Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 3
ÞJ OÐÓLFUR. 205 vétarnar á neðra lofti. Þar eru bæði renni- vél, borunarvél, heflunarvél, plægivél, sög- unarvélar o. s. frv. Gufuketillinn er mjög vandaður og með nýmóðins útbúnaði, 56 málmpípur út frá honum til að hleypa enn meiri hita í guluna, en hún hefur í fyrstu úr katlinum allt upp í 4400 og kvað sá út- búnaður spara mjög eldsneyti. Öryggis- pfpur eru bæði á gufukatlinum og gufuvél- inni, til að girða fyrir sprengingu. Vatnið i ketilinn er tekið úr brunni, er grafinn hefur verið rétt hjá húsinu og er því fyrst dælt með gufuafli upp í sérstaka járnþró, en þaðan leitt ínn í hreinsunarvél, sem skilur úr þvf öll þau efni, er skemmt geta ketilinn t. d. brennistein o. fl. Hreinsunar- vélin er svo útbúin, að hún mælir sjálf vatnið, eptir því sem við á og blandar í það hæfilega miklu af kemiskum efnum til að hreinsa það. Verksmiðjan er öll hituð upp með gufu, senc leidd er frá gufuvélinni eptir málm- pfpurn. Svo á einnig að lýsa húsið allt með rafljósum, þá kominn er aflgeymir (dynamo) og knýr þá gufuvélinn hann sem hinar vélarnar. Tvær gufudælur, er spýta nieir en 200 pt. af vatni á mínútu eru hafð- ar við hendina, ef kvikna skyldi í húsinu. Sjálf aðalvélin hefur 60 hesta afl, en það má vel auka það upp í 70. Gufuvélin í „Iðunni" öðru stærsta íðnaðarfyrirtæki hér hefur aðeins 20 hesta afl. Svo segir Rosc- gaard, sá er sett hefur upp vélarnar í Völ- undarverksmiðjunni, að hún sé eins og samskonar verksmiðjur í útlöndum sem beztar séu og fullkomnastar, enda hafi ekkert verið til hennar sparað, allt af ný- ustu gerð og hið vandaðasta. Þetta er langstærsta trésmíðaverksmiðjan hér á landi. En tvær aðrar eru stofnaðar áður og teknar til starfa hér syðra fyrir nokkru, önnur í Hafnarfirði (Jóhannesar Reykdals) knúð af vatnsafli og hin hér f bænum, sú er þeir snikkararnir Eyvindur Árnason og Jón Setberg hafa reist í félagi. Þar er hreyfivélin steinolíumótor; það er myndarlegasta verksmiðja, þótt í smærri stfl sé en Völundar, og hefði „Isafold" ekki þurft að „gatifísera" á því, sem er svo að segja ofan á nefinu á henni. Hún núin ekki eptir annari trésmfðaverksmiðju auk Völundar en þeirri f Hafnarfirði. Og ekki nóg með það: fjórða verksmiðjan „Fjalar" er nýstofnuð f Húsavík, og hin fimmta á Akureyri. Það hefur ísafoldarspeking- urinn enga hugmynd um. Ensjálfsagt samt að gjamtna um það sem menn ekki vita. Yfirlýsing. Við undirskrifuð, sem vorum búsett f Ólafsvfk allt að 20 árum og höfum haft mjög nána kynningu af 3 læknum, sem verið hafa í Ólafsvík, getum því vottað það með góðri samvizku, að allir þessir 3 læknar hafa tjáð sig skyldurækna og samvizkusama f lækn- isstörfum sfnum, og viljum við sérstaklega af gefnum ástæðum votta það, að læknir Halldór Steinsson hefur ávalt tjáð sig sem mjög samvizkusaman og skyldurækinn lækn- ir, án nokkurs manngreinarálits, og eg Vil borg Andrésdóttir, sem verið hef samfleytt ljósmóðir í Ólafsvík allt að 20 árum og hef því iðuglega starfað með hr. lækni Halldóri Steinssyni að ljósmóðurstörfum og öðrum læknisverkum lýsi því yfir, að hr. H. Steins- son sýndi ávalt sérstaka samvizkusemi og á- stundun við læknisstörf sín. Við vottum það bæði í sameiningu, að aldrei urðum við þess áskynja, að þó menn ættu óborgaða læknishjálp-og meðala til hr. H. Steinsson- ar, að hann fyrir þær eða aðrar orsakir synj- aði mönnum læknis- eða meðalahjálpar. Ofanritað vottorð gefurn við, án þess að mælzt hafi verið til þess af nokkrum manni. Reykjavík 19. okt. 1905. Vilborg M. Andrésdóttir. Bjarni Þorkdsson. Brauns verzlun ,Hamburg‘ Aðalstræti 9. Telef. 41. Nýkomið með „Vesta" : Þykkir fóðraðir vetrarjakkar frá 7 50—IO.50 Sterkar erfiðisbuxur fra I 80—4.50 Taubuxur af öllum stærðum og teg. frá 3.30—9.50 Milliskyrtur frá 1.25—2.00 Drengjapeysur 1.20—2.50. Hinn frægi SængUPdÚkllF á eina krónu, er kominn aptar. Komið og lítið á! Nýbýli, Með því að Guðmundur Guðmunds- son húsmaður á Ingveldarstöðum í Sauðárhreppi hefur í hyggju að stofna nýbýli á eyðijörðinni Hrafnagili í Skef- ilsstaðahreppi hér í sýslu, er hér með samkvæmt lögum 6. nóv. 1897 skor- að á þá, er réttindi kunna að hafa yfir téðri jörð, að gefa sig fram og sanna heimildir sínar fyrir undirrituð- um sýslumanni innan 6 mánaða frá birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 24. okt. 1905. P. V. Bjarnason. Til verzlunar B. H. BJARNASON eru nýkomnar svo stórar og margbreyttar vínbirgðir, að verzlunin mun hér eptir vera fær um að fullnægja hinum fyllstu kröfum bæjarbúa og annara, bæði að því er snertir gæði og verð. Það er ógerningur að telja hér upp nöfnin á hinum ýmsu víntegundum, læt því nægja að tilgreina hér að eins fátt af mörgu: Rauð Bordeaux v í n frá L. Rosenheim & Fils, Eschenauer & Co., Schröder & Schyler & Co. H v í t B o r ð v í n: Graves, Sauternes o. fl. Rauð Bourgogne- v í n margar teg. frá Charles Bernard í Beaune. Hvít Bourgognevín margar teg. frá Bouchard & Pére & Fils, Beaune. R í n a r v í n: Mosel, Hoch- heimer, Rudesheimer, Laubenheimer o. fl. Portvín rauð og hvít frá Gui- maraense & Co. og W. G. Graham Oporto o. fl. S h e r r y frá Gonzalez Byoss & Co., Josian D. Denham & Co., Manuel Misa, Cadix o. fl. M a- d e i r a frá Krohn & Brothers & Co. og Blandy Brothers o. fl. Liqueurer frá: Alex Droz & Co., P. Gamir, Fremy Fils Chalonnes, Marinier Lapostolie & Co. o. fl. Whisky margar teg. Aquavit, Cognac maigar teg. C a r 1 s- ham Punch fl. teg. Fanö Bitter Liqueur, allsk. Ö 1. B r e n n i- v í n og margt fleira. Hvergi jafngód vín, né jafnlágt verðl Allir hljóta því hér eptir að taka vín sín í verzlun B. H. Bjarnason. \ i 50-175 krónur fyrir 5 aura, • Þeir sem kaupa orgel hjá mér, fá venjuleg hnsorgel frá 50 til 175 kr. ódýr- • ari heldur en þeir tá ódýrustn orgel með sama „registra"- og fjaðrafjölda hjá • þeim, innlendum og útlendum, sem auglýsa þau hér í blöðunum, eða hjá hverj- ▼ um helzt htjóðfærasala á Norðurlöndum, (sjá síðustu auglýsingu mína hér í blaðinu). Orgel þau, sem eg sel, eru einnig betri liljóðfæri og endingar- betri, stærri, sterkari og fallegri, og úr betri við en allflest sænsk og dönsk orgel. Verðmunur og gæðamunur á kirkjuorgelnm og fortepiauóum þeim, sem eg sel, er þó ennþá meiri. — Allar þessar staðhæfingar skal eg sanna hverjum þeim, sem óskar þess, og senda honum verðlista og gefa nægar upplýsingar. Sér- staklega leyfi eg mér að skora á presta og aðra umráðamenn kirkna að fá að vita vissu sína hjá mér í þessu efni. Það þarf ekki að kosta neinn meira en 5 anra bréfspjald. Þorsteinn Arnljótsson, Sauðanési. ^-♦•♦•♦•♦^♦•♦•♦•♦♦■♦•♦•♦I1-^H^*^»^^^*^»^»^^^«^»»»4.«.|B L. Fanöe l ♦ ♦ ♦ St. Kongensgade 8i [Köbenhavn. Umboðsverzlun fyrir ísland Selur allar íslenzkar afurðir fyrir hæsta verð, sem unt er að fá. Kaupir útlendar vörur handa íslandi, fyrir lægsta verð. 9 ára sérþekking. Fljöt afgreiðsla, glöggir viðskiftareikningar. Tíðar markaðsskýrslur. Leikfélag Reykjavíkur 1 e i k u r: jYestmannabrellur* í Iðnaðarmannahúsinu, sunnudaginn 19. þ. m. kl. 8 síðdegis. Jörðin Yigdísarvellir í Grindavíkurhreppi fæst til ábúðar í næstu fardögum 1906 Byggingarskilmala og allar upplýs- ingar um jörðina, geta menn fengið hjá Pétri Jónssyni kaupmanni í Rvík eða Skúla lækni Árnasyni í Skálholti. NÝTT alveg NÝTT Unga fólkið, sem ætlar að reisa bú og vill eignast vönduð og smekkleg húsgögn ætti að koma til mín í tíma og panta þau. Engin þörf er framar fyrir fólk að panta þess konar húsgögn frá útlandinu, þar sem eg um lengri t'íma hefi unnið á einni hinni nafnfrægustu vinnustofu í Kaupmannahöfn og við sýningu á sveinsprufu hef tengið verðlaun (Medailler) frá Haandværkerfor- eningen í Khöfn sem viðurkenning fyrir mjög vel gerða vinnu. Einnig veiti eg móttöku til viðgerða öllu, er að iðn minni lýtur, svo sem Chaiselonga Sófa, Stóla, iegg teppi á gólf og Linole- um-dúka, hengi upp og „dekorera" Gar- dínur og Portéra eptir nýjustu tízku og m. fl. Virðingarfylst Guðm. Stefánsson Bankastræti 14, Reykjavík. Aðalfundur Fornleifafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 5 e. h. í húsi prestaskólans. Reykjavík 15. nóv. 1905, Eiríkur Briem. SAMKOMUHÚSIÐ B E T E L, við Ingólfsstræti og Spítalastfg. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: __ Snnnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 6V2 e. h. Fyrirlestui. Miðvikudaga: Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: kl. 11 f. h. Bænasamkoma og bibliulestur —Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. Hlnn 26. f. m. tapaðist úr Rvík jarpur hestur gamaljárnaður, mark blaðstýft * apt. v. Afhendist Boga Þórðarsyni í Rvík eða Guðmundi Erlendssyni í Skipholti. Tapazthafa nýlega af Mosfellsheiði: 2 folar 3 v. blávindóttir, annar dekkri díl- óttur (geltir). 2 folar 2 v. annar rauður, hinn grákúfskjóttur (geltir). 1 foli 1 v.jarp- toppskjóttur (ógeltur). 1 hryssa 3 v. mó- grá með folaldi dökkleitu og 1 hryssa 1 v. bleikmönótt. Mark: biti aft. bæðieyru. Hver, sem kann að sjá eða vita um þessi hross, geri svo vel að gera mér aðvart. Mosfelli, 13. nóvbr. 1905 Magnús Þorsteinsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.