Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 2
204 ÞJOÐOLFUR. Kennaraháskólinn í Kaupm.höfn. Einhver hinn merkasti skóli 1 Dan- mörku er kennaraháskólinn í Kaupmanna- höfn. A hann hefur aldrei verið minnst í íslenzkum blöðum, og er það þó mak- legt, því að bæði er skóli sá ágætur og margir Islendingar hafa þegar notið góðs af honum. Skóli þessi á upphaf sitt að telja til þess að Monrad biskup og kennslumála- ráðgjafi kom á fót kennslu í nokkrum fræðigreinum handa kennurum fyrir hér um bil hálfri öld. Fyrir tíu árum var kennsla sú aukin og umbætt á ýmsan hátt, og var hún þá nefnd kennatakennsla rikisins (Statens Lcererkursus). Maður sá, er nú stendur fyrir kennaraliáskólanum, sagnaritari, prófessor, dr. phil. Hans Olnk, var þá skipaður fyrir hana, og hefur hann lagt mikla alúð á að umbæta hana ár frá ári. I hitt e) fyrra var kennarakennslan enn aukin að mun, og þá var reist mikið og fagurt skólahús; var þá kennslustofn- un þessi nefnd kennaraháskóli tíkisins (Statens Lœret höjskole). Mönnum er ávallt hætt við því, að standa í stað eða fara aptur. Dagleg skólavinna sljófgar. Þessvegna þarf við og við að hleypa nýju tjöri í kennarana, til þess að verk þeirra beri sem beztan ávöxt. Þá er menn eru orðnir fullþrosk- aðir og hafa kennt í nokkur ár og fengið verklega reynslu, þá hafa þeir fengið góð skilyrði til þess að hafa einstaklega mikið gagn af kennslunni, ekki sízt er þeir setjast aptur á skólabekkina af fúsum vilja. Takmark kennaraháskólans er að veita kennurunum meiri þekkingu og ör- uggari dug 1 þeim greinum, sem þeir þurfa á að halda, og auðga anda þeirra og víðsýni; hann á að hefja kennarastétt- ina á fullkomnara stig. Forstöðumanni kennaraskólans hefur tekizt að gera skóla þennan að fyrir- myndarskóla. Aðrar þjóðir hér í álfu hafa eigi átt slíkan skóla fyrir reynda kennara. Við kennaraháskólann eru undir^okenn- arar, og eru fiestir þeirra sérfræðingar í þeim fræðigreinum, sem þeir kenna. Sumir þeirra eru orðlagðir kennarar. Kennslugreinarnar eru þessar: Kennslufræði, hljóðfræði (Fonetik), danska, sænska, þýzka, enska, frakkneska, bókmenntasaga, saga, kirkjusaga, lista- saga, stjórnarskipunarréttur Dana og stjórnarframkvæmdm, almenn þjóðfélags- fræði og þjóðhagsiræði, landafræði, dýra- fræði, grasafræði, jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, stærðafræði, upp- dráttarlist, einkum til skýringar við kennslu, leikfimi, bæði fræðígrein og verk- leg, sund, söngur og hljóðfærasláttur, org- elspil og harmonifræði, heilbrigðisfræði, bókfærsla, garðyrkja og afnot garðávaxta og geymska þeirra, landbúnaður, matreiðsla og efnafræði 1 sambandi við matreiðsluna. Þetta er nóg til þess að sýna, að á kennaraháskólanum má fá kennsiu í mörg- um greinum. Enginn kennari tekur þátt í þeim ölium, heldur velja þeir þær fræði- greinir eptir eigin vild og þörfum. Þeir kjósa venjulega þær fræðigreinir sem þeir kenna. Kennararnir fá ókeypis kennslu, og margir þeirra fá nokkurn styrk af fé, sem til þess er veitt úr ríkissjóði. Utnsóknit utn kauplausa kennslu og styik eiga að i/era kotnnat í janúatmánudi dr hvert til J'vrstódumannsins ptoftssor Hans Oinks. Núna í januarmánuði var sótt um kennslu og styrk á næsta vetri (1905—6) og um kennslu þá, sem veitt er nú í sumar á hinum síðari sumarmánuðum. Islending- um hættir mjög við, að koma of seint með umsóknir sínar, og hafa þeir bæði gert sjálfum sér og öðrum óleik með því. En góðvild prófessors Olriks gagnvart Is- lendingum er mikil; það hef eg reynt. Á útmánuðunum í vetur fór eg til hans með umsókn frá einum landa mínum, er vill læra leikfimi, til þess að kenna hana frá sér hér á landi. Umsóknin korn' langt of seint. Hann og leikfimisumsjórarmað- ur Knudsen höfðu þegar ákveðið hverjir skyldu fá styrk, en þeir áttu eptir að eiga sfðasta fund um það og senda til- lögur sínar til kennslumalaráðherrans. En hvað gerðu þeir? Þá er þeir íhuguðu að leikfimi er eigi almennt kennd 1 skólum á Islandi, tóku peir 300 kr. styrk af ein- utn dönskum kennara og veittu hann Is lending þesstim, sem þeir höfðu aldrei séð. Þetta gerðu þeir vegna mátefnisins til þess að styðja að því, að leikfimi, sem er s\o afarnauðsynleg heilsunnar vegna, yrði meira iðkuð á Islandi en verið hefur. Hvort Islendingar hefðu farið eins að við danskan mann, þori eg eigi að tullyrða. Á sfðustu árum hafa allmargir Islend ingar, einkum konur, notið kennslu á kennaraháskólanum. En fyrstir komu þangað tveir af hinum helztu kennurum lándsins til þess að kynna sér kennara- kennsiuna. Það voru þeir skólastjóri Jón Þórarinsson og kennari Jóhannes Sigfússon, og voru þeir þar daglegir gest- ir sfðustu mánuðina á skólaárinu 1895 -96. Á fimm sfðustu árum haia þessir Islend- ingar gengið á skólann i 899— 1900: frk. Björg K. Þorláksdóttir, kennslukona við kvennaskólann í Ytriey, (frakk- nesku, bókmenntasögu, sögu, lista- sögu, grasafræði). frk. Kristfn Jónsdóttir, kennslukona við kvennaskólann í Ytriey, (bókmennta- saga, listasaga, landafræði, jarðfræði). frk. Ingibjörg Torfadóttir, forstöðukona kvennaskólans á Akureyri (teikning um sumarið). 1900— 1901: frk. Kristín Jónsdóttir, kennslukona við kvennaskólann f Ytriey (300 kr. styrk, danska, sænska, enska, teikning). frú. S. Briem, kennslukona (teikning). frk. G. Sigurðardóttir (söng). frk. S. K. Arason kennslukona við barna- skólann í Reykjavík (danska, sænska), séra Vilh. Briem (enska). 1901 — 1902: frk. Kristín Arason, kennslukona við barna skólann í Reykjavík (500 kr. danska, sænska, bókmenntasaga, teikning). frk. Ingibjörg Torfadóttir forstöðukona kvennaskólans á Akureyri (teikning). 1902 — 1 903: frk. Ingibjörg Torfadóttir forstöðukona (450 kr., bókmenntasaga, saga, kirkju- saga, listasaga, ríkisréttur, þjóðfélags- fræði, landafræði, jarðfræði). frk. Sigurbjörg Þorláksdóttir, kennslukona, (350 kr., enska, bókmenntasaga, saga, kiikjusaga, listasaga). frk. Laufey Vilhjálmsdóttir, kennslukona við barnaskólann í Reykjavfk (350 kr., kennslufræði, danska, bókmenntasaga, saga, kirkjusaga, teikning). frk. Ingibjörg Guðbrandsdóttir, kennslu- kona við barnaskólann í Reykjavík (400 kr., leikfimi). frk. Ingibjöfg Bjarnason, kennslukona í Reykjavík (teikning). 1903—1904: frk. Guðrún Danielsdóttir (350 kr., kennslu- fræði, danska, sænska, kirkjusaga, teikning). frk. Guðrún Jóhannsdóttir, kennslukona við kvennaskólann á Akureyri (kennslu- fræði, saga, kirkjusaga). frk. Ingibjörg Torfadóttir, forstöðukona (teikning). frk. Laufey Vilhjálmsdóttir, kennslukona í Reykjavík (teikning). frk. Ingibjörg Guðbrandsdóttir, kennslu- kona í Reykjavík (sund). ♦ frk. Jónína Sigurðardóttir, kennslukona á Hólum (afnot garðávaxta). hr. Þór. B. Þorláksson (teikning). 1904 — 1905: frk. Margrét Þorkelsdóttir, kennslukona í Reykjavík (400 kr., kennslufræði, danska, saga, kirkjusaga. frk. Guðrún Jóhannsdóttir, kennslukona við kvennaskólann á Akureyri (400 kr., danska, enska, þýzka, bókmennta- saga). frk. Hólmfríður Árnadóttir, kennslukona við kvennaskólann á Akureyri (400 kr., hljóðfræði, danska, sænska, enska). frk. Kristín Einarsdóttir (100 kr., hljóð- fræði, danska, enska). frk. Elfn Matthíasdóttir (danska, bók menntasaga, saga, listasaga, ríkisrétt- ur). frk. Hólmfríður Árnadóttir (um sumarið 1905, söngur og sönglist). Næsta vetur (1905—1906) hafa þrír ís- lendingar fengið styrk, og fjórir kauplausa kennslu: frk. Þuríður Jóhannsdóttir í Reykjavík (400 kr), frk. Anna Guðbrandsdóttir Rvfk (400 kr.). Lárus Jóhannsson Rist úr Eyjafirði (300 kr. til lekfimisnáms), frk. Sofiíía Jónsdóttir skólastjóra (á mat- reiðsluskóladeildinni). Islendingar hafa kynnt sig vel á þess- um skóla. En hvað væri eðlilegra, en að alþingi veitti nokkuö fé til þess að styrkja kenn- ara hér á landi til þess að sækja þennan ágæta skóla. p. t. Réykjavík 21. ágúst 1905. tíogi Th. Melsteð. Leiðarþing. Ár 1905, föstudag 20. október var leið- arþing sett og haldið í Húsavfk. Hafði þingmaður Suður-Þingeyinga boðað til þingsins og voru þar mættir nál. rookjós- endur, auk margra annara, karla og kvenna. Þingmaðurinn setti þingið og gat þess, að hann teldi líklegt og æskilegt, að um- ræður yrðu um þingmál, að lokinni skýrslu hans. Stakk hann því upp á að kosinn væri fundarstjóri og skrifarar. Var Aðal- steinn Kristjánsson kaupm. kosinn fundar- stjóri, en skrifarar voru Benedikt Jónsson frá Auðnum og Bjarni Bjarnarson sölu- stjóri. Á þinginu gerðist þetta: 1. Skýrði þingmaðurinn all ítarlega frá löggjafarstarfi sfðasta alþingis, og af- stöðu sinni til þingmálanna, og að því búnu svaraði hann nokkrum fyrir- spurnum frá kjósendum, um ein- stök atriði. Að því loknu voru eptirfylgjandi sérstök þingmál tekin til umræðu. 2. Ritsímamálið. U111 það urðu langar, ítarlegar og all-heitar umræður, en loks var samþykkt eptirfylgjandi yfir- lýsing, að viðhöfðu nafnakalli, sök- um óljósar atkvæðagreiðslu, og sögðu 44 já en 24 nei: sFundurinn lýsir yfir því, að hann telur meiri hluta þingsins hafa (eptir atvikum) haldið fram réttri stefnu f ritsímamálinu«. 3. Tollhækkunarlög sfðasta alþingis. Um þau urðu ekki langar umræður, en þessi yfirlýsing var sarnþykkt: »Fundurinn sættir sig við toll- hækkunarlög sfðasta alþingis, sem braðabirgðaúrræði til þess, að halda fjárhag landsins í réttu horfi á næsta fjárhagstímabili. Á hinn bóginn telur fundurinn óhjákvæmi- legt, að gagngerð endurskoðun sé sem fyrst gerð á skatta- og toll- málum landsins, svo að nægilegur tekjuauki fáist til handa landssjóði, og treystir því, að stjórnin undir- búi það mál til næsta þings, svo að viðunandi fjárhagsleg úrlausn fáist þá þegar«. 4. Um hinar pólitisku æsingar í land- inu og flokkadrætti urðu all-heitar umræður, og að þeim loknum, sam- þykkt þessi yfirlýsing með 20 atkv. gegn 14. (Voru þá margir gengnir af fundi). »Fundurinn lætur í ljósi megna óánægj.u og gremju yfir árásum þeim er þingræði vort hefur orðið fyrir á þessu sumri, af hálfu hinna svokölluðu þjóðræðismanna«. 5. I fundarlokin var borin upp og sam- þykkt með 28 atkv. gegn 13 þessi fundaryfirlýsing: »Fundurinn lýsir ánægjn sinni yfir skýrslu þingmannsins, og fram- kornu hans í þjóðmálum á þingi, .yfir höfuð að tala, en óskar þess, að hann framvegis haldi röggsam- legar fram a þingi jafnrétti þessa kjördæmis, einkum í samgöngumal- um og samgöngubótum. Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að hann telur alþingi og stjórn eigi hafa sýnt þessu kjördæmi fullt réttlæti, að þvf er snertir hinar lögákveðnu akvegagerðir, og skorar á stjórnina að bæta úr þvl á næstu fjárlögum með ríflegu fjárfranrlagi til akvegar upp fra Húsavjk. Fundi slitið. Aðalsteinn Kristjánsson (fundarstjóri). tíenedikt Jónsson. tíjarni tíjarnarson. Árið 1905, hinn 30. september, var samkvæmt fundarboði frá þingmanni Suður-Þingeyinga, leiðarþing haldið að Ljósavatm, að viðstöddum nál. 80' kjós- endum úr hinutn ýmsu hreppum kjör- dæmisins, og nokkrum mönnum öðrum. Þingmaður kjördæmisins, Pétur umboðs- maður Jónsson á Gautlöndum, setti leið- arþingið, og var síðan kosinn fundarstjóri Sigurður Jónsson, sýslunefndarmaður í Yztafelli, er nefndi til skrifara Ingólf Bjarnarson bónda f Fjósatungu. Á þinginu gerðist þetta: Þingmaðurinn skýrði fyrst þingheimi all-ýtarlega frá helztu störfum sfðasta al- þingis, málum þeim er það hafði til með- ferðar og afgreiðslu þeirra, Einkum skýrði hann mjög svo greinilega ágrein- ingsmál þingflokkanna, og þá sérstaklega hraðskeytamálið. Engar sérstakar fyrirspurnir komu fram eptir ræðu þingmannsins, en nokkrar umræður urðu um þingmálin yfirleitt, og að því búnu voru samþykktar eptirritað- ar 3 yfirlýsingar með öllum atkvæðum gegn 1 Og 2: 1. »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að nú má búast við, að Island komist í hraðskeytasamband við út- lönd á næsta ári, og telur fram- kvæmdir þings og stjórnar í því máli hagkvæmar fyrir þjóðina. 2. Fundurinn telur tollhækkunarlög síð- asta alþingis hagkvæm eptir atvik- um, en heldur fast við það, að hér rnegi ekki tjalda nema fyrir næsta fjárhagstímabil. 3. Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni yfir árásum þeim, er þingræði vort hefur orðið fyrir á þessu sumri af hálfu hinna svo kölluðu þjóðræð- ismanna. Fleira gerðist eigi. Fundargerðin upplesin og samþykkt. Sigurður Jónsson, Ing. tíjarnarson, fundarstjóri. skrifari. Völundarverksmiðian. Til viðbótar við það sem skýrt var frá henni í sfðasta blaði má geta þess, að gufu- vélin, sem knýr smíðavélarnar er af allra nýjustu gerð, sem kvað vera farið að tfðk- ast f hinum fullkomnustu verksmiðjum. Gufuvélin sjálf er nooo pd. á þyngd og snýst svo hratt, að hjólið fer 150 snúninga á rnfnútu, en það gerir 350 snúninga á möndlinum, er liggur frá vélinni ept- ir endilöngum kjallaranum. Við þann mönd- ul eru svo festar reimar á allar 15 smíða-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.