Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.04.1906, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 65 mun um flesta. Að vísu hefur frá fyrri tím- um verið og er enn áfanganefna, þar sem kallað er á „Torfeyri" rétt fyrir ofan Varmá ( Ölfusi. En fyrst er nú það, að alla tíð sem ferðamenn muna, sem nú lifa, sem orð- ið hafa að nota þennan áfanga, hefur hann verið mjög illræmdur, og eru ýmsar sagnir og jafnvel blaðagreinir um það. Ut af þessu o fl. var það, að þingmönnum Ar- nessýslu var falið á þingmálafundi ( Hraun- gerði vorið 1894, að flytja frumvarp til laga, er færi í þá átt, að fá lögskipaða áfanga- staði á hentugustu stöðurn. Arangurinn af þessu varð að eins þingsályktunartillaga, sem að engu varð vegna ókunnugleika dönsku stjórnarinnar. Varð því við svo búið að sitja þar til 1903, að þingm. Arnesinga báru fram eptir almennri ósk kjósenda sinna frumvarp, sem varð að lögum (sjá lög nr. 35 1903). Þau veita sýslunefndum heimild til að borga úr sýslusjóði fyrir áfangastaði, þar sem þess þykir þört. Að þessu þótti sem og er allmikil réttarbót. A næsta sýslunefndarfundi s(num tóku Arnesingar málið til meðferðar og veitti nefndin dálitla þóknun um óákveðinn tíma fyrir staði þá, sem þörfin var mest á, en það er m.eð veginum frá Hellisheiði austur að Þjórsárbrú. Fyrir viðauka við „Torfeyr- aráfanga" veitti nefndin 15—20 kr. Var sá áfangi orðinn að engu vegna landþrengsla og yrkingar. Hinn áðurnefridi styrkur fer til bændanna á Völlum og Krossi. Hinn áfangabletturinn, sem borgað er fyrir er í Laugardælavelli fyrir frarnan veginn gagn- vart Sölfholti, fyrir það greitt 40 kr. Væri það sönnu næst eptir stærð blettsins að dæma, enda notaður af mesta fjölda ferða- manna vor og haust, ef hann næði tilgangi sínum sem áfangastaður, að öðru leyti en að hann liggur hæfilega langt frá aðal kross- götunum við Ölfusárbrúna. Þó má hann varla fjær vera. Þá kemur nú spnrningin um það, hvern- ig þessi síðari áfangablettur, sem gerður er í þetta sinn að umtalsefni hefur gefizt síðan hann varð þarna til Er hann á hentugum stað ? Graslendi nægilegt ? Eða eru menn og skepour í meiri friði þarna en áðurvar? Eptir minni og annara reynslu, sem marg- sinnis höfum farið þarna um og legið á blettinum ber að svara þeirri spurningu með afdráttarlausu nei. Til þess að vera það sem hann á að vera vantar hann nauðsyn- legustu og sjálfsögðustu skilyrðin, enda verð- ur nú sýnt, að hveiju leyti bletti þessum sem áfanga er ábótavant: 1. Hann er allur meira og minna með stórgrýtisbjörgum, sem hestum í hapti veitir erfitt að fara yfir um að elta gras- ið á milli flaganna. 2. Svæðið liggur óafgirt mitt á milli landa- merkia 4—5 iarða, er allar eiga slægju- land þarna að, svo þegar hestar ferða- manna fara út fyrir línuna, sem þeir vanalegast gera, því bæði er þar flaga- minna og grasgefnara, er óðara komið að með hunda og hrossabresta og allt tætt í burtu, stundum í allt aðra átt, en á áfangablettinn; verður því opt afar- mikil leit að hestum á þessum stað. 3. Áfangastaðurinn er með öllu vatnslaus í öllum þurrari vorum. Þó ckki væri nú annað en það sjá allir, hvaða voði af þvf einu getur staðið, bæði fyrir þrcytta menn eða skepnur, enda er svo komið, að við svo búið má ekki standa frá fcrðamanna sjónarmiði talað eða þeirra, sem til þekkja. Þá kemur nú að spurningunni: Hvernig má úr þcssu bæta? Er annað bctra svæði nærri, sem ekki hcfur þá þessa cða aðra galla, sem er fáanlegt? Staður, sem hefur alla verulega kosti, sem áfangi er mjög nærri. Skal honurn rneð fám orðurn lýst, en hvort hann er fáanlegur rettu sýslunefnd- ir Arnes- og Rangárvallasýslu að grennslast eptir. Þag er þe;rra annarar eða beggja. Hinn umræddi blettuf er frá hinum svo- nefnda Varmalæk skammt fyrir utan Mos- hól í beina' stefnu frá vaðinu á honum fram að veginum og út með honum út í Fosslæk. Ölfusá ræður að norðan. Með ánni eru fagrir og sæmilega grösugir íjallendisbakkar til að liggja á og í Hólunum (Þórishólum) er bezta skjól í regnáttum. Þessi staður er því mjög vel kjörinn frá náttúrunnar hendi til að vera hvíldarblettur þreyttra hesta og ferðamanna, en afgirtur þarf hann að vera, það er sjálfsagt, þv( ella renna gripirnir inn með á n n i upp í tún í Laugardælum eða grenndar hjáleigurnar. Fyrir því er sjálfsagt, ef sýslunefndirnar fengju þetta svæði fyrir áningarstað, að girða það, en ekki hefði það neinn verulegan kostnað í för með sér, þv( á i n og 1 æ k i r n i r hjálpa til um allt að V3 hlata, en hverjir það ættu að kosta er þá spursmálið. Mér finnst sem landeigendur (leigendurj ættu að bera mest- an hluta, en við það niundi leigan að l(k- indum hækka sem þeim kostnaði nemur. Fyrir því virðist mér sem tillöguleið væri, að sýslusjóðirnir girtu, en hinir önnuðust viðhaldið. Það verður aðgengilegra. Be2t af öllu álít eg, að hið umrædda stykki feng- ist keypt fyrir alda ogóborna, fengist það fyrir viðunanlegt verð. Þetta allt þurfa viðkomandi sýslunefndir að athuga á næstu futidum sínum. Það er vafalaust mál. Verði þessum tillögum mfnum ekki sinnt horfir til mestu ófæru fyrir okkur langferða- mennina, sem iðuglega verðum að vera ( ferðalögum að leita okkur KfsnauðsynjS opt þreyttir og illa til hafðir, að mega hvergi orðið leggjast nteð lestir okkar óhultir fyrir upprekstri ýmsra landeigenda, svo við þar fyrir opt og einatt verðum ófyrirsynju að láta illt úti og taka auðvitað sama inn apt- ur. Það ntá ekki svo til ganga lengur. Framsóknartíminn og frelsið bannar það. í von un\ góða áheyrn enda eg þessar lín- ur ( nafni margra félaga minna. Ritað á Geirþrúðardag 1906. Erlend stórtíðindi. San Francisco eydd af jarðsk]álfta og eldi. ÍOOO manns fapizt og ÍOOO manns meiddir. Marconi-skeyti hingað komin í gærkveldi herma þessi hroðalegu tíðindi. »San Francisco er að kalla má gereydd í gær (miðvikudag) af jarðskjálfta og eldi, sem enn geisar. Ráðhúsið, leikhúsið, póst- húsið og aðrar stórbyggingar hafa hrun- ið og brunnið. Meginhluti borgarinnar gersamlega eyddur. Síðustu fregnir telja, að 1000 manns hafi misst lífið Og 1000 manns oröið fyrir meiðslum. Hundrað þúsund manns hafa þjappað sér saman í dauðans ofboði ( hinum opinberu skemmti- görðum. Heraga er beitt. Herlið heldur vörð yfir eignum, sem eru margra miljóna virði, og hrúgað er saman á strætunum. Slökkviliðiö reynir að takmarka frekari útbreiðslu eldsins, sem nær yfir 8 enskar mílur, með þv( að sprengja byggingar í lopt upp, því að ekki er hægt að ná í neitt vatn. — Jarðskjálfta hefur orði^ vart annarsstaðar á Kyrrahafsströndinni, en um tjón er að svo komnu ókunnugt«. Þess skal getið, að San Francisco var stærsti og fegursti bærinn í Kaliforníu með 3-400,000 (búa. Skrauthýsi þar mörg og auður mikill saman kominn. Manntjón. . Bátur fórst ( Grindavík á laugardaginn fyrir páska (14. þ. m ) og drukknuðu allir, er á voru, 5 manns. Voru 2 þeirra héðan úr Reykjavík en hinir úr Grindavík. Norðmaðurinn Olav Visnæs, sem talinn er í síðasta blaði meðal þeirra, er drukkn- að hafi á „Sofie Wheatley" hafði orðið veikur, nokkru áður en skipið lagði út síð- ast og liggur enn á Landakotsspítalanum, en nafn hans stóð á skipverjaskránni, er farið var eptir. Hafa þá farizt jafnmargir menn (24) á „Sofie Wheatley" og „Emilíu" en alls 75 m e n n hér syðra á örstuttum tíma og er það feikilegt manntjón. Lán í óláni má það kallast, að hr. O. Olavsen eigandi Duusverzlunar hér og eigandi skipsins »Ingvars« er fórst í Viðeyjarsundi, hefur verið svo fyrirhyggjusamur og hugulsam- ur, að kaupa ábyrgð á skipinu og skips- höfninni í dönsku ábyrgðarfélagi, notaði sér það, að skipið var skrásett í Dan- mörku. Lífsábyrgðin kvað t. d. vera svo há, að hver ekkja og börn drukknaðs skipverja fær 1200—2800 kr. En sérstakt ábyrgðarráð ákveður borgunina til að- standenda hinna einhleypu manna, er munu fá útborgaðar um 800 kr., svo fram- arlega sem hinn látni hefur átt skyld- menni, er hann hefur annazt eða verið skylt að annazt, en hafi hann engin slík skyldmenni átt mun útborgun niðurfalla. Þannig hefur hinn setti bæjarfógeti, Páll Einarsson skýrt frá, samkvæmt skjölum, er honum hafa verið afhent. Það er sannarlega mikillar viðurkenningarvert og þakklætis, að eigandi skipsins hr. O. OI- avsen hefur sýnt svona mikla umhyggju og hugulsemi gagnvart verkamönnum sínum. Ábyrgðin var teiknuð ! Danmörku fáum dögurn áður, en skipið fórst hér. Veitt læknahéruð eru af konungi: Hróarstunguhérað Jóni Jónssyni Iæknaskólak. (frá Herru), Horna- fjarðarhérað Þorvaldi Pálssyni settum lækni þar og Rángárvallahérað Jóni Hjaltalín Sigurðssyni (frá Bráðræði) háskólakand. ( læknisfræði. Samsðng héldu þær frk. Elín Matthíasdóttir og frk. Kristrún Hallgrímsson ( gærkveldi ( Bárubúð, að nokkru leyti til ágóða fyrir munaðarlausar ekkjur. Söng frk. Elín nokkur lög einkar laglega að vanda, og frk. Kristrún lék á píanó snilldarvel. Brynjólfur Þorláksson orgr.nisti lék á harmonium. Skenimtunin var dável sótt. „GleOiefniO mesta" nefnist ný- prentuð ræða, er séra Jón Helgason hélt hér í dómkirkjunni á páskadagsmorguninn, og verður hún seld til ágóða fyrir hjálp- arþurfandi skyldulið sjómanna þeirra, er fórust í mannskaðanum mikla ( þ. m. Ræðan er góð og selst væntanlega vel. Samskotin sjálf eru nú þegar orðin rúm 2000 kr. Mest hafa gefið D. Thom- sen konsúll 500 kr., G. Zoéga kaupm. og Th. Thorsteinsson konsúll 250 kr. hvor. JarOarför tíu sjómanna, er drukknuðu af „Ingvari" 7. þ. m. og sjórinn skolaði á land, fór fram frá dómkirkjunni í dag. Hinn 11., er rek- ið hefur (Tímóteus Ól. Guðmundsson), var greptraður á Akranesi. Ræður héldu séra Jóhann Þorkelsson og séra Ólafur Ólafsson fr(kirkjuprestur. Kirkjan tjöld- uð innan sorgarblæjum. Mannfjöldi við útförina meiri en dæmi eru til áður hér í bæ. Góð ung kýp til Sölu. Semj- ið við Lúðv. Andersen Aðalstræti 16. Nýkomid: Maskínusilki og tvinni, Saumhringir, nálar, Gimp og allt sem að sauma- skap lýtur, selur ódýrast Guðm. Sigurðsson skraddari. Málmrannsóknir, Islenzkir bændur og aðrir landeig- endur, sem mundu vilja láta rannsaka jarðir sínar að málmum til geta hér eptir snúið sér munnlega eða skriflega til undirritaðs, sem tekur að sér allar málmrannsóknir og abyrgist að gefa mönnum nákvæmar skýrslur um allar málmtegundir á jörðum þeirra. — Sand og steina má senda hingað, hvað- an af íslandi sem er, en ekki minna en eitt pund af hverri tegund fyrir sig er hægt að taka til greina. 20 kr. í peningum verða að fylgja hverju aðsendu sýnishorni. Arnór Árnason, Reykjavík, ísland. Söluumboðsmenn óskast, Sú pakkalitaverksmiðja fyrir heimalitun, er hefur bezt orð á sér slíkra verksmiðja í Danmörku, vill koma litum sínum að á ís- landi og óskar eptir seljanda á hinum ýmsu verzlunarstöðum i landinu. Verksmiðjan býr að eins til liti af beztu tegund, sem eru öldungis ekta og auðvelt að fara með. Nánari upplýsingar, sýnis- horn og meðmæli sendast ef ósk- að er. R. Hansens & Söns Farvefabrik. Varde. SAMKOMUHÚ81Ð BETEL við Ingólfsstræti og Spítalastíg. Samkoimtv verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 6x/a e. h. Fyrirlestu?. Midvikudaga: Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: kl. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibliulestur.—Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlnnd. Uppboðsauglýsing. Húseignir og lóð dánarbús banka- bókara S. I. Nielsens á ísafirði verða seld við J opinber uppboð, sem hald- in verða laugardaginn 28. apríl, 12. og 26. maí næstk., tvö fyrri uppboðin á skrifstofunni, en hið síðasta á fast- eignum þeim, sem selja á. Söluskilmálsrr til sýnis á uppboðs- dögunum. Bæjarfógetinn á ísafirði 30. marz 1906. Magnús Torfason. Ekta Kína-Lífs-Elixír er sterkastur og magnmestur bitter, sem til er. Með hinum nýju vélum hefur tekizt að draga saman kraptinn í jurtaseyð- inu miklu betur en hingað til, og þó að af tollhækkuninni stafi verðhækkun á elixírnum úr I kr 50 aurum uppí, 2 kr., þá er þessi verðhækkun í raun og veru sama sem engin, af því að nú þarf langt um minna af elixír en áður til þess að fá hin sömu og jafn- vel langtum betri áhrif. Kína-Lífs-Elixír með vörumerkinu: Kínverji með glas í liendi og nafn verksmiðjueigandans Waldemar Peter- sen, Friderikshavn — Köbenhavn á einkennismiðanum og sömuleiðis inn- siglið * grienu lakki á flösku stútnum. Fæst alstaðar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.