Þjóðólfur - 02.03.1906, Page 2
34
ÞJÓÐOLFUR.
Sjönleikar.
Leikfélag bæjarins er nú byrj.að á nýj-
tim leik, er nefnist »Gitdran« eptir Emile
Zola, og er leikur þessi saminn eptir
einni skáldsögu höfundarins (L’Assom-
moir«). Leikrit þetta á að sýna hinar
voðalegu afleiðingar ofdrykkjunnar og
hvernig menn drekka frá sér allt vit, ger-
spilla heilsu sinni, og glata fé og farsæld
í óminniselfum Bakkusar, þreklausir og
viljalausir, unz ofboðslegt drykkjuæði og
breonivínsslag gerir út af við þennan
þræl freistinganna, ofdrykkjumanninn.
í leiknum er sýnt, hvernig maðurinn
hrökklast smátt og smátt lengra niður
á við, sekkur dýpra og dýpra, þangað
til ekki er lengur viðreisnar von. Zola
dregur þessar hræðilegu myndir upp með
hinum svörtustu dráttum til að gera þær
enn ægilegri, svo ægilegar, að mörgum
mun þykja nóg um. En vtðast hvar
kemur í Ijós mjög glögg þekking á mann-
lffinu og mannlegum tilfinningum, er sýn-
ir, að meistari hefur um fjallað. T. d.
má taka þann þáttinn, þegar félagar of-
drykkjumannsins Coupeau blikksmiðs, og
óvinur hans eru að freista hans til að fá
sér í staupinu í veitingahúsinu »Gildrunni«,
þá er hann hefur einlæglega ásett sér að
bragða ekki vín framar. Þeir slá einmitt á þá
strengina, er þeir vita, að bezt muni hrífa
til að tæla hann f gildruna: að hann
þori ekki að drekka fyrir konunni, þori
ekki einusinni að lykta af staupi, sé orð-
inn ræfiil, þoli ekki vín lengur, það hafi
verið öðruvísi áður o. s. frv. Og þetta
stenzt Coupeau ekki, en þá er hann einu-
sinni er búinn að væta kverkarnar, þá
er líka spilið unnið fyrir þeim. Mjög
góður er einnig þátturinn, þá er Coupeau
kemur heirn af sjúkrahúsinu, fastráðinn
1 að falla ekki optar fyrir freistingunni,
sérstaklega af því, að læknirinn hefur
sagt honum, að eitt staup af (sterku) tíni
mundi drepa hann. En samt fellur hann
þegar, af því að hann telur sér trú um,
að »eitt staup« geri þó ekki út af við
sig, vitandi ekki það, að honum er ó-
mögulegt að láta þar við sitja, viljaþrek-
ið er gersamlega þrotið. Enda sýpur
hann þar upp úr konjakksflöskunni, verð-
ur bandóður og dettur niður dauður. í
þessum þætti leikur Árni Eiríksson sér-
lega vel, bæði aðdragandann, þegar hann
er að hampa flöskunni milli har.dannaog
tala við sjálfan sig og ekki sízt drykkju-
æðið sjálft. Sama er að segjá um leik
hans í boðinu heima hjá sér, þar sem
hann sofnar við borðið (t. d. þegar hann
vaknar og sér Lantier) og eins leik hans
í veitingahúsinu. Þetta eru þættirnir
þar sem hann leikur bezt, víðast hvar á-
gagtlega, en allur getur leikur hans góður
kallazt.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir, sem hef-
ur annað aðalhlutverk leiksins á hendi,
fer einkar vel með það. Sérstaklega
tekst henni þó vel í síðara hluta hans, að
sýna eymdina og volæðið, þá er ógæfan
hefur þyrmt yfir hana, og öll sund eru
lokuð, svo að hún verður síðast að ganga
út og betla, biðja ölrnusu þær persónur,
er mestan þátt höfðu átt í ógæfu hennar
og hún hataði. En þá er þrek hennar
einnig þrotið og tilfinningin fyrir því hvað-
an gjafirnar séu, kemur ekki til greina.
Það er allt dautt, steindautt á hinum
löngu og þungu þrautaárum við sult og
sárustu neyð, ekkert annað eptir en blá-
ber krafan um brauðbita til að draga
fram hið aunia lif. Allt þrek, sjálfsþótti
og virðing fyrir sjálfum sér er þá ekki
lengur til, og hefur skáldið þar einmitt
komizt lengst í því að lýsa mannlegri
niðurlægingu á hinu allra lægsta og dýpsta
stigi. Og það er einmitt höfuðþunga-
jniðjan í þessum Icik: að láta Gervaise
tæma bikarinn til botns, bikar ólánsins
og niðurlægingarinnar, án þess að hún
væri sjálf nokkur sök í óhamingju sinni.
Og skáldið er sjálfu sér samkvæmt, slak-
ar hvergi á allt til enda, allt er ein sam-
felld bygging, er engin smíðalýti eru lát-
in skemma, eins og verið hefði og mörg-
um mundi hætt við t. d. ef Gervaise
hefði verið látin hrökklast frá með við-
bjóð, er hún vissi, hvaða þokka^jú það
voru, er hún var að biðja ölmusu. En
þá hefði niðurlægingin ekki verið alger.
Zola kemur það ekki til hugar, þvert á
móti, hann fylgir hugsun sinni út í yztu
æsar. Eins og áður er sagt, leikur frú
Stefanía konu þessa mjög vel, svo að ó-
víða verður með réttu að þeim leik fund-
ið. Mundi það trauðla á annara færi en
hennar að gera það jafnvel, allra sízt frá
þeim tíma, að ólánið dynur yfir hana.
Hr. Jens Waage leikur Laritier eðlilega
og hefur gott gerfi, eins og hann þarf að
hafa. En hlutverk hans er hvorki um-
fangsmikið né sérlega vandasamt, ensamt
skiptir miklu að vel sé með það farið og
það gerir Jens yfirleitt.
Hlutverk frk. Emilíu Indriðadóttur er
yfirgripsmeira og vandleiknara, en það er
óhætt að segja, að hún hefur nu í fyrsta
skipti fengið það hlutverk, sem hún kann
að fara rétt með og hefur fengið eitthvað
úr, sem líkist góðumleik, og sýnir það,
að til eru hjá henni hæfileikar í vissa
stefnu, sem með æfingu gætu orðið ein-
hvers virði, ef til vill mikils virði á leik-
sviðinu. Látbragð hennar, hreyfingar og
svipbreytingar, eru t. d. einkar góðar og
allur leikur hennar yfirleitt í góðu lagi.
Það væri ósanngirni og hlutdrægni að
segja annað. Ávallt gleðilegt að sjá fram-
farir í hverju sem er.
Af hinum smærri hlutverkum mætti
sérstaklega benda á »Rauða-Bibi«, sem
er allskrítinn náungi og vel leikinn af
Jóni Kristjánssyni stud. med. »Bieiknefur«
(Magnús Pétursson) er og sæmilegur, en
Friðfinnur nær ekki almennilega tökum
á »Stígvélabrokk« eða hvað hann nú
heitir. Hann hefur og í þetta skipti ekki
lært nógu vel, það sem hann á að segja,
og vantar einnig gerfi, og er það alveg
ótækt í s 1 í k u hlutverki (og enda optast
nær), að koma fram fyrir áhorfendurna
og eiga að vera drykkjurútur, en vera
svo alveg eins útlits, eins og hversdags-
lega, t. d. að taka eins og á Goodtempl-
arfundi. Væri Friðfinnur t. d. alkunnur
drykkjumaður, þá væri það kannske
heppilegt, að hann breyttí sér ekkert og
léki sjálfan sig. Þórður heitinn Malakoff
hefði t. d. verið ágætur sem drykkju-
maður á leiksviðinu, eins og hann sat og
stóð. Kr. Ó. Þorgrímsson er og optast
nær góður eins og hann er með sfnu
eigin gerfi. F.n það gildir um fæsta.
Leikfélagið þarf einmitt að athuga þetta,
því að segja má, að hálfur leikur sé
. fólginn í heppilegu gerfi; að minnsta i
kosti hjálpar það leikandanum afarmikið,
og hylur fjölda leikgalla fyrir flestum á-
horfendum.
Að leikur þessi, jafnvel sem hann er
leikinn yfirleitt, fellur bæjarbúum ekki
betur í geð, en hann gerir, kemur af því
hve dapurlegur og skuggalegur hann er
og hve hörðum tökum hann tekur á of-
drykkjubölinu og eymdinni, sem af því
stafar. Það finnst mörgum um of. En
það hefur enginn illt af að sjá hann samt.
Og víst er um það, að öllu snarpari
útbreiðslufyrirlestur til eflingar bindindis
er vandfundinn, svo að leikfélagið ætti
í rauninni heimting á að fá hjá Good-
templarfélaginu rnikinn hluta þess land-
sjóðsstyrks, sem þvf er veittur þetta ár
til bindindisútbreiðslu.
Pistill úr Arnessþingi
30. jan.
Fréttafátt nú, enda lítið uni milliferðir
um héraðið. Sitja flestir heima við bústörf
sín.
Heilsufar fólks gott og mjög ólíkt þvf
sem var í fyrra. enda fáir dáið síðan snemma
á síðastliðnu sumii. Það sem af þessum
vetri er, má til þessa segja að hafi verið hið
ákjósanlegasta, svo útlit er fyrir, að hey-
fyrningar verði mjög vfða hér um, einkum
í lágsveitunum, því vel náðist þar til mýr-
anna, en elcki að tala um nýtinguna f hinni
miklu þurkablfðu, sem var í þessum hér-
uðum í sumar.
Svo virðist nú að hinar pólitísku æsingar,
sem hér gengu fjöllunum hærra í sumar,
liggi í dái, það fargan lognaðist upp þegar
eptir aðairéttirnar, þvf þar sprengdu sumir
forkólfar undirskriptasmalanna síðasta „spó-
ann“. Eptir réttatímann þegar allt tók að
kyrrast, heystörf voru úti o. fl., fóru menn
að kynna ser það sem komið var til þeirra
af þingtfðindunum frá sumrinu. Þá var og
nefndarálitið í ritsímamálinu tekið ofan af
hillunni, þvf nokkuð víða barst það út. Fór
þá von bráðar að koma í ljós, að æsingarn-
ar í því voru helzt til miklar og ómaklegar.
Kom þá og er enn að koma fram, að þeir
er suður riðu á hinn svonefnda þjóðræðis-
fund í Rvík., er haldinn var þar að kveldi
31. júlí og 1. ágúst, hafa víst eitthvað kynnt
sér þar annað en sannleikann; má máske
virða sumum þeirra það til vorkunar, er
týndu hestum sínum úr Geldinganesi. Þvf
þess er getið til, að sannleikurinn hafi
strokið með þeim og lent í Esjunni, og bfði
þar næsta þjóðræðisfundar, rnuni þá Skag-
firðingar koma þar að og leysa hann úr
læðingi.
Hvernig áem þetta nú var, brá hér ekki
öðru fyrir meðal undirskriptasmalanna eptir
suðurförina, en ófgtim og vitleysum, og
eru ýmsar góðar kýmnissögur til af ferða-
lögum og flekunarprédikunum þjóðræðis-
sendlanna. — Vitanlega er það ærið þungt
fyrir marga af kjósendum hér f sýslu, sem
annarstaðar, að verða fyrir því, en víðast
mun þeim vera stór vorkunn. Hvernig geta
t. d, einyrkjar um hásláttinn í beztu tfð,
misjafnlega viti bornir, eða áhugasamir, að
geta sagt nokkurn skapaðan hlut af né á, um
þau vaudamál, seiri þjóðræðisskjölin fóru
fram á að þeir skrifuðu undir; og svo þeg-
ar þar á ofan bættist, eins og áður er sagt,
að beilt var fráleitustu ósannindum opt sam-
*ara algerðu þekkingarleysi undirskripta-
veiðaranna, enda þótt prestur eða hrepp-
stjóri væri, er við þettá* voru helzt riðnir,
þá er nú ekki að kynja þó bændur tryðu —
enda yfirreiðum svo hagað, hér um að
minnsta kosti, hreppurinn þ. e. a. s. eða
allir þeir leiðitömustu fundnir sama daginn,
og við hvaða vinnu sem var; blek og penni
allt af við hendina, Væri húsbóndi með
fólki sfnu að skattast á engjum úti, varð að
kalla hann frá fólkinu, því þar kunni máske
að vera einhver er til heyrði, sem vissi
meira en sendillinn. Einn lögulegur bóndi
hér sagði meðal annars við fólk sitt þegar
hinni fyrsögðu athöfn var lokið. »Það var
nú betra að kunna að klóra nafnið sitt
»
hann N. N. kom með 5 skjöl handa mér
að skrifa undir, og eg skrifaði undir öll«*
Þá sagði einhver »Var það ekkl hættulegt,
voru þetta ekki ábyrgðarskjöl fyrir ein
hverja í Rvík?« »Nei, eg held nú ekki
Eg reyndar eins og þið vitið mátti ekki vera
að lesa neitt af þessu, heylestin er þegar
komin í teiginn, en þegar eg sá 15 hrepps-
búa mína undir þessu, og hreppstjórann - og
prestinn, þá bara skrifaði eg undir. N. N.
sagði mér líka, að stjórnin f Rvík væri að
setja landið og bændur á höfuðið; annar
þingmaðurinn hérna, sá, sem eg trúi á,
sagði honum, að 50 kr. kæhu á okkur hvern
meðalbónda — út af þessum andsk. »tele-
fon« og allt er eptir þessu«. Svona hefurþað
gengið.
Sumir kjósendur létu í haust ánægju sína
í ljósi í ölværð í sámreið úr réttum; að »nú
væri þeir búnir að biðja konginn með mörg
þúsund undirskriptum, að samþykkja ekki
fjárlögin frá seinasta þingi, og þeir hefðu
von um að það mundi takast, þá gætu þeir
ráðið sjálfir gjöldunum, það hefði merkur
maður úr Rvik sagt sér fyrir stuttu —
»þingið ínætti missa sig o. fl.« — —
Svona hefur þá heimska og illgirni sumra
Ianda vorra umþokast til hins verra á sfð-
ustu tímum — því satt mun það hafa verið,
að farið var fram á að fresta að samþykkja
fjárframlög úr landssjóði til ritsíma. Það
hefur þó til þessa verið talið eitt hið
bezta við þingréttindi þessa lands, að
landsmenn hafa o; þingið, óháð vald
yfir fé landssjóðs, og mátt beita þvf
valdi, og gert það — þjóðinni til hagsmuna,
eptir því sem föng hafa verið til. Fyrir þvf
að veikja þetta vald þingsins inn á við; eða
út á við, væru hrein og bein landtáð— það
mun nú máske ekki hafa verið tilgangurinn
með öllu þessu athæfi að gera þetta; í öllu
falli ekki ofan á. — En að öllu yfirveguðu"
— aðförunum í götustrákunum sumum í
Rvfk — þjóðræðisdaginn — yfirreiðunum
um héruðin með öllu, sem því fylgdi — þá
verður ekki annað fyrir séð, en þetta allt ef
í fulla framkvæmd hefði komizt, samkvæmt
öllum skjölum þeim, er brúkuð hafa verið,
að landið hefði misst frelsi sitt með öllu um
óákveðinn tíma. — — Forkólfarnir hefðu
þá væntanlega að loknu þessu starfi fengið
álíka heiðursnafnbætur og frelsishetjurnar(ll)
Mörður Valgarðsson, Árni „beiskur" og
Gissur Þorvaldsson — þessum merkishöld-
um(!l) verður saga vor sein að gleyma. —
Því má hnýta við bréf þetta, að Eyrbekk-
ingar og Stokkseyringar eru í undirbúningi
með að koma á hjá sér raflýsingu. í því,
skyni var þar á ferð fyrir stuttu, Halldór
Guðmundsson rafmagsfræð. — Taldi hann
að afl frá Reykjafossi í ölfusi væri
mögulegt að flytja þangað, en nokkuð
dýrt vegna fjarlægðar, enda örðugra aðstöðu,
þar eð bæir þessir eru í nokkurri fjarlægð
hvor frá öðrum, svo nokkuð dreifðir innbyrð
is, einkum Stokkseyri. Uin Ieið og raffræð-
ingurinn fór suður, hafði hann skoðað foss í
ós skammt frá Laugardælum, og litizt vel á
hann fyrir rafmagns-aflvaka; væri þetta at-
hugað nánar og afl fengist þarna nóg, væri
það afarmiklu ódýrara fyrir áður nefnda
kaupstaði, og hús, er á leiðinni væri, en í
fjarlægari staðnum. —
Fyrir stuttu var ráðanautur búnaðarfél.
Islands á feið á Eyrarbakka, að mæla þar
fyrir undirstöðu á sjógarði frá verzlunarlóð
Lefoliis (á henni er ramger sjógarður. sem
vel hefur staðÍ2t hafrótið) áleiðis að Óseyr-
arnesi. Er þetta stórfyrirtæki og hið þarf
asta, því á síð.rri árum hefur sjór í öllum
stærri flóðum gengið upp fyrir kampinn, og
borið sand og grjót með sér ( hinar svo
nefndu „Gljár“ og fyllt þær upp, og fært
auðnina að mýrinni þar upp af svo mjög, að
þar sem fyrir 10—20 árurn var blómgresi
og beztu slsegjur, er nú sandur og þönglar,
enda er tún og kálgarðar í Óseyrarnesi
eyðilagt að mestu af roksandi, sem mynd-
ast hefur at sjávarsandinum o. fl. Oddviti
Guðm. ísleifsson á Stóru-Háeyri hefur ept-
irlit með þessu verki.
Vox.
Kjósarsýslufundur
er nýafstaðinn, haldinn 15. þ. m. Sýslan
er, síðan skiptin, að eins 4 hreppar, nfl.
Kjósar-, Kjalarness-. Mosfells. og Seltjarn-
arness. Oddvitinn er Páll Einarsson, sýslu-
maður, lipur maður og skýr. Hinir nefnd-
armennirnir eru bændurnir Þórður Guð-
mundsson á Hálsi (nú niætti varamaðurinn,
Guðm. bóndi Sveinbjarnarson á Valdastöð-
um), Kolbeinn Eyjólfsson í Kollafirði, Björn
Bjarnarson í Gröf, Jón Jónsson í Mels-
húsum.
Fundurinn hafði 24 mál til meðferðar, og
lauk þeim á einum degi. — Auk hinna
venjulegu reikningsmála má nefna: Mosfells-
hreppi veitt leyfi til að kaupa jörð. Hrepp-
urinn er nýbúinn að kaupa smájörð (f
hreppnum), og ætlar nú að kaupa aðra
stærri, er liggur samtýnis við hina. Fjár-