Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 2
ÞJOÐÓ LFUR. 18S vilji ala þjóðarböl, þá hefur stundum hugurinn hvarflað til Ameríku. Þaðan hafa hvað eptir annað ferðast menn um landið, sem hafa verið að reyna til að fá menn til að flytja af landi burt. Þar af leiðandi er bert, að þeir menn eru skeyt- ingarlausir um velferð landsins. Jafnframt hef eg aldrei orðið þess var, að neinn slfkur sendill hafi verið heimastjórnar- maður. Þegar svo er aðgætt, að ekkert getur betur greitt götu þessara smala, en að pólitisk óvild og flokkadráttur sé í land- inu sjálfu — megn óánægja með þing og stjórn — þá verður mér að geta margs til um, hvaðan aldan er runnin. Eg hef að þessu sinni ekki tekið til athugunar sakargiptir þær, er stjórnféndur bera á brýn stjórn vorri, en ef einhver finnur að því, að eg hafi lítið rökstutt þá skoðun, að við hefðum fengið góða stjórn, og að ofsóknirnar gegn henni séu óréttmætar, þá er eg fús á að fara út í þá sálma sfðar. Að þessu sinni var ekki hugmynd mín önnur en sú, að vekja athygli á því, hvað mikið þjóðarböl borgarastríð væri. Eg segi borgarastríð, því eg álít að hér vanti ekkert nema vopDÍn til að barist sé. Vandræðaleg afsökun. Þjóðræðisgeneralinn hefur séð sitt ó- vænna, að halda lengi leyndu efni áskor- unar þeirra um þingrof, er þjóðræðisliðið hefur sent út, og getið var um í síðasta blaði. Hann hefur vitað, að skjalið mundi hvort sem er brátt komast í hendur ann- ara en það var ætlað, enda er nú svo komið. Umburðarbréf þetta er næstum samhljóða greininni „Alvara og einurð" 1 síðasta blaði Isaf. 14. þ. m. Að minnsta kosti er þar allur mergurinn málsins, nema hin hlægilega afsökun fyrir því, að engir Valtýingar ttér í bæ skrifuðu undir áskorunina um frestun ritsímalag- anna, en yfir þeim „svikum“ af ltálfu for- göngumannanna voru undirskrifendur heima í héruðum gramastir, og þóttust hafa verið gabbaðir smánarlega, eins og var. En nú segir veslings ísaf. ritstj. aumur og hálfkjökrandi, að það hafi verið alveg þýðingarlaust(ll), að þeir hérna skrifuðu undir, það hefði komið svo lítið af undirskriptum utan af iandinu, að það hafi alveg verið hætt við að senda mann með þennan hégóma á fund ráðherrans. Þetta eru nú allar þakkirnar, sem smal- arnir og hinir auðsveipnu undirskrifend- ur fá hjá „generalnum" sínum. En nú segir hann, að þeir eigi að herða sig bet- ur(!I) svo að einhver mynd verði á þessu. Skyldi sú skiþun þessa herra falla í mjög góðan jarðveg eptir allt saman? Naumast. Hann man víst ekkert eptir því, þessi sami virðulegi þjóðræðisherra(l), hversu hann gumaði mikið af því í málgagni sínu, hvað mikið heiði orðið ágengt með þessar undirskriptir, og hve sterkan þjóð- arvilja þær sýndu. Þá kvað við annan tón. En viku síðar er ekkert úr þeirn gert, þá er hann þarf að fara að fóðra það, hversvegna hann og aðrir þjóðræðis- skrumarar hér í bænum skrifuðu ekki und- ir þá áskorun, sem þeir sjálfir höfðu veitt sveitamenn til að skrifa undir. En þeir voru ekki ofgóðir til þess II I stað þessarar vandræðalegu og hlægilegu afsökunar hefði ritstj. átt að segja hreint og beint, að þeir höfuðpaur- arnir hefðu skammast sín fyrir, að geta ekki fengið nema örfáar hræður hér í bænum með sér á skjalið, þvf að sú hefði orðið raunin á. Reykvíkingar gera nfl. ekki annað en draga dár og gabb að ærslum þjóðræðisliðsins. Það hefur nauða- lítið fylgi hér í bæ, það mega sveitamenn reiða sig á. Og trauðla munu bæjarbúar flykkjast í hópum inn á skrifstofur Isaf., Fjk. og Ingólfs til að skrifa þar undir nýjasta snepilinn — þingrofsáskorunina, er síðar verður ef til vill minnst nánar á. Menn segja, að þær séu enn einu sinni farnar að hallast til muna klyfjarnar á gamla Valtýs-Brún, svo að þær munijafn- vel snarast undir kvið von bráðar, og all- ur garnall landvarnarvínandi og nýr þjóðræðis„strammari“ renna niður í sand- inn og hverfa, verða að engu. Svona er að binda allt í einar klyfjar, og snara öllu ekki á hinn „þarfasta" — heldur óþarfasta „þjóninn" hans Valtýs. Verðlaun úr Ræktunarsióðnum hafa verið úthlutuð 52 búendum af 79, sem sóttu, alls 3400 kr., og éru þessir sem verðlaunin hafa hlotið: Rangárvallasýsla: F.ggert Pálsson prestur á Breiðabólstað 200,00, Einar Hildibrandsson Berjanesi 75,00, Eyjólfur Ketilsson Miðskála 75,00, Jón Jónsson Dufþekju 75,00, Jón Nikulásson Álfhól- um 75,00, Albert Ág. Eyvindsson Skipa- gerði 50,00, Guðmundur Pálsson Skeiði 50,00, Ólafur Magnússon Dufþekju 50,00, Tómas Jónsson Arnarhóli 50,00, Þórður Erlendsson Krossi 50,00. Árnessýsla: Bjarni Halldórsson Fljótshólum 75,00, Guðmundur Erlends- son Skipholti 75,00, Ásmundur Eiríks- son Apavatni 50,00, Ásmundur Þorleifs- son Efstadal 50,00, Friðfinnur Þorláksson Galtastöðum 50,00, Gfsli Pálsson Kakkar- hjáleigu 50,00, Grímur Einarsson Syðri- Reykjum 50,00, Guðmundur Jónsson Efra- Seli 50,00, Guðmundur Jónsson Hörgs- holti 50,00, Halldór Stígsson Öndverðar- nesi 50,00, Hannes Magnússon Hólurn 50,00, Snorri Sveinbjarnarson Hærings- stöðum 50,00, Þórður Eiríksson Mýrum 50,00. Gttllbringu- og Kjósarsýsla: Árni Björnsson Móum 50,00. Mýrasýsla: Rósa Jónsdóttir Eski- holti 50,00. Snæfellsnes- og Hnappadalss.: Hjörleifur Björnsson Hofsstöðum 75,00, Jón Sigurðsson Hrísum 50,00, Stefán Guðmundsson Borg 50,00. D a 1 a s ý s 1 a : Bogi Sigurðsson Búðar- dal 100,00, Benedikt B. Kristjánsson Hóli 50,00, Hildiþór Hjálmtýrsson Harastöð- um 50,00, Jón Klemensson Neðri-Hunda- dal 50,00. Húnavatnssýsla: BrynjólfurBjarna- son Þverárdal 50,00. Skagafjarðarsýsla: Sigurjón Jóns- son Óslandi 150,00, Pálmi Pétursson Sjávarborg 125,00, Guðmundur Davíðs- son Hraunum 50,00, Pétur Sigurðsson Borgargerði 50,00. Suður-Þingeyjarsýsla: Þórður Gunnarsson Höfða 125,00, Jóhann Bessa- son Skarði 50,00, Jóhannes Jónatansson Sigluvfk 50,00. Norður-Þingeyjarsýsla: Vilhjálm- ur Guðmundsson Ytri-Brekkum 50,00. Norður-Múlasýsla: ErlendurFil- ippusson Brúnavík 50,00. Suður-Múlasýsla: Sigurður Ant- oníusson Berunesi 125,00, Magnús Bl. Jónsson prestur f Vallanesi 100,00, Ari Brynjólfsson Þverhamri 75,00, Páll H. Gíslason Fáskrúðsfirði 75,00, Árni Jóns- son Gilsárstekk 50,00, Jón Árnason Múla 50,00, Jón Halldórsson Hóli 50,00, Sæ- björg Jónsdóttir Seljateigi 50,00. Austur-Skaptafellssýsla: Ingi- björg Ólafsdóttir Þórisdal 50,00, Jón Guð- mundsson Hoffelli 50.00. Höggið það. sem hátt er reitt hæfir stundum lttið. Ritstjóri Fjallkonunnar virðist ekki hafa treyst sér til áð mótmæla grein minni frá 9. sept, en eitthvað þykist hann þurfa að hefna sín, og komist hefur hann í geðs- hræringu, annars er ólíklegt, að hann hefði ráðist jafn persónulega og ósanngjarnt á sfra Stórjóhann, mann, sem er alfarinn af íslandi, og hvorki sér né skilur blað hans. Önnur eins árás dæmir sig sjálf, og mundi verða fslenzkri blaðamennsku lftt til sóma, ef hún kæmi fyrir almennings augu í Nor- egi. Síra Stórjóhann er almennt talinn meðal áhugasömustu, starfsömustu og merk- ustu presta í Noregi,1 og það af mörgum þeirra, sem ekki aðhyllast allar biblfuskýr- ingar hans, og því verður það í augum allra kunnugra hálfbroslegt, þegar E. H. þykist varla geta talið hann með siðuðum mönnum. Þá reiðir E. H. kylfuna að mér, en eg geng óhræddur undir höggið. Mér er eng- in launung á „aðförum“ mínum erlendis, og mér þykir að vissu leyti vænt um að þessi öfgafulla árás kom opinberlega í ljós, því að henni má þó fremur svara en lygasög- um þeim, sem einhverjir myrkraþjónar hafa reynt að breiða út í pukri. Eg hefi síðastliðið vor og árið 1901 flutt fjölmarga fyiirlestra um Island í Danmörku og Noregi, bæði í missionshúsum, við lýð- háskóla og hjá fyrirlestrafélögum, stundum gegn ákveðnu endurgjaldi og stundum ekki. — Eg hefi þá leitast við að laga rangar hugmyndir tilheyrendanna um hagi vor fs- lendinga2 og vekja áhuga hjá þeim á, að kynnast betur landi voru og þjóð. — — Það eru örg ósannindi, að eg hafi sagt erlendis, að íslendingar væru djúpt sokknir f spillingu, þvert á móti hefi eg gert mér far um að bera þeim þar eins vel söguna, eins og eg hefi frekast getað, ekki sízt vegna þess, að eg hefi hvað eptir annað orðið var við ytra svo ósanngjarna sleggjudóma um oss í þeim efnum, einkum þó um náms- menn vora, og get eg þar nefnt greinilegt dæmi. Þegar það kom til orða, að eg yrði hús- kennari á dönsku prestsheimili árið 1900, spurðu sumir kunningjar hiutaðeigandi prests hann, hvað hann hugsaði, að ætla að taka íslenzkan kandídat á heimili sitt; — hvort hann vissi ekki, hvaða orð færi af íslenzk- um námsmönnum í Höfn. — — Hefði síra Jón Helgason ekki gefið mér þá mjög á- kveðin meðmæli til þessa prests, hefði hann líklega ekki þorað að taka mig, og eg al- drei komist í kynni við heimatrúboðið danska. — — Eg hefi reynt eptir föngum að útrýma þessari tortryggni, og er það al- veg óvfst, hvort E. H. hefir starfað meira f þá átt. Annars vill svo vel til, að eg get fært sönnur á mál mitt. Sfra Halldór P. Bjarne- sen, prestur í Gudum við Lemvík, ritstjóri Heimatrúboðstíðindanna dönsku, sem er allra manna kunnugastur dvöl minni og ferðum ytra, — eg var hjá honum 8 mán- uði, — getur þess í blaði sínu 6. marz 1904, að hann hafi hitt íslending, sem hafi verið hálfhræddur um, að eg hafi borið fs- lendingum illa söguna í siðferðilegum efn- um, en svo bætír sfra Bjarnesen við: „hvil- ket er saa langtfra að være Tilfældet, at 1) Eitt af útbreiddustu kristilegu blöðum Norðmanna flutti mjög hlýja grein um hann, þegar hann fór til íslands í sumar. Og fjöldi Norðmanna unna »föður sjómanna- missionar Norðurlanda«. 2) Á einhverjum frægasta skóla Dana, þar sem eg hélt fyrirlestur vorið 1901, kom einn kennaranna til mín á eptir, og spurði; hvort hann hefði tekið rétt eptir þvf, að ís- lendingar befðu kúarækt. — Jú, eg hélt það. — „Svo", svaraði hann. „Þá hefði eg ekki átt að tvístryka það sem villu, þegar einn piltanna skrifaði í ritgjörð um daginn að kýr væru á íslandi". Svipuðum vitleysum hefi eg opt mætt og þykist ekki eiga skammir skilið, þótt eg hafi reynt að Ieiðrétta það. Gislason tvertimod var meget öm over sin Landsmands Ære„ („sem er svo fjarri sanni, að Gíslason var þvert á móti mjög við- kvæmur gagnvart heiðri landa sinna"). Ritsjóri Hjemlandspostens í Horten. f Noregi átti við mig fréttaviðtal í vor sem leið, og skrifaði hann þá eptir mér í blað sitt meðal annars: Forresten vil jeg gerne tilföje at Islænderne staar höjt i almindelig menneskilig moral; der er lidet af de Ung- doms Forvildelser paa Island, som man i andre Lande kan blive Vidne til. Afholds- sagen har saaledes mange Forkæmpere".— („Annars er mér ljúft að bæta því við, að íslendingar standa á háu stigi, að því er snertir almennt borgaralegt siðferði; það er lítið um þau æskumannaafglöp, sem sjá má í öðrum löndum. Forvígismenn bindindis- málsins eru þannig margir"). Eg get ekki ábyigst þótt einhver frétta- smali hafi misskilið eða ranghermt eitthvað af orðum mínum. en viti E. H. eða nokkur annar um eitthvert útlent blað, sem ber mig fyrir nokkrum spillingarsögum um Is- lendinga, þá skora eg á þann mann að benda mér á það, og mun eg þá leiðrétta slíkt mishermi.. Á hinn bóginn hefi eg sagt frá því, að kirkjulffið og trúarlífið hér á landi væri æði- ólíkt því, sem það er í nágrannalöndunum, sérstaklega þar sem hér hefði engin heima- trúboðsstarfsemi verið til skamms tíma, og það lítið, sem reynt hefði verið að vinna að þvf starfi síðustu árin, hefði mætt talsverðri mótspyrnu og tortryggni, — — Það vita allir kunnugir að þetta er satt, og sé E. H. samkvæmur sjálfum sér, þykir honum þetta fremur Iof en last. Um „sníkjurnar", sem E. H. er að fárast um, er það að segja: Eg hefi sjálfur fast kaup og hefi því engu safnað handa mér, nema ef telja skyldi nokkur kristileg blöð og smárit, sem eg gef aptur. Aptur safnaði eg samskotum mánaðartíma í vor, sem leið, fyrir heimatrúboðið danska, svo lítilsháttar fyrir norskt sjómannatrúboð, — sem eg* hvatti til að hefja starf á Norðmannastöðv- um hér við land, — og loks til væntanlegs bænahúss hér í Reykjavík. Slík samskot eru allt of almenn erlendis til þess að þau hneyksli nokkurn þarlendan mann. Hitt get eg skilið, að einhverjum landa þyki leiðinlegt, að maður skuli þurfa að sækja útlent fé til að byggja bænahús hér, því mér þykir það og. En telji nokk- ur það hneyksli, get eg minnt hann á, að þá má sama segja um unglingafélagshúsið holdsveikrahælið1 o. fl., og eins á hitt að ríkari þjóðir en vér, telja sér enga vanvirðu að slfkum gjöfum. Finnar söfnuðu fé á Þýzkalandi og Englandi til að koma upp stórhýsi fyrir heimatrúboðið í höfuðborg sinni, og unglingafélagshúsið í Pétursborg er reist fyrir ameríska peninga. Það er ofurskiljanlegt, að þeim, sem er illa við ákveðinn kristindóm, og þá sérstak- lega heimatrúboðið, sé lítið gefið um að eg komist f kynni við trúaða málsmetandi menn erlendis, og reyni því að varpa eins mörgum steinum í götu mína og þeir geta. En vegsemd E. H. og hans sinna verður ekki meiri, þótt þeir reyni að leggja öll mín störf út á versta veg. Og sVo hyggnir ættu þeir að vera, að þá grunaði, að ósann- gjarnar blaðaárásir á heimatrúboðið hér á landi, eru beztu meðmæli í augum þeirra, sem styðja það erlendis. E. H. þykist loks hræddur um að heima- trúboðið muni spilla þjóð vorri; eg er hræddur um að andasæringar hans mundu gera það fremur, ef þær ryddu sér til rúms. Sagan sker einhvern tíma úr, hvor stefn- an sé hollari. A. A. Gíslason. 1) Það var ekki ofvel lýst þrifnaðinum okkar í bænaskránni, sem send var um Danmörku til að safna til holdsveikrahælis- ins. Hvar var E. H. og vinir hans þá? Gufuskipið „Moseov" (frá sam. gufuskipafél.) kom hingað frá út- löndum í gær með ritsímastaurana til Suð- urlandsins (norður að Holtavörðuheiði). — Utl. blöð frá 3.—9. þ. m. herma engin stór- tíðindi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.