Þjóðólfur - 24.11.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.11.1905, Blaðsíða 2
208 ÞJOÐOLFUR. Hingað og ekki lengra — ? Á þessu sumri hafa gerst þau tíðindi hér á landi. sem svo eru viðsjárverð fyr- ir vorn pólitiska viðgang, að til þeirra verður engu jafnað í seinni tfð. Þessi tíðindi eru askoranir »Þjóðræðisfélagsins« til raðherrans um að fá konung til að fresta staðfestir.gu ritsímalaganna. Vegna hvers eru þessar áskoranir svo sérlega viðsjárverðar ? Vegna þess fyrst og fremst, að í þeim felst viðleitni til að fá styrk erlends valds (konungsvalds- ins) gegn hinu æzta innlenda valdi (þing- ræðinu), samskonar viðleitni og sú er kom fram á Sturlungaöld, þegar höfðingj- ar vorir leituðu aðstoðar Noregskonungs hver gegn öðrum, og um leið gegn hinu æzta innlenda valdi. Afleiðingar þess eru svo kunnar, að þær þarf ekki að ræða hér. En svo ískyggileg sem þessi hlið málsins er, þá hefur það þó aðra hlið, sem er ennþá ískyggilegri, nú, á voru sérstaklega pólitiska þroskastigi. Sú hlið er aðferðin við að afla áskoruninni fylgis, sú aðferð að afla fylgisins (undir- skriptanna) í myrkri þ. e. á bak við mót- -stöðuflokkinn og áður en málið var upp- lýst eptir þvf sem föng voru á. Það má telja vfst, að sumir þeirra, sem léðu á- skorunum fylgi sitt, hefðu gert það eins vel frammi fyrir almenningi; en hittætla eg engu óvissara, að sumir þeirra hefðu alls ekki gert það, þar sem malið var sótt og varið á báðar hliðar. Það er satt að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem unnið er í myrkri í pólitík hér á landi; en það er í fyrsta sinn, sem þeirri myrkra- vinnu er stefnt beint á voit eigið æzta innlenda vald — hið sama vald og vér höfum keypt svo dýru verði, sem liggur í fullrar hálfrar aldar baráttu vorra beztu manna. Hugsum oss afleiðingarnar af þessu út í æsar. Setjum svo að undir skjöl »Þjóðræðismanna« hefði fengist full- ur helmingur kjósenda í landinu. Hvað átti svo að verða ? Eptir framsögu »Þjóð- ræðismanna« helði stjórnin átt að vfkja fyrir þannig fengnum meiri hluta og sú stjórn að setjast á laggirnar. En hvað er eðlilegra en að sá flokkur, sem þannig hefði orðið undir, hefði beitt aptur sömu aðferðinni, aflað sér meiri hluta í ein- hverju máli í laumi, á bak við hinn flokk- inn og honum að óvörum ? Og svo flokk- arnir á vfxl hver af öðrum ? — Þegar þetta er athugað vona eg að öllum þeim mönnum, sem sæmilega eru skynsamir og óblindaðir af sfnum eigin athöfnum í málinu verði Ijóst, að með undirskripta- smölun »Þjóðræðisflokksins«, er lagður fyrsti stúfur af braut, sem liggur beint niður á við, niður til hins neðsta póli- tiska foræðis. Það er átakanleg sönnun fyrir því, hve pólitiskar æsingar blinda skynsemi manna, þegar svo skyggnum mönnum og þeir eru að náttúrufari : formaður og varaformað- ur »Þjóðræðisfélagsins« verður á að stíga jafn viðsjárverð glæfraspor og þau, sem hér er um að ræða. En gleðilegt er það, ef þaö er satt, að eigi hafi veiðst f netin meira en ca. J/6 hluti kjósenda 1 landinu, þrátt fyrir það hvað málinu var fast fylgt, og þrátt fyrir það, að komið var að mönnum óvörum og óundirbúnum. Þetta gefur vonir um, að nú sé sú komin stund, þegar sómatilfinning þjóðarinnar vaknar gegn því pólitiska óárani, sem gengið hefur yfir landið í seinni tíð, vaknar og segir: Hingað og ekki lengra. Sigurjón Fridjónsson. [Eptir »Gjallarhorni«]. Alþjóðaþing allmerkilegt var haldið í Boulogne- sur-Mere á Norður Frakklandi 5.— xo. ágúst í sumar. Á slfkum alþjóðafundum ægir venjulega saman fjölda tungumála, svo að fæstir geta fylgzt með öllu því, sem fram fer, en hér voru engin slík vandkvæði. Allir fundarmenn notuðu sama tungumalið á fundi þessum, og var þar þó saman kominn mikíll fjöldi manna af ýmsum þjóðum víðsvegar um um heim. Og málið, sem þeir töluðu, var hvorki enska né franska, heldur esperantó, heimsmálið nýja, sem nú er óðum að ryðja sér til rúms. Fyrir tæpum tveim árum var getið um mál þetta f Þjóðólfi og þann byr, sem það þá hafði fengið, en síðan hefur það eflzt og útbreiðzt meir en nokkru sinni lyr, og nú vildu fylgjendur þess sýna það öllum áþreifanlega með fundi þessum, að það mætti nota engu síður munnlega en skriflega, þótt menn ættu við útlendinga að skipta, er lært hefðu málið 1 fjarlæg- urn löndum. Og það er enginn efi á, að það hefur tekizt. Umræðurnar fóru allar fram á esper- antó, og stýrði þeim Boirac, rektor há- skólans f Dijon, en heiðurslorseti fundarins var dr. Zamenhof, höfundur málins, sem sjalfur var staddur þar og hélt langa ræðu, er mikill rómur var gerður að. Ræddu menn um framtíð malsins og útbreiðslu þess o. fl., er hér verður ekki upp talið, en auk þess héldu einnig ýms- ir þeir, er höfðu einhver sameiginleg á- hugamal, sérstaka fundi sfn á milli til að ræða þau, t. d. læknar, friðarmenn, kat- ólskir, Irfmúrarar, blaðamenn o. fl., Og einn daginn (sunnudag) var haldin katólsk messa a esperantó. Jafnframt reyndu menn að vekja at- hygli manna á malinu, nothæfi þess og útbreiðslu, með ýmsum hátlðahöldum og skemmtunum. Þannig var t. d. haldinn samsöngur f leikhúsi bæjarins, þar sem viðstaddir voru yfir 1200 manns. Söng- urinn fór eingöngu fram á esperantó, og var söngflokkurinn skipaður mönnum af af ýmsu þjóðerni. Smaleikur eptir Moli- ére var leikinn á eptir, einnig á esperantó; þrjár konur léku, og var ein þeirra ítölsk, önnur sænsk og hin þriðja rússnesk, en af karlmönnunum var einn enskur, annar þýzkur, þriðji norskur, tveir franskir, einn belgiskur og einn Kanadamaður. Þó að leikendur væru svona sundurleitir að þjóð- erni, þótti leikurinn takast vel, og ekki sýnilegt, að málið væri til neinnar fyrir- stöðu. Ymsar fieiri skemmtanir og há- tíðahöld fóru fram þar í bænum, en að lokum skruppu allmargir fundarmenn yfir um sundið til Englands, til Folkstone og Dover og þaðan aptur til Calais og Boulogne, og var þeim hvaivetna vel fagnað af bæjarmönnum. Eptir fundinn var dr. Zamenhoí sæmdur af frönsku stjórninni riddarakrossi heiðursfylkingar- innar. I sambandl við fundinn var sýning hald- in á blöðum og bókum á esperentó eða um esperantó á ýmsum málum og ýmsu öðru, er sýndi notkun málsins og útbreiðslu þess, er einmitt nú slðustu árin hefur aukizt svo mjög. I 15 löndum í Evrópu, Am- erfku og Afrlku koma nú út blöð og tímarit á esperantb. Merkast þeirra er »Inter- nacia scienca revuoi (Alþjóðlegt vfsinda-tímarit), er byrjaði að koma út í Parfs fyrir tveim árum síðan, og margir hinir fiægustu og ágætustu vísindamenn eru riðnir við. Má þar til nefna þá Becquerel ög Ramsay (er hlotið hafa Nobei-verðlaunin f eðlisfræði og efnafræði), læknana Bouchard og Brouardel, efnafræðinginn Bertoelht, stærðfræðing- inn P o i n ca r é og m. fl. í París kem- ur einnig út tímarit á esperantó, sem ein- göngu er fyrir blinda, og því prentað með upphleyptu letri. Friðartfmarit er einnig farið að koma út á esperantó, og er það gefið út af alþjóðlegu friðarfélagi, sem sett var á stofn í vor. Þá hafa og góð- templarar 1 Svíþjóð lagt mikla stund á esperantó, og jafnvel gert sér von um að fá hana gerða að allsherjarmáli góðtempl- ara, og mun sú von ekki hafa veikzt við það, að Wawrinsky þingmaður, sem mestan áhuga hefur haft á því máli, var kosinn yfirmaður allrar góðtempiarregl- unnar á hástúkuþinginu í sumar. Enn- fremur má geta þess, að í Frakklandi er vfða farið að kenna esperantó í skól- um, að vísu ekki sem skyldunamsgrein, og fyrirlestrar hafa verið haldnir um það við suma háskólana þar. I Danmörku er nú nýstofnað esperantó- félag undir forustu Skeel-Gjörlings tungumálakennara í Aalborg, sem einnig hefur gefið út kennslubækur í esperantó á dönsku, og meðal félaga þess er nefnd- ur Otto Jespersen prófessor í ensku við Khafnarhaskóla. Að öðru leyti skal hér ekki farið lengra í að skýra frá útbreiðslu máls þessa, en þetta mun nóg til að sýna, að það er í uppgangi, og virðist eiga mikla framtið fyrir höndum. Það er nú svo komið, að allur þorri manna játar, að full þörf sé á að fá eitthvert eitt mál gert að heims- máli, og með þvf að svo mikil vandkvæði eru á því að fá menn til að sameinast urn nokkurt lifandi mál, þá munu flestir telja tilbúið tungumal heppilegra og væn- legra til sigurs. Sjónleikar. Leikfélag Reykjavíkur lék í fyrstá skipti á þessum vetri á sunnudaginn og manu- daginn var. Það er frakkneskt leikrit, er það hefur byrjað á: »Vestmanna- b r e 11 u r « eptir Victorien Sardou nafnfrægan leikritahöfund (f. 1831). Er það heimsadeila um Ameiíkumenn og llfið í »nýja heiminum« allhnittin sum- staðar en nokkuð öfgafull víða og ýkju- blandin. En fólki þykir leikurinn fremur skemmtilegur og fjörugur, enda er hann yfirleitt dável leikinn, einkum aðalhlut- verkin, en þau eru leikin af frú Stefaníu Guðmundsdóttur, frk. Guðrúnu Indriða- dóttur, Árna Eiríkssyni og Helga Helga- syni. Gerfi Áina er gott og hann segir margt vel, samhliða góðum svip'breyting- um vlðasthvar, en er fullkátur, fjörugttr og léttur á ser af jafngömliim manni, sem gamli Tappleboat er. Leikur frk. G. I. minnir mjög á Glory í »Jóni Storm«, og tekst ekki öllu miður en þar. Hr. H. H. hefur allvandasamt hlutverk, en leysir það furðanltga vel af hendi og smekkvfs- lega, eins og jafnan. — Smærri hlutverk- in eru sum fremur laklega leikin, eins og vant er. — Að lýsa efni leiksins er óþarft fyrir Reykvlkinga, er eiga kost á að sjá hann, og elnisgildi hans í sjálfu sér er heldur ekki svo mikið, að aðrir græði neitt á því, þótt farið væri að rekja all- an þráðinn í þessum ádeiluleik, enda yrði það oflangt mál. En það er enginn efi á, að hann er dágóð sskemmtun fyr- ir fólkið« og annars og meira má ekki af honum krefjast. Rödd úr sveitínni. Nokkrar lnigleidiiigar sveitabónda. Mikið eru nú orðnir breyttir tímar síðan eg var á unga aldri og unglingarnir lærðu í barnalærdómnum sínum að heiðra og elska góðu yfirvöldin sín. Það sama var brýnt fyrir ungum og gömlum í ræðum og rit- um. En nú eru æztu yfirmenn þjóðarinn- ar, sér í lagi ráðherra landsins, ofsótt- ir, svo að öllu er snúið til verri vegar af þessum 5 blöðum landsins, sem hvert taka eptir öðru sömu skarngreinarnar. „ísafold" byrjar venjulega, svo kemur vinnukonan — „Fjallkonan“, síðan hlaupadrengirnir: „Þjóð- viljinn" og „Ingólfur", og svo drattar „Noið- urlandið" á eptir. Ekki vantar að nöfnin eru göfug, langt of góð handa þessum róg- blöðum, sem látast vera að gagna fóstur- jörðinni, þegar þau eru að æsa til ófnðar og gera henni hið mesta mein, sundra kröpt- um okkar fámenna lands í stað þess að sameimi pd og skýra mdlin frd léttn /dið. Þeir vita vel, ritstjórarnir, og hafa lengi vitað, að málið um undirskript forsætisráð- herrans hefur enga þýðingu haft fyrir stjórn og sjálfstæði íslands, eins og það mál er nú líka fallið um sjálft sig sem önnur mark- leysa, eptir allar þær sakargiptir, sem ráð- herranum hafa verið bornar á brýn út úr því rnáli, alveg að ósekju. Það var ekki mögulegt öðruvísi. Þeir vita líka að rit- símasamningarnir, sem ráðherra vor gerði í fyrra haust fyrir landsins hönd við hið stóra norræna hraðskeytafélag, eru þeir langbeztu sem fengizt hafa, og að loptritun, hvort heldur sem er frá félagi, er samið hefur við Marconi eða hinu þýzka félagi (Siemens & Halske), er bæði óvissari og dýrari, svo engin tiltök var að ganga að þeim kjörum, er þau bjóða. Þeir vita vel, ritstjórar nefndra blaða, og hugsandi menn, sem þeirri stefnu fylgja, að þeir fara ekki með rétt mál, þar sem þeir nú reisa sig upp móti því, er þjóðin á hverju þínginu eptir annað hefur óskað eptir, og auka svo kostnaðinn í augurn hennar, að miklutn hluta hennar liggur við að blindast af þessu tilbúna moldryki, ef þeir eru ekki sjálíir blindaðir af hefnigirni og fleiri ósóma, er henni fylgir. Einnig hljóta þeir að vita, þessir sömu herrar, að auknir tollar voru sjálfsagðir og nauðsynlegir á þessu þingi, þar sem tekju- halli á landsjóð var mikill á siðasla þingi, og svo þegar þar við bætist ritsíminn, sem hlýtur að kosta mikið fé, en af honum geta menn líka vonazt mikilla hagsmuna fyrir land og lýð. Hann getur orðið að ómet- anlegu gagni; hækkaður tollur af hinum sömu vörum, er áður hafa verið toilaðar, verður óbrotnast og minnst tilfinnanlegt yfir höfuð. Að eins finnst mér hefði átt að fylgjasl með allir gosdrykkir, sem óhæfilega mikið er brúkað af í landinu. Annmark- ar við tollinn á álnavöru hafa opt ver- ið skýrt teknir fram. Landið hefur varla vitað af tolli á kaffi, sykri, tóbaki og vín- föngum að undanförnu, þannig að hnekkir hafi af því orðið í efnalegu tilliti. Það stendur líka í sjálfra þeirra valdi, hvort þeir vilja minnka kaup á þeim vörum. Eg er sjálfur sveitamaður, og vil landsins gagn á allar lundir. Það sen; það nú mest þarfn- ast, er innbyrðis friður. Heiðrum og styrkj- um með samheldni okkar röggsama og góða yfirvald, ráðherra íslands, fylgjum þeim foringja, og látum ei blekkjasl. Einbúi. Leiðarþing hélt 1. þingm. Rangæinga, séra Eggert Pálsson, 3. þ. m. að Reyðarvatni á Rang- árvöllum. Hafði fundarboð gengið um þann hluta — vesturpart — sýslunnar, er fundur- inn var haldinn fyrir. Mátti því ætlast tíl, að þar kæmu bæði samflokksmenn og mót- partar þingmannsins, en af fullum 30 kosn- ingarbærra manna, er fundinn sóttu, virtust allir sömu skoðunar og á eitt sáttir. Þingmaðurinn gaf glöggar og góðarskýr- mgar yfir meðfeið helztu mála í þinginu í sumar og gerðir þess yfir höfuð; gaf upp- jýsingar um margt, sem almenningi var eigi kunnugt fyr, og talaði hlutdrægnislaust um afstöðu meiri og minni hlutans í þeim 4 málum sérstaklega (undirskriptam., ritsímam.,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.