Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR 57. árg. Reykjavík föstudaginn 29. desember 19f 5 JTs 54. N <D JD i- Á*| CJ co © -o VeGNA þess að margir kaupmenn, sem orðið hafa fyrir slæmum innkaupum á út- 8« lendum vörum,áðuren þeirkomutil mfn ogsáu sýnishornabirgðir minar hér í Reykjavík, hafa g| hvatt mig til að auglýsa mair, en e* hef gert, svo að ók’unnugir fviti hvert þeir eigi að fara o til að fá ódýrust og bezt innkaup á öllum útlendum vörum, þá auglýsist hér með>ð það er hjá Chr. Fr. Níelsen. ? * J- cd =o u " ^ <u Kaupmannahöfn, Peder Skramsgade Reykjávík, Suðurgata 8. Ö3’ n Q>. “OQ < w iu • O:-- 3 m ~j ÍU c« ír r CK3 m. h. “ SD Z r+ T a® O “* ® OQ o aO r J Verzlunin EDINBORG í Reykjavík hefur — þrátt fyrir hina miklu sölu fyrir jólin — enn þá nægar birgðir af flestu, er menn þurfa að kaupa til nýársins, þar á meðal margar smekklegar nýársgjaf ir. Nýársböglar EDINBORGAR, sem seldir eru á bazarnum „gera mikla lukku“, Um leið og þetta úthðandi góða gamla ár er að hverfa í „aldanna skaut" vill verzlunin færa ölíum viðskiptamönnum sínum þakkir fyrir alla velvild og viðskipti á gamla árinu, og óskar þeim heilla og hamingju á hinu nýja ári. Virðingarfylst Ásgeir Sigurðsson, Hátíðadrykkir Telefon með og án áfengis eru beztir í Telefon i67 vin & ölkjallaranum í t®7. „I n g ö 1 f s hi v o 1 i“. Þ»að er alveg dæmalaust hvað verzlunin LIVERPOOL selur ódýr og góð emailleruð áhöld og úrvalið er stórkostlegt. Hroðaleg manndráp i Moskva. 4000 drepnir, 1 4,000 særðir. Loptskeytafregnir. 26. þ. m. segja, að a 1 m e n n t v e r k- fall um allt Rússland hafi byrjað á hádegi á föstudag- inn var (22. þ. m.). Verkamennirnir kreíjast, að loforð keisara séu þegar í stað efnd. Eru þeir mjög einbeittir í framkomu sinni og allt er kyrrt. Trepoff hefur haft mikinn undiibúning til varnar keisarahöllinni, sett fallbyssur og önnur nnnni skotvöpn við alla glugga og allar dyr hallarinnar. Fréttir frá MosWa segja hræðilegt ástand þar, búðum er lokað, og bra’.ð og kjötmeti hefur hækkað í verði, eins og í hallæri. Síðari fréttir segja, að svipað hafi verið umhorfs 1 Moskva á laugardaginn eins og á »blóð- sunnudaginn« 1 Pétursborg í fyrra. Stór- um hóp byltingamanna, er ætlaði að reyna að ná húseignum bæjarins á vald sitt lenti saman við 25,000 hermanna, er skutu á fókið fyrirvaralaust. Fallbyssurn- ar voru látnar ryðja stræti borgarinnar, verkamennirnir hörfuðu á bak við btáða- birgðarvígi (barricader), er fallbyssurnar voru svo látnar dynja á. Ef verkamenn- r n irgáfust upp og gengu frá varnarskýl- um sínum, þá var ráðizt á þá, og þeir höggnir niður og troðnir undir. Það er ómögulegt að gizka á, hve manntjónið hah verið mikið. Menn eru hræddir um, að þessi mann- drap muni hafa áhrif á Pétursborg og valda þar frekari æsingum. Hroðavíg halda áfram í Kákasus meðal Múhameðs- trúarmanna, og 2000 heimilisfeður með hyski sínu hafa flúið frá Tiflis. Loptskeyti í g æ r k v e 1 d i flytja þessi frekari tíðindi: Snemma á mánudagsmorguninn (jóla- dagsmorgun) var tala hinna drepnu í Moskva 4,000 en 14,000 særðir. [Þetta hefur gerst á Þorláks- messu og aðfangadaginn]. Bardaginn og fallbyssuskothríðin hélt enn áfram á mánitdagskveldið. Götuvígi voru hlaðin í nokkrum hlutum bæjarins og harðlega varin. Margt manna, er ekki tók þátt í neinum óspektum, var drepið.'1 Mælt er að bærin sé nauðulega staddur af vista- skorti. Síðari fréttir frá Moskva á m i ð v i k u- daginn (þ. e. ( fyrra dag) herma, að barizt sé þar enn, og skemmd- arverk og blóðsúthelling voða- leg. — Tvö frakknesk herskip hafa fengið skipun um að vera til taks til að fara til Rússlands til að vernda frakk- neska menn þar, og flytja þá burtu, ef til kemur. Á þriðjudagsnóttina voru teknir hönd- um 49 manns úr framkvæmdarstjórn vopnaðra byltingamanna í Pétursborg, og hefur það í bili koaúð alveg í veg fyrir almenna uppreisn með voynum. Við hnefaleik í San Francisco sigraði O’Brien hnefleikakappann Fitzimmons i 13. umferð. [Það var Fitzimmons, sem sigraði Corbett fyrir nokkrum árum, en Corbett áður Sullivan, er lengi var talinn ósigrandi]. Rósturnar í Shanghai hafa verið sefað- ar á friðsamlegan hátt af kínverska land- stjóranum þar, en varðlið af hinum út- lendu herskipum er þó enn í landi. Tveir Þjóðverjar voru teknir höndum í Marseille, grunaðir um að vera njósnar- menn, og ætla menn, að enn fleiri verði fangelsaðir. Nefndarfundur um Marokkomálið verð- ur haldinní Aigeciras, en ekki í Madrid, og hefst að líkindum um 18. janúar. Rannsókn á Fjárhagsástandi Makedoníu ( undirbúningi, og hefur Tyrkjasoldán þv( slakað til fyrir stóveldunum. • „Kong Trygve“ fór héðan til útlanda í gær og með honum nokkrir farþegar, þar á meðal Braun kaupm., frú Henrietta Brynjólfsson, Egil Jacobsen verzlunarrn. Látinn er seint í f. m. S i g m u n d u r P á 1 s - son á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, 82 ára gamall (f. 20. ágúst 1823). bróður- sonur fræðimannsins Gunnlaugs Jónssonar, er bjó á Skuggabjörgum í Deildardal. Sigmundur var langt kominn við nám í Bessastaðaskóla, en fór úr skóla »pereats«- árið 1850, og hætti þá lærdómi. Hann var aldavinur Benedikts heit. Sveinssonar. Var merkur maður og vel að sér. Verður ef til vill s(ðar getið nánar. Trúlofuð eru Brynjúlfur H. Bjarnason kaupm. og frk. Steinunn Hjartardóttir (fiá Austurhlíð). •þ Páll Ólafsson skáld andaðist hér í bænum 23. þ. m. á 79. aldursári. Hann var fæddur 8. marz 1827, sonur ólafs prests Indriðasonar, er síðast var á Kolfreyjustað (*j* 1861), og f. k. hans Þór- unnar Einarsdóttur. Páll bjó lengstum á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, sfðar um tíma á Nesi ( Loðmundarfirði, en var nú nýfluttur til Reykjav(ktir. Hann var tvíkvæntur, fyrst Þórunni Pálsdóttur ekkju Halldórs stúdents Sigfússonar á Hallfreð- arstöðum, en s(ðar Ragnhildi Björnsdótt- ur, stúdents og umboðsmanns á Eyjólfs- stöðum Skúlasonar og áttu þau fimm börn, lifa 2 þeirra, þar á meðal Björn nú við háskólanám í Amerfku. Páll hafði síðustu árin skáldstyrk af landsjóði, enda var hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir skáldskap sinn, og þarf ekki að lýsa, honum nánar hér. Snilld og lipurð eru þar víðasthvar meistaralega sameinuð. Ljóðmæli hans eru gefin út af Jóni ritstj. Ólafssyni hálfbróður hans með ítarlegri æfisögu skáldsins. Sjónleikur. Leikfélag Rvíkur hefur 2 kveld ieikið »U m megn« (»Over Fvne 1«) eptir Björnstjerne Björnson. Leikur þessi er furðanlega vel leikinn, en er ekki jafnvel fallinn til sýningar á leiksviði sem til lesturs, samtöl löng og ræður allmiklar, er þreyta um of eptirtekt flestra áheyr- enda og spillir áhrifum leiksins hjá al- menningi. Það er því sennilegt, að hann verði ekki lanugæður hér á leiksviði. — Frú Efemía Waage lék nú í fyrsta skipti, og eptir því sem ráða má af leik henn- ar í þessu einkennilega hlutverki (sjúk kona liggjandi í rútninu) virðist mega gera sér góðar vonir um hana framvegis.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.