Þjóðólfur - 06.07.1906, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.07.1906, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. ii 7 HeiOurssamsæti var rithöfundinum J. C. Poestion frá Vínarborg haldið 29. f. m. í Iðnaðar- mannahúsinu af 60—70 bæjarbúum. Með- an setið var að snæðingi, var sungið kvæði, er Benedikt Gröndal hafði ort til heiðursgestsins, en Steingrímur rektorThor- steinsson mælti fyrir minni hans, Og svaraði Poestion því með því að mæla fyrir minni íslands. Mag. Ágúst Bjarna- son og dr. Helgi Pétursson héldu og ræður. Allir ræðumenn mæltu á þýzka tungu. Loks voru sungin ýms íslenzk þjóðlög og kvæði. Á banlcaráOsfundi íslandsbanka, er haldinn var nú um mán- aðarmótin, fór einn hinna íslenzku þing- kjörnu fulltrúa frá eptir hlutkesti og lenti sá hlutur á Sigurði Briem póstmeistara, en hann var endurkosinn til bráðabirgða, þangað til regluleg kosning fer fram á næsta þingi. Þá fer Sigfús Eymundsson bóksali einnig úr bankaráðinu fyrir næsta þing og verða því tveir fulltrúar valdir 1 bankaráðið á næsta þingi (1907). Hinn 3. fulltrúi: Lárus H. Bjarnason fer frá sum- arið 1908, milli þinga, og er því vafasamt, hvort ekki er réttast að kjósa alla þriá fulltrúana á næsta þingi, svo að engin bráðabirgðarkosning 1 sjálfu bankaráðinu þurfi að eiga sér stað. Mannalát. Hinn 1. f. m. andaðist Jónas Jóna- t a n s s o n óðalsbóndi á Hrauni í Öxna- dal, 84 ára. Merkur bóndi og bezti bú- höldur. Hinn7.fi ra. andaðist Guðrún Helga H e 1 g a d ó 11 i r, kona Björns Jónssonar prentara á Akureyri, áður ritstjóra „Stefn- is", 42 ára. Tiðarfar nyrðra er nú orðið mjög gott, og gras- vöxtur 1 betra lagi. Hvergi hafði orðið fellir, en unglambadauði í frekara lagi. En mikið hafði það hjálpað, sérstaklega 1 Skagafirði, að verzlanimar á Sauðárkrók voru vel birgar af kornvöru. Húnavatnssýslu, 27>júní. Fréttir eru þær, að tíðin fór að smáskána eftir 14. maí, en mjög lengi var kalt og aðgerðalítið og lá snjór og krapi á jörðinnni fram undir mán- aðarmót, en tíðin hefur alt af verið stillt og veður úrkomulaus; mátti heita að batinn væri hagstæður, enda mun vonum fremur hafa ræzt úr um skepnuhöld; þó hafa van- höld orðið töluverð á skepnum af ýmsum orsökum og óvenjulega kviilasamt og slysa- gjarnt á skepnum, og eins hjá þeim, sem höfðu fé í góðu lagi og nóg hey; þar á meðal stakk sér hér f sveitinni niður skitu- pest og gerði töluverðan skaða; hefi eg ekki heyrt getið um hana fyr en nú hér í sýslu. Lambadauði varð víöast nokkur, og mjög mikill sumstaður, t. d. í Svínadal. Sfðan þessi mánuður byrjaði hafa verið sí- feld blíðviðri og hitar opt mjög sterkir. Gróður er þvf orðinn allgóður, einkum á votlendi. Töluvert hefur verið kvillasamt f vor og manndauði nokkur; 24. maf lézt á Auðunn- arstöðum (Víðidal Jóhannes Guómundsson, óðalsbóndi og sýslunefndarmaður, einn af allra merkustu bændum þessarar sýslu, ágæt- ur búhöldur og drengur góður. Mun hans veröa minnzt nánar síðar. Hinn 19. maí lézt Bjarni Sigurdsson, bóndi í Gröf á Vatns- nesi, ungur og efnilegur bóndi, vinsællmað- ur og vel látinn. Seint f maf dó Elín Pót- ursdóttir á Hafsstöðum, ekkja Kristmundar sál. Þorbergssonar, sem þar dó f vetur og getið var í Þjóðólfi. Þau hjón höfðu gefið Vindhælishreppi eignarjörð sfna hálfa, Sæ- unnarstaði f Hallárdal eptir sinn dag. — Elín sál. var vinsæl kona og vönduð, og einkar skyldurækin húsmóðir. Proclama. Með því að verzlunarmaður Guð- mundur Felixson, Laugavegi 17, hefur framselt bú sitt til skipta sem þrotabú, þá er hér með skorað á alla þá, sem til skuldar telja í búi hans, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá siðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. SkiptaráðandinnlReykjavík 2. júlf 1906. Páll Einarsson settur. Yfirstjórn holdsveikraspítalans hefur meðtekið frá íslendingum í Vestur- helmi 435 kr. 19 a. að gjöf handa spítalanum. Af þessari upphæð, sem mun verða varið í þarfir holdsveikl- inganna eptir nánari ákvörðun yfir- stjórnarinnar, eru IOO dollarar gjöffrá Sigurði Sigvaldasyni, einum leiðtoga Sáluhjálparhersins í Winnipeg, en af- gangurinn eru samskot frá íslending- um í bænum Blaine í Washington- ríkinu. Yfirstjórnin kann hérmeð gefendum beztu þakkir fyrir þessa mannúðlegu gjöf- Reykjavfk 29. júní 1906. Fyrir hönd yfirstjórnarinnar. J. Havsteen. Við barnaskólann á ísafirði eru laus 2 kennaraembætti, annað með 700 kr., hitt með 500 kr. launum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um embætti þessi, snúi sér til skólanefnd- ar ísafjarðarkaupstaðar fyrir lok næst- ’komandi ágústmánaðar. Á næstkomandi hausti verður stofn- aður unglingaskóli á ísafirði. Þessar námsgreinar verða kenndar: 1. íslenzka, 2. danska, 3. enska, 4. saga, 5. landafræði, 6. náttúrufræði, 7. reikningur, 8. teikning, 9. söngur, 10. leikfimi og handavinna (Slöid), ef ástæður leyfa. Kennslustundir verða 5 á degi hverj- um og kennslueyrir allan skólatímann 15 kr. fyrir hvern nemanda, sem borg- ist fyrirfram. ísafirði 29. júní 1906. í umboði skólanefndarinnar I’opvaldnr Jóusson. Eg hef opt á ferðum mínum orðið veikur af ákafri ofkælingu og brjóst- þyngslum, en þekki ekkert meðal, er hefur dugað mér jafnvel sem Kína- lífs-elixír hr. Waldemars Petersens. Neapel, 10. desember 1904. M. Gigli kommandör. Biðjið beinlínis um Waldemars Pet- ersens ekta Kína-lífs-elixír. Fæst alstaðar á 2 kr. flaskan. Varið yður á eptirstælingum. Samkvæmt yfirlýsingu skiptaráðand- ans, er eg eigandi að útistandandi skuldum í þrotabúi Casper Hertervigs kaupm. í Reykjavík, og eru þeir sem skulduðu nefndu þrotabúi, beðnir að greiða þær til mín fyrir rtæstkomandi októbermánuð, eða semja um þær við mig. Reykjavík 6. júlí 1906. Eyvindur Árnason trésmiður. Peningabudda tapaðist hér á götunum í gær með merktum gullhring og nokkru af peningum í. Finnandi skili á afgreiðslu Þjóðólfs gegn fundarlaunum. Síéii Samkvæmt umboði tekur undirritaður á móti verkefni (ull og ullartuskum) til ofannefndrar verksmiðju og annast um fljóta og góða afgreiðslu á tauunum hingað. Tauin hafa náð almennri hylli um land alt, enda eru þau sterk, falleg og ódýr. Skoðið sýnishornin og vitið um verðið, og munu þá allir játa að þetta er ekkert skrum. Einnig hef eg nú þegar mikið af tauum frá verksmiðjuntii og ættu þvf allir, sem þurfa að fá sér fatnað, að skoða þessi ágætu, en þó af'aródýru fatatau. Virðingarfyllst Gísli Jónsson. Brauns verzlun ,Hamburg‘ 9 Aðalstræti 9. Talsími 41. Síórar Sirgéir qf iilSunum alRlœénaói og yji r R öjn u m. Nýtízku snid! Gódur frógangur! Vandað efni! Karlmannaföt, einhneppt frá kr. 20,00. Bláar molskinnsbuxur frá kr. 2,50 do. tví — - — 19,50. brúnar do. — — 2,40 Unglingaföt — — — — 16,00. röndóttar do. — — 2,90 Drengjaföt nr. 10-12- — 10,00. brúnar do. jakkar — — 3,20 do. — 4_ 8- — 2,25. alullar buxur — — 6,50 Sumarfrakkar — — 19,50. Milliskyrtur — — 1,25 Ferðajakkar — — 7,00. Peysur fyrir fullorðna — — 2,25 Utanyftrbuxur Drengjapeysur 1,80. 0,80. Karlmannapeysur, alull — — 3,75 Komið og litið inn áður þer gjörið kaup annarstaðar. Þér, sem ætlið að kaupa mótora í skip eða báta, kaupið vegna kost- anna, óefað, „ALFA’^MÓTORIIM, því hann mun hvarvetna reynast hinn bezti. Þeir, sem hafa tækifæri til, ættu að skoða „Alfa“-mótorinn í þil- skipinu „Ágúst“, sjá, hversu jafnt hann gengur og hve hart skipið fer. Enn- fremur að líta á mótorinn, sem verið er að setja niður í nýtt þilskip, sem hr. Otti skipasmiður Guðmundsson er að smíða; einnig að líta á vélina í bát þeim, er Kjalnesingar og fleiri hafa keypt og sem er lang-hraðskreiðasti báturinn nú við Faxaflóa. Þeir, sem sjá að eins þessa þrjá „Alfa“-mótora, þurfa ekki frek- ari upplýsingar. Þeir vita vel, hvað þeir eiga að kaupa. Eg hef ánægju af að taka á móti pöntunum og gefa yður allar nauð- synlegar upplýsingar. Virðingarfyllst. Þorsteinn Þorsteinsson, s k i p s tj ó r i. u n. ER með banna eg öllum að hagnýta sér leyfislaust nytjar jarðanna: Stóruhnausa og Grímsstaða með Látr- um í Breiðuvíkurhreppi, svo sem slægj- ur, beit, mótak, ristu, uppsátur, reka og alla veiði f landhelgi nefndra jarða. — Brjóti nokkur þetta bann, eða sýni nokkurn ágang nefndum jörðum, má hann búast við að sæta ábyrgð, sem lög standa til. Gröf, 20. j.úní 1906. Hallbjörn Þorvaldsson. Síðari ársfundur Reykjavíkur- deildar Bókmenntafélagsins verður hald- inn í Iðnaðarmannahúsinu (salnum uppi á lopti) mánudaginn 9. þ. m. kl. 5V2 síðdegis. Rvík, 5. júlí 1906. Kristján Jónsson (p. t. forseti). Vorull kaupir Jes ZiniHen. Firmatilkynning. Emil Strand og Jens L. Ouse á ísa- firði hafa í dag tilkynnt, að firmað Emil Strand & Co sé hætt. Bæjarfógetinn á ísafirði 26. júní 1906. Magnús Torfason. Lambskinn er bezt að selja Jes Zimsen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.