann. Við skulum fyrst athuga einstaklinginn og sfðar heildina. Þegar vér lítum á lifnaðarhætti ein- staklingsins — sérstaklega bændanna — fyrir 100 árum og berum það saman við yfirstandandi tíma, þá sjáum vér hve mun- urinn er feikilega mikill. — Sá bóndi, sem tæki upp ioo ára gamlar venjur hvað mataræði, húsakynni, kaupgjald o. fl. snertir, mundi blátt áfram ekki fá nokk- urt hjú, nei, kröfurnar hafa aukizt hjá öllum stéttum stórkostlega, og að andi tfmans því ekki hefur algerlega sprengt okkur sem þjóð er af þvf, að framleiðsl- an hefur vaxið og vex að sama skapi. Það er því afarskaðleg kenning þeirra, sem halda því fram, að vérgetum ekkert og húkum alltaf á sömu hundaþúfunni, því hún miðar að eins til að vekja van- traust á sjálfum sér og þjóðinni í heild og styður að því, að menn alveg leggi »árar í bát« og helzt yfirgefi landið, enda hafa þegar sumir blaðaskúmar okkar stutt að útflutningi fólks úr landinu með því að benda mönnum á, að flótti úr land- inu hlyti að verða eðlileg afleiðing af ýmsum framfarafyrirtækjum, sem efst eru á blaði hjá þjóðinni. Hvar er ættjarðarást þeirra manna ? Hafa þeir sýnt hana í verkinu ? Er það að vinna fyrir þjóð sína að stuðla að út- flutningi úr landinu? Nú skat eg einnig athuga heildina dálítið. Árið 1874 feng- um við stjórnarbót. Stjórnarbót, sem var svo frjálsleg, að hún hindraði okkur ekk- ert að komast áfram. Stjórnin sat að vfsu út í Kaupmannahöfn, en við gátum óátalið yrkt landið, dregið fisk úr sjón- um, hlaðið vegi, byggt brýr o. s. frv. o. s. frv., en þrátt fyrir það eru ekki liðin nema 7 ár, þegar menn eru farnir að finna svo sárt til þess, að þessi stjórnar- bót var ekki nægileg, að ný stjórnarbar- átta var hafin. Framfaraþráin var svo rík, að þjóðin hafði það á meðvitundinni annaðhvort sjálfrátt eða ósjálfrátt, að henni var það ekki nóg, að hafa fengið stjórn, sem lít- ið gerði, jafnvel þó hún lofaði henni að brjótast áfram að mestu óhindruð — hún fann að hún þurfti að fá öfluga, fram- kvæmdarsama stjórn f landinu sjálfu, sem gerði meira en horfa á framfaraviðleitn- ina, sem þá eðlilega opt strandaði á sam- takaleysi. Það þurfti að vera stjórn, sem s t a r f a ð i fyrir þjóðina. — Slíkt stjórnar- fyrirkomulag þurfti að fá til þess að hægt væri við að una, því þá fyrst var hægt að vonast eptir, að þjóðin gæti fullnægt framfaraþrá sinni, eptir þeim möguleik, sem efni hennar leyfðu. Nú er þetta fyrirkomulag fengið. Við höfum stjórn í landinu sjálfu. Stjórn sú er að vísu ung enn, en þó nógu gömul til þess að vera búin að sýna, að hún er starfsöm, sterk og framkvæmdarsöm, stjórn, sem uppfyllir þá drauma — þær vonir — sem menn eflaust hafa gert sér um hana, löngu áður en hún var til. En »fátt er svo gott að gatli né fylgi«. Óskir okkar hafa nú ræzt, hváð stjórnar- fyrirkomulag og stjórn snertir. En til þess að góð stjórn geti komið að notum, þarf þjóðin að vinna með henni. Þar sem okkur vegna strjátbyggðar, verður allt svo dýrt, en gerum kröfur til svo margs, þá er það skilyrði nauðsyn- legt, að við vinnum saman — stjórn og þjóð leggist á eitt. — Við skulum Iíta til þess, hvað af því leiddi, ef á einhverju heimili ynnu sumir að því af kappi, að gera að engu það sem hinir ynnu. Eg vil þá víkja að því aptur, að benda á þá hættu, sem eg tel að vofi yfir þjóð vorri, og sem eg tel, þegar hún er vandlega að- gætt, ætti að gefa tilefni til að vekja ættjarðarástina hjá hverjum góðum Is- lending, því eg álít að innanlands óvild geti ef til vill verið eins mikið þjóðarböl, eins og dálítil áflog út á við. Styrjöld kostar fólk og fé, en sameinar venjulega hugi manna. Innanlands óvild sundrar kröftunum og sundurgreinir hugi manna. Eg veit að vísu, að hverri stjórn á að segja rækilega til syndanna, slfkt er nauðsynlegt og sjálf- sagt, en það á ekki — og má ekki gera það — nema þegar hún vinnur til þ e s s, en þegar það gengur »eins vítt« eins og hér á sér stað, að þegar stjórnin snýr sér til hægri, þá fær hún stórskamm- ir fyrir að hafa snúið sér til hægri, en snúi hún sér til vinstri, þá er hún sví- virt fyrir að hafa ekki heldur snúið sér til hægri. Þegar útásetningarnar verða svo öfgafullar og jöfnum höndum beitt sannleika og lýgi, eða öllu heldur, nær eingöngu lýgi, þá er engri stjórn unnt að taka nokkurt tillit til þess. Við að athuga ofsóknirnar, sem hér er beitt gagnvart stjórn vorri, þá get eg ekki komizt á aðra niðurstöðu, en þær séu sprottnar eingöngu af samvizkuleysi ein- hverra manna, sem svo hafa gengið grenj- andi og ljúgandi og með þeim gauragangi — og með því haldið mönnum frá því, að sjá og kynnast sannleikanum — tekist að mynda einkennilega stóran flokk — eg segi einkennilega stóran — því mér þætti hann vera það, þó hann væri ekki nema 10—12 manns, en megnið af þeim flokk munu vera fjörugir unglingar og ó- stýrilátir, sem athugalaust hlaupa í flokk þeirra, sem mest láta á sér bera, svo og »hysteriskt« kvennfólk — en svo kemur það sorglega við þetta allt saman, að 1 flokk þennan skuli einnig hafa villst nokkr- ir góðir bændur og fleiri hugsandi menn; en hvers er að vænta, þegar öðrum eins ósköpum er beitt — þegar ósannindum og öfgum er jafn ósleitilega beitt og haldið að þeim, sem ekki hafa nægileg tök á að kynna sér málavexti. Jafnvel góðar hetjur geta fallið í stríði; eins er það að jafnvel skynsamir menn getalátið blindast af fortölum annara; en sem betur fer, hefur þetta ekki fest djúp- ar rætur, eins og eg benti á í pistlinum um hinn smikla alvöruþunga«, svo eg get ekki annað en alið þá von f brjósti, ad þetta uppþot, sem stjórnféndur og frið- varnarmenn hafa vakið í svipinn, verði ekkert annað en bóla, sem brátt hjaðnar, enda hljóta þeir, sem lesa blöð stjórn- fénda, bráðlega að sjá hvað öll þeirra póli- lík er rotin, því þau sannarlega bera vitni um sig sjálf, og hefði eg því viljað koma þeim inn á öll heimili landsins á meðan að þjóðin væri að kynnast þeim vandlega, því við að sjá það, sem þar er hrúgað saman og hvernig það rekur sig hvað á annað, hljóta alira augu að opnast. Þegar eg hef komist svo langt, að fara að leiða getur að, hverjir þeir samvizku- lausu menn eru, sem hafa stofnað og við- halda þessum flokk, þá hef eg komist al- gerlega í vandræði, þvl eg álít það meiri svívirðing en svo, að eg geti ætlað það neinum Islending. Að minnsta kosti mundi eg bera kinnroðu fyrir að ætla nokkrum Islending þá þjóðarskömm. Að ala innanlands ófrið, álít eg að ekki geti stjórnast af öðru en annaðhvort tilraun til að brjótast til valda, eða vilja eyða landið. Með því nú að mér er svo óljúft að að vilja ætla nokkrum íslending, að hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.