Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.12.1905, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 08.12.1905, Qupperneq 1
57. árg. Reykjavík föstudaginn 8. desember 19 05. Jú 51. c ’c N > ® E D I N B Q R G Q Ekki þurfa Reykjavíkurbúar að ganga á sokkunum um jólin, því verzlunin EDINBORG selur nú frá þessum degi (8. des.) og til jöla allt útlent skótau með ÍO’ afslætti mót peningum. Lítill ágóði. Fljót skil. J3 CD *< 7C sö' < PT Vefnaðarvöru-verzlun Th. Thorsteinsson að „Ingólfshvoli“. HefliP lang mesta og bezta úrvalið af vefnaðarvöru. Hefur mest orð á sér fyrir vandaðar og ódýrar vörur. Hefur þaer lang beztu og ódýrustu saumavélar sem fást. Hefur allskonar skrautgripi, hentuga í tækifærisgjafir. Ódýrust og bezt vín í ,,Ö1 & vínkjallaranum46 að „Ingólfshvoli“. Utlendar fréttir. Kaupinannahöfn 27. nóv. Hinn nýi konnngur Noregrs, Hákon VII. E;iíir að hin endilegu úrslit allsherjar- kosninganna í Noregi, 259,563 já og 69 264 nei, voru kunn, valdi stórþing Norðmanna 18. þ. m. Karl prins 1 einu hljóði til konungs yfir Noregi. Síðan sendi forseti þingsins hraðskeyti til Krist- jáns konungs, Karls prins og Christensens ráðaneytisforseta, um konungsvalið. Karl prins sendi forsetanum aptur svolátandi hraðskeyti: »Með samþykki hans hátign- ar konungsins, afa míns, geri eg yður það kunnugt, að eg tek á móti kosning- unni sem konungur yfir Noregi, og tek mér nafnið Hákon 7., en gef syni mínum, Alexander, nafnið Ólafur. Húsfrú mín og eg biðja Guð að blessa og vernda hina norsku þjóð; hennar heiðri og gæfu viljum vér helga allt vort líf 1 framtíðinni«. 19. þ. m. kom svo sendinefnd frá Nor- egi, 7 meðlimir stórþingsins með forseta Berner í broddi, hingað til borgarinn- ar, til þess að fá samþykki og staðfesting Kristjans konungs á kosningtt Karls prins til konungs yfir Noregi. Þetta samþykki gaf konungurinn hátíðlega í hinum skraut- lega riddarasal á Atnalíuborg í viðurvist allrar konungsættarinnar, stjórnarinnar, allra tignustu rnanna rikisins og hinnar norsku sendinefndar. Athöfnin fór fram með viðhafnarmiklu háttðahaldi. Kristján konungur sat í hástóli í fullum konungs- skrúða sínum og las þaðan fyrst upp svar sitt til norsktt sendinefndarinnar; síðan sneri konungurinn sér að sonarsyni sín-, um, Karl prins og konu hans, Maud prins- essu, og talaði til þeirra mörgum fögrum Og vel völdum orðum, og undir þessari ræðu komst hinn háaldraði konungur svo við, að hann grét hástöfum. Þegar konungur hafði lokið ræðu sinni, drundu 27 fallbyssuskot frá höfninni, er tilkynntu að frá þessu augnabliki væri Karl prins orðinn Hákon VII. konungur yfir Noregi og prinsessa Maud drottning. A fimmtudaginn var (23.) lagði svo hinn nýi Noregskonungur af stað héðan frá borginni áleiðis til rfkis síns, um borð á hinu danska konungsskipi »Dannebrog«. Til fylgdar honum voru og fengin 2 stærstu herskip ríkisins. England og Þýzkaland sendu og herskip til að fylgja Hakoni konungi og drottn- ingu hans til Kristjaníu. Við burtför komtngsins héðan frá borginni voru um 100,000 ntanns viðstaddir. A laugardagsmorguninn (25.) kom svo Hákon konungur með öllu föruneyti sínu til Kristjaníu. Bæjarbúar tóku á móti hin- um nýja konungi með óstöðvandi fagn- aðarlátum, Það hafði verið varið stórfé til þess að skreyta borgina sem mest, enda er mikið látið yfir því, hve mikið skraut og viðhöfn var á öllu. Við land- tökuna voru auðvitað haldnar margar ræður fyrir konungi og drottningu, af Michelsen, Berner o. fl., og húrra- ópin ætluðu engan enda að taka. Það hefur heldur ekki gengið á öðru en veizl- um og hátíðahöldum í höfuðstað Noregs, síðan Hákon konungur sté á land. Hinn nýi konungur Noregs hefur feng- ið heillaóskaskeyti frá öllttm stjórnendum Norðurálfu og frá Roosevelt forseta. Rússland. Fyrir nokkru gerðu sjómenn í Kronstadt upphlaup mikið og snerist herdeild af fótgönguliði einnig í lið með þeim. Þeir drápu nokkra af yfirmönnum sfnum, en flestir þeirra flýðu strax til Pétursborgar, er upphlaupið hófst. Sjó- mennirnir fóru svo um bæinn með rán- um og manndrápum og kveiktu eld í 14 húsum, er brunnu til kaldra kola. Brátt kom þó herlið frá Pétursborg og skakkaði leikinn. Vorti allir upphlaups- menn teknir höndum og varpað í fangelsi. Herrétturinn í Kronstadt hefur nú dæmt 300 þeirra til dauðn. Upphlattpið í Vladivostok í miðj- um mánuðinum var meira og voðalegra en fyrst fréttist. 300 Rússar og 500 Kfn- verjar misstu lffið í uppreisn þessari. Her- mennirnir, er uppreisnina gerðu tóku marga af yfirmönnum sínum af lífi. Sagt er og, að flotaforingi J e s s e n hafi og verið myrtur. Nú þessa dagana stendur yfir ntikil herttppreisn í Sevastopol, bæði með- al sjó- og landhersins. Þó eru skipshafn- irnar á herskipunum rólegar enn. Dát- arnir hafa tekið yfirmenn sína höndum og varpað þeim í fangelsi, en 4 voru drepnir. Verkamenn í borginni hafa geng- ið í lið með dátunum og iæður uppreisn- arlýðurinn öllu í borginni. Sagt er, að K ó s a k k a r við Doná hafi og gert uppreisn. Nú sem stendur eru engin verkföll í Rússlandi. »Semstvoa«-fundur, sem haldinn er 1 M o s k v a þessa dagana, hefur samþykkt að styðja stjórnina, ráðaneytið W i 11 e , að málum og í framkvæmdum. Þó set- ur fundurinn sem skilyrði, að rýmka verði um réttindi Póllands. í sambandi við þetta er fullyrt, að Witte muni útnefna fyrverandi innanríkisráðgjafa S v i a t o - polsk-Mirski til landsstjóra í Póllandi. Kosningaréttur á Rússlandi á eptir nýjustu ákvæðum stjórnarinnar að ná til allra, er eiga 100 rúbla virði eða þar yfir. Hinn frægi rússneski hershöfðingi Dragoiniroff andaðist í lok f. m. 75 ára gamall. Hann var hershöfðingi í ó- friðnum milli Rússa,og Tyrkja 1878 og tók þátt f hinum hörðtt bardögum í Shipkaskarðinu. Hertoginn a f Orleans, sá er kom til Islands í suntar sem leið, hefur gefið skáldinu og Grænlandsfaranum M y 1 i u s - Eric h s e n skipsitt Belgica. Mylitts-Erichsen er kunnur á Islandi, því að hann tók þátt f stúdentaförinni dönsku til landsins árið 1900. Filip greifi afFlandern bróð- ir Leopolds konungs í Belgfu dó 17. þ. nt. 68 ára að aldri. Sonur hans Albert er rfkiserfingi í Belgíu með þvf að Leo- pold konungur á engan son. Sama dag andaðist einnig stórhertogi A d 0 1 f af L u x e m b u r g 88 ára gam- all. Hann var elztur allra stjórnenda Norðurálfu. Klna krefst 12 milj. dollara af Japan og Rússlandi í skaðabætur fyrir tjón það, er ríkið hefur beðið í Mandsjúríinu vegna ófriðarins. 20. þ. m. vildi það slys til við eyj- una Cegembre í Ermarsundi nálægt norðurströndum Frakklands, að gufuskip eitt, »Hilda«, rakst á sker og sökk að vörmu spori. 123 manns misstu lffið, en að eins 6 björguðust. Viðauki. Rvík 8. des. (Eptir Marconi-skeytum 3. og 7. þ. m.). Marconi-skeyti frá 3. þ. m. flutti þá fregn hingað, að kveikt hefði verið í Moskva (af uppreisnarmönnum) og að þar geisaði mikill eldur í bænum. Ritsíma- sambandi rnilli Rússlands og útlanda þá algerlega slitið. Sfðara skeyti (í gær- kveldi) getur ekki frekar um þetta, en segir að sfðustu fréttir frá Pétursborg á sunnudagskveldið 3. þ. m. telji þar kyrt, en borgina fulla af herliði, er hafi það aðalstarf á hendi að bera út bréf. Svo er að sjá sem ttppreisnin í Sevasto- pol sé sefuð. 2000 ttppreisnarmenn hafa gefist upp. 110,000 verkamenn í Péturs- borg atvinnulausir en 6,8,700 í Moskva (eptir M trconi-skeyti 3/I2), Rússnesk 4°/0 ríkisskttldabréf féllu í Petursborg 1. þ. m. niður í 79. Frakkneskir peningamenn smeikir við ástandið í Rússlandi, því að þeir eiga 500 milj pd. sterling í rússnesk- ttm rfkisskttldabréfutn og eru hræddir ttm vanskil á vöxtunum. Skeyti í gærkveldi segir, að rússnesk verðbréf hafi enn lækk- að ákaflega í verði, svo að það hafi orð- ið beinlínis hrun á kaupmannahöllinni í París og skelfing gripið menn. Þá er Roosevelt forseti var á heim- leið til Washington um Norður-Fíladelffu frá knattleikum sjóliðs og landhers varp- aði óþekktur maður steinsmiða blýkúlu á járnbrautarlestina, en forseta sakaði ekki, þvf að kúlan hitti fremri vagninn en for- seti ók í hinum. Amerfkumenn í Lund- únum héldu þakkarhátíð í Cecilhótelli, og hélt ameríski sendiherrann aðalræðuna. En tilræði þetta virðist ekki hafa verið neitt háskasamlegt fyrir líf forseta. 7/12 Balfour ráðaneytisforseti Englands hefttr sagt af sér. Játvarður konungur hef- ur kvatt Campbell-Bannermann til afr mynda 'nýtt ráðaneyti. En ekki má vænta, að það verði fttllskipað fyr en að nokkr- um dögum liðnum. Floti stórveldanna í Makedoníu hefur tekið eyjuna Lemnos. Hraðskeyti frá Stokkhólmi hermir, að hvert gufuskip, sem fari til Finnlands sé hlaðið vopnum og hergögnttm og sumt af því séu gamlar sænskar byssur. Menn ætla, að Finnar séu að vopnast áður en þingið kemur saman. Vegna vaxandi pólitiskra æsinga f Cataloníu (á Spáni) og óeirða í Barce- lona, hefur spanska þmgið samþykkt að setja alla Catalonlu ttndir heraga. Játvarður konungur hefur tilkynnt, að hann ætli að sæma Togo admíral og Oyama marskálk sérstöku ensku heiðurs- merki (»Order of Merit«).

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.