Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.10.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR . 189 Heiðurssamsæti var Tryggva Gunnarssyni bankastjóra haldið í fyrra kveld (18. þ. m.) í Iðnaðar- mannahúsinu. Þá varð hann sjötugur (f. 18 okt. 1835). Sátu veizluna um ito manns af öllum stéttum, og báðum póli- tisku flokkunum. Bæjarbúar gátu þó nokkurnveginn komið sér sanian um það að heiðra Tryggva Gunnarsson. Hefðu miklu fleiri tekið þátt í samsæti þessu, et húsrúm hefði leyft. Var þetta eflaust hið fjölmennasta samsæti, er nokkru sinni hef- ur verið haldið hér í virðingarskyni við einstakan mann. Fyrir minni heiðursgestsins mælti Kl. Jónsson landritari, en því næst töluðu þeir Jón ritstj. Olafsson og Hannes ritstj. Þor- steinsson, en sungið var laglegt kvæði eptir Þorstein Erlingsson, skrautprentað í Gutenbergsprentsmiðju, og afhent heiðurs- gestinum í vandaðri möppu ásamt ljós- myndum af landsbankanum og Olfusár- brúnni. Heiðursgesturinn mælti fyrir minni íslands og síðan með nokkrum orð- um fyrir minni Magnúsar Stephensen landshöfðinga, er þar var staddur og 69 ára þann dag. Þakkaði hann aptur stutt- lega fyrir sig. Eptir að staðið var upp frá borðum skemmtu menn sér eptir föngum, og voru þá ýrnsar ræður h'aldnar. Meðal annars töluðu þeir Þórður Jónsson útvegsbóndi í Ráðagerði, er flutti Tr. G. þakklæti fyrir hönd sjómannastéttarinnar, dr. Björn M. Ólsen, Sighv. Bjarnason bankastj., Thor Jensen kaupm. og Jóhann bóndi Eyjólfs- son í Sveinatungu. Sátu menn við gleð- skap alllangt fram á nótt, en allt fór mjög vel og friðsamlega fram. Það leyndi sér ekki, að menn voru ekki að eins að heiðra einhvern hinn allra nýtasta og bezta borgara þessa bæjar, heldur einn hinn allra nýtasta og bezta son þessa lands. Lnknar. Um Rangárvallalæknishérað sækja hér- aðslæknarnir, Ólafur Thorlacíus og Þórð- ur Pálsson. Hinn nýskipaði læknir í Hróarstungu- héraði Þorvaldur Pálsson, hefur verið sett- ur til að þjóna Hornafjarðarlæknishéraði, en læknirinn í Fljótsdalshéraði Jónas Kristjánsson þjónar Hróarstunguhéraði. Nýútkomia er 3. h. af Skírni, tímariti Bókmennta- félagsins. I því eru ritgerðir um verzlun íslendinga og samvinnufélagsskap eptir Boga Melsteð, nytsöm hugvekja og fróð- leg, og um verndun fornmenja og gam- alla kirkjugripa eptir Matthías Þórðarson. Þá er um Skálholt eptir Guðmund Magn- ússon, lýsing og saga þess með nokkrum myndum, og er ætlast til að síðar komi líkar frásagnir með myndum af fleirum fslenzkum höfuðbólum. Ennfremur eru í hefti þessu tvö kvæði: Noregs hvöt eptir Matth. Jochumsson og Herðibreið eptir Sigurð Jónsson frá Helluvaði, saga eptir Herm. Bang, þýdd grein um tvístjömur, ritdómar eptir Finn Jónsson og Guðm. Finnbogason, útlendar fréttir o. fl. Heft- ið kostar 1 kr. og allur árg. (4 h.) 4 kr., en ef menn gerast meðlimir Bókmennta- félagsins, fá menn auk árg. af Sklrni 4 aðrar bækur, sem að bókhlöðuverði kosta (9,50 aur. (Ættgengi og kynbætur eptir Kölpin-Ravn, 2. h. af Bókmennta- sögu Finns Jónssonar, og eitt hepti af Fornbréfasafni og Sýslumannaæfum). Heiðurs samsæti. Mánud. 11. þ. m. héldu samsæti nokkur hjón í Breiðdal, þeim heiðurshjónunum breppstjóra Páli Benediktssyni og Ragn- hildi Stefánsdóttur, á heimili þeirra, í virðingarskyni fyrir 27 ára heiðarlegt hreppstjórastarf hans í Breiðdalshreppi, og afhentu þeim að gjöf einkennisbúning, sem hreppstjórum er leyfilegt að bera. Gefendurnir fluttu ræður, er sýndu sanna virðing, vinarþel og þakklæti fyrir starf þeirra < hreppsfélaginu. — Þetta var fallega gjört af Breiðdæling- ingum, að viðurkenna með tilhlýðilegri sætnd, sitt- samvizkusama og réttsýna yfir- vald. I sept. 1905. Ferðamadur. Laus prestaköll. Skeggjastaðir í Norður-Múlapró- fastsdæmi (Skeggjastaðasókn). Mat 950 kr. Tillag úr landssjóði, 300 kr., er lagt presta- kallinu út í kirkjujörðum frá Hofi í Vopna- firði. Prestsekkja nýtur eptirlauna af brauðinu (síðan 1866), */« föstum tekjum. Veitist frá fardögum 1906. Auglýst 26 septbr. — Umsóknarfrestur til 7. nóvbr. 1905. Gufudalur í Barðastrandarprófasts- dæmi (Gufudalssókn). Mat 816 kr. Föst uppbót úr landssjóði 200 kr. Auk þess hefur brauðið um nokkur ár notið 300 kr. bráðabirgðaruppbótar, sem væntanlega mun halda áfram, verði þörfin hin sama. Veit- ist frá fardögum 1906. Auglýst 26. septbr. Umsóknarfrestur til 7. nóvbr. 1905. Gptirmæli. Hinn 16. f. m. andaðist að heimili sfnu merkisbóndinn Sœmundur Jónsson á Járn- gerðarstöðum í Grindavík 71 árs, fæddur að Húsatóptum í sömu sveit 4. sept. 1834. Foreldrar hans voru: Jón Sæmundsson óð- adflsbóndi á Húsatóptum og kona hans Margrét Þorláksdóttir. Var hann því al- bróðir Einars bónda f Garðhúsum og þeirra systkina. Sæmundur sál. ólst upp hjá foreldrum sínum, og var hjá þeim þar til árið 1858 að hann byrjaði búskap að Brekku í Vog- um, giptist 1859 eptirlifandi ekkju sinni Sigrfði Bjarnadóttur verzlunarmanns í Reykja- vík og síðar við Hólmabúð Hannesson- ar. Arið 1860 flutti hann að Járngerðar- stöðum hvar hann bjó til dauðadags. Þau hjón áttu 12 börn, hvar af 3 lifa: Margrét kona Tómasar bónda á Járngerðarstöðum, Bjarni fiskifræðingur- og kennari við hinn alm. menntaskóla í R.vík og Valgerður heima hjá móður sinni. — Sæmundur sál. var mjög ástríkur og umhyggjusamur eigin- maður og faðir, dugnaðar- og starfsmaður hinn mesti, fjörmaður mikill á yngri árum, og mjög skemmtinn í viðræðum, enda skyn- samur vel. Var um nokkur ár hreppstjóri í Grindavíkurhreppi og hreppsnefndarmaður um langan tíma, og kom ávalt vel fram f því, sem öðru, er að almenningsheill laut. Hann var orðlagur fyrir greiðasemi og hjálpfýsi, var og kona hans honum sam- hent í því, að gleðja þá er bágt áttu. Mun Sæmundur heitinn vafalaust hafa verið einn með hinum merkustu bændum hér syðra. Er hans þvf sárt saknað af öllum, er kynni höfðu af honum, einkum af vandamönnum hans og sveitungum, sem ávalt munu minn- ast hans með virðingu og þakklæti fyrir angt og vel unnið æfistarf. — Jarðarför hans fór fram í gær að viðstöddum fjölda fólks. 10. okt. 1905. E. Leiðréttingr. I 30. bl. „Fjallk." 28. júlí þ. á. stendur grein með fyrirsögninni: „Þjóðjarðasala. Athugasemdir eptir Björn Sigfússon amt- ráðsmann á Kornsá". Þessi frásögn er víst ekki nákvæmlega rétt. Greinin er áreiðanlega eptir Bförn þjóðjarðarlandseta Sigfússon á Kornsá en ekki eptir Björn amtrdðsmann Sigfússon sama staðar. Þetta munu flestir vita, sem þekkja Björn Sigfússon, og allir sjá af greininni sjálfri, sem veita henni nána athygli, en þó þykir réttara að biðja „ Þjóðólf" að birta þessa leiðréttingu, (og er gert í góðri meiningu). K u n n u g u r. Hinn 16, okt. andaðist að heimili sínn Vorhúsnm minn elskaði eigin- maður Stefán Stefánsson, og fer jarð- arförin frain flmmtudaginn 26. þ. m. kl. IU/2. Þetta tilkynnist ölliim vin- nm og vandamönnum okkar hjóna. Guðríður P. Einarsdöttir. Eg nndirrituð votta hér með mitt innilegasta hjartans þnkklæti öllnm þeim, sem á einlivern hátt auðsýndu inér velvild og hluttekningn með fégjöfum og öðrn, við fráfall míns elskulega sonar, Konráðs Þorsteins- sonar frá Brekkn, sem andaðist á Landakotsspítalaniiin 6. þ. m., og hið guð að lanna þeim af rikdómi sínnin velgerðir þeirra. Rvík 2«. oktbr. 1005. Hildur Arnílnnsdóttir. Steinolía í tunnum og smásölu góð og ódýr í verzlun Björns Þórðarsonar Laugaveg 20 B. Bókauppboð! Bökasafn Páls amtmanns Briem verður selt við opinbert upp- boð í Iðnaðarmannahúsinu 25. og 26. þ. m. Mjög margar ágætar og dýrar bækur. Consert verður haldinn laugardaginn 21. og sunnudaginn 22 þ. m. í Iðnaðarmanna- húsinu kl. 9 síðdegis. Nánar á gótuauglýsingum. Vefnaðarvara fjölbreytt og ódýr í verzlun Björns Þórðavsonap. Kvennslifsi og Aibúm hreinasta úrval í verzlun Björns Þórðarsonar. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn hinn 27. þ. m. verður opinbert uppboð haldið í Landakoti á Álptanesi og þar seldar 6 kýr, um xoo hestar að töðu og fleira. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi og verða söluskilmálar birtir á uppboðs staðnum. Bessastaðahreppi 17. okt. 1905, Erlendur Björnsson. Nýjar kjöttunnur úr birki, girtar með galvanfseruðu járni fást með góðu verði hjá Jóhanni Arnasyni beyki í Bjarnaborg. Peningabudda hefur fundist fyrii neðan Elliðaár, réttur eigandi getur vitjað henn- ar til Kolbeins Guðmundssonar á Ulf- ljótsvatni f Grafningi. Danskar ágætap kartöflur 8. kr. tunnan í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg. Llkkranzar og kort á Laufásvegi 4. Góðliaustull keypt háu verði í verzlun Björns Þórðarsonar Bezta verð á allri nauðsynja- vöru í Lindargötu 25. Ramma- listar mjög mikið úrval nýkomið í verzlun Sturlu Jönssonar. A 111 y* sem Þekkja til kaupa helzt í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg 20. B. Hvergi betra að kaupa skótau nú en í Lindargötu 25. Reiðhjól verða tekin til geymslu á Laugaveg nr. 47 Þorkell Þ. Clementz. Félagið „FRAM“ heldur fund laugardaginn 21. oktober kl. 8 sfðdegis í samkomuhúsi Davíðs Östlunds við Ingólfsstræti. Jón Ólafsson ritstjóri talar um „út- breiðslu skoðana vorra". Stjörnin. 6 krónu yfirfrakkarnir hlýju í verzlun Björns Þörðarsonar Nýkomið í verzlun mína er nú með Laura úrval af allsk. nærfatnaði, enn fremur hálslín með öllu tilheyrandi, drengjaföt, kragar og smekk- ir allskonar handa börnum; sönnileið- is skfrnarkjólar, kvenbrjóst, náttkjólar hvítar og misl. milliskyrtur, allskonar millipils, sokkar, leggjaskjól(gamascher) og margt fleira. Kristín Jónsdóttir Veltusundi 1. Brjöstslím. Eptir að hafa brúk- að 4 flöskur af hinu nýja bætta seyði af Elixírnum get eg vottað það, að hann er helmingi sterkari en hann var áður, og hefur linað þrautir mín- ar fljótar og betur. Vendeby Thorseng Hans Hansen Magakvef........ leitað læknis- hjálpar árangurslaust, og varð alheill af því að neyta Elixírsins. Kvislemark 1903, Julius Christensen. Vottorð. Eg get vottað, að EI- ixírinn er ágætt meðal og mjög nyt- samur fyrir heilsuna. Kaupmannahöfn, marz 1904 Cand. phil. Marx Kalckar Kína-Lífs-Elixír, er því aðeins ekta, að á einkennismiðanum sé vörumerk- ið: Kfnverji með glas í hendi og nafti verksmiðjueigandans: Waldemar Petersen Frederikshavn — Köbenhavn og sömuleiðis innsiglið í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt flösku við hendir.a innan og utan heimilis. Fæst hvarvetna á 2 kr. flaskan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.