Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 2
228 ÞJOÐOLFUR. Nokkur orð um bátahreyfivélar. Eptir Bjarna skipasmið Porkelsson. Það hafði lengi fyrir mér vakað, að bregða mér til Danmerkur, tii þess að kynna mér þar notkun steinoliuhreyfivéla 1 bátum og framtíðarálit það, sem þar væri á þeim. Því fremur fann eg sterka hvöt hjá mér að láta úr þessu verða, að eg um nokkur undanfarin ár hefi staðið fyrir sölu á vélum þessum frá einni véla- verksmiðjunni 1 Danmörku, og því með auglýsingum mínum hvatt menn til að nota véiarnar í fiskibáta, jafnframt og eg hefi undanfarin ár smíðað allmarga báta, stærri og smærri undir þær. Loks var það og ástæða fyrir mig, að mér hafði hugkvæmzt nokkur breyting á vélunum, en henni gat eg ekki fengið ákomið, nema með því, að finna til viðtals verk- smiðjueigendurna. Lét eg því þessa ætl- an mína eigi lengur undir höfuð leggjast og tók mér far utan til Danmerkur í önd- verðum síðastliðnum mánuði. Kom eg til Kaupmannahafnar 21. f. m. Þó að dvöl mín í Danmörku gæti eigi orðið nema rúmir 8 dagar, þykist eg hafa nokkurs vísari orðið um það, sem eg leitaði upplýsinga um, og fengið fram hrundið einum verulegasta þætti erindis míns: nauðsynlegri breytingu á þeim olíu- hreyfivélum, sem eg hefi útsölu á. í sambandi við þetta get eg þess, að eg hafði í höndum mikilsverð meðmæli frá stjórnarráðinu, sem urðu mér til hinna æskílegustu nota. Danmörk er líklega það land, er einna mest, ef ekki allra mest notar steinolíu- hreyfivéiar, og má víst telja, að Danir hafi fyrstir orðið til að nota þær. Varð eg þess og skjótt var, að danskir sjó- menn hafa þegar fengið mikla reynslu fyrir vélunum og jafnhliða þekking á þeim. Morguninn eptir að eg kom til Hafnar fór eg með járnbrautarlest yfir til Jótlands og alla leið til Esbjærg. í þeim bæ eru 3 olíuhreyfivéla-verksmiðjur og sjávarútvegur mjög blómlegur og mikill. I skipakvínni þar lágu 100 þilskip, sem öll ganga þaðan til fiskiveiða, vetur og sumar. Öll eru skip þessi með steinolíu- hreyfivéi. Stærstu vélarnar hafa 24 hesta afl og 8 mílna hraða á vöku. Veiðar- færi þau, sem mest eru notuð á skipum þessum, eru smábotnvörpur, lóðir og svo nefnd »Snurvaad«. I skipakvínni voru og nær 200 opnir bátar allir með olíu- hreyfivélum. Bátar þessir eru að' sumu leyti notaðir til þess að leggja á þeim lóðir frá þilskipum, sem á yeiðum eru, en annars er þeim róið til fiskjar, og er »Snurvaad« aðallega notað á þeim sem veiðarfæri. Sjómennirnir f Esbjærg, sem eru yfir höfuð alúðlegir og kurteisir, gáfu mér allítarlegar uppiýsingar um sína reynsiu á olíuhreyfivélunum, hverjar þeirra væru endingarbeztar, auðveldastar til um- hirðu og heppilegastar í fiskibáta. Þeir sögðust hafa reynslu fyrir olíuhreyfivéi- um frá þessum 3 verksmiðjum í Dan- mörku: »Dan« í Khöfn, »Alpha« í Frið- rikshöfn og C. Mollerups þar í Esbjærg. Kváðu þeir allar þessar olíuhreyfivélar hafa sína kosti, en enginn efi væri á því, að haldbeztar og traustastar væru þær frá verksmiðju C. Mollerups, enda mundu þær með þeim breytingum og bótum, sem þær væru að taka, vera hinar lang- hagkvæmustu hvort heldur vera skyldi í þilskip eða opna báta til fiskiveiða. í Esbjærg er helmingur allra olíuhreyfivéia í bátum og þilskipum frá þessari verksmiðju. Að öðru leyti gátu þeir þess, að »Dan«- oiíubreyfivélinni, sem elzt væri af slíkum vélum dönsknm, og þeir annars hrósuðu, væri iremur gjarnt til að bila.Eg verð að geta þess, að það var mikill fjöldi sjó- manna, er eg átti tal við, ýmist inni í bænum eða við skipakvína, og verð eg að ætla, að þvi fremur sé á áliti þeirra byggjandi. Frá Esbjærg fór eg til Fanö. Þar er allmikill bátáútvegur, og flestir eru þeir með olluhreyfivél ýmist frá »Dan«-verk- smiðjunni eða Mollerups. Leitaði eg þar áits sjómanna um vélarnar. Var álit þeirra alit á einn og sama veg, sem stéttarbræðra þeirra í Esbjærg. Að þessu loknu fór eg um vesturströnd Jótlands svo langt, sem tíminn leyfði mér. Atti eg þar tal við fjöida sjó- manna, og féllu orð þeirra og ályktanir um þetta á einn og sama veg sem hinna, er áður var minnst, Eg hafði ætlað mér að fara til Frið- rikshafnar og kynna mér þar verksmiðju »Alpha«-olíuhreyfivélarinnar, 6n fyr en mig varði var tíminn þrotinn. Hann hafði eyðst hjá mér mjög svo í Esbjærg og í fiskiþorpunum þar í grendinni. Jafnframt og eg leitaði álits danskra sjómanna, er eg náði tali við, um olíu- hreyfivélarnar, leitaði eg og álits þeirra um benslnhreyfivélarnar. Var það sam- róma álit þeirra, að bensínhreyfivélarnar væru með öllu óhæfar við fiskiveiðar, og yfir höfuð mjög varasamt að nota þær í bátum. Þetta sýndi sig og, því að f þeim 450 bátum, sem eg sá í Danmörku með hreyfivélum, var benslnhreyfivél að eins í e i n u m þeirra. Sá bátur var notaður að eins til smásnúninga, en ekki til fiskiveiða. Eins og eg tók fram áður hefi eg nokkur ár staðið í viðskiptasambandi við verksmiðju C. Mollerups í Esbjærg. Fannst mér því eðlilegt, að eg sneri mér fyrst til þeirrar verksmiðju, í því skyni að fá gerðar þær breytingar ogf bætur á olíuhreyfivélunum, er eg álítnauðsynlegar og sjálfsagðar, með tillili til þess, að þær yrðu oss Islendingum sem hagkvæmastar í fiskibáta vora. Hefði verksmiðja þessi eigi viljað taka upp þessar umbætur á vélunum, var ætlan mín, að leita^annara slíkra verksmiðjueigenda um það mál. En til þess kora ekki. Eptir nákvæma yfirvegun vélsmiðanna í verksmiðjunni, og það, að þeir báru umbæturnar undir reynda sjómenn danska, féllst verksmiðj- an á þær. Verða þær því teknar til greina framvegis. Að þessum umbótum fengnum verð eg að álíta, að olíuhreyfivélarnar frá verk- smiðju C. Mollerups í Esbjærg séu hin- ar langhagkvæmustu og traustustu til notkunar fyrir oss, hvort heldur vera skal í opna báta eða þilskip, og verð eg sér- staklega að mæla með þeim til þess. Að vísu get eg búizt við, að sumir llti svo á» sem eg sé að ota fram mínum hagsmunum, er eg mæli með olluhreyfi- vélunum frá þessari verksmiðju. En eg hygg, að út af fyrir sig sé það nægilegt til að sýna, að ekki er svo, því eptir að eg fékk loforð verksmiðjunnar fyrir á- minnstum umbótum. afsalaði eg mér 2/3 pörtum af söluumboði þvf, sem eg halði frá verksmiðjunni. Tilgangur minn með umbótatillögunni var að eins sá, að reyna að fá því til vegar komið, að á boðstól- um yrði framvegis olíuhreyfivélar, er hentuðu einkarvel í fiskibáta vora. Um- boðsmenn Mollerupsverksmiðjunnar verða víðsvegar um landið, og auglýsa þeir sjálfsagt f blöðunum. Þá skal eg enn geta þess, að Mollerupsverksmiðjan er hlutafélag. Skýrði stjórn þess mér frá þvf, að hluthafar, sem annars eru eigi ýkja margir. væru flestir úr flokki hinna fjáðari og mikilsverðari borgara í Kaup- mannahöfn. Það er föst von mín, að eg vinni þarft verk með því, að fá til vegar komið handa oss Islendingum hagfeldum um- bótum á bátahreyfivélum. Það er trú mín, að enn verði langur uppi áður eu bátfiski hér við land verður afrækt með öllu, enda er óskandi að svo yrði aldrei meðan land byggist, því eigi fá allir sjó- menn á þilskipum verið, þótt vöxtur Og viðgangur þilskipaútgerðarinnar sé hin mestu þjóðþrif á sínu svæði. Þvf minni mannhætta, sem fyigir bátfiskinu, og því minna mannafl, sem það krefur, því arð- vænna mætti það verða En eina með- alið, er þessu mætti orka, eru hentugar, hagkvæmar og traustar bátahreyfivélar. Síðast, en ekki sfzt, vil eg í sambandi við þetta mál geta þess þakklátlega, að eg mætti meðal hinna mörgu Dana, er eg eitthvað átti saman við að sælda á- hrærandi þetta og fleira, hinni mestu al- úð og liðsemd. Mér var og sönn ánægja að því, að þeir, sem minntust á Islend- inga við mig, gerðu það méð hlýjum hug. Það var ekki að heyra, að þeim þætti konungur vor hafa í neinu gengið of nærri rétti þeirra, til þess að gera ís- lendingum til geðs og hagnaðar. Hitt mátti á þeim skilja, að þeim þætti það firna ógæfa fyrir Island og framtíð þess, ef óhlutvandir æsingamenn meðal þjóðar vorrar gætu framið það hermdarverk, að ringla og trufla samvinnuhug og þrek þjóðarinnar með ósvífnum undirróðri og blekkingum, og fyrir þantí skuld gera oss heimastjórn þá, er nú höfum vér fengið, að minni happagjöf, en annars hefði ver- ið. Munu og allir hinir betri mennirnir meðal þjóðar vorrar álíta þetta hið mesta sannmæli. Mættu hér margir læra af orðum Dana, eins og vér megum allir það eitt af þeim læra, sem gott er og nytsamlegt, að því er kemur til landbún- búnaðar og sjávarútvegs. Rvík I2/i2 '05. Pistill úr Rangárþingi. Ósannindí og blekkingar Valtýinga. Úr Rangárvallasýslu er ritað 13. f. m, Af fréttum héðan er ekki neitt sérlegt að segja. Pólitiski gauragangurinn er nú hjaðnaður niður hér að rnestu leyti að sinni. Að minnsta kosti verður eigi ann- ars vart, en að þjóðræðisliðið hafi nú hægt um sig,j eða forsprakkarnir í því, enda mætti nú ætla, að þeir fremur skömmuðust sín en hitt, fyrir allaframmi- stöðuna, og ekki hvað sízt fyrir síðasta heimskuflanið, að láta general Björn hafa sig til að skrifa sjálfir undir, og fá aðra til að skrifa undir áskorun til stjórnar- innar, að neita um konungsstaðfestingu á þeim lögum, sem þeir sjálfir höfðu eigi séð og höfðu meira að segja ekki minnstu hugmynd um, hvers efnis voru. En það er svo augljóst, sem nokkur hlutur getur verið, að það höfðu þeir ekki, þá er þeir voru að fá menn til að skrifa undir beiðn- ina um neitun á staðfestingu laganna og gerðu það sjálfir. J>að er því ekki ósenni- legt, að þeim hafi brugðið illilega í brún, er þeir sáu lögin sjálf eða fóru að fá ljós- ari hugmynd um innihald þeirra, og kom- ust jafnframt á snoðir um það, að Björn karlinn hafði leikið þá svo grálega, að kotna þeim til að skrifa undir þá heimsku sem hvorki hann sjálfut* — sem þeir þekkja þó sem óvöruvandan — né nokk- ur hinna forsprakkanna í höfuðstaðnum, gat verið þekktur fyrir að undirskrifa, En að smalar Bjöins gamla hér í sýslunni séu fremur sneyptir og uppburðarlitlir eptir frammistöðuna má ráða af þvf, að enginn þeirra kom á leiðarþing þau, sem þing- maðurinn, sem hér á heima, hélt á tveim stöðum 1 sýslunni, á Seljalandi 28. okt. og Reyðarvatni 3. nóv. Og þar sem leið- arþing þessi voru haldin á tveimur stöð- um, og jafnframt hentugustu í sýslunn: og bezta og blfðasta veður var báða fundar- dagana, þá gafst Valtýingum hér í sýsl- unni óneitanlega þar með hið bezta færi til þess á aðra hlið að færa rök fyrir skoð- unum sínum og atferli slnu hér í sumar og á hina hliðina að finna að frammistöðu þingmannsins, ef þeim fannst hún að- finnsluverð. En það var ekki að sjá að þeir hirtu um að nota slíkt færi. Af 20— 30 manns, er sóttu annan fundinn og full- um 30, er voru á hinum, var enginn af hinum valtýsku forsprökkum og það verður eigi öðruvísi skilið en svo að þeir hafi hvorki treyst sér með rökum að verja skoðanir sfnar og atferli né að finna að framkomu þingnrannsins og gerðum meiri hluta þings- ins. Því að þó að það sé regla þeirra að tala aldrei í heyranda hljóði um ágreinings- málin, ef þeir vita af einhverjum nærstödd- um, er þeir geta búizt við að hefji mót- mæli, heldur taka að jalnaði einn og einn út úr hópnum til þess að reyna að blekkja hann, þá virtist svo sem þeir í þessum tilfellum hefðu átt að gjöra undantekningu frá þeirri reglu og mæta á leiðarþingunum, öðru eða baðum, til þess að verja skoðanir slnar og atferli, ef þeir hefðu treyst sértil þess og það því fremur sem þingmaður- inn sýndi með því að halda þau og á- kveða þau á hinurn hentustu stöðum, svo fyrir þá sem aðra, að hann var ekkert smeykur við þá. En þeim hefur vafalaust fundizt málstaður sinn ekki sem beztur og þessvegna þótt vissast að mæta ekki. Reyndar hafði einhver liðsafnaður meðal þeirra í því skyni, að mæta á Reyðarvatns- fundinum átt sér stað í Asa- og Holtahreppi en þeir týndu aftur smátt og smátt á leið- inni tölunni, svo að þegar austur yfir Rangá kom, að Varmadal voru eigi nerna einir tveir orðnir eptir, Páll í Ási með öðrurn manni. En þegar hann þar frétti, að á fundinum mundu eigi af hans „flokks" hálfu verða aðrir honum betri til andsvara og varnar þótti honum heldur ekki árenni- legt að halda lengra, heldur sneri hið bráð- asta til baka aptur heim til sín. Fram- koma og aðferð Valtýinganna hér 1 sýslu 1 þessu tilfelli sem öðrum, sýnir það aug- ljóslega að þeir finna það vel, hversu at- staðaþeirra er ill og óverjanleg. Þeir hafa búizt við að á leiðarþingunum mundi koma fram sannar og réttar upplýsingarum mál- in og að þar mundi ómögulegt verða að koma við ósannindum og blekkingum, þar sem þingskjölin voru öll við hendina. En ósannindin og blekkingarnar eru þeirra einu og aðalvopn. Sem dæmi upp á ó- sannindi þeirra má nefna það, að ýmsir þeirra, sem skrifuðu undir áskorunina til þingins í sumar um að taka loptskeyti en hafna ritsíma, játa nú hreinskilnislega að þeir hafi verið tældir til þess af undirskripta. smölunum, ýmist með þeim ósannindum að ritsíminn kostaði margar miljónir króna, en lopt- skeytin alls ekki neitt, ým- ist með þeirri rangfærslunni, að 8 k r. 50 aura kostaði að tala 10 orð í tal- símann. Og sem dæmi upp á blekk- ingar þeirra má geta þess, að einn undir- skriptasmalinn — og hann ekki af lakari endanum tekinn — tældi mann, einn ef ekki fleiri, til að undirskrifa áskorunina til stjórnarinnar um að neita ritsfma- og talsímalögunum um samþykki, með því að telja honum trú um, að undir það skrifaði hver maður eða kjósandi á landinu. Mað- urinn tók sem vonlegt var, orðin eins og þau voru töluð og skrifaði undir til þess að gera sig ekki úrkynja öðrum lands- mönnum. En undirskriptasmalinn ætlar auðsjáanlega og hefur ætlað, ef á þyrfti að halda að smokka sér út úr ósannind- unum með því að segja, að hann hafi átt við Landmannahrepp. Slfk og þvílík hafa verið ósannindin og blekkingarnar hér sem annarstaðar. Og því er miður, að marg- ur hefur um stund látið blekkjast, af þvf að hann treysti um of ráðvendni og sann- sögli undirskriptarsmalanna. Slíkt er þeim vorkunn, sem sjálfir eru ráðvandir og sann- söglir, en þekkja eigi sjálfir sem bezt mál- in og hvatir smalanna og þess eða þeirra er þá sendir. ,En þegar sannleikurinn fer að ryðja sér til rúms — sem hann gerir smátt og smátt f þessum ágreiningsmálum eins og í öðrum efnum — og hvatir og að- ferðir hinna valtýsku forsprakka bæði hér sýslu og annarsstaðar taka að verða opin- berari og lýðuni ljósari, þá er það senni-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.