Þjóðólfur


Þjóðólfur - 03.11.1905, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 03.11.1905, Qupperneq 2
192 ÞJOÐÓ LfUR. sönnum ættjarðarvinum. Betur að mér skjátiaðist í þeirri sannfæringu minni. “% 05. Sunnlenzkur bóndi. Thor með tilboðin. Enn er Thor stórkaupm. farinn að þjarka í »Isaf.« um guluskipsferðatilboð sitt í sumar. En ritstj. hefur gert honum þann grikk (eða greiða?) að draga saman vísdómsmolana hjá honum, og bera þá á borð fyrir hönd hans, svo að það verður ekki séð, hvað er frá T. og hvað frá B. En það skiptir raunar ekki miklu, þvl að báðir eru jafn óhæfir til að dæma hlut- drægnislaust um þessi tilboð í sambandi við tilboð hins »sameinaða«. Keppinaut- urinn og dilkur hans verða báðir teknir jafn trúanlegir í þeim efnum. I »ísaf.« er ekkert hrakið af því e1 sagt var í »Þjóðólfi«« 29. sept. Það er sama höfuðmeinlokan, sem allt af situr þversum í hölðinu á Th., og aliar varn- ir hans byggjast á, þessi kórvilla, að hann hafi boðið jafngóðar ferðir eða betri en hið »sameinaða« fyrir einar x 0,000 kr., þar sem hið »sameinaða« hafi boðið 30,000 kr. Þessi Ijarstæða ætti þó að vera kveðin niður fyrir löngu. Þingið gat ekki farið í vasa Dana, og skipað þeim að láta Th. hafa 40,000 kr. í við- bót, það hafði alls enga heimild til þess, og gat því alls ekki átt á hættu að lata landssjóð borga honum 50,000 kr., ef þessar 0 000 kr. fengjust ekki hjá Dön- um, því að vitanlega þorði Th.'ekki að ábyrgjast það, en vildi þá eiga aðgang- inn að landssjóði með alla upphæðina. Hefði hann viljað skuldbinda sig til þess og sett jafnframt tryggingu lyrir, að halda uppi þessum ferðutn fyrtr einar 10,000 kr., hvort sem hann fengi tillagið fiá Dönum eða ekki, þa hefði hann nú get- að hrækt hraustlega yfir því, að þingið hefði gert honum órétt, og dregið óhæfi- lega taum hins »sameínaða«. En sllka skuldbindingu vildi hann vitanlega ekki á hendur takast, og þess vegna er allt þetta mas hans um ágæti tilboðs síns, reykur einn og endileysa. Og svo lætur hann þess alveg ógetið, að hann vildi ekki binda sig við neinar fastar ferðaá- ætlanir í 16 ferðum af 36, vildi fá að haga þeim ferðum eptir eigin höfði, leika þar lausum hala eptir því sem h o n u m þætti bezt henta í samkeppninni við hið sameinaða. En hvort landinu hefði orð- ið sllkar lausaferðir jafn hentugar og notalegar er dálítið vafasamt. Það er ekki nema eðlilegt, þótt Th. reyni á allar lundir að draga hönk úr greipum hins »sameinaða« með alvar- legri samkeppni, en hann má ekki lata þá hugsun eina leiða sig svo I gönur, að halla réttu máli, og leitast við að ó- virða og ófrægja fulltrúaþing þjóðarinn- ar algerlega að ástæðulausu fyrir Dana- sleikjuskap og vináttu(ll) við hið »sam- einaða«, þótt þingið vildi ékki ganga að óaðgengilegri tilboðum hjá honum en hinu félaginu, eins og hann gerði í ísafgr. 20. sept. Jafn ástæðulaus og ósönn svig- urmæli um fulltrúa hinnar ísl. þjóðar eru alls engra svara verð eða mótmæla. Þau dæma sig bezt sjalf. Afmælisminning. Hinn 11. þ. m. verður þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson sjötugur. [í prestþjónustubók Staðar á Reykjanesi er fæðingardagur hans talinn 13. nóv., en hinn 11. telur skáldið hinn rétta fæðingardag sinnj. I minningu þessa afmælis hefur hr. D. Östlund gefið út bók um skáida- jöfurinn, og er hún rituð af Þorsteini Gíslasyni, Guðmundi lækni Hannessyni og Guðm. Finnbogasyni. Er þar fyrst æfisaga skáldsins (eptir Þ. G.) byggð á upplýsingum frá séra M. J. sjálfum. Þ. G. ritar og um skáldskaparstefnu hans, og er sá þáttur einna bezt ritaður í bókinni. G. H. lýsir séra Matthíasi aðallega sem prívatmanni eptir persónulegri viðkj'nn- ingu við hann »heima áAkureyri«. G. F. ritar um hitt og þetta, er honum finnst einkennilegt í skáldskap séra Matthlasar, og er sá kafli einna sundurlausastur og lakast ritaður. En yfirleitt er kverið hið eigulegasta og útgtfandanum til sóma. Var það heppilega hugsað af honum, að sýna skáldajöfri vorum þessa sæmd við þetta tækifæri. Bókinni fylgir mynd af skáldinu, mynd af gamla Ibúðarhúsinu hans á Akureyri og önnur af hmu nýja á »Sigurhæðum«, einnig Ijósmynd af skrif- stofu skáldsins. I nafni landsmanna flytur Þjóðólfur hinum gamla ritstjóra sínum hugheilar óskir á þessu 70 ár^ afmæli hans með þakklæti fyrir allan þann andans auð, er hann hefur gætt þjóð sinni á í hinum óviðjafnanlegu ljóðum sínum, og vonar, að hann eigi enn ólifað langt og fagurt og dáðrlkt æfikveld. Innlendur botnverpill sektaður. Hinn 26. f. m. var botn- verpillinn »Seagull« sektaður um 1100 kr. auk málskostnaðar, aflamissis og veið- arfæra, fyrir brot á landhelgislögunum norður í Garðsjó. Botnverpil þennan keyptu 5—6 Reykvíkingar næstl. vor, frá Englandi, og héldu honum úti til botn- vörpuveiða í sumar. Skipstjórinn Arni Eyjólfsson þrætti fyrir brotið, en tjáði ekki. Skipið hefur aflað Iremur illa, og er því mikiil skaði á útgerðinni með þessum aukaskell, er nema mun alls um 2000 kr. Það er undarlegt, að ísl. skip- stjórar skuli ekki vera varkárari eða vand- aðri en útl. skipstjórar í þvl að brjóta lögin. Islendmgar eru þó ekki jafnfærir um að standast háar sektir fyrir sllk brot, eins og auðug útlend fiskiveiðafélög. Mannalát. Hinn 21. f. m. andaðist húsfrú R a g n- hildur Magnúsdóttir (prests í Eyvindarhólum Torfasonar) kona Sigurð- ar dbrm. Magnússonar á Skúmstöðum í Landeyjum á 65. aldursári (f. 24. marz 1841). Hún giptist eptirlifandi manni sínum 23. maf 1868 og var s. k. hans. Sigurður dbrm. er nú hálftlræður að aldri (f. 22. okt. 1810), og orðinn allhrumur. Húsfrú Ragnhildur var mesta sæmdar og merkiskona, og var heimili þeirra hjóna alkunnugt fyrir risnu og höfðingsskap. Hinn 22. f. m. andaðist hér á Landa- kotsspltalanum ungfrú Þórdls Torfa- dóttir (skólastjóra frá Ólafsdal) 24 ára gömul efnisstúlka. Hún lézt úr lungna- tæringu. Látinn er og hér í bænum 16. f. m. Hans Stephensen, fyrrum bóndi á Hurðarbaki í Kjós, rúmlega sextugur að aldri, bróðir síra Stefáns I Laugardals- hólum (fyr prests að Mosfelli) og þeirra systkina, röskleika- og dugnaðarmaður. Hann var kvæntur Guðrúnu Ögmunds- dóttur bónda á Hlemmiskeiði, Hanssonar frá Dysjum á Alptanesi Ormssonar, og eru 5 börn þeirra á lífi. Hinn 31. f. m. andaðist merkisbónd- inn Jón Ásmundsson á Stóruborg í Grímsnesi, afhinni fjölmennu Ásgarðsætt, hálfsjötugur að aldri. Hann var kvænt- ur Salvöru dóttur Ögmundar bónda Þor- kelssonar í Oddgeirshólum, og eru 5 börn þeirra á lrh, öll hin mannvænlegustu: Ásmundur, Sigurður, Ögmundur, Arn- björn og Sigrfður. — Jón heit. var val- inkunnur sæmdarmaður, bezti bóndi, og mjög vel þokkaður, spakmenni og góðmenni. Bráðkvaddur varð hér í bænum aðfaranóttina 1. þ. m. Þórður Þórð- a r s o n óðalsbóndi á Leirá, sonur Þórð- ar bónda Þorsteinssoriar, er þar bjó lengi, hálffertugur að aldri. Ætlaði hann heim- leiðís til sín með »Reykjavlkinni«, er fór í morgun, en hafði lyrir viku selt Leirá með hjáleigum öllum fyrir 15,000 kr. Mun honum, að kunnugra manna sögn, hafa fallið þungt, að þurfa að skilja við föðurleifð sfna, og er almælt, að það hafi att þátt í hinum sviplega dauðdaga hans. Kaupandi Lelrár er Guðni Þorbergsson, sæluhússvörður á Kolviðarhóli, og flytur hann þangað næsta vor. Hefur hann selt Kolviðarhól og hús þau, er hann á á jörðunni, Sig- urði Daníelssyni frá Herríðarhóli í Holt- um fyrir 7,500 kr„ og fær hann að lfk- índum til afnota hús landssjóðs þar, og leyfi til að halda þar uppi greiðasölu. En margir munu sakna Guðna af Hóln- um, því að hann hefur staðið mætavel í stöðu sinni þar, þrátt fyrir marga erfið- leika. Hefur hann notið almennings- hylli fyrir lipurð og nærgætni við ferða- menn, svo að skarð hans verður að því leyti vandfyllt. Hlutabankinn auglýsir hækkun á innlánsvöxtum upp í 4%, ef féð er látið standa óhreyft 3 mánuði í senn. Gefur bankinn út inn- lánsskírteini fyrir slíku fé, og geta þau gengið kaupum og sölum, sem einskon- ar verðbréf. Jafnframt kvað hlutabankinn hafa hækk- að vöxtu af útlánum úr 5°/o upp í 57«%> þótt ekki sé það auglýst opinberlega. Mun hafa viljað fá Landsbankann til að gera sama en ekki tekizt. Bankarnir verða að fara varlega f hækkun útláns- vaxtanna. Það mælist aldrei vel fyrir. Marconi-stöðin biluð. Með »Kong Trygve« um daginn kom hingað maður frá Marconifélaginu, mr. Newmann, í stað mr. Densham’s, er áður var hér við stöðina hjá Rauðará. Óá- kveðið var, hve þessi nýi maður ætti að vera hér lengi, eptir því sem hann sjálf- ur sagði. Hann náði einu sinni skeytum hér lftilsháttar f fyrri viku, en svo bilaði eitthvað f stöðinni, svo að hún verður ekki notuð um sinn. Kvaðst mr. New- mann ekki mundi geta gert við þetta hér en yrði líklega að skrifa til Englands, og getur þá dregizt nokkuð lengi að vér fáum hingað loftskeyti. Dálftið varhuga- vert væri það óneitanlega, ef landið ætti að byggja eingöngu á slíku hraðskeyta- sambandi. Allir menn með heilbrigðri skynsemi gera háð og spott að heimskunni í val- týsku málgögnunum um »g!oppuna« í rit- símaeinkaréttarlögunum, og hótuninni um, að Marckonffélagið muni fara í mál(I) ef stöngin hjá Rauðará fái ekki að standa, eins og henni sé heimilað(I) í lögunum. Fyr mætti nú vera fásinna. Væntanlega verða einhverjir svo drenglyndir, að skýra félaginu frá, um hvað ritsímalögin hljóða, og að þau snerti ekkert hraðskeytasam- band landa á milli, heldur að eins i n n- anlands sambönd. Öskuvond eru valtýsku málgögnin, einkum »ísaf«. og »Þjóðviljinn«, yfir því, að áreiðanlegt er, að flntningur ritslmastauranna verður landssjóði margfalt ódýrari, en í áætlun minni hlutans, meira að segja töluvert ó- dýrari en f áætlun meiri hlutans, eptir tilboðum þeim, sem þegar eru fengin. Þetta höfuðreipi í kostnaðaráætlun rninni hlutans, sent hann ætlaði að hafa fyrir hengingaról á meiri hlutann, hefur nú allt kubbazt sundur eins og fleira í ósann- indavef minni hlutans, því að þar var alt fléttað úr sama svikaþræðinum, sama blá- þræðinum, eintómur hégómi og heimska. Þess vegna eru málgögnin valtýsku svo- bálvond yfir því, að landssjóður fékkekki að blæða eins og minni hl. ætlaðist til að hann gerði. Það svíður þeim sárast. En dálitið er það einkennileg þjóðrækni og skrítin raðsmennska fyrir landssjóð, að óska helzt, að hann komist að sem verst- um kjörum, af þvf að Valtýingar á þingi hafa hnoðað saman vitlausum áætlunum til blekkingar. Skyldi þeim ekki vera dálftið sæmra að kannast við öfgar sínar og vitleysur, heldur en fara að illskast út af því, að spáflugur þeirra hafa sprungið, og landssjóður komist að hagfeldum kjör- um? Þetta og þvf um líkt virðist að minnsta kosti ekki vera heiðvirð pólitík, heldur eitthvað annað því óskylt, er verð- skuldi í meðallagi fagurt nafn. En svona er allt á sömu bókina lært þeiin meginn. Það er Ijótt, en satt, því miður. Tryggvl Gunnarsson bankastjóri sigldi snögga ferð til Hafn- ar með »Lauru« 27. f. m. Skálholt kom norðan og vestan um land í gær- morgun, en „Hólar“ að austan í gærkveldi. Veðuratta hefur verið einmunagóð nú langa hríð sífelldar stillur og þurviðri, sem óvenju- legt er hér um þetta leyti árs, frost lítil og jörð alauð enn 1 byggð. Tekinn botnverpill. Loksins hefur eptirmanni Schack’s á »Heklu« þó tekizt að handsama eitt enskt botnvörpuskip (Irá Hull)við veiðar í land- helgi f Garðsjónum, núna á þriðjudaginn var. Skipið var flutt til Hafnarfjarðar og sektað þar um 1100 kr. auk afla og veiðarfæra, er gert var upptækt. Bruni. Aðfaranóttina 6. f. m.brann til kaldra kola barnaskólahúsið í Bakkagerði í Borg- arfirði eystra. Það var vátryggt, en ekki vörtileifar, er Jakob kaupm. Jónsson átti þar geymdar og verið munu hafa um 2000 kr. virði. Lestrarlélagsbækur hreppsins brunnu þar og. Hafnarbrygg ja við Skerjafjörð. Fiéizt hefur, að þeir stórkaupm. Zöllner, Tuliníus o. fl. hafi í hyggju að láta gera hafnarbryggju við Skerjafjörð millum Skildinganess 0g Nauthóls, og leggja þaðan járnbraut hing- að inn í bæinn (helzt með fram Tjörn- inni). Voru verkfræðingar tveir útlendir að rannsaka bryggjustæðið í vor, og leizt vel á. Sigurður Briem póstmeistari mun hafa verið einna helztur hvatamaður að því, að þetta væri rannsakað. En fyrirtækið mun samt ekki fullráðið enn. Komist það í íframkvæmd er enginn efi á, að það hefði afarmikil og vfðtæk áhrif á höfuðstaðinn. Eptirmæli. Hinn 8. maf síðastliðinn andaðist að heimili sinu Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð, útvegsbóndi Þorsteinn Jónsson. Hann var fæddur 28. okt. 1864; hann var góðum gáf- um búinn, prúðmenni í framgöngu, stiltur mjög og viðmótsþýður. Hann hafði á hendi barnakennslu nokkur ár hér f þessu bygð- arlagi, og gegndi því starfi mjög trúlega

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.