Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.11.1905, Blaðsíða 1
57. árg. ii Reykjavík, föstudaginn 17. nóvember 19 05. 48. White-hiII kolin, sem nú eru nýkomin í Edinborg þarf ekki að auglýsa, þau mæla með sér sjálf; menn þekkja þau af reynzlu. — En verzlunin vill leiða athygli viðskipta- manna sinna að því, að hún hefur enn þá dálítið óselt af ágætu »CokeS«, sem menn ættu að kaupa með kolunum. Að nota »CokeS« með kolurn er þægilegra, hreinlegra og ódýrara. Verð á »Cokes« er að mun lœgra en almennt gerist í Verzlun Edinborg. Vefnaðarvöru-verzlun Th. Thorsteinsson að „Ingólfshvoli“. HefuP lang mesta og bezta úrvalið af vefnaðarvöru. Hefur mest orð á sér fyrir vandaðar og ódýrar vörur. Hefur þær lang beztu og ódýrustu saumavélar sem fást. Hefur allskonar skrautgripi, hentuga í tækifærisgjafir. Ódýrust og bezt vín í ,,Ö1 & vínkjallaranum“ að „Ingólfshvoli“. Útlendar fréttir. Með gufuskipinu „Firda", er kom hing- að frá útlöndum nú í vikunni, bárust blöð fram yfir mánaðamótin. Helztu tíðindin, er kallast mega stórtíð- indi, eru þau, að Finnar hafa án blóðugr- ar stjórnarbyltingar eðar án þess að nokk- ur maðut væri af lífi tekinn, áunnið, að Rússakeisari hefur tekið aptur allar þær tilskipanir sínar, er gefnar hafa verið út sfðan 1899, og skert hafa réttindi Finn- lands eða komið í bága við stjórnarskrá þess. Jafnframt hefur hann kvatt hið forna löggjafarþing Finna til þingsetu 20. des. og veitt ádrátt um að leggja fyrir það frumvarp um almennan kosningarrétt. Verði þessar ráðstafanir annað en tál eitt, og ekki apturkallaðar, þá er um hægist f Rússlandi sjálfu, þá hafa Finnar náð fyllra frelsi, en þeir höfðu áður, en farið var að brjóta lög á þeim. Og þessu hafa þeir náð með því tiltæki, að hneppa land stjórann og fylkisstjórann i varðhald heima hjá sér, stöðva allar járnbrautarferðir til Rússlands og slíta öllu ritsíma-og talsfmasam- bandi við það land. En tilslökun keisara er auðvitað ekki sprottin af öðru en ótta við almenna uppreisn á Finnlandi, en eins og nú stendur, er ástandið heima fyrir 1 Rússlandi svo ískyggilegt, að allar horf- ur eru á, að voðaleg stjórnarbylting 1 að- sigi. Meðal annars herma Marconi-skeyti frá n. og 14. þ. m. frá ýmsu, er beudir í þá átt. Sérstaklega ber mikið á Gyðingaofsókn- um þar í landi. I Odessa voru t. d. 300 lík myrtra Gyðinga jörðuð 10. þ. m. og tala þeirra, sem misst höfðu lífið í þess- um óeirðum, var orðin 964. Víða um heim hafa myndazt samskotanefndir til að hjálpa Gyðingum, og kveður mest að þeim samskotum í New-York og Lund- únum. Rotschild í Lundúnum og Schiff auðmaður f New-York hafa t. d. gefið 10,000 £ (180,000 kr.), hvor í samsk’otasjóð- inn í Lundúnum. I Minsk á Vestur-Rússlandi skutu nokkr- ar hersveitir á varnarlausan manngrúa, og drápu eða særðu 400 manna. Marconi-skeyti frá 14. þ. m. skýrir frá nýjum voðalegum grimmdarverkum gegn Gyðingum f Bessarabíu. Þar hafa margir verið barðir til bana, aðrir brenndir lif- andi og helt yfir þá steinolíu. I Ismail (1 Bessarabftt) hélt skríllinn brennu að mið- aldasið, einskonar „autodafé", og brenndu þar 11 Gyðinga, er leitað höfðu hælis í heystakki. f Kronstadt logar allt í uppreisn, og talað um óttaleg hryðjuverk og manndráp er herlið hafi þar framið, en bærinn sagð- ur vera að brenna og íbúarnir flýja burtu hópum sainan. Síðari fregn segir, að lent hafi í skæðum bardaga milli hermanna og sjómanna, en konur og börn hafi hundr- uðum saman flúið út á vöruflutningaskip, er þegar hafi létt akkerum. Rithöfundur- inn enski, W. Stead, leitaði áheyrnar í utanríkisskrifstofunni ensku, og mæltist til þess við Landsdowne lávarð, að það mundi heppilegt að senda skip til Kron- stadt til að bjarga brezkum þegnum, sem vera mundu þar í hættu. En ekki er er þess getið, hvernig þeirri málaleitun var tekið. Talað er og um bændaupp- reisn í sumum sveitum á Rússlandi, og eignum einstakra manna sé rænt, en lög- reglan magnlaus til að vernda íbúana. Almennt verkfall á járnbrautum í Aust- urríki. Brezk og portúgfsk fulltrúanefnd situr á ráðstefnu um málefni Suður-Afriku, og hvernig þar skuli haga stjórninni. Styrkt- arsjóður ekkna og barna þeirra enskra manna, er féllu í Búastríðinu hefur skýrt frá því, að fé væri ekki nægilegt fyrir hendi til að halda áfram þessum styrk- veitingum framvegis. Mc Clellan (Taminany kandfdatinn) er valinn borgarstjór; í New York með 3000 atkvæða meiri hluta. Talað er urn að kosningin verði kærð vegna sviksamlegrar atkvæðagreiðslu (mútugjafa). í síðasta blaði Þjóðólfs var skýrt frá því, að almenn atkvæðagreiðsla ætti að fara fram í Noregi 12. þ. m. um það hvort þjóðin vildi hafa Karl Danaprins að konungi eða ekki (en ekki um konung- dæmi eða þjóðveldi, eins og Isafold skýr- ir frá í sérstökum fregnmiða(!!) 3 dögum á eptir frásögninni f Þjóðólfi). Loptskeyti, sem engir hafa séð nema líkl. ritstj. ísaf., á að hafa borizt hingað að kveldi 14 þ. m. og samkvæmt því hafi Karl verið valinn konungur með miklum meiri hluta, en at- kvæðafjölda ekki getið. Þ>að var nú ekki svo erfitt að spá í eyðurnar, að svo mundi fara, því að þessi úrslit voru fullyrt í öll- um dönskum og norskum blöðum um mánaðamótiu. [Ritstj. Isaf. hafði 13. þ. m. lofað loptskeytafregn um þetta daginn eptir. En ekki hafði mr. New- man hana meðferðis, er hann afhenti ritstjóra þessa blaðs loptskeytafregnirnar, er hann fékk að kveldi 14. þ. m. En lopt- skeyti í gœrkveldi lætur þessa getið]. 17/n. Ný Marconískeyti send í gærkveldi segja ekkert frekar um óeirðirnar á Rúss- landi, og engin veruleg tíðindi. En Pól- land er nú háð algerðu herstjórnarvaldi, og er það beinlínis að tilhlutun Þýzka- landskeisara, eptir því sem öll pólsk blöð fullyrða. Eru því Pólverjar mjög gramir honum. Gyðingar í Varsjá eru að her- væðast til að verja sig. Höfuðprestur Gyðinga í Lundúnum hélt áhrifamikla sálumessu á sunnudaginn var yfir hinum myrtu trúbræðrum sínum á Rússlandi. — Sextíu menn biðu bana við námuhrun í Driefontein í Transwal.—Dáinn er 14. þ. m. 14'hiiehead, enskur maður, sá er fann upp tundurbát þann, er stundurn er við hann kenndur, og nú er mest notaður í hernaði. „Vesta' fór héðan til útlanda 12. þ. m., og með henni nokkrir farþegar, þar á meðal Th. Thorsteinsson konsúll. Bruni. Á föstudagskveldið var 10. þ. m., kl. rúml. 11 kviknaði eldur í einu stærsta brauðgerðarhúsinu hér í bænum, svo nefndu »Félagsbakaríi« við Amtmanns- stíg. Varð eldurinn á svipstundu svo magnaður að furðu gegndi, og latínuskól- anum allhætt um ttma, enda var borið út úr honum allt lauslegt, bæði bækur og húsgögn, og sömuleiðis náttúrugripa- safnið. En það hlífði skólanum að eld- urinn komst ekki í geymsluhús skólans, er lá mllli hans og eldsins. Var sérstak- lega rösklega að því gengið að verja það geymsluhús. En miður tókst að verja sjálft Ibúðarhús bakarans með bakara- búðinni, og komst eldurinn í það, ein- mitt eptir að brauðgerðarhúsið var fallið niður og eldurinn tekinn að minnka. Við það varð fleiri húsum hætt, einktim íbúðarhúsi og verzlunarbúð Gunnþórunn- ar Halldórsdóttur, en samt tókst að verja það. Slökkvidælurnar voru í mesta ólagi, og urðu bezt not að dælu Ólafs Hjaltesteds. I slökkviliðinu bar ekki á neinni stjórn, og vissu menn ekkt, hvað gera átti, eða fyrirskipanirnar voru þá svo óljósar Og hver annari gagnstæðar, að allt lenti í eintómu fáti og fumi. Slökkviliðsstjórinn, Hannes Hafliðason, virðist alls ekki starfi sínu vaxinn, og ætti hann að sækja sem fyrst um lausn, áður en honum verður vísað á bug, því að jafnstór bær eins og Reykjavík, hlýtur að hafa ötulan og at- kvæðamikinn slökkviliðsstjóra, er sér um, að allt sé í sem beztu lagi að því er slökkviliðið snertir, og hefur góða stjórn á því. En fyrirkomulagið á því, eins og það er nú, er öldungis óhafandi, enda kvað nú vera í ráði að breyta þvl eitt- hvað. Bæjarstjórnin verður að láta eitt- hvað til sín taka 1 þessu. Það hefur hingað til viljað svo heppilega til, að blæjalogn hefur verið, þá er kviknað hefur í húsum hér ( bænum. Og hefði ekki svo verið 1 þetta sinn, er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að stórtjón hefði af hlotizt. Enginn veit, hvernig eldur þessi hefur komið upp. „Kong Trygvo". (E. Nielsen) lagði á stað héðan áleiðis til útlanda 11. þ. m. Með honum fóru um 20 farþegar, þar á meðal: Sigurjón Ólafsson snikkari, Guðm. Guðmundsson áður fullm., Björn Ólsén kaupm. (Patr.f.), Bjarni Þorkelsson skipasm., Gísli J. Ól- afsson (ritstj.), Magnús Thorberg skrifari, Jón Jóh. Zoega snikk., Bjarni Jónsson snikk. (frá Galtafelli), Einar Jónsson (frá ísaf.), Mortensen d. rakari, Þorleifur Jó- elsson (til Leith), Jóh. Kr. Jóhannsson snikk. Frökenarnar: Sigríður Zoéga, Ásta Gunnlaugsdóttir, Hedvig Bartels, Ragnh. Pétursd. frá Engey (til Noregs), Ólafia Jóhannsdóttir frá Akranesi, Helga Árna- dóttir o. fl.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.