Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 1
58 árg. Reykjavík, föstudaginn 20. apríl 1906. M 18. „Úr dularheimum“ ? Svo nefnast (þó ekki me<!' spnrnarmerki!) fimm æfmtíri, er Guðmundur nokkur Jóns- son þikist hafa »rita(3 ósjálfrátt« og Björn ritstjóri Jónsson hefur gefið út og ritað eftirmála við. Umiir einu af þessum æfiritírum standa nöfn eins dansks ritsnillings, H. C. And- ersens, og tveggja íslenskra, Jónasar Hall- grímssonar og Snorra Sturlusonar, líklega »rituð ósjálfrátts eins og æfintírið sjálft. Er þar með greinilega gefið í skin, að þessir snillingar hafi skotið æfintírinu í brjóst Guðmtindi Jónssini, er hann ritaði, þó að Ísafoldar-Björn segist að vísu ekki vilja fullirða neitt um það í eftirmálanum. Af því að nafn H. C. Andersens stend- ur first undir æfintírinu, virðist mega ráða, að honum sje eignað efni þess, enn Is- lendingarnir, Jónas og Snorri, sem eru ritaðir undii' samsíða, skör lægra enn Andersen, eigi að eins íslenska búning- inn, með öðrum orðurn, að Andersen hafi frumsamið æfintírið, enn Jónas og Snorri fslenskað það. Lftum þá first á efnið. Er það nokk- uð sviplíkt Andersen? Æfintíri þetta er eða á að vera beisk heimsádeila, napurt háð gegn þeim, sem vilja ekki taka fegins hendi við hinum níja fagnaðarboðskap, andakreddunni. Þeir eru »þegnar« í ríki »Heimsku drotn- ingar«. Þ^ir taka sig saman um að reina borðdans til að ná sambandi við anda- heiminn og Heimska drotning stendur hjá og hjálpar til. Enn auðvitað »liftist ekki matborð Heimskunnar«. Tilraunin mistekst, og er gefið í skin, að það sje Heimsku drotningu að kenna, eða vantrú þegna hennar á þetta spáníja náðarmeð- al, borðdansinn. Skáldið kallar til þeirra, sem ekki trúa : »Þið eruð heimskingjar; við hinir, sem trúum, hofum höndlað viskusteininn!« Er nú þetta líkt Andersen ? Að vísu kemur oft fram heimsádeila í æfintírum hans. F.nn hún er altaf brosmild, aldrei beisk eða nöpur. Allur trúarofsi, alt of- stæki við menn, sem eru á annari trú, er mjög fjarri honum. Meinlaus góð-" menska, bjartsfn mannúð, barnsleg hjarta- gæska og umburðarlindi skín út úr hverri línu, hverju orði hjá honum. Tökurn til dæmis söguna um »Níju fötin keisarans«. Það er heimsádeila, sem andakreddumenn hefðu gott af að lesa. Andersen gerir þar gis að auðtrúa mönnum, sem taka alla vitleisu góða og gilda, og þeim sem tala þvert um hug sjer af hjegómaskap að eins til að tolla í tískunni. Enn hann gerir það svo góðmótlega, að engttm get- ur dott'ð í hug að reiðast. Og einkenni- legt er, að hann iætur- saklaust barnið fletta ofan af heimskunni, og svo endar æfintírið með góðmótlegu brosi. Miklum vonbrigðum hlítnr Andersen að hafa orð- ið firir í öðru iíh, nukiö mótlæti og aö- kast af óhlutvöndum öndum hefur hann hlotið að þola, að hann skuli nú vera- orðinn svona þveröfugur við það, sem hann var áður í lifanda lífi, svona harð- ur og óvæginn í dónium sínum um aðra. Nei! Þetta efni er svo ó-andersenskt sem hugsast getur. Og þaí við bætist, að hugmindin um »Heimsku drotningu« er bersínilega tekin til láns hjá Hannesi_ Hafstein úr hinu al- kunna Lofkvæði hans til Heimskunnar. Hugmindasnauður má Andersen vera orð- inn, ef þetta er eftir hann. Enn er eitt. Á titilblaði æfintírisins er sagt, að það sje ritað 19. mars T906, og f upphafi þess sver skáldið og sárt við leggur. að »sjáatburðrgerisk nú (o: 19. mars 1906), es getrumþetta æfintýr«. Þetta er ekki f sem bestu sarnræmi við það, sem á eftir fer. ÖIl lísingin á hinum itra aðbúnaði í ríki Heimsku drotningar er með fornaldarblæ. Atburðurinn, sem frá er sagt, gerist í veisluskála Heimsku drotningar. Þar sit- ur hún »í ö n d u g i« og skipar gestum sínum á báða bekki »ok þó flestum á enn æðra bekk«. Þar lætur hún »skjót a upp skutlum fyri gesti sína« til að matast við, þ. e. að segja: menn matast við mörg smáborð, eins og títt var í fornöld. Nú má að vísu segja, að ímindunarafli æfintíraskáldsins sjeu ekki settar þröngar skorður. Enn samt eru æfintíraskáldin, eins og hver önnur skáld, bundin við eitt lögmál, við lög- mál listarinnar. Er líklegt, að Andersen hefði gefið þeirri frásögtr, sem hjer erum að ræða, annan eins forneskju-blæ, þar sem þó beint er sagt, að atburöurinn ger- ist 19. mars 1906? Andersen er þvert á móti vanur að færa æfintíri sín í nú- tíðarbúning, jafnvel þau, sem hann hugs- ar sjer að gerist í forneskju. Svo er t. d. í sögunni um eldfærin; þar fer her- maðurinn á sjónleiki og ekur vagni sfn- um í »Kongens Have« og kóngur og drotning drekka tevatn að morgni dags o. s. frv., o. s. frv. Og slíkt er ofureðli- legt í æfintírum, sem eru ætluð börnum. Frásögnin læsir sig betur í huga barns- ins, verður öll ljós og lifandi, ef hún er máluð með litum sem það kannast við, ef sagt er frá því, sem ber firir augu þess á bverjum degi. Nei 1 Aldrei hefði Andersen klætt þetta efni í svo forn- eskjulegan búning. Og svo kemur borð- dansinn, þetta fóstur nútímans, eins og skollinn úr sauðarleggnum inn í alla forneskjuna ! I Merkilegt er og, að höf- undurinn getur ekki einu sinni að sjer gert að firna, þar sem hann minnist á andaheiminn. Hann talar um »anda manna dáinna ok þeira es Valliöll byggja«!! Rjett eins og þeir, sem Valhöll biggja, sjeu ekki dánir ! Það er þvf ljóst, hvar sem á efnið er litið, að það getur ekld verið frá Ander- sen runnið. Lítum þá næst á málið, íslenska bún- inginn, sem þeim Snorra og Jónasi er eignaður. Höfundurinn, hver sem hann nú er, hefur bersínilega gert sjer far um að rita fornt mál. Hann hefur ekki haft vit á aðv sjá, hve illa slíkur forneskjubún- ingur íer á æfintírj. Æfintíri eru ætluð börnutn fremur öðrúm. Forneskjulegt orð- færi er börnum óskiljaniegt og drepur al- veg alt hið barnalega, sem einkennir Meðal alls þess „sælgætis" sem fæst í Verzi, EDlNBORGIReykjavík má meðal annars nefna: Cadbury’s Creara CHoeol. í kössum á 0,10, 0,25, 0,35 o. s. frv. do. milJt Choeol. í plötum 0,50. Kirsebær (kandiseruð 1,10 og allskonar ávexti ferska og í dósum o. m. fl. Nóg til af hinum annáluðu svínslærum »- Einnig nýmjólkurostar bráðfeitir á o,7S, 0,85 og 1,00 svo og thebrauð og kaffibraisð margskenar. Sitron sodavatn og Mörk Carlsberg til að skola matnum niður með, o. m. fl. Þrátt fyrir hina miklu aðsókn að vefnaðarvörubúðinni í Ingólfshvoli er þar eigi nein rýrnun á hinu mikla vöruúrvali, því með hverju póstskipi koma alltaf nýjar og fáséðar vörur. — Jafn margbreytt og stórt úrval af Sjölum, kj öla- og svuntutauum er aJveg eins dæmi hér í Reykjavík. — Þar verður bezt að kaupa Sumarsj ölin. æfintírið. Þetta skildi Andersen. Enginn ritar einfaldara, bnrnslegru daglegt mál enn hann. Enn úr því að þetta æfintíri sem hjer er um að ræða er eignað Snorra, hefur höf. ekki þótt annað duga enn að firna málið sem mest. Samt hefur honum þótt varlegra að skrifa Jónas undir með Snorra, því að þá má kenna Jónasi um, ef einhver sletta úr níja málinu kinni að finnast einhvers staðar f æfintírinu. Og slíkar slettur koma firir þegar í upphafi þess. Þar segir svo: »Nú skulu þér menn heyra, fyrir ykkar góðar tilgorn- ingar, þat es vér kölium æfintýr". Hjer er þér rjett haft eftir venjn fornmálsins, þegar um marga (fleiri en tvo) er að ræða. Enn í ykkar felst tvöföld villa frá sjónarmiði forntungunnar; first og frernst er ykkar þar aldrei haft nema um tvo, og þar næst ætti hjer að standa ykkrar, þolf. fleirt. í kvennkini af eignarfornafn- inu ykkarr. Enn frenutr er orðið ú h á ð r f sömu merkingu og danska orð- ið »uafhængig« mjögnítt, mun varlafinn- ast í bókum fir enn á þessari ö!d ; nokkru eldra er háður, »alhængig«, (kemur firir í orðab. Björns Halldórssonar), enn í fornurn ritum finst það hrergi, svo að jeg viti. Þetta og því Ifkt mun þvl vera Jónasi að kenna, og er ekki vert að fást um það. Hitt er miklu verra viðíangs, þar sem höfundurinn gæt,ir ekki hófs í forneskj- unni, og eignar þeim* Snorra og Jónasi orðmindir, sem vóru orðnar úreltar á dögum Snorra. Hjer getur Jónas ekki borið blak af Snorra. Bæði Jón rektor Þorkelsson og Konráð Gíslason hafa sann- að það firir löngu, að Snorri hefur ekki sagt es, heldur er (nút. af vera, eldra vesa), enda er Snorri sjálfur órækastur votturinn um það í Háttatali sínu. Þar stendur þetta erindi (82.): Slíkt er svá siklingr á — öld þess ann — orðróm þann : jarla er austan ver, skatna skýrstr, Skúli dýrstr. Hjer eru alstaðar aðalhendingar í hverj- um vísufjórðungi, < þriðja fjórðungi e r: ver. Nú hefur ver altaf verið frambor- ið með r, og hlítur þá sá, sem þetta orti, Snorri Sturluson, að hafa sagt er, enn ekki es. Sama kemur fram, enn þá ljósara, í 87. erindi. Það er svo: Drífr handar hlekkr, þar er hilmir drekkr; mjök er brögnum bekkr blfðskálar þekkr. Leikr hilmis lier hrein gullin ker — segi ek allt sem er — við orða sker. Hjer gerir er aðalhending við þrjú o r ð (her, ker, sker), sem öll hafa r, og er þá Ijóst, að höf. hefur sagt er. I æfintírinu hefur sá, sem það hefur sam- %

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.