Þjóðólfur - 25.05.1906, Blaðsíða 1
58. árg.
Reykjavík, föstudaginn 25. maí 19 06.
Æ 25.
Bókmenntir.
Ný fei*d»t>61c
á þýzlcu, er nefnist »Unter der Mitt-
ernachtssonne durch die Vul-
k a n-u n d G 1 e t s c h e r w e 1 t Islands*
eptir mag. Karl Kíichler skólakennara (
Varel í Oldenburg er nýprentuð i Leipzig
með rnynd höfundarins og komin hingað
til sölu. Meistari Kiichler, sern er kunn-
ur mörgum hér á landi fýrir hina óþreyt-
andi alúð og ræktarsemi, er hann hefur
lagt við íslenzkar bókmenntir, kom hing-
að til lands ( fyrra sumar (í júní), dvaldi
hér alls mánaðartíma og ferðaðist austur
undir Eyjafjöll, til Heklu, Geysis og Þing-
valla og upp í Surtshelli. Frá þessari
för sinni og dvöl sinni hér í bænum skýr-
ir hann í bók þessari, sem er liðlega rit-
uð og allskemmtilega, og laus við öfgar
þær og ósannindi, er menn opt hafa átt
að venjast í ferðasögum útlendum. En
hr. Kiichler hafði einnig betri skilyrði
en flestir aðrir útlendingar til að skýra
satt og rétt frá, því að bæði er hann
mjög vel að sér í málinu, þótt
hann kynoki sér við að tala það, og hef-
ur lagt svo mikla stund á íslenzkar bók-
menntir, að það má eflaust telja hann
fróðastan allra þýzkra manna í þeim
greinum, að Poestion einum undanskild-
um. Höfum vér ekki rekið oss á nema
tvær villur eða missagnir í bókinni, sem
nokkru skipta. Önnur er sú, að biskup-
inn sé dómkirkjuprestur (»Domprediger«)
(bls. 24) og hin að ráðherrann beri að
eins ábyrgð fyrir konunginum í Kaup-
mannahöfn (bls. 28). Öll frásögn bókar-
innar ber vott um hinn hlýja hug höfund-
arins til lands og þjóðar, er svo þráfald-
lega hefur birzt í ritum hans. Er það
ekki ofsögum sagt, er hann minnist á í
bókinni, að hann hafi unnað Islandi frá
því að hann fyrst fór að nema íslenzku
Og kynnast bókmenntafjársjóði þjóðarinn-
ar. Sem sýnisiiorn af fornaldarbókmennt-
um vortim tekur hann upp 1 bókina stutt
ágrip af Gunnlaugs sögu ormstungu.
Höf. skýrir allítarlega frá för sinni og
því er íyrir augun bar, en varð að fara
nokkuð fljótt yfir, hreppti og optast illt
veður, en óvanur slíkum ferðum á hest-
baki og hafði því minna gagn eða ánægju
af ferðinni, en ella mundi. Einna mest
finnst honum til um Gullfoss og segist
naumast hafa getað slitið sig frá þeirri
undrasjón. Hann er og hrifinn mjög af
Almannaejá og Surtshelli. Viðtökur kvaðst
hann hvarvetna hafa fengið góðar eptir
föngum, en lætur einna bezt af þeim hjá
Ólafi heit. lækni á Stórólfshvoli, séra Kjart-
ani 1 Hruna, Jóni G. Sigurðssyni á I..aug,
Jóni Sigurðssyni á Haukagili og Sigurði
sýslumanni í Arnaiholti.
Fjöldi mynda prýðir bókina, og eru
þær flestar teknar af Kiichler sjálfum og
vel gerðar. Má sérstaklega nefna mjög
góða mynd af Gullfoss og Skógafossi og
útsýni inn á Þórsmörk. Auk þess hefur
hann meðal annars tekið myndir af
»Tryggva konungi« á höfninni í Kaup-
mannahöfn, af dómkirkjunni og alþingis.
húsinu, landsbankahúsinu, kirkjugarðinum,
lærða sjíólanum, stjórnarráðshúsinu, útsýn-
inu yfir Tjörnina, fiskverkunarplássi, holds-
veikraspítalanum, Hafnarfirði, Stórólfs-
hvolskirkju, reið yfir Þverá, Hvammi, Þor-
valdseyri og prestssetrinu Holti undir
Eyjafjöllum, Seljalandsfossi, Kvernufossi,
Gljúfrafossi, Jökulsá á Sólheimasandi,
aurunum við Þverá, Hlíðarendakirkjti að
innan, gljúfrunum í Hvftá fyrir neðan
Gullfoss. Brúará, Surtshelli, Glanna(foss) í
Norðurá, Arnarholti og Borgarnesi, auk
margra mynda frá Heklu, Geysi og Þing-
völlum. Auk þess eru allmargar myndir
eptir Ijósmyndum frá Arna Thorsteinsson,
Magnúsi Ólafssyni og Sigfúsi Eymunds-
syni, og tvær frá Vestmanneyjum eptir
I.árus Gíslason. Allar þessar myndir
auka mjög gildi bókarinnar, sem er 174
bls. að stærð í og kostar 3 M. 50 P.f.
Síðast er svo látandi kveðja á íslenzku
frá höfundinum:
„Jeg heilsa yður vinir | í hánorðri
þars ljóma snæfjöll | í ljósi sólar.
Þar er brotnar | báran á sandi
og ömurleg ymur | við Islands strendur.
Bæklitigur þessi | skal bera yður kveðju
og þökk fyrir vinsemd | er veitt mér þér hafið
og heit yður flytja | að héðan í frá
aldrei jeg gleyrni | gestrisni yðar".
I nafni vina höfundarins og annara
landsmanna flytjum vér honum hlýjar
þakkir fyrir þetta rit hans og alla velvild
hans gagnvart hinni íslenzku þjóð og ís-
lenzkum bókmenntum fyr og sfðar.
Starf kirkjumálanefndarinnar.
1.
Nefnd þessi, er skipuð var með kon-
ungsúrskurði 2. marz 1004 samkvæmt
þingsályktun frá 1903, lauk störfum sínum
7. apríl þ. á. Er álitsskjal hennar nú full
prentað og er allmikil syrpa, 142 bls. í
stóru 8 bl. broti. Hinn upphaflegi for-
maður nefndarinnar, Kristján Jónsson
yfirdómari sagði sig úr henni i apríl 1905,
og voru þá nefndarstörfin skammt á veg
komin. Aðalverkið unnið nú sfðastl. vet-
ur (í febrúar og marzmánuði) undir for-
ustu Lárusar sýslumanns Bjarnason, er
skipaður var formaður nefndarinnar haust-
ið 1905. Er það allmikið starf, er nefnd-
in hefur leyst af hendi, og margar réttar-
bætur í tillögum hennar fólgnar, að því
er virðist. En vitanlega verða skiptar
skoðanir um einstök atriði. Nefndin sjálf
hefur heldur ekki orðið sammála alstaðar,
og hefur meiri og minni hluti samið álits-
skjöl hvor utn sig í þessum ágreinings-
málum. Það er formaður nefndarinnar
(L. H. B.) sem hefur greint á við hina
nefndarmennina, bæði um skipun kirkju-
þings, er hann telur ýmsa annmarka á,
um aðskilnað rlkis og kirkju, er hann einn
er hlynntur, en hinir á móti, og um sam-
eining biskupsembættisins og forstöðu-
mannsembættisins við prestaskólann,
sem minni hlutinn er mjög andvígur.
Virðist svo sem minni hlutinn (L. H. B.)
hafi í öllum þessum málum fært mjög
glöggar og skýrar ástæður fyrir skoðun
sinni, og öllu veigameiri en ástæöur meiri
hlutans, en hér eru ekki tök á að taka
upp sérstök atriði úr þessum álitsskjölum
enda óþarft í sjálfu sér, roeð því að til-
lögur nefndafinnar eru sendar fjölda
manna (öllum prestum, próföstum, alþing-
Nýlenduvörudeild
Edinborg-arverzlunar
Austurstræti 9. — Telefón 66.
selur meðal annars:
Kaffi 0,60 í pd. 0,58 í 10 pd.
Export 0,45 - — 0,43 - — —
Kandís 0,26 - — 0,25 • — —
Toppmelís 0.25 - — 0,23 - — —
Högg. melís 0,25 - — 0,23 - — —
Púðursykur 0,22 - — 0,21 - — —
Svo þegar tekið er tillit tii þeirra
Strausykur
Hveiti nr. 1
Hálfbaunir
Hrísgrjón
Margarine E.
Margarine D.
0,25 í pd. 0,23 í 10 pd.
0,12 - — 0,11 ----------
0,12 - — 0,11 ----------
0,13 - — 0,12 ----------
0,48 - — 0,46 ----------
0,45 - — 0,44 ----------
5°/0, sem verzlunin gefur, mun óhætt
að fullyrða að hvexgi fáist betri kaup en í
EdinborgT
ismönnum, ritstjórum o. fl.) og nú þarf
ekki að kvarta um, að nægur tími sé ekki
til að gagnrýna skjöl þessi, áður en næsta
þing kemur saman, enda er það ( sjálfu
sér heppilegt, að jatn þýðingarmikið mál
sem þetta verði almenningi kunnugt, og um
það verði rætt frá ýmsum hliðum, áður
en löggjafarvaldið leggur fullnaðarúrskurð
á það.
Þrátt fyrir hinar mörgu breytingarupp-
ástungur nefndarinnar, til umbóta á kirkju-
málum vorum, verður útgjaldaauki fyrir
landssjóð harla lítill eða enginn við þess-
ar breytingar. Um það atriði fer nefndin
svolátandi orðum,
„Að því er kostnað þann snertir, er til-
lögur nefndarinnar hafa í för með sér, þá
er eigi farið fram á nein aukin gjöld af
hálftt sóknarmanna, nema ef telja skyldi
borgun til safnaðarfulltrúa fyrir að sækja
héraðsfundi og svo borgun fyrir aukaverk
presta í þarfir þurfamanna. Heldur eigi
hafa tillögur nefndarinnar nein aukin út
gjöld í för með sér fyrir landssjóð, þegar
það fyrirkomulag er komið á, sem hún
fer fram á, svo sein hér skal sýnt:
Eptir frumvarpi nefndarinnar um lann
presta eru aukin útgjöld landssjóðs á
ári..........................kr. 1224,00
Eptir frumvarpi um laun
prófasta.....................— 3200,00
Eptir frumvarpi um kirkju-
þing 3000 kr.: 3 eða á ári . — 1000,00
Frumvarp til laga um ept-
irlaun presta mun hafa í för
með sér aukin útgjöld að stór-
um mun vegna fækkunar
prestanna og annara ástæðna-,
er gert ráð fyrir að það nemi
á ári um ....... . — 1200,00
En þessar samtals kr. 6624,00
vinnast upp við það, að landssjóður losast
með öllu við eptirlaun prestsekkna og
styrk til þeirra (fjárlög 13. gr. A. b. 4.)
sem 1900—1904 hefur numið yfir 6600 kr.
Aptur á móti verður eigi hjá því kom-
izt, að landssjóður verði að leggja töluvert
meira fram, meðan breytingin er að köm-
ast á, og veldur því einkum tvennt, ann-
að það, að búast má við, að framan af
losni rýru prestaköllin örar en hin tekju-
meiri, og hitt það, að prestsekkjur þær,
sem lífeyrir hefur eigi verið keyptur fyrir-
verða að halda eptirlaunum sínum og
styrk úr landssjóði sína tíð; uppgjafaprest-
um fækkar heldur eigi, þótt prestaköllin
fækki, fyr en eptir nokkuð langan tíma.
En hjá slíku verður eigi komizt, þegar
breytt er um embættaskipan og launakjör
embættismanna".
Það má efl aust búast við, að tillögur kirkju-
málanefndarinnar verði teknar til ræki-
legrar athugunar í blöðunum, sérstaklega
af hálfu klerkastéttarinnar, sem höfuðaðila
þessa máls. Er því síður þörf á rækilegri
skýrslu um starf nefndarinnar nú þegar,
og látum vér oss því nægja í bráð að
skýra stuttlega frá aðalefni frumvarpa
þeirra, er nefndin hefur samið, en þau eru
þessi:
1. Kirkjuþing (frá meiri hlutanum).
Kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóð-
kirkju skal halda í Reykjavík þriðja hvert
ár síðari hluta júnímánaðar, en biskupinn
yfir Islandi ákveður þingsetningardaginn.
Synodus leggst niður. Verkefni þessa
kirkjuþings er 1. Ráðgjafaratkvæði og til-
löguréttur um öll kirkjuleg löggjafarmál
þ. e. þau mál, sem liggja undir verksvið
löggjafarvaldsins. 2. Samþykktarákvæði
um öll innri kirkjuleg mál, er hafa al-
menna þýðingu, svo og þau mál sem hið
almenna löggjafarvald fær kirkjuþinginu
til meðferðar. 3. Ráðstöfunarvald yfir fé
því, sem lagt kann að verða til kirkju-
legra þarfa eptir þeim nánari ákvörðunum,
sem fjárveitingarvaldið kann að setja. Á
þinginu eiga sæti 24 menn: biskupinn
sem sjálfkjörinn formaður. 1 lögfræðingur
tilnefndur af ráðherra íslands, 1 guðfræð-
! ingur tilnefndur af biskupi og 21 fulltrúar
I kosnir úr prófastsdæmunum á héraðsfundi
(( Reykjavík á safnaðarfundi), og gilda
kosningar til 6 ára. Auk þess eru kosnir
varafulltrúar. Kirkjuþingið á ekki að
eiga setu lengur en 8 daga nema ráð-
herra leyfi. Dagpeningar 4 kr. fyrir hvern
kirkjuþingsmann og ferðakostnaður að
auki fastákveðinn fyrir þá, sem eiga heima
utan Reykjavíkur (hæst 190 kr.- úr Norð-
ur-Múlasýslu). Ur landssjóði áætlaðar
3000 kr. til að standast kostnað við hvert
kirkjuþing.
Danir mæla landið.
I 21. blaði V. árg. sNorðurlands virð-
ist svo sem St. Stefánssyrvi þyki það hálf
leitt fyrir oss Islendinga, að Danir mæli
Strendur landsins á sinn kostnað. Alítur
hann það stórt skref 1 áttina áleiðis tij