Þjóðólfur - 24.11.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.11.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík. föstudaginn 24. nóvember 19 05. M 49. White-hill kolin, sem nú eru nýkomin í Edinborg þarf ekki að auglýsa, þau mæla með sér sjáif; menn þekkja þau af reynzlu. — En verzlunin vill leiða athygli viðskipta- manna sinna að því, að hún hefur enn þá dálítið óselt af ágætu »Cokes«, sem menn ættu að kaupa með kolunum. Að nota »Cokes« með kolum er þægilegra, hreinlegra og ódýrara. Verð á »Cokes« er að mun lœgra en almennt gerist í Verzlun Edinborg. Vefnaðarvöru-verzlun Th. Thorsteinsson að „Ingólfshvoli“, Hefur lang mesta og bezta úrvalið af vefnaðarvöru. Hefur mest orð á sér fyrir vandaðar og ódýrar vörur. Hefur þær lang beztu og ódýrustu saumavélar sem fást. Hefur allskonar skrautgripi, hentuga í tækifærisgjafir. Ódýrust og bezt vín í ,,Ö1 & vínkjallaranum“ að „Ingólfshvoli“. Ver farið en heima setið. Háðuleg sneypuför og hlægileg mjög er nýlega farin af for- kólfum þjóðræðisliðsins hér í höfuðstaðn- um. Eins og heyrum kunnugt er orðið hér fyrir löngu, treystist hvorki þjóðræð- isgenerallinn (Isaf.ritstj.) né helztu legátar hans til að safna hér undirskriptum und- ir neitun ritsímalaganna. Þeir treystust ekki til að draga Reykvlkinga á eyrun- um og láta þá krota nöfn sín undir gulu sneplana þeirra. Að þessu var gert mak- legt háð og spott bæði í »Þjóðólfi« og »Reykjavlk«, og tekið skýrt fram, aðþjóð- ræðisburgeisarnir hér- vildu etja fáfróðum sveitamönnum á foraðið, en vildu sjálfir hvergi nærri koma, ekkir skrifa undir vit- leysuna, sem þeir sjálfir voru að sá út urn landið. Þetta mæltist mjög illa fyrir hjá flokksmönnum þeirra, og forustusauðunum heima í sveitunum, sem höfðu gengið sig upp að knjám í undirskriptasmölun fyrir þessa virðulegu herra hér í höfuð- staðnum, er svo brugðust þeim svona illilega. Og auðvitað hafa þeir fengið harðar ávítur og hnífilyrði úr ýmsum áttum fyrir vikið, með hótunum um, að þeir þyrftu ekki að vonast eptir neinum smalahlaupum fyrir þá eptirleiðis. Og viti menn; háð og spott mótstöðumann- anna og gremja flokksmannanna höfðu þau áhrif á þjóðræðisgeneralinn og undir- tyllur hans hér, að þeir skreiddust á stað með gulu sneplana hér um bæinn og skrifuðu sjálfir á þá. Og hver varð svo árangurinn eptir nær 2 mánaða smölun? Hann varð alveg herfilegur, svo herfileg- ur, að það er hreint og beint óskiljan- legt, að »generalinn« skyldi ekki stinga sneplunum undir stól. Ó, nei, hann send- ir með bréfi til stjórnarráðsins(l) ds. 21. þ. m. 5 áskoranasnepla um neitun rit- slmalaganna með nöfnum 42 — fjörutíu og tveggja — kjósenda hér í bænum af 1200 eða meira. Á einu skjalinu eru 5 nöfn (nr. 1 Þorlákur Reykdal), á öðru g (nr. 1 Pétur blikksmiður), á þriðja 7 [nr. 1 Ben. Sveinsson ritstj., en »gene- ralinn« rekur þar lestina með Halldór Þórðarson og Magnús Benjamínsson við hlið sér. Menn verða að gæta þess, að 7 er heilög tala, og þessvegna hafa llk- lega ekki fleiri fengið að vera með á þessu virðulegasta »dokumenti«]. Á 4. skjalinu eru að eins 5 nöfn [nr. 1 Sig- urður Jónsson barnakennari], en á 5. skjalinu flestir, heilir 16 [nr. 1 Jón Sig- urðsson bæjarfógetaskrifari og næstur honum Gfsli nokkur Guðmundsson lúður- þeytir. Þar er Einar og B. Kr. Þetta eru bæði hlægilegar og háðuleg- ar hrakfarir. Hlægilegt er það sannarlega,, að vera að safna þessum undirskriptum nú, og senda þær í stjórnarráðið löngu, löngu eptir að konungur hefur staðfest ritsíma- lögin, eptir því sem búast má við, og um það leyti sem ráðherrann er að koma heim aptur úr för sinni á konungsfund. Og svo árangurinn af smöluninni. Einar 42 sálir í netið á 2 mánuðum, ekki ná- lægt því ein á dag að jafnaði hjá öllum smölunum til samans(ll). Þetta sýnir bezt álit Reykvtkinga á undirskriptavitleysunni og öllu flani þjóðræðisliðsins. Háðulegri hrakför er naumast unnt að hugsa sér fyrir þjóðræðisliðið hér í bæn- um. Það l'ggur við, að vér vorkennum »generalnum« að vera svo langt leiddur, að hafa ekki vit á að sjá, að þetta er miklu verri og smánarlegri útreið fyrir hann og flokkinn í heild sinni, heldur en hann hefur nokkru sinni fengið á hinni stuttu en þyrnum stráðu krossgöngu sinni. Og hvers vegna kom enginn vitinu fyrir »generalinn«, að láta ekki þessa háðung lengra fara en á skrifstofu Isafoldar? Miklu betra að Hggja undir því ámæli, að hafa brugðist undan merkjum hér 1 bænum, heldur en að fá svona lagaða uppskeru eptir nær 2 tnánaða smölun, því að þessi dæmalausa1 undirskriptahrakför þjóðræðisforkólfanna hér á sjálfum her- stöðvunum, hlýtur að verka eins og kalt steypubað á kófsveitta svejtasmalana þeirra, svo að allur þjóðræðishitinn í þeim og öðrum gufar alveg burtu, og ekki verður annað eptir en nfstandi kuldi fyrirlitning- arinnar og óbeitarinnar á öllu þessu fá- ránlega þjóðræðisbrölti og þjóðræðis- skrölti höfuðforingjans og hermanna hans hér. Og svo kemur hláturinn á eptir, drep- andi og deyðandi þetta litla, sem kann að loða eptir af þjóðræðisóværð 1 einhverjum eptir baðið. En þá er' líka landið laust við öll þjóðræðisóþrif. Og það er mikið »generalnum« að þakka, herkænsku hans, viti og stillingu, sem allt er svo aðdáan- lega sameinað. Mikil gæfa er það fyrir þjóðræðisliðið að hafa sllkan foringja, jafnvitran og jafnötulan. Hann er t. d. hárviss að gefa ráðherranum skalla, al- einn á hnjánum eða fjórum fótum, ef hann að eins nær til hans, og hrópa »Niður með hann«, þótt hann geti engu öðru orði upp komið, og sé sjálfur að fara norður og niður ásamt þjóðræðislið- inu með slagsíðuna.1 1) Slagsfðan kom einmitt á liðið, þegar Landv.menn létu skírast um, og tóku upp valtýska þjóðræðið. Síðan hefur allt ram- hallast. Undirskriptir apturkallaðar. Nú eru sumir þeirra, sem tældir voru til að skrifa undir áskoranaskjöl Þjóðræð- isliðsins farnir að apturkalla undirskriptir sínar opinberlega. Blaðið »Gjallarhorn« birtir svolátandi fundargerð: »Að af- loknum hreppaskilum í Skriðuhreppi 1 Eyjafjarðarsýslu 14. október héldu bænd- ur þeir, sem rnættir voru fund með sér til þess sérstaklega að ræða um þá að- ferð Valtýinga að senda menn um allar sveitir til þess að telja menn og tæla til þess að skrifa undir áskorun um neitun ritslmalaganna o. fl. Eptir nokkrar umræður lýstu eptirtald- ir menn, sem tældir höfðu verið til und- irskripta yfir því, að þeir eptir að hafa fengið nánari upplýsingar um tnálið, eink- um af nefndaráliti neðri deildar alþingis o. fl. apturkalii hér með nöfn sín«. (Undirrituð nöfn g kjósenda í Hörgárdal). Hvað segja þjóðræðishetjurnar um þetta? Lfklega fást þessir sömu menn ekki til að bíta á agnið hjá þeim herrum næst, hversu sem öngullinn verður fagurgljáandi. Undirskriptaveiðin verður tregari og treg- ari dag frá degi, eptir þvl sem blekkinga- hjúpurinn og ósannindavefurinn tætist smátt og smátt utan af þjóðræðisklíkunni, unz hún stendur allsnakin uppi frammi fyrir þjóðinni, háðinu og fyrirlitningunni ofurseld. Frá útlöndum. Marconi-skeyti frá 21. og 23. þ. m. flytja engin útlend tíðindi markverð nema þau, að norska stórþingið hefur f einu hljóði kjörið Knrl Danaprinz (sonarson Kristjáns g.) til konungs í Noregi, samkvæmt almennri atkvæðagreiðslu, er fram fór 12. og 13. þ. m. Karl hefur aptur svarað, að hann tæki við konungstigninni og ætlaði að nefna sig Hákon 7. en son sinn Ólaf (hann heitir Alexander). Ætlaði konungs- efnið að leggja af stað frá Kaupm.höfn til Kristjaníu 1 gær, og má geta nærri, að viðtökurnar f Noregi verða glæsilegar. I Pétursborg er nú heldur að komast kyrrð á segir nýjasta Marconi-skeyti í gærkveldi, og vona menn, að allt komist þar í samt lag bráðlega. Sem vottur þess er talið, að verkamennirnir hafa hætt við að krefjast 8 stunda vinnutíma á dag. Witte hefur nú mikil völd og beitir þeim viturlega. Þýzka stjórnin fer fram á að auka mjög útgjöld til herskipa, og vill fá 6 ný or- ustuskip og marga tundurbáta. Stórveldin standa 1 stímabraki við Tyrkjasoldán að fá einhverja hönd í bagga með fjárhagsstjórn Makedonlu, og hafa nú sent flota sinn suður þangað til að herða á karli. En Þjóðverjar eru þar ekki með. Keisarinn er svo mikill vinur Hund-Tyrkjans. Roshdestvenski admiráll er nú lagður af stað heimleiðis til Rússlands á skipinu Voronegs og 500 rússneskir fangar frá Tokio komnir áleiðis til Vladivostok. í Nagasaki lá við, að upphlaup yrði með- al þeirra, en 100 japanskir lögregluþjón- ar gátu stillt til friðar. Samningar hafa verið gerðir millum Kóreu og Japan á þá leið, að stjórn ut- anríkismálefna Kóreu flytst til Tokio, en japanskur landstjóri verður sendur tii Kóreu. Japan lofar að veita Kóreu apt- ur full rettindi, þegar hún er orðin full- fær um að neyta þeirra. Lrátlnn er 7. m. M a g n ú s G u ð m u n d s s o n hreppsnefndaroddviti á Kotvelli 1 Hvol- hrepp á 58. aldursári (f. 4. jan. 1848), mesti merkisbóndi, og verður hans sfðar minnst nánar hér í blaðinu. „Laura" ókomin kl. 2 1 dag.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.