Þjóðólfur - 25.05.1906, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.05.1906, Blaðsíða 2
Í>J ó Ð ó LFU R. 92 sjálfstæðis, þótt ekki væri gerð önnur breyting á þessu en sú, að við Islend- ingar kostuðum mælingarnar sjálfir, þótt danskir menn mældu eða framkvæmdu mælingarnar, að minnsta kosti svona fyrst um sinn, það sem vandamest væri 'og þangað til hinn nýi Björn Gunnlaugsson, — sem höfundurinn talar um, — væri »ef til vill« orðinnfærum, að taka að sér forustu fyrir flokki íslenzkra mælinga- uranna, NB. ef honum væri veitt fé til þess, að beina þekkingu sinni í þá átt. Mælingaskyldan hvíli á okkur, og oss sæmi ekki að kasta þeirri skyldu yfir á annara bak, o: Dana. Auk þess verði öll vísindaleg rannsókn á náttúru landsins miklu auðveldari, þegar góður uppdráttur sé af þvl fenginn o. s. frv., o. s. frv. Eins og flestum mun kunnugt, hafa Danir haft og hafa enn, sem samþegnar vorir, sama rétt og vér Islendingar til allskonar fiskiveiða kringum strendur landsins innan landhelgi, og þótt þeir ekki, svo teljandi sé, hafi notað þennan rétt sinn, þá ráku þeir, eins og allir vita, nær að segja frá því landið gekk undir konung Danaveldis urn 1388, og þar til verzlunin var gefin frjáls við allar þjóðir um 1855*), hina verstu einokunarverzlun hér á landi með ýmsu móti ti.l stórtjóns fyrir land og lýð, en til stórra hagsmuna fyrir sjálfa sig. Eptir þann tíma og allt fram á þeunan dag, hefur verzlunin að miklu leyti verið í þeirra höndum, þann- ig að verzlunararðurinn, mörg hundruð þúsundir króna, hefur að miklu leyti lent í höndum Dana, auk þess sem flest af þeim skipum, sem fram undir þennan tfma hafa siglt hingað með vörur og nauðsynjar landsmanna, hafa verið dönsk eign með dönskum mönnum, sem í raun og veru hafa verið kostaðir af hinni ís- lenzku þjóð, þótt þingið eða landsjóður hafi ekki lagt fé þar til, að undanteknu því, sem nú upp á síðkastið hefur greitt verið til póstskipanna. En hvað hafa svo Danir gert fyrir þessi sín eigin skip hér við land? Harla lítið, eptir því að dæma, er nefndur greinarhöfundur skýrir frá. Óteljandi menn hafa farizt fyrir or- sakir rangra og ónákvæmra uppdrátta, segir hann. Þetta er líka satt. Mesti fjöldi verzlunanskipa hafa strandað hér við land, og sum farizt með áhöfn allri, að eins fyrir þessar sakir. En hvað um það. Verzlunararðurinn borgaði allt sam- an. Skip kom í skips stað og maður í manns stað. Það varð að sækja peninga- virðið til íslands þrátt fyrir hættuna, sjúga merginn án þess að brjóta beinið, án þess að kosta nokkru til hér við land, og það tókst. Kaupmennirnir, hinir svo kölluðu »reiðarar« í Kaupmannahöfn, urðu stórríkir af verzlunararðinum, en mergurinn minnkaði að því skapi í ís- lenzku þjóðinni. Skipaeign vor Islendinga hefur verið sára lítil fram á síðasta ára- tug 19. aldarinnar, og má ennþá lítill heita, og þau fáu, sem til voru, fóru sjaldnast langt frá landi, nema á sumrum og vorum. Með framanritað fyrir augum, verður ekki svo erfitt að svara spurningunni: »Hverjum hefur til þessa tíma staðið næst og borið siðferðisleg og lagaleg skylda til þesk að mæla að minnsta kosti strendur þessa lands ?« Vér þykjumst vita, að svarið muni verða hjá flestum hið sama, það er: Dönum. En þar sem þeir nú ekki enn hafa gert þessa skyldu sína, þá látum þá gera hana í friði. Oss sæmir ekki að hindra þá með sjálfstæðismonti frá skylduverkum *) Vér teljum allan þann tíma sem ein- okun, þótt venjulega sé svo kallað tíma- bilið frá því landið var selt á leigu um 1602 af Kristjáni konungi fjórða, og þar til það var gefið laust við alla danska þegna frá I. jan. 1788. sínum. Því mega þeir ekki með þessu bæta landinu upp nokkuð af því tjóni, er þeir fyr og síðar hafa gert því? Vér verðum aldrei minni menn fyrir það, að taka það sem vér eigum hjá öðrum, né fyrir það, að vér varðveitum vorn rétt í hvívetna •, en það lætur oss nokkuð und- arlega í eyrum, að heyra þennan sjálf- stæðisgorgeir einmitt frá þeim manni, sem á fyrirfarandi þingum hefur af alefli sínu — þótt veikt hafi ef til vill verið — barizt fyrir því, að ráðherra Islands yrði búsettur í Kaupmannahöfn og 1 a u n a ð- ur af dönsku fé, frá sama manninum, sem árið 1901 vann að því með öðrum, að selja útlendu félagi seðlaútgáfurétt ís- lands á nokkurskonar leigu um 90 ára tíma, til stórskaða og tjóns fyrir hina ís- lenzku þjóð, saman borið við það, að hún hefði notað þennan dýrmæta rétt sinn sjálf á hyggilegan hátt, Ukt og aðr- ar siðaðar þjóðir gera. (Niðurl. næst). „Landstjóri“. »Lögrétta« flytur í 23. tbl. sínu stutta sögulega skýrslu um eldri stjórnarbaráttu vora. Höf. greinarinnar kemst þar með- al annars þannig að orði um landstjórann: »Hugmyndinni(!) um að hafa hér landstjóra eða ábyrgðarlausan umboðs- mann konungs með innlendum ráðgjöf- um, í líking við stjórnarfyrirkomulag í ýmsum nýlendum Englendinga, virðist fyrst hafa komið fram í grein einni í Berlingsku tíðindum, sem eignuð hefur verið Monrad biskup«. Þetta er ekki rétt hermt. Monrad bisk- up er ekki faðir »hugmyndar« þessarar. Hún er miklu eldri. Jón forseti Sigurðs- son hefur, að því er mér er kunnugt, orð- ið fyrstur til að hreyfa henni í hinni á- gætu »Hugvekju til Islendinga« í 8. ári Nýrra Félagsrita 1848. Á 17. bls. farast honum þannig orð: »Ef menn vildu haga þessu [þ. e. landstjórninni] svo, að í stjórnarráðinu væri ávallt fjórir: einn landstjóri eða jarl og þrfr meðstjórnendur, en einn af þessum þremur væri til skiptis í Kaup- mannahöfn sem forstöðumaður hinnar íslenzku skrifstofu, sýnist sem það mætti allvel fara........þeir ætti . ... og yfirhöfuð að tala [að] hafa ábyrgð stjórn- arinnar á hendi fyrir þjóðinni«. Þótt auðsætt sé, að J. S. hefur ekki hugsað sér ábyrgð landstjórans og með- stjórnenda hans eins farið, kynni einhver að koma með þá viðbáru, að hann hafi ekki hugsað sér landstjórann ábyrgðarlaus- an oghnekkti því mótmælum mínum. En nú ber svo vel 1 veiðar, að eg hef með höndum bréf frá J. S. um stjórnmál vor til eins þjóðþingmanns 1 Kaupmannahöfn dags. 4. nóv. 1870. Leyfi eg mér að tilgreina orð J. S. á dönsku, svo að ekki verði sagt, að þau hafi skekkst hjá mér í þýðingunni. Þau hljóða svo: »Den ene praktisk mulige Bestyrelses- maade under de nuværende Forhold sy- nes mig at maatte være den, sem jeg allerede foreslog 1848 og D—d (Monrad) nu i Sommer har slaaet paa, at Kongen udnævnte en Mand (kun ansvarlig for Kongen) til at staa i Spidsen for Landets Bestyrelse, og at denne Mand dannede en ansvarlig Regjering i Landet selv, under de almindelige constitutionelle Former, og Ansvar ligeoverfor Althinget, derved vilde den hele Bestyrelse ordne sig saa godt som af sig selv«. Af þessu er bírt, að J. S. er réttnefnd- ur faðir landstjóra hugsjónarinnar, eins og flestra annara landsmála- og stjórnmála skoðana vorra, er stjórnmálamenn vorir hafa lifað á til þessa. Hitt er annað mál, hvort slík stjórnarskipun með land- stjóra, er b'æri að eins ábyrgð gagnvart konungi, væri til frambúðar nokkru á- byggilegri en fyrirkomulag það, sem við eigum nú við að búa, að eg ekki nefni aukinn kostnað, er hún hlyti að hafa 1 för með sér. En við íslendingar eigum svo fátt manna með þroskaða skoðun á stjórn- málum, að við megum ekki við því, að stjórnspekingar okkar eða blaðamenn eigni útlendingum þær pólitisku hugsjón- ir, sem mætustu menn okkar hafa alið í brjósti sér. Fyrir þvl hef eg talið mér skylt að andmæla hinum háttvirta höfundi 1 »Lögréttu«. Ýmislegar smærri skekkj- ur eða ónákvæmni í grein hans mætti enn til nefna, en eg læt hér staðar num- ið að þessu sinni. Þorleifur H. Bjarnason. „Kreyr“ og Rælttunarsjóður íslandw. Þótt leiðinlegt sé að eiga orðastað við þá, er eigi skilja það sem þeir fara með, eða rita um, til að selja alþýðu, þá er eg þó neyddur til að bera fram yarnir, ef einhver af lesendum „Freys" skyldi vera svo grunnhygginn, að taka mark á þeirri lokleysu, er blaðið setur fram í svari sínu móti grein minni um »Frey« og Ræktunar- sjóðinn. Aðalkjarninn í svarinu er það, að al- þingi hafi gert sig sekt í ósæmilegum „hrossakaupum", að þvl er frumvörpin um þjóðjarðasölu og Ræktunarsjóðinn snertir, og að eg hafi „flett ofan af hrossa- kaupunum, sem aldrei hafa fyr komið opinberlega fram, og eflaust hafi átt að geymast og gleymast að tjaldbaki". í fyrsta lagi eru það ósannindi, að leynt hafi verið farið með málið, eða þingið spilað bak við tjöldin. Bæði í nefndar- álitum og umræðum kemur það ljóslega fram. Meðal annars segir 2. þ.m. G.-K. (V.G.)þegarRæktunarsjóðurinn var til um- ræðu í sameinuðu þingi: „Það er vitan- legt, að þetta frumvarp stóð 1 sambandi við frumv. um þjóðjarðasöluna. Það var einnig vitanlegt í N.d. og tekið fram í nefndarálitinu, að sumir greiddu atkv. með frv. að eins af því, að N.d. tæki til- lit til þess, en N.d. hafði aðra aðferð, hún afgreiddi þjóðjarðasöluna fyrst, en geymdi þetta frumv. En frumv. (þjóð- jarðasölufrumv.) hefði verið fellt í E.d., ef hún hefði vitað þetta" (Alþt. d. 1799). Og þ.m. Borgf. (Þ. B.) segir í sama sinni: „Eg vissi, að þjóðjarðasalan var því að eins samþykkt í E.d., að það ákvæði deildarinnar fengi að standa, að meiri partur vaxtanna gengi til landsjóðs; þess- vegna mælti eg með því um daginn, að það yrðu 3% og rnæli með því enn". (Alþt. d. 1807). Önnur fjarstæðan er sú, að hér hafi ver- ið um „hrossakaup" að ræða, enda myndi enginn leyfa sér að segja slíkt, er þekkti hvað meint er roeð þessu orði. Afstaða E.d. 1 þessu máli er mjög skiljanleg. Hún vill, að eins og afgjöld þjóðjarðanna ganga i landsjóð, og undir umráð þings- ins, eins sé með vexti af andvirði hinna seldu þjóðjarða. Meiri hluti E.d. hélt þessu svo fast fram, eins og sést á um- ræðunum, að annaðhvort varð N.d. að slaka til eða láta frumv. falla. Þetta á því ekkert skylt við það, sem kallað er „hrossakaup", og ekkert ósæmilegt við það, sem þyrfti að vera hulið. Þá segir „Freyr", að ef þjóðjarðasölu- frv. hefði fallið, þá sé „llklegra að salan hefði aukizt". Þetta er svo stórt gat, að öll axarsköpt „Freys" rúmast í því. Eg hef haldið, að allir, sem um landsmál rita, mundu vita að þjóðjarðir mætti eigi selja án lagaheimildar, og þar sem um ekkert fé er að ræða, þar séu heldur engir vextir greiddir. En af þ'eSSu Ieíðir, að það vár rétt, sem eg sagði, að vaxtagreiðsla Rækt- unarsjóðsins hefði „alls enga þýðingu", ef þjóðjarðasölufrumv. hefði fallið. Þetta mundu og hinir heiðruðu útg. »Freys« hafa skilið sjálfir, ef þeir hefðu lagt á sig þá miklu áreynslu að hugsa um málið áO- ur en þeir skrifuðu um það. Ennfremur segir »Freyr«, að eg gefi þeim af útgefendum hans, sem eru ráðanautar Búnaðarfél. Isl., „bending um að varast að styggja eða ráðast á formann félagsins — húsbónda sinn". — Þetta er alt tilbúning- ur. Eg hef hvorki sagt né hugsað nokk- uð í þá átt. Enda lætegmigengu skipta, hvaða kurteisi eða ókurteisi þeir sýna for- manni sínum, og hvaða „skoðanafrelsi" hann sýnir þeim á móti. En eg sagði og s e g i það enn, að það sé »einkenni- legt«, að þeir af útg., sem eru starfsmenn Búnaðarfél. ísl., þess félags, er frá því fyrsta befur starfað fyrir Ræktunarsjóðinn, og sem nú hafa látið blað sitt flytja dóm um þá breytingu, sem gerð var á lögum sjóðsins, skuli eigi fylgjast svo vel með málinu, að þeir hafi lesið ræður formanns Búnaðarfél. ísl. (þm. Borgf.), þegar Rækt- unarsjóðurinn kom aftur til Nd. og síðan í sameinað þing. Form. fél. gerir þar fullnægjandi glögga grein fyrir því, hvers- vegna hann var knúður til að fylgja því, að Ræktunarsjóðurinn greiddi landsjóði vexti. Enginn, sem þær ræður les, mun brígsla form. Búnaðarfél. Isl. um »óhæfi- legt ósjálfstæði og fljótfærni« í því máli. Hermann Jónasson. Aths. Þess skal getið, að útgefendur »Freys« hafa ekki viljað birta al- menningi þessa örstuttu leiðrétt- ingu á axársköptum þeirra. Höf. Lárus H. BJarnason sýslumaður hefur nú fengið styrk þann, er síðasta þing veitti til »lögfræðings til þess að búa sig undir að verða kennari við lagaskólann«, að upphæð 2500 kr. hvort árið 1906 og 1907. Auk hans sótti að eins Magnús Jónsson cand. jur. f Kaupm.höfn. Styrkurinn veittur frá 1. júlí þ. á., og þá gert ráð fyrir að laga- skólinn verði kominn á laggirnar fyrir 1. júlf 1908. Guðm Eggerz cand. jur., yfirréttar- málfærslumaður, verður settur sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu með- an Lárus sýslumaður er að búa sig und- ir hið nýja embætti sitt. Jón Sveinbjörnssen cand. jur., aðstoðarmaður í stjórnarráð- inu fór með „Ceres" í gærkveldi alfarinn með konu og börn til Kaupmannahafnar. I stað hans er Karl Einarsson cand. jur. settur aðstoðarmaður á 3. skrifstofu stjórn- arráðsins. Arnór Árnason málmhreinsari frá Chicago, er hingað kom næstl. haust, og hafði í hyggju að setjast að hér í bænum til fulls, fór héð- an í gær með „Ceres". Félag það, sem hann hafði unnið hjá í Chicago vildi endi- lega fá hann aptur. Hr. Arnór ráðgerir samt að koma hingað aptur innan skamms ef til vill að ári og setjast hér að, eink- um ef góðar horfur verða á því, að nám- urnar í Eskihlíðarmýrinni svari kostnaði. Mun stjórn félagsins „Málms“ hafa í hyggju að fá hann hingað aptur, þá er vissa er fengin fyrir, að eitthvað verði úr námu- greptri hér. En með því að enn er óvíst, hvenær byrjað verður á borunartilraunum og rannsóknum — gengur illa að komast að samningum um það, — gat hr. Arnór ekki beðið eptir því. Hann er nijög vel að sér í sinni mennt, ötull og áhugasamur og hefur kynnt sig hér mjög vel. Það var því mjög leitt, að hann varð nú að HVerfa a'ptúr vestur Um haf, eij vonaUdi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.