Þjóðólfur - 24.11.1905, Síða 3
ÞJOÐÓLFUR.
211
tollmál. og gufuskipamál.), er mestum á-
gteiningi hafa valdið. Komu þær skýringar
vel heim við það, sem hver og einn, er ekki
telur sig ofgóðan til þess að lesa rit og
ræður beggja flokkanna jafnt, og athuga
ástæður og sannleik án hlutdrægni, hafði
áður fundið út og skilið.
Minnst var á undirskriptaskjölin, er gæða
átti konungi vorum með, og minn'ihluta
stórmennin höfðu með höndum í sumar, og
útlistuð meining og grundvöllur laga um
talsíma og ritsíma, sem þar er verið að
biðja um að ekki verði staðfest. Nokkrir
viðstaddir höfðu skrifað undir. Voru -umra
augu farin að opnast fyrir því, að rangt
hefði verið skýrt frá ástæðum og nauðsyn
skjalanna. Lýstu ýmsir þeirra yfir eptirsjá
að hafa léð nafn sitt í slíkri blindni, jafn-
framt og þeir sögðu ýms dæmi af ákefð
og áleitni undirskriptasmalanna. Virtust
þau ekki að öllu sem bezt viðeigandi.
Látið var uppi sameiginlegt þakkklæti til
þingmannsins fyrir fundarhaldið og tölur '
hans þar, og að hann var meiri hlutanum
fylgjandi í framkvæmdum ! sumar. Voru
til skýringar tilfærð nokkur dæmi viðkom-
andi hverju sérstöku máli og borin saman
við annað, sem kröptugast hefur átt að
vera í mótmælum ýmsra Valtýinga. Varð
fundurinn sammála um það, að meiri hlut-
inn hefði betri málstað og við fyllri rök að
styðjast.
Mátti það telja merkilegt á þessum tím-
um, hve mótflokknum var í engu hallmælt
af þingmanninum né nokkrum fundarmanni
í einu eða öðru, heldur unnt sannmælis með
hógværð, þar sem hans var annars minnst.
Vel væri því, að jafnmargir Valtýingar
samankomnir í pólitiskum hugleiðingum,
sýndu svo mikla spekt. Ekki þar með
sagt. að það mundu þeir ekki geta, ef þeir
jafnframt vildu, en hins er hér þó til getið,
að ef þeir valtýsku Holtabændur, er til
fundarins voru riðnir af stað að heiman,
hefðu fengið Ieyfi, en einkum fylgd sinna
flokksstjóra á íundinn, en ekki verið snúið
aptur á miðri leið, að þá hefðu verið brúk-
uð frekari orð af sumum þ e i r r a. Máske
líka af beggja hálfu. Hér var einmitt
hentugur dagur til þess menn létu hrein-
skilnislega uppi álit og skoðun á málefnum
og manni. Og hví sýndu Valtýingar nú
ekki svo mikla einurð ? Styttri leið var hér
fyrir höndum, en i. ág. ( sumar.
5. nóv. 1905.
Fundarmaður.
Slökkvilið og slökkvitól.
Dansk-norsk sænska-félagið „Skandia" í
Reykjavík samþykkti á fundi 16. nóv. þ.
á. að senda áskorun til yfirvalda bæjarins
um að gera alt, sem ( þeirra valdi stend-
ur til þess að Reykjavík framvegis geti
orðið betur undir það búin að vinna bug
á eldsvoða, en hún er nú.
Þetta álítur félagið, að geti bezt orðið
með þvl:
1. að slökkvitól bæjarins yrðu mikillega
endurbætt og sífeldlega haldin í góðu
standi, og sérstaklega að fleiri vatns-
slöngur væru fengnar, svo að hægt
væri að pumpa vatn lengri vegennú:
2. að betri ntðurskipun kæmist á slökkvi-
lið bæjarins, að ströng regla og agi
(disciplin) væri innleidd, og að slökkvi-
liðsæfingar væru haldnar 4 sinnum á
ári; að yfirstjórn og myndugleiki yfir
slökkviliði bæjarins væru fengin í hend-
ur einum manni, sem hefði sérþekkingu
á því starfi, t. d. rnanni, er fengi opin-
beran styrk til að læra hinar beztu
slökkvi-aðferðir, sem tíðkast í öðrum
löndum.
Rvík r7/u 1905
Stjórnin.
Ósannindum hnekkt.
Eitt af því, sem andstæðingar stjórn-
arinnar héldu sífellt fram í sumar, og
báru fram sem vott um óhagsýoi ráð-
herrans í samningum hans við St. Nor.
var, að félagið græddi 700,000 kr. við
það, að leggja sæsímann upp á Austur-
land í stað Suðurland-i, en léti þó ein-
ungís 300,000 kr. til landsfmans. Auð-
vitað börðu þeir þetta eins og allt annað
fram blákalt, án þess að koma fram með
neinar sannanir, eða enda líkur fyrir þvf,
að þessi háa tala væri rétt. Nú eru
fengar réttar og sannar upplýsingar um
þetta atriði; sannleikurinn er, að vega-
lengdamismunurinn er um 150 enskar
sjómflur. Allur sá kafli, sem sparast er
á 400—1000 faðma dýpi, þar sem sæ-
síma er engin hætta búin, og kemur því
að eins á léttasta, mjósta símann. Sfma
gildleikinn er mismunandi, eptir dýpi og
botni, svo mjög, að þyngsta og dýrasta
símategundin, sem brúkuð verður, vegur
18^/a tons pr. enska mílu, og kostar
£ 410, en sú léttasta, sem hér er um að
ræða, vegur að eins 2 tons pr. enska
roílu, og kostar £ 84 eptir núverandi
verði. Sá spotti sem vegamunurinn nem-
ur, kostar þannig ekki nema c. 226.800
kr. eða með öðrum orðum, þær 300.000
kr., sem við fáum til landsítnalagningar,
eru 73 200 kr. hærri en það sem nemur
þessum mismun, eptir því verði, sem nú
er á símanum.
Kláðinn í Dölunum.
Þess hefur verið getið í nokkrum af
— Reykjavíkur-blöðunum f f. m., að fjár-
kláða hafi orðið vart á kvíám á 2 bæjum,
Staðarhóli og Skerðingsstöðum í Dalasýslu
í sumar.
Með því að þetta er sumpart ekki rétt,
og sumpart ekki víst, vil eg biðja Þjóðólf
um, að skýra lesendum slnum frá ástæðun-
um eins og þær eru.
A Staðarhóli kom útbrot á kviðinn á
kvíá; skoðunarmaðurinn og baðarinn í hreppn-
um skoðuðu ána, og Ieituðu þeir með stækk-
unargleri eptir maur f útbrotinu, en fundu
engan, og álitu að enginn fjárkláði væri í
ánni. Anni batnaði sjálfkrafa, og hefur
ekki orðið vart við útbrot í ánum þar síð-
an, hvorki þessari né öðrum.
Það sýnist því fullsannað, að þessi útbrot
hafa ekki verið fjárkláði.
Á Skerðingsstöðum komu allmikil útbrot
á eina á. Utbrotin voru ekki veruiega
rannsökuð, ekki með stækkunargleri, en all-
ar ærnar voru strax baðaðar kláðabaði, og
ærin með útbrotunum skorin. Síðan hefur
ekki orðið vart vlð útbrot í kindum á
þessum bæ.
Það er engin sönnun fyrir því, að þessi
útbrot hafi verið fjárkláði, og því óvfst,
hvort svo hafi verið.
Eg hef haldið spurnum um og rannsak-
að heilbrigðisástand sauðpenings f sýslunni
í haust eptir réttir, og ekki komist að því,
að nokkurstaðar hafi orðið vart fjárkláða.
Skrifstofu Dalasýslu 28. okt. 1905.
Bj'órn Bjatnarson.
Með því að þessar viðskiptabækur
við sparisjóðsdeild útbús íslands banka
á Seyðisfirði, er það hefur tekið við
af sparisjóði þeim, sem þar var aður,
eru sagðar glataðar
Nr 47
og Nr. 396
innkallast hér með samkvæmt tilskip-
un um sparisjóði 5. janúar 1874, hand-
hafar téðra bóka til þess innan 6
manaða frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar, að gefa sig fram með
bækurnar, ella verður fjárupphæð bók-
anna borguð þeim mönnum, sem í
bókum sparisjóðsins eru tilgreindir
sem eigendur þeirra.
Reykjavík 22. nóvember 1905.
Stjórn íslands bavka.
Innistúlka getur fcngið hæga
vist nú þegar. Hátt kaup. Ritstj.
vísar á.
Hér MEÐ er skorað á þann, sem
kynni að hafa með höndum lífsábyrgðar-
skírteini í lífsábyrgðarfélaginu Scandía
Nr. 47215 hljóðandi á Jónas Jónasson, að
skila því hið fyrsta til Jónasar jónassonar
trésmiðs á Laugaveg 44.
M EÐ því að þessar viðskiptabæk-
ur við sparisjóðsdeild landsbankans í
Reykjavík eru sagðar glataðar
Nr. 6048 — (R. bls. 68)
» 2942 — (K. — 199)
stefnist hér með samkvæmt 10. gr.
laga um stofnun landsbanka í Reykja-
vík 18. sept. 1885, handhöfum téðra
bóka með sex mánaða fyrirvara til
þess að segja til sfn.
Landsbankinn í Reykjavík,
8. nóvember 1905.
Eiríkur Briem.
Auglýsing. '
Skólastjórastarjib) við búnaðarskól-
ann á Eiðum er laust frá næsta vori
(maí). Umsóknir um starfa þennan
sendist sem fyrst til undirritaðrar
stjórnarnefndar skólans.
Bústýrustarfið við nefndan skóla er
og laust fra sama tíma. Umsóknir
um þann starfa óskast og sem fyrst,
og þar með vottorð eða meðmæli,
sem sýni, að hlutaðeigandi sé starfinu
vaxinn.
P. t. Eiðum 28. september 1905.
Magnús Bl. Jónsson. Jón Bergsson.
Björn Hallsson.
Eg hefi um 10 ár þjáðst af maga-
og nýrnasjúkdómum og leitað margra
lækna, án þess að fá bata. Mér hef-
ur batnað af því að neyta Kína-Lífs-
Elixírs, og liðið einstaklega vel að
staðaidri, og fytir því ætla eg að neyta
hans stöðugt.
Stenmagle 7. júlí 1903.
Ekkja J. Petersens timburmanns.
Biðjið berum orðum um VValdemars
Petersens ekta Kína-Lífs-Elixír. Fæst
hvarvetna á 2 kr. flaskan.
Varið yður á eptirstælingum.
Yfirlit
yfir
hag (slandsbanka 31. okt. 1905.
Acti va:
Kr. a.
Málmforði..............600,000,00
4% fasteignaveðskuldabréf . 42,900,00
Handveðslán.................289,259,85
Lán gegn veði og sjálfskuldar-
ábyrgð.............1,148,420,48
Víxlar................885,539,79
Verðbréf..............163,800,00
Erlend mynt o. fl...... 2,139,79
Inventarium............51,214,33
Byggingarkonto.........45.416,14
Kostnaðarkonto.........58,048,36
Útbú bankans.........1,021,715,36
í sjóði................ 5,127,08
Samtals 4,313,581,18
Passi va:
Kr. a
Hlutabréf og konto .... 2,000,000,00
Seðlar f umferð.............1,168,700,00
Innstæðufé á dálk og með
innlánskjörum .... 436,301,73
Vextir, disconto o. fl. . . 163,093,59
Erlendir bankar ogýmsiraðr-
ir kreditorar...............545,485,86
Samtals 4,313,581,18
Aðalfundur
fríkirkjusafnaðar Reykjavíkur verður
haldinn i kirkjunni sutinudaginn 26.
þ. m. kl. 5 e. h.
Reykjavík 23. nóvbr. 1905.
Safnaðarstjörnin.
Firma-tilkynning,
Verzlunarfélagið „Hekla" rekur verzl-
un á Eyrarbakka. Lög félagsins eru
dagsett 15. okt. 1904 Stjórn þess
er hjá aðalfundi hluthafanna og verzl-
unarstjóra, sem hefur framkvæmdar-
vald og undirrítar firmað. Hluthafar
ábyrgjast einn fyrir alla og allir fyrir
einn lánsfé allt að 60 þúsund krónum,
en leggja ekki tillög í félagið. Heim-
ild til að rita firmað hefur Kristján
Jóhannesson.
Skrifstofu Árnessýslu 16. okt. 1905.
Sigurður Ólafsson.
Viðskiptabók við sparisjóð Sauðár-
króks Nr. 224 er sögð glötuð. Hver
sem kynni að hafa bók þessa gefi sig
fram við stjórn sjóðsins, ekki síðar en
6 mánuðum eptir síðustu (3.) birtingu
þessarar auglýsingar.
Sauðarkrók I. nóv. 1905.
Stephán Jónsson.
p. t. gjaldkeri.
Proclama.
Allir þeir, er telja til skulda í dán-
arbúi Magnúsar gullsmiðs Jónssonar a
Akureyri, lýsi kröfum sínum og sanni
þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda
áður en liðnir eru 12 — tólf -— mán-
uðir frá síðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Bæjarfógetinn á Akureyri,
7. nóv. 1905.
Guðl. Guðmundsson.
Þess er vcrt að g'eta, sem gert er.
Með virðing og hjartkæru þakklæti til
vinar míns Þorvaldar Björnssonar frá Þor-
valdseyri, finn eg hvöt hjá mér að láta þess
höfðingskapar hans opinberlega getið, aft
þegar eg á síðastliðnu vori kom heim til
hans og falaði keypta kú úr búi hans, vildi
hann alls enga borgun taka, heldur gaf
mér að öllu leyti eina af hinum yngri og
betri úr hópnum. Þetta sýnir því meira
örlæti og stórhug, sem hann þekkti vel, að
eg var eigi í svo þröngum nauðum staddur,
sem flestir af þeirn fullum 40 manna, er eg
hef vissu fyrir, að hann hefur áður gefið
slfka bjargræðisgripi, og þar sem við mig
hafði hann að eins algengan kunningsskap
að rækja, en við konu mfna frændsemi og
velvildarhug frá hennar uppvaxtarárum, þá
hljóta kærar endurminningar um rausn og
hjálpsemi þessa drenglundaða manns að
vaka í hugum okkar, en söknuður fylgja
burtför hans úr héraðinn. Uppskeri Þor-
valdur laun sinna góðverka í elli sinni!
Lifi hann glaður og farsæll sem lengst I
Brekkum á Rangárvöllum í okt. 1905.
Magnús Jónsson.
Morhölsóttur sauður i vetra var mér
dreglnn í byrjun þ. m. með mínu marki,
blaðstýft apt. h., blaðstýft fr. v. Sauð þenn-
an á ég ekki; getur því réttur eigandi vitj-
að andvirðis hans að frádregnum kostnaði.
Eyrarbakkahreppi 14. nóv. 1905.
Jón Einarsson,
hreppstjóri.
Fundizt hefur fyrir nokkru sfðan á
Framnesvegi silfurbúinn skeiðahnffur. Rétt-
ur eigandi vitji á afgreiðslustofu Þjóðólfs.
Fundur verður haldinn í „Glímufélagi
Reykjavíkur næstk, sunnudag (26. þ. m.) í
Báruhúsinu. Aríðandi að allir fálagar mæti.
S t j ó r n i n.
Hér með vil eg undirskrifaður biðja alla
fjær sem nær, sem kynnu að eiga Ijóðmæli
hjá sér eptir tengdamóður mfna Guðlaugu
sál. Guðmundsdóttur, síðast á Ytri-Lyngum
í Meðallandi, að senda mér afrit af þeim.
Eg hef ásett mér að safna saman þvf er eg
get náð í, ef mér endist Iff og heilsa þar til.
Ytri-Lyngum 6. nóv. 1905.
Asmundur Jónsson.
Nýleg regnkápa með slagi til sölu
fyrir mjög lágt verð. Ritstj. vísar á.