Þjóðólfur - 06.07.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.07.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. júlí 1906 31. IHGORG fengid medal annars: Jlíargar tegunöir aj Osti. Eidam pr. pd. 0,65 Goudas — — 0,50 Gorgouzala — — 1,00 Roqueford----1,50 Cheddar------0,90 Schveitzer — — 1,00 og fimm fleiri tegundir, sem að eins þurfa að sjást til þess þær verði keyptar. Heiðraðir kaupendur ÞJOÐOLFS eru minntir á, ad gjalddagi bladsins er 15. þ. m. útýir Rauponóur, er panta blaðið frá byrjun þ. m., geta fengið það til ársloka fyrir tVŒr krÓnur, er borgist um leið og blaðið er pantað, og fá þeir þá í kaupbœti: 13. hepti af sögusafni Þjóðóifs, 128 bls. með ágœtum skemmtisög- um og Sérprentun afsögunni „Vestur- förin‘S er birzt hefur nú um hríð i blaðinu, og verður alls um 60— 10 bls. En vitanlega er þá áskript að blaðinu bindandi að minnsta kosti fyrir nœsta ár allt (1901). MT Áframhaldið af hinni frœgu sögu Conan Doyle’s: y>Rodney Ston e«, er ekki hefur getað kom- izt að neðanmáls i blaðinu nú um langa hríð, fer nú að koma við og við úr þessu. „Freyr“ heitir tímarit »um landbúnað, þjóðhags- fræði og verzlun*, getið út i Rvílc. Mun það vera allmikið útbreitt, því menn hafa búizt við að það yrði fræðirit. En nú er verið að gera það að deiluriti, er flytur login brigzl, hnjóð og skammir um ein- staka menn og heila flokka eða »stéttir« þjóðarinnar. í febrúar síðastl. stóð í riti þessu grein, eptir höfund, sem ekki þarf að nefna; hann fer að verða svo alkunnur af rit- hætti sínum og meðferð annara mála (sbr. Hermann, Sigurð skólastjóra o. fl). f grein þeirri eru (allir) bændur landsins taldir sannir að sök (»raun á orðin«) um ófrómleik (= þjófnað), tíundarundandrátt 0g fleiri vammir, út af því að tala bað- aðs fjár varð hærri en framtalið i heild sinni næst á undan. Út af þessu «endi eg útgefandanum stutta og hógværa athugasemd, er sýndi fram á, að t i u n d ar undandráttur b æ n d a mundi vera minni, en mismunurinn á böðuðu fé og framtöldu. Þessi athuga- semd mín er birt i júníblaði »Freys«, og og hefur höf. febr.-greinarinnnar hnýtt sér aptan í hana, eins og hann á vanda fyrir. Rykkir hann þar og skekur sig eins og ótamið (kynbóta?) naut. Það er ekkert fagnaðarstarf, að fást við slfkan grip, og lítil von um að hann lagist. En svo mikill dýravinur er eg, að eg tel ekki eptir mér að gera tilraun með hann, ef ske kynni, að það gæti orðið honum til heilsubótar — úr þvi sjálfur dýralæknirinn, sem það stæði næst, virðist ekki viðlátinn til þess. í aptandingsi sínu forðast höf., eins og hans er vandi, að koma nálægt aðalefni athugasemda minna, að tölumismunurinn sýni ekki eða sanni t í u n d a r svik hjá bændum (búsráðendum). En hann tætist hingað og þangað innan um grein mína, rangfærir orð mín og umsnýr meining- unni, og býr tii út af því svör með skæt- ingi. Eg held mér við mína orðaröð. Eg segi (í júnfbl., út af ritgerð hans i febr.bl.): »Fjártöluskýrslan sjálf er fróð- leg, en fér of skammt, að mínu áliti — úr því farið var að birta hana í búnaðar- blaði — til að ná þeim tilgangi, að fræða. þá hefði átt að sýna fjártölu í hverjum hreppi«. — Þessu snýr höf. svo : »B. B. þykir litill fróðleikur í að fá að vita fjár- töluna á öllu landinu og í hverri sýslu og amti . . ., telur sjálfsagt að birt hefði verið fjártalan í hverjum hreppi, fyrst farið var að minnast á þetta á annað borð«. Hverjum manni er auðsæ rangfærslan.— Ætli svona meðferð máls lýsi meiri ráðvendni, en þótt b ó n d i telji eigi fram nema það fé, er honum ber; það sem eg tel fróðlegt, lætur hann mig segja »lítinn fróðleik«. »Minnast á málið á annað borð« setur hann fyrir: »biita í búnaðarblaði« o. s. frv. Menn hafa hug- mynd um hver héruð (sýslur) landsins eru mest og minnst sauðfjárhéruð, en síður hvaða sveitir í fjarlægum héruðum eru það. I búnaðarlegu tilliti var því meiri fróð- leikur 1 að sýna þetta og samsvaraði betur titli ritsins, en hið röklausa þvaður um t í u n d a r svik b æ n d a. í töflu- formi tók það ekki meira rúm en greinin gerir. Þá sagði eg: »En það leynir sér ekki, að aðalerindi ritgerðarinnar er að sýna »blett« á oss bændum. Eg álít að of- mikil sverta sé borin á þennun blett«. Höf hefur þetta svona: »B. B. fullyrðir, að eg hafi skrifað umrædda grein til að »setja blett« á bændastéttina, og borið óspart svertu í«. Út af þessu fer hann svo að verja það, að hann hafi ekki búið til »nýjan blett«, sheldur »afmarkað«(l) gaml- an. Heytir jafnframt að mér persónulegum (lognum) brigzlum um alþekkta illkvittni og ranglæti. Allir sjá að sitt er hvað, að sýna blett á bændum eða »setja blett á bænda- stéttina«. Búleysingjar geta verið »bænda- stéttar«, en b æ n d u r eru þeir, er bú hafa og jörð til ábúðar, eptir almennri málvenju. Blettinn, sem eg ber ekki á móti að kunni að eiga sér stað á sumum bændum, álít eg að höf. hafi of mjög svert með því að demba á bændur almennt og eina að- dróttun um tíundarsvik, er nemi talna- mismuninum, enda reynir hann ekki að réttlæta sig fyrir því. Ekki er eg að ætla höf. neinar (duldar) hvatir. Öll meðferð málsins og ályktar- orð höf. 1 febr.ritgerðinn ilúta að því, að víta bændur fyrir »t í u n da r undandrátt«. (sLausafjártíund bænda ekki ábyggileg«, »bændur . . . tfunda eins rangt og raun Með seinustu skipum hefur er á orðin«, »bændur gera sig seka 1 ófrómleik«, »bændur draga sigundanlög- boðnum, sanngjörnum gjöldum«, bændur valda því, að hagfræðisskýrslur eru rang- ar, til stórskaða fyrir framfarir þjóðar- innar, bændur sýna smásálarskap ogjafn- vel skaða sjálfa sig, með tíundar-undan- drætti, hrossabændum illa við, að aðrir viti um hrossatölu þeirra ; meira en minnk- un fyrir bændur að setja blett á bænda- stéttina o. s. frv. Árnesingar snjallastir í að tíunda illa«). Um það fjallar rit- gerðin og annað ekki, auk skýringa á skýrslunni. Skýt eg þvf óhikað undir dóm allra skynsamra manna, er ritgerð hans lesa, hvort eg hafi hér ekki á réttu að standa. Höf. beinlínis svfvirðir bænd- ur landsins, röklaust, og sérstaklega Ár- nesinga. Llklega stafar þetta af fávizku, sem höf. veit ekki af hjá sér, eða vill ekki kannast við, þótt á sé bent. Hann bland- ar saman tíund og framtali (til búnaðar- skýrslunnar) sem er sitt hvað ; annars væri meiningarlaust að vera að hafa skýrsl- urnar tvær. Tíund getur verið rétt, þótt framtal sé rangt á bæ. T. d. eru 9 fjár- eigendur á bæ, bóndinn, sem á og telur til tíundar 64 kindur, t í u n d a r rétt, og 8 búleysingjar, er eiga 4 kindur, 2 ær og 2 geml., hver, sem ekki ber að tíunda; en sé fé þetta ekki talið fram til búnað- artöflunnar, er það rangt, og sýnir 73 lægri fjártölu á heimilinu en ber. Það á sér stað víða um land, að bænd- ur verða að lofa hjúum sínum að eiga fénað, til að halda þeim. Nýlega heyrði eg að bóndi 1 Brgf. hafði 20 folöld á fóðri f vetur, en átti 2 sjálfur; hin áttu búleysingjar á bænum. Væri höf. á ferð með (annað) óþjált alinaut aptan í hesti, og nautið rykkti hestinum út af veginum, mundi hann, samkvæmt réttlætistilfinningu sinni, lú- berja og hrakyrða hestinn fyrir að ganga ekki rétta götu. Höf. reynir að réttlæta sig með því, aðtíundarundandráttur bænda sé»íhvers manns munni«. Þetta er veikt sönnuuar- gagn og viðsjált. Orð getur lagzt á fyrir átyllu í fyrstu, er síðan hverfur, eða ill- kvittnisuppspuna, sem reynt er að breiða út. Höf. hefur sjálfur orðið fyrir rómi, sem eg álít að hann a. m. k. nú eigi ekki skilinn, en þó er erfitt að bæla niður. Hefi eg opt haft töluvert fyrir því, og mun gera, ef svo ber undir, hvern vitnisburð sem hann ber mér. Eg hafði sagt: »Búnaðarskýrslurnar munu eiga að sýna alla fjártöluna; en lög þau, er það byggist á, munu vera almenningi ókunn«. Þetta verður í með- förum höf.: »B. B. lætur sem hann naumast kannist við búnaðarskýrslurnar, og einkennilegt hól er það um bændur, að halda því fram, að þeim sé ókunnugt um þær«. Rangfærsla höf. er hér söm ogjöfn. Eg segi, að almenningi muni ókunn lög (um hagfræðisskýrslur); hann lætur mig segja að b æ n d u m sé ókunn- ar búnaðarskýrslurnar(l) og eg kannist varla við þær sjálfur. Út af þessu þvælir hann svo heillangt mál. Gorgeir- inn hleypur þar með höf. 1 gönur. Hyggi hann að þörf sé að knésetja mig, ætti hann að bjóða mér á sín eigin ólúnu kné; þvl sýslumaður minn hefur annað nauðsynlegra við tíma sinn að gera, en að kenna mér að lesa. Eg hafði sagt, að í tíundarlögunum væri orðið 11 u n d haft bæði um framtal og skattgreiðslu, og því álitu sumir að fella mætti sjöund úr framtali. Þessu snýr höf. svo, að eg skilji lögin þannig, að b æ ð i framteljandi og hreppstjóri megi hvor um sig fella sjöund af tíund- b æ r u f é úr tíund 1 Er nú eiginlega svona maður viðtalsverður? Sýnishorn af hans eigin vizku og rök- fræði er þetta: »Að sjálfsögðu er fjár- tala tíundarskýrslnanna nokkuð lægra (sic), af því eigi þarf að tíunda sauðfjárkúgildi, er fylgja jörðum«(ll) .... »Hins vegar gefur að skilja, að samræmi verður að vera í báðum þessum skýrslum, þar sem þær eru teknar á sama tíma og sömu stjórnarvöld hafa þær til meðferðar(ll). Rangt framtal til búnaðarskýrslnanna er þvf(ll) sjálfsögð afleiðing af rangri tíund«. Að sfðustu vil eg beina þeirra athuga- semd til útgefenda »Freys«, sem eru kunningjar mínir, hvort þeim ekki sýnist ráð að hafa svo mikinn hemil á þessum höfundi, að hann ekki eyðileggi virðing þeirra og hylli tímaritsins með ritverkum slnum. Gröf, 24. júní 1906. Bj'órv Bjarnarson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.