Þjóðólfur - 08.06.1906, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.06.1906, Blaðsíða 3
ÞjÓÐÖLFUR. ÍOI uugs á íslenzku, og gat þess meðal ann- ars, að það væri einkennilegt, að fyrsti afmælisdagur Friðriks 8. sem konungs vors bæri upp á stórhátíðisdag, og vildi hann telja það sem fagran fyrirboða þess, að ríkisstjórn hans yrði giptusamleg og gleðileg fyrir þetta land. Hann gat hins virðulega heimboðs konungs til alþingis, og tyrirætlunar hans að heimsækja land vort að ári. Kvaðst hann ekki efast um, að ef „fjallkonan" tæki á móti honum í fegursta sumarskrúði sínu, og hann sæi fjalladýrðina hér, þá mundi landið verða honum engu síður ógleymanlegt en hin- um hásæla föður hans Kristjáni konungi 9. Að lokinni ræðunni var hrópað nifalt húrra fyrir konungi. Þá talaði Þórhallur Bjarnarson lektor nokkur orð fyrir minni Islands, en Júlíus Havsteen amtmaður fyrir minni Danmerkur og gestanna dönsku, en yfirmaður af „Heklu" (kommandör Maegaard) svaraði og lauk ræðu sinni með því að mæla fyrir minni alþingis og rík- isdagsins. Leikið var á lúðra (af dönskum lúðraflokki) meðan að snæðingi var setið. Fór allt samsætið vel og skipulega fram. Örfáir menn úr hóp Valtýinga tóku þátt 1 því. Það lið virðist enn ekki hafa lært stafrof almennrar kurteisi. Um banatilrœðið við konungshjónin spánversku getur loptskeyti hingað komið í gærkveldi þess, að sannast hafi, að maður sá, er sjálfsmorð framdi i Madríd, hafi verið sá hinn sami, er sprengikúlunni varpaði. Hann var ekki ítalskur stjórnleysingi, eins og blöðin skýrðu fyrst frá, heldur spán- verskur, sonur auðugs kaupmanns í Bar- celona, en hafði stundað nám á Þýzka- landi, og aðhyllzt þar kenningar stjórn- leysingja. Fagnaðarviðhöfn Madridbúa náði hæsta stigi, er konungshjónin voru stödd við nautaatið. — Játvarður konungur lét halda þakkarguðsþjónustu í Windsor á hvítasunnudag, og páfinn hefur látið syrigja »te deum« út af frelsun konungs- hjónanna úr lífsháskanum. Brúðkaups- hátíðahöldunum lauk í Madrid á þriðju- dagskveldið 5. þ. m., með stórkostlegri blysfarar-hátíðagöngu. Spánversku yfir- völdin eru glöð yfir því, að stjórnleysingi þessi hefur ekki haft aðra í vitorði með sér, að því er sýnist. Samt hafa nokkrir menn verið teknir höndum í Barcelona. Rannsókn á skemmdum matvælum, einkum á niðursoðnu kjöti, er nýlega hafin í Ameríku, og allítarlega frá henni skýrt í loptskeyti í gær. Hafa komið í ljós hin hroðalegustu svik af seljanda hálfu, íildið kjöt selt sem nýtt, með því að dreifa á það hvítu dupti, er gerir kjötið nýlegt útlits 0. s. frv. Þessi rann- sókn og skoðun á kjöti er og byrjuð á Englandi, og talið sjálfsagt að herða verði löggjöfina og allt eptirlitið með kjötsölu. Hreyfing þessi er upphaflega vakin af bók, er amerískur höfundur ritaði nýlega, og sést nú, að það hefur ekki verið að ástæðulausu eða ófyrirsynju, að eptirtekt var vakin á þessu. Dáinn er í gærmorgun Þorlákur Guð- mundsson, búandi í Hlíð (Eskihlíð við Reykjavík, fyrrum bóndi í Fífuhvammi og lengi (1875—1899) þingmaður Árnes- inga, á 72. aldursári, aí góðu(bændafólki úr Grímsnesi (f. í Mjóanesi 1 Þingvalla- sveit 22. des. 1834), bjó fyrst allengi f Miðfelli, áður en hann flutti að Hvamm- koti (Fífuhvammi). Hann var náttúru- greindur maður og tók allmikinn þátt í almennum málum, en hafði engrar mennt- unar notið í uppvextinum. Dóttir hans eih, Hallbjörg, er gipt Grími bónda Jó- hannssyni f Króki í Grafningi. Vatnsveltu verkfrœðingurinn hr. Thalbitzer, er kom hingað fyrir skömmu til að skoða og rannsaka áveitu yfir Skeið og Flóa, hefur nú ferðast um það svæði og kynnt sér staðháttu, en lagði aptur af stað austur 5. þ. m. til að byrja á sjáifum mælingunum og rannsókn- unum. Honum leizt yfirleitt mjög vel á héraðið og taldi það einkar vel fallið til áveizlu, en fyrirtækið hlyti að verða mjög kostnaðarsamt, þótt hann nú þegar gæti ekki sagt neitt ákveðið um það, áður en rannsókn fer fram. I fljótu bili kvað hann sér lítast einna bezt á, að veita Þjórsá yfir Skeiðin og ef til vill Flóann ofan- verðan, en Hvftá yfir Flóann neðanverð- an, því að ef veita ætti Þjórsá yfir allt þetta svæði, yrði verkið tiltölulega dýrara, aðfærsluskurðurinn frá Þjórsá yrði þá svo stórfenglegur og kostnaðarmikill. En vit- anlega kvað hann ekki neitt afráðið um þetta, hann þyrfti fyrst að rannsaka vatnið úr báðum ánum, hversu mikil gróðurefni væru í því, og reyndist vatnið úr Þjórsá betra en úr Hvítá, sem hann kvaðst naum ast ímynda sér — það mundi vera jafn- gott í báðum ánum —, þá væri það með- mæli með Þjórsáráveitu, bæði yfir Skeið og Flóa. „Þjóðviljinn" á Eyrarbakka. Herra kaupm. Kristján Jóhannesson hefur óskað Ieiðréttingar á þessum orðum f grein af Eyrarb. dags. 9. febr. er birtist i Þjóð- ólfi í vetur. „Það kemur að vísu dáltíill pakki af „Þjóðviljanum" í eina sölubúð, en mun vera meir brúkaður til annars en lest- urs“. Herra Kristján Jóhannesson skýrir þannig frá, að Þjóðviljapakkinn sé alls ekki brúkaður til neins, heldur verði geymdur þar til eigandinn ráðstafi honum. Þetta leiðréttist hér með. Eyrbekkingur. Eptirmæli. Sökum hinna mörgu sorgaratburða og erfiðleika, bæði til lands og sjávar, sem hafa sært oss svo mörgum þungum sárum þessa síðustu mánuði, ofþungum svo fámenna og veikburða þjóð, hafa hugir manna meir dvalið við fjcldann eða heildina, litið á hve sorglega margir hafa orðið að herfangi Ægis, hve skaðinn er óbætanlegur, en hitt, hve mikill skaði var að missi hvers ein- staklings, og þó er það fyrst þá, að vér skiljum til fulls hve mikið vér höfum misst, er vér lítum til einstaklinganna og þaðan til fjöldans. En ekki mundi það rétt að tala um einn eða tvo sérstaklega af þeim, sem liðu og dóu saman, sem vér minnumst og grátum f einum elskuðum hóp, oss mundi finnast það helgibrot, heldur um einhvern þeirra, sem í huga vorum eru aðgreindir frá þeim, og þó hafa orðið að gjalda Ægi skatt fyrir oss með sínu eigin lífi, og vér því syrgjum með sama harmi. Er vér nú viljum velja meðal þeirra, er það auðgert, því að Gudmundur Einarsson frá Nesi, sem drukknaði 26. apríl milli Vatnsleysustrandar og Álptaness, var þeirra þekktastur, og þótt Loptur Loptsson frá Bolla- görðum, sem drukknaði af skipinu „Valtýr", væri mér, sem skrifa þetta, kærastur og handgenginn sem bróðir, enda í alla staði frábærlega duglegur og góður maður, elsk- aður af öllum, er þekktu hann, þá hef eg þó heldur kosið að skrifa um helztu æfiat- riði Guðmundar heitins, því þá get eg um leið óbeinlínis leiðrétt nokkrar villur, sem stóðu í „Lögréttu" þar sem það blað minnt- ist á lát hans. Guðmundur heitinn var fæddur í Bolla- görðum 20. júní 1858. Foreldrar hans voru Einar Hjörtsson og Anna Jónsdótir. Byrj- uðu þau búskap sinn við lítil efni á Bakka á Seltjarnamesi fyrir 59 árum síðan, en fluttu eptir eitt ár að Bollagöiðum og bjuggu þar, þangað til Einar dó fyrir 5 árum, en ekkja hans býr þar enn. Þau áttu 5 börn, dó eitt í æsku, Guðmundur og Sigurður í vetur, en tvö lifa enn. Guðmundur heit. var hjá foreldrum sínum þangað til hann 22 ára gekk að eiga Krist- ínu, einkadóttur óðalsbóndans Ólafs Þórðar- sonar og Valgerðar Gunnlaugsdóttur í Nesi. Tók hann þar við búi og bjó þar alla æfi síðan. Þau hjón eignuðust 9 börn: 4 syni og 5 dætur, og eru 4 þeirra enn í bernsku; öll eru þau hin mannvænlegustu. Átján ára gamall lærði hann að spila á fíólín og syngja, síðar lærði hann að spila á harmoníum, enda unni hann söng mjög, stofnaði söngfélag á Seltjarnarnesi og var söngkennari við skólann þar um nokkur ár. Námsgáfur hafði hann frábærar, svo að þótt hann eiginlega aldrei fengi tilsögn í tungumálum eða sárlitla, talaði hann og skrifaði hiklaust, auk móðurmáls síns, ensku og dönsku. Hann tók mikinn þátt í öllum velferðar- málum hreppsins, var hreppsnefndarmaður og oddviti nokkur ár. Búhöldur var hann góður og bú hans hið blómlegasta á Nes- inu. Einkum lagði hann síðustu árin mikla stund á landbúnað og tókst það vel sem allt annað, því öll ráð hans þóttu og voru vel ráðin. En fyrst og fremst var hann sjómaður, ágætur sjómaður; „að stýra dýrum knerri", var list sem honum lét, enda stundaði hann það starf frá barnæsku, varð fyrst formaður 18 ára gamall; mun það næstum eins dæmi hér á landi, og aflaði hann þá og æ síðan manna mest. Hann var áræðinn, en þó gætinn, svo ef hann ekki treystist að fara á sjó á áttæringnum sínum, var öllum ófært um sjóinn á opnum skipum, enda fór hann opt um hið((æðandi haf, er enginn annar þorði að ýta frá landi, og opt hef eg heyrt háseta hans segja, að fremur kysu þeir að vera með honum á sjó en nokkrum öðrum, þegar öldurnar risu og stormurinn léki við hvítfexta öldutoppana. Guðmundur sálugi var gleðimaður hinn mesti, kátur og skemmtinn, en þó hægur; þótti þv( vinum hans ætíð mikið vanta, ef hann var ekki til að fylla hópinn. Hans er því að maklegleikum saknað af öllum þeim, er hann þekktu, og miklu tjóni hefur byggð arlag vort orðið fyrir'við missi hans. (G.). fatent strokkarnir hinir frægu, sem allir vilja fá, þegar þeireruekki til, fást nú, með sama verði og áður, hjá kaupm. S. B. Jöns- syni í Reykjavík. margþráðu, eru nú komin til cT&8 SZimsen. Fra og med 1. Juni er hidtilvær- ende Prokurist Poul Kragh-Miiller optaget som ansvarlig Deltager i Firmaet Chr. Fr. Nielsen hvis Drift fortsættes uforandret under Firma- navnet Chr. Fr. Nielser & Co. Vi anbefale os som staaende i F'orbindel- se med de bedste og billigste inden- og udenlandske Huse, og paatage os Köb af alle udenlandska Varer samt Salg af islandske og færöiske Pro- dukter til rimelige Betingelser. Dansk Korrespondance udbedes. Chr. Fr. Nielsen & Co. Peter Skramsgade 26. Köbenhavn K. Telgr adr.: Fjallkonan. Lambskinn er bezt að selja Jes Zimsen. Vorull kaupir Jés Zimsen. Reikningur yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins í Stykkis- hólmi fyrir árið 1905. Tekjur: 1. Peningar í sjóði frá f. á. . . 5,775 96 2. Borgað af lánum: a. fasteignarveðslán . 785 00 b. sjálfskuldarábyrgð- arlán............16,730 00 c. lán gegn annari tryggingu . . . 500 00 ^ojg 00 3. Innlög í sparisjóðinn á árinu .... 21,890 71 Vextir af innlögum lagðir við höfuðstól 1,267 58 23.158 29 4. Vextir: a. af lánum . . . 2,498 77 b. aðrir vextir . . 16 34 5. Ymislegar tekjur................ 18 50 6. Ógreiddir vextir................ 38 01 7. Frá Islandsbanka..............8,605 04 Alls 58,125 91 Gjöld: 1. Lánað út á reikningstímabilinu: a. gegn sjálfsk.ábyrgð 35,390 00 b. gegn annari trygg- ingu.............2,000 00 37,390 00 2. Útborgað af innlög- um samlagsmanna . 13,630 89 Þar við bætast dag- vextir.................. 8 64 13,639 53 3. Kostnaður við sjóðinn: a. Iaun................ 150 00 b. annar kostnaður (nýr járnskápur m. fl.) .... 429 03 579 03 4. Vextir: a. af sparisjóðsinnl. 1,267 58 b. aðrir vextir . . 150 °4 1,417 62 5. Til jafnaðar mótitekjul. 6 . . 38 01 6. I sjóði hinn 31. des. . . . 5,061 72 Alls 58,125 91 Jafnaðareikningur sparisjóðsins í Stykkirhólmi 31. des. 1905. Aktiva. 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. fasteignarveðsk.br. 2,950 00 b. sjálfskuldarábyrgð- arskuldabréf . . 45,010 00 c. skuldabr. fyrir lán- um gegn annari tryggingu . . . 4,250 00 c;2.2IO qq 2. Útistandandi vextir, áfallnir við lok reikningsttmab. . . 38 01 3. I sjóði.................. 5,061 72 AHs 57,309 73 Passiva. 1. Innlög 257 samlagsm. alls. . 44,957 54 2. Fyrirfram greiddir vextir, sem eigi áfalla fyr en eptir lok reikningstímabilsins . • . 1,487 12 3. Skuld til Islandsbanka . . 8,605 04 4. Til jafnaðar móti tölulið 2 í aktiva.......................... 38 01 5. Varasjóður....................2,222 02 Alls 57,309 73 Stykkishólmi 31. desember 1905. Ldrus H. Bjarnason. Sæm. Halldórsson. Agúst Þórarinsson. Reikning þennan höfum við endurskoð- að og ekkert fundið athugavert við hann. Stykkishólmi 7. maí 1906. A. Lorange. Lngólfur Jónsson. I rrr kaupir c7es SEimscn. uhs Is kas ungur, góður og gallalaus lieiðliestiu* [helzt t'óltari). Ritstjóri vísar á.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.