Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.12.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR . 229 legt, að bæði hér og annarsstaðar fari fylg- ið við þá að dofna, og það verði þeim ekki til aukinnar virðingar, að hafa reynt til að draga og dregið á tálar með rang- færslum, blekkingum og ósannindum menn sem stóðu miður að vígi en þeir, til að geta vitað hið sanna og rétta 1 þessum efnum. Miklu fremur má ráð fyrir því gera, að það álit og traust, sem þeir hingað til hafa notið, að minnsta kosti sumir þeirra, rýrist eigi alllítið eða skerð- ist við framkomu þeiira á síðastliðnu sumri. Enda verður það að álítast þeim maklegt, hvort sem rangfærslur þeirra, blekkingar og ósannindi hafa heldur stafað af fávizku eða beinum illvilja, þar sém þeim, sjálfum forsprökkunum átti að vera innan handar og í lófa lagið að vita hið sanna og rétta í málum þeim, sem þeir hafa gert að á- greiningsmálum. Pistill frá Höfn. Það hefur löngum verið orð á því gert, að Danir væru fáfróðir um Island og hagi þess; en það mega þeir þó eiga, að þeir taka feginsamlega öllum fregnum frá fslandi, þó að þeir kunni ef til vill ekki alltaf sem bezt grein að gera á gildi þeirra. Það má því geta nærri hvaða fengur það er fyrir danska blaðamenn, þegar íslenzk leikkona kemur rakleiðis til þeirra til þess að fræða þá um íslenzka leiklist, enda eyðir „Politik- en“ 15. okt. næstum tveim dálkum til þess að skýra frá öllum þeirn fróðleik, sem frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir hefur látið ein- um af meðritstjórum blaðsins f té um það efni. Með því að eg hygg að fleirum en mér kunni að þykja sumt fróðlegt og ný- stárlegt í skrafi Ieikkonunnar við Dani, þá skal eg ofurlítið minnast á það. Blaðamaðurinn, sem frk. talaði við, segist ekki einu sinni hafa haft hugboð um, að fastur leikflokkur væri í Reykjavík áður en hi'in birtist í gættinni hjá honum. Honum hefur því lfklega heldur en ekki þótt tíðindi, þegar hann fékk að vita, að 8 manns væru í félagi f Reykjavík til þess að halda þar uppi sjónleikum. Og til þess enn rneir að „imponera" veslings Danskinum, telur hún upp alla karlmenniná og tilfærir stétt þeirra f mannfélaginu. Jens er bankamaður, Frið- finnur prentar dagblaðið, (það er vfst alveg nýbyrjað, að minnsta kosti hef eg ekki séð það ennþá), Arni og Helgi eru við verzlun- ina (það er þó vfst ekki komin „Monopol"- verzlun í Reykjavfk, eða er Thomsens Maga- sín btíið að gleypa allar hinar?). Aptur á móti er Kristján Þorgrfmsson svo rfkur, að hann þarf ekkert að gera, og getur því gef- ið sig allan við leiklistinni. Af leikkonun- um er hinsvegar engin nefnd nema frk. Gunnþórunn sjálf, hvort sem það kemur til af þvf, að hinar tvær sem eptir eru, ertt svo ómerkilegar, að henni hefur ekki fund- izt taka þvf, eða hæverska hennar hef- ur bannað það. Aptur á móti fær maður að vita, að hún sjálf er ein af máttarstoð- um leikfélagsins, og hefur með naumindum fengið leyfi til þess að ferðast til Kaup- mannahafnar til þess að kynnast danskri leiklist. En það furða eg mig mest á, að leik- félagið skuli vera að basla nokkuð við að leika á meðan þessi „íslands frú Henning", sem blaðamaðurinn nefnir hana (í gamni eða alvöru ?) er f burtu og lætur ekki held- ur farandleikflokkana, sent hún segir að f mörg ár hafi ferðast um á Islandi, vera eina um hituna. Hvar skyldi maður annars geta átt kost á að sjá listir þeirra? Unt lista- smekk íslendinga segir frk., að þeir séu ekki mikið fyrir kát og fjörug stykki, en „vaudevillum" Bögh’s séu þeir mjög hrifnir af. Til þess að sýna, hvað leiklistin standi á háu stigi, telur hún upp heilmörg dönsk stykki, sen^félagið hafi leikið. Eitt íslenzkt stykki kvað hún líka hafa verið leikið („Skip- ið sekkur"). Blaðamanninn langaði til þess að vita hvað efni þess væri. Hann varð heldur ekki litlu fróðari, þvf að hún fræddi hann á því, að það væri um — ást, og verður því ekki skarplegar lýst f jafnfáum orðum. Um húsnæðið og leikútbúnað annan skraf- aði frk. ýmislegt, og kvað hann harla léleg- an. „Dekorationirnar" eru t. d. aflóga frá Dagmar-leikhúsinu í Höfn. Eg hugði í fyrstu, að hér væri átt við leiktjöldin, en mað- ur, sem er nákunnugur leikfélaginu, hefur fullvissað mig um, að það nái ekki nokk- urri átt, og geti hér ekki verið átt við ann- að en brúkaðar hárkollur(!), sem leikfélagið hefur fengið frá Dagmar-leikhúsinu fyrir nukkrum árum. Það er auðséð, að leik- konan hefur ætlað að skýra nákvæmlega frá öllu, en stundum er það líka kallað slúður, ef langt er farið í þvf efni, Þetta verður nú að nægja, en eg hygg samt að af þessu megi menn verða nokkru fróðari um þá fræðslu, er leikkonan hefur veitt Dönum um leikmennt fslendinga. í nóv. 1905. Studiósus. Bæjarstjörnarkosning á að fara hér fram 3. janúar næstk. Á þá að kjósa f bæjarstjórnina 6 fulltrúa af hærri gjaldendaflokki, og eru þeir rúm 400, er atkvæðisrétt eiga við kosninguna, en hún fer fram eptir lögunum 10. nóv. 1903 og er hlutfallskosning og leynileg. Kosið verður eptir listum (með nöfnum fulltrúaefnanna), er merktir verða A, B, C o. s. frv. og verða þeir festir upp f kjörherberginu, svo að hver kjósandi geti áttað sig á, hver sé listinn hans, eða hvern listann hann vill helzt kjósa. . Á kjörseðli þeim, er hann fær verður hann að gæta þess, að setja kross X og ekk- ert annað við bókstaf þess lista, er hann ætlar sér að kjósa. Nafn sitt má kjós- andi sjálfur alls ekki skrifa á seðilinn, þá er hann ógildur. Þeir 6 fulltrúar, sem nú ganga úr bæj- arstjórninni eru: Guðm. Björnsson, Jón Magnússon, Kristján Jónsson, Sighvatur Bjarnason, Sigurður Thoroddsen og Þór- hallur Bjarnarson. Tveir hinna sfðast- töldu hafa lýst yfir þvf, að þeir tækju ekki endurkosningu og sama mun vera að segja um Guðm. Björnsson. Það koma því naumast til greina nema 3 hinna gömlu fulltrúa. Óvíst er enn, hve margir listarnir verða, en einna almennast fylgi mun sá listi hafa, er félagið »Fram« hefur á fundi í gærkveldi samþykkt að fylgja fram. En á þeim lista eru þessi fulltrúanöfn og í þessari röð : Jón Þorláksson verkfræðingur. Magnús Blöndal snikkari. Jón Magnússon skrifstofustjóri, Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Ásgeir Sigurðsson kaupm. Þorst. Þorsteinsson kaupm. Ganga má að því vísu, að önnur félög hér í bænum aðhyllist þennan lista. En þó munu sum vilja hafa suma kandídat- ana ofar f röðinni og þvf vissari til kosn- ingar en á þessum lista t. d. þá Sighvat og Ásgeir, og er því allsennilegt, að ann- ar listi með nöfnum þeirra, annars eða beggja, verði lagður fram. Veitt prestakðll. Landeyja- þing veitt 22. desbr. séra Þorsteini Bene- diktssyni presti að Bjarnanesi. Torfastaðir veittir s. d. kand. Eirfki Stefánssyni. Laust prestakall. Bjarnanes í Austur-Skaptafellsprófastsdæmi (Bjarnanes- og Einholtssóknir. Metið kr. 1193.56. — Á prestakallinu hvílir lán, tekið í landsbank- anum samkv. lhbr. 30. júlf 1901, sbr. lhbr. 20. marz 1902 (Stj.tfð, 1901, B. bls 119 og Stj.tfð. 1902, B. bls. 55), upprunalega 400 kr., nú að eptirstöðvum 239 kr. — Veitist frá næstu fardögum. — Auglýst 28. des. 1905. — Umsóknarfrestur til 20. febr. 1906. Messur í dómkirkjunni um áramótin. Gamlársdag kl. 12: séra Bjarni Hjaltesteð. ----kl. 6: séra Jón Helgason. Nýársdag kl. 12: dómkirkjupresturinn. ----kl. 5: Lárus Thorarensen cand. theol. Jarðarför Páls Ólafssonar verður 2. janúar kl. 11*/* f- h. frá Laufásvegi 5 og verður þaðan farið beint í kirkjugarðinn. Sérstakt titilblað með efnis- skrá, 2 heil blöð og 8 aukablöð hafa kaupendur Þjóðólfs þatta ár fengið aukreitis, umfram ákveðna blaðatölu. Næsta ár fá kaupend- ur að minnsta kosti ekki minni viðauka. Duglegur drengur, 14—16 ára, vel reiknandi og skrifandi, óskast til J. P. T. Brydes verzl- unar í Reykjavik. Umsókn rituð með eigin hendi, sendist fyrir 15. janúar 1906, ásamt meðmælum kenn- ara eða einhv. áreiðanl. manns, um að pilturinn sé— vandaður og vel að sér. LJkkranzar og kort á Laufásvegi 4. A 1 y* sem Þekkja 111 I til kaupa helzt í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg 20. B. o o o o o o • Kartöflur í VERZLUN H. P. Duus. ••••••• SAMKOMUHÚSIÐ B E T E L við Ingólfsstræti og Spítalastfg. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 6V2 e. h. Fyrirlestut. Midvikudaga: Kl. 8 e. h. Biblíusatntal. Laugardaga: kl. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibliulestur.—Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, er til skulda telja í dánarbúi Daníels bókbindara Hjaltalíns, er andaðist að Geirseyri 6. f. m., að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituð- um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu Barðastrandarsýslu 4. desbr. 1905. G. Björnsson. Hið íslenzka kristniboðsfélag heldur fund næstkomandi þriðjudag 2. janúar 1906 kl. 8 síðdegis í samkomu- sal K. F. U. M. Reykjavík 28. desember 1905. Lárus Haldórsson formaður. Consum- Chocolade, Kaffi brennt og malað bezt í verzlun H. P. Duus. Vogrek, í síðastliðnum septembermánuði rak fyrir landi Bálkastaða í Ytri-Torfustaða- hreppi bát með norsku skektulagi, farviðs- og þóptulausan og taisvert brotinn, bæði bönd og byrðingur. — Báturinn er á lengd 8 ál. 12 þuml., breidd um miðju 2 ál. 12 þuml. og dýpt 22 þuml. — Ekkert auðkenni er á bát þessum, en kaðalspottum fest í báða enda hans. Er hér með skorað á þann, er eiga kynni bát þennan, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna heim- ildir sínar fyrir honum og taka við honum eða andvirði hans, að frádregn- um öllum kostnaði. Skrifstofu Húnavatnssýslu 15. nóvbr. 1905. Gísii ísleifsson. Verdið á Maypole sápu hefur ekki verið sett nógu mikið nið- ur í sápuverzluninni í Reykjavík, því Verzlunin Edinborg getur vel selt hana á 30 a. st. Vali og himbrima. Vel skotna fugla, einkum vali og himbrima kaupa undirritaðir háu verði. Daníel Bernhöft. Vilhelm Bernhöft. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu Söfnunarsjóðs ís- lands verður eign frú S. Eggerz, ‘/4 úr jörðinni Akureyjum í Skarðstrand- arhreppi í Dalasýslu, selt við 3 opin- ber uppboð. 2 fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar föstudagana 9. og 16. febrúar 1906, kl. 2 e. h. en hið þriðja á sjálfri jörðinni föstudaginn 2. marz kl. 2 e. h. Uppboðsskil- málarnir verða til sýnis á skrifstofu sýslunnar 2 dögum fyrir 1. uppboðið- og á uppboðunum. Skrifstofu Dalasýslu 10. des. 1905. Björn Bjarnarson. Bezt kaup Sköfatnaði í Aðalstræti 10. I haust var mér undirskrifuðum dregin 2 lömb með mínu eigin marki: stýft, standfj. fr. v. Réttur eigandi gefi sig fram og sanni eignarétt sinn, borgi mér auglýsingu þessa og kostnað, og semji við mig um markið. Læk í Flóa 9/i2 '05. Guðm. Snorrason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.