Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 2
68 ÞJÓÐOLFUR. áð, altaf es bæði sem nútíð af vera og sem fornafn eða samtengingarorð. Aftur á móti er hann ekki sjálfum sjer sam- kvæmur að því er snertir mindirnar vas eða v a r , hefur oftast »v a s« (281.5, zq9, 304), enn þó einu sinni »v a r« (28“). Nafnháttur orðsins kemur firir einu sinni í mindinni »vera« (2714). Eflaust hefur Snorri sagt var og vera (ekki vas og v e s a); svo hefur Einar Skúlason borið fram (Morkinskinna útg. 199. bls. var-a k o s t r f a r aj, og er hann þó töluvert eldri en Snorri. Það má því fullirða, að Snorri á ekkert í málinu á þessu æfintíri, nema hann hafi gerst fornlegri í máli eft- ir dauðann, enn hann var, meðan liann lifði, og dregið dám af málfæri þeirra, »es Valhöll byggja !« Og því sfður get- ur hjer Jónasi verið »til að dreifa«. Verst er þó, að æfintírið skuli eigna slíkum ritsnillingum, sem þeir vóru Snorri og Jónas, herfilegustu málvillur. Onnur málsgrein æfintírisins er svo: »Eigi es þat míns, svá sem margra es, þeira es æfintýr rita, at þeir byrja svá fyrst o f s f n s m á 1 s, at einu hverju sinni hafi sjá atburðr orðit, es getr um æf- i n tý r it«. Hjer eru tvær hinar örgustu villur: m í n s firir m i 11 (eða m i n n s i ð r), og byrja of síns máls firir byrja m á 1 s i 11. Enn fremur er orðaröðin »es getr um æfintýrit« mjög óeðlileg, þó að bún sje, ef til vill, ekki beint vitlaus. Jíetra væri: ,es um getr æfintýrit', enn eðlilegast þA: es æfintýrit getr u m og með þeirri röð mundi Snorri helst hafa ritað. Sbr. Snorra Eddu, útg. Einns Jónssonar, bls. 18—19: Var þat et fyrsta þeira verk at gera hof þat, er sætiþeiratólf standaiog 2712: Enn þriðja hlut áhann þann, er mikill gripr er í (bæði dæmin eru úr riti Snorra, Gylfaginningu). Víðar bregður því firir, að höfundurinn hefur sett sig út til þess að gera orðaröðina sem fordildarlegasta til þess að gefa mái- inu fornlegri blæ. Hann segir t. d.: a n d a r manna dáinna (bls. 291). Einn hvað segir Snorri sjálfur í Gylfaginningu ? Þar stendur (Sn. E. F. J. bls. 599): riðu um brúna fimmfylki dauðra rnanna, og tveim Ifnum neðar (5911): eigi h e f- i r þ ú 1 i t dauðra manna. A bls. 2814 segir höf.: »at eigi væri ává spjallat v e i z 1 u s i ð u m«. Enn spjalla kemur varla firir í fornu máli með þágufalli. Sbr. Hávarðar sögu ís- firðings, útg. 1860, bls 518: »at ykkur mál væri mjök spjöllut« (ekki: ykkr- u m mál u m væri mjök spjall a t«). Ekki er höf. sjálfum sjer samkvæmur í rithætti. Oftast hefur hann hina fornu mind greinisins e n n (28b8, 29^), enn þó einu sinni ingri mindina h i n n (297). Hann ritar nakkvara og nakkvarir (2815 og 2911), enn aftur nökkura (2917). ímislegt fleira mætti til tína, enn jeg bíst við, að mönnum muni nú þikja nóg kornið til að sína, að ekki hefur Snorri, og þvf síður Jónas, stírt penna þess mans,. sem skráði þetta æfintfri. Hvernig stendur þá á því, að nöfn þessara mffnna og H. C. Andersens standa undir þessari ritsmíð ? Hjer er ekki nema um tvent að velja. Annaðhvort er það sprottið af sjálfs- b 1 e k k i n g u . , Eða hjer er fram komin, vísvitandi, " ósvífin tilraun til að blekkja a ð r a . I aprll 1906. Bj'órn M. Ó/sen. Skagaflrði 21. marz. Síðan fyrir 'miðjan vetur hefur tíðin verið heldur stirð, vestan- og suðvestan rosar og ýmist bleyta eða snjókomur; var því orðið fremur hart um jörð víða og æði margt af hrossum komið á gjöf, en nú er komin góð hláka og því komin allvíða nægileg jörð fyrir hross. Skepnuhöld hafa verið góð og gott útlit. Fjárkláða kvað hafa orðið vart á Fjalli í Sæ'mundarhlíð, og hefur þar allt fé verið baðað, og stendur til að á allmörgum bæj- um þar í nágrenninu fari fram baðanir undir eins og „Vesta" kemur með baðlyfin, og er það áhugamál sýslumanns. Skip Thorefélagsins hafa komið hér, og kaupmenn sett niður vörur sínar. Pöntun er gert ráð fyrir að haldi áfram, og sölu- deild á að setjast á stofn hér, en spá manna er, að bráðlega verði taldir dagar þessa fé- lags, og mun það aðallega stafa af aðgerð- um stjórnarnefndar í pöntunarfélaginu í hitt eð fyrra, og voru það þó alit Valtýingar, en nú þjóðræðismenn. Lítið er talað um pólitík. Samt eru kapp ar þjóðræðisliðsins að tala um það fyrir al- þýðu hér, að Island ætti að segja sig úr öllu sambandi við Dani, og þykir þeim okk- ur nú enginn efnaskortur að halda sjálfir upp á okkar kostnað strandgæzlu með her- skipurfr og öllum póstferðum milli landa. Það kvað að þeirra áliti vera ofur auðvelt, því Dani segja þeir sumir hverjir skylda að skila okkur 7,000,000 kr., sem þeir segja þá skulda okkur, og þeir muni ef til vill láta það af hendi við okkur. En það eru nú fáir sem trúa þessu, þótt fagurlega sé fyrir talað. „Norðurlandið" barst hingað með „Kong Inge“, og þar var í 26. töiublaðinu ritgerð frá Pétri nokkrum Péturssyni til Sig- urðar læknis Pálssonar. í ritgerð þessari segir hann að Sigurður útbýti til manna flugrit- um frá stjórn inui (!!). Þetta þykja kynlegar fréttir, því slíkt hefur ekki áður heyrzt, og hætt er við, að þjóðræðisliðið muni telja þessa aðferð miður viðeigandi af stjórninni, því fáir munu bera brigður á það, sem stend- ur f „Norðurlandi" af því liði(M). Hér er amerískur agent á ferðinni, en hve margar , sálir hann hefur veitt hér, er enn ekki uppvíst. Margir bíða á Sauðárkrók órólegir e^tir „Vestu", þvf talsvert margir er sagt að ætli að fara héðan með henni, bæði til Reykja- víkur, og ýmsir ungir menn til Danmerkur, og er það ekki í góðu samræmi við Dana- hatur það, sem ýmsir af þjóðræðisliðinu halda enn á lopti. Bardaga-aðferðin. „Lögfræðingafundurinn“ og Gcorg Brandes í ,Middagsposten‘ (!!). Það virðist vera markmið ísafoldar um þessar rnundir, að reyna að halda sér og sínum flokk uppi með því, að vekja sem mesta óvild og hatur gegn Dönum eða ala á því, sem fyrir er og reyna að koma inn þeirri hugmynd hjá almenningi, að þeir séu oss illviljaðir og sitji á svikráð- um við oss, en stjórnin íslenzka og henn- ar flokkur séu í vitorði með þeim og geri allt serri þeir vilji vera láta. Til þess að styðja þetta grípur hún hvert orð, sem finnast kann í nokkrum dönskum blað- snepli, er bendir á ókunnugleik og mis- skilning á rnálum vorum oglandi ogþjþð. Sérstaklega hefur »Ekstrabladet« orðið henni drjúgt í þvf efni, og hefur hún birt úr því greinar hvað eptir annað og lætur mikið yfir. En blað þetta er með minni háttar blöðum Dana, er flytur að- allega fréttir og skopgreinar, en sem eng- um dettur f hug að telja með þeim póli- tisku málgögnum 1 Danmörku, sem marka má af skoðun leiðandi manna þar í póli- tík. En Björn gerir ógnar mikið úr blaði þessu, réit eins og það væri aðalmálpípa hinnar dönsku þjóðar. En það kemur auðútaö til af því, að á því þarf að halda í þann svipinn, Það er rétt eins og þegar »ísafold« og hin valtýsku blöð- in voru að tala um lögfræðinga- f u n d i n n í Kaupmannahöfn, þar sem því hefði verið haldið fram, að ríkisþing- ið gæti numið brott giundvöllinn undan stjórnarskránni með því að fella í burtu stöðulögin og a 11 i r danskir lögfræðing- ingar virtust vera á sömu skoðun, með því að enginn hefði mótmælt þessu. Mað- ur gæti eptir þessu ímyndnð sér, að hér væri að ræða um »kongress«, þar sem lögfræðingar úr allri Danmörku hefðu ver- ið samankomnir. En þetta er eins og annað bara ryk í augtt þeirra, sem ekki þekkja til, með þvf að það fellur bezt f kram »ísafoldar« og hennar manna. Fund- ur þessi var haldinn f félagi, sem dansk- ir lögfræðisnemar við háskólann hafa ný- lega stofnað til þess að ræða^sin ávmilii um ýmisleg atriði, er snerta nam þeirra, og á fundi þessum voru einnig meðlimir annars félags, er nemendur í þjóðmegun- arfræði hafa stofnað. Og auðvitað hef- ur ekki nema nokkur hluti af nemend- um háskólans í þessum greinum verið á fundinum. Það er nú langt fra tnér, að gera lítið úr þessum stúdentum og skoð- unum þeirra, en að segja að sú skoðun, sem þar kom fram, sé skoðun a 11 r a danskra lögfræðinga, af þvíað einn danskur stúdent (líkl. hægtimaður) heldur henni fram og einn hagfræðingur (dr. Birck, hægrimaður) styðurhana, en enginn mæl- ir í móti, það finnst mér samt hreinasta fjarstæða. Ef prestaskóla- og læknaskóla- stúdentar héldu fund með sér um anda- trúna og einn læknaskólastúdent og einn prestaskólakandídat héldu því fram, að andatrúin væri tómt »humbug«, þá mundi »ísafold« varla fara að segja, að það væri einróma álit allra íslenzkra lækna og guð- fræðinga. En ef þeir segöu aptur á móti, að hún væri héilagur sannleikur, þ á ef- ast eg ekki um, að »ísafold« yrði tíðiætt um »guðfræðinga- og læknafundinn« í Reykjavik, þar sem ísienzkir læknar og guðfræðingar hefðu lokið upp sama munni um, að andatrúin væri hin eina sanna trú og hin eina nýtilega læknislist. En svo að eg víki nú aptur að því, sem eg byrjaði á, þa flutti »ísafold« í 18. töiublaði 24. f. m. fyrirtaks sýnis- horn af þvl, hve langt hún telur sár sam- boðið að ganga til þess að ná markmiði sínu, að vekja og efla hér hatur til Dana meðal almennings. Til þess að sýna, hvað Danir séu bölvaðir og ósvífnir í okkar garð^ytur hún grein þýdda úr dönsku blaði, er »Middagsposten« heitir, um að Danir skuli selja Þjóðverj- um Island fyrir Slésvík. Svo leggur »ísa- fold« mikið út af því, hvllík viðurstyggð slík hrossakaup væru. Það er ekki ó- hugsandi, að »ísafold« hafi tekizt að ná tilgangi sínum með þessu, að vekja gremju hjá sumum lesendum sínum gegn Dön- um, ekki sízt þegar hún gefur í skyn, að »hvorki meiri né minni roáður en Georg Brandes«, hinn frægasti danskur maður, sem nú er^uppi, og að mörgu hinn frjáls- lyndasti, hafi skrifað greinina. En við þetta er nú samt allmikið að athuga. Fyrst og fremst viðurkenna Danir sjálfir, að »Middagsposten« sé eitthvert hið mesta sorpblað, sem gefið sé út á danska tungu, og eru ekki sérlega breyknir af þeim »skrautgrip« í blaðaheimi sínum. Það flytur mest »skandala«fréttir og ann- að það, sem bezt fellur í kiam hins lægsta og ómenntaðasta hluta alþýðunnar. Þetta er svo kunnugt, að ritstjóri »ísafoldar« ætti að vita það, en - samt skirrist hann ekki við að vitna í þetta blað, til þess að sýna hverjir lubbar Danir séu. Hvernig mundi okkur íslendingum þykja það, ef dönsk blöð færu að tína upp eitthvað dálítið af helztu vitleysunum, sem ísafold og Fjallkonan hafa flutt nú f seinni tfð, (fyrir þær allar mundu þau ekki mega missa rúm, þó að þau séu allstór) og þá einkum, ef þau færu að leggja mikið út af því og segja : »Svona eru nú íslend- ingar, þarna er þeim rétt lýst, þeir eru nú ekki beysnari en þetta«. Vér gætum auðvitað ekki neitað því, að blöðin væru íslenzk, en vér mundum telja það fjar- stæðu, að dæma hina íslenzku þjóð eptir þessum blöðum, og eru þau þó enn ekki orðin önnur eins sorpblöð og »Middags- posten*. Þó tekur út yfir, þegar »ísafold« fer að eigna Georg Brandes þessa grein í »Mid- dagsposten*. Maður veit ekki, hvað maður á að halda, þegar maður les ann- að eins, því að það virðist jafn óskiljan- legt, að ritstjórinn sé svo eínfaldur, að ætla, að Brandes hafi skrifað greinina, og hitt, að hann sé svo ósvífinn, að reyna að telja mönnum trú um það mót betri vitund. Hvaða iifandi manm gæti dottið í hug, að Brandes mundi fara að snúa sén til mesta sorpblaðsins í Kaupmanna- höfn, ef hann þættist eitthvað þurfa að segja um þetta mál ? Og þá er það ekki mikið senmlegra, að hann mundi hafa viljað láta skoðanir sínar koma heldur fram undir nafni ritstjóra þessa virðuiega blaðs, en undir sínu eigin nafni, eða eins og Isafold segir: »varpað hugsuninni fram bæði í gamni og alvöru, ætlazt til að ritstjórinn hreyfði henni í sinu nafni, til þess að vita, hvaða byr hún fengi«(ll). Og hvernig er svo þessi grein, sem Isaf. finnst bera svo ótvíræð merki Brandesar (»bersöglin í bréfinu í Dana garð engum dönskum manni líkari en honum«). Aðalmergurinn málsins í henni er sa, að Danir láti Islendinga greiða atkvæði um, hvort þeir vilji aðskilnað, en ef það verði ofan á, þ á selji Danir Þjóðverjum landið fyrir Slésvík. Hvaða óvitlausum manni, sem nokkuð þekkir til, gæti dottið í hug, að Brandes léti annað eins frá sér fara ? Hann, sem gekk á móti öllum þorra flokksbræðra sinna, þegar talað var um að selja Vestur-eyjar Dana um árið, með því að hann áleit söluna til skammar fyrir Dani, hann, sem haldið hefur fram rétti og sjálfstæði allra þeirra þjóða, sem orðið hafa aö iúia öðrum sterkari, hánn ætti að fara að stinga upp á að selja Is- landi Nei, þó að »Middagsposten« iiefði fullyrt, að Georg Brandes hefði skrifað grein þessa, og það gerir hann ails ekki, þá heföi engum heilvita manni dottið í hug að trúa því. Stúfur. Nokkur orð um áfangastaðina í Árnessýslu. Eptir Uppsveitatnann. Eptir að ferjurnar lögðust niður á Laug- ardælum og Kotferju með brúnni á Ölfusá 1891 kom það brátt í ljós, þegar vegirnir, sem byrjað var á að leggja jafnsnemma ^tirúnni voru komuir á, að áfangar þeir, sem eðlilega fylgdu ferjunum fullnægðu ekki lengur, allra sízt við Kotferju ferjustað, því mjög er úr leið að nota hann. Hlutu því að myndast nýir áningablettir á hemugum stöðum, Þar sem lög vantaði fyrir þessu byrjuðu ferðamenn sjálfir á að taka sér þessa staði. A milli Þjórsár og Hellisheiðar var því helzt lagst undir Ingólfsfjall framanvert og í Laugardælavöll til og frá út undir Ölfusá að Selfossi. Veru sína í Laugar- dælalandi töldu rnargir sig hafa heimild til vegna fyrri venja, þar til öðruvísi yrði ákveðið. * Brátt kom það í ljós, að ekki varð frið- vænt á þessum stöðum hvorugurn, einkum fyrir austan Ölfusá, enda var landeigend- um full nauðsyn á vörn opt og einatt, þvf um lestir einkum á vorin rétt fyrir sláttinn er mjög mikil umferð, því um veg þennan fara flestir búendur úr sunnanverðri Árnes- sýslu og allir úr Rangárvallasýslu, ef þeir annars fara noltkuð til kaupstaða, en svo 0

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.