Þjóðólfur - 24.01.1907, Síða 1

Þjóðólfur - 24.01.1907, Síða 1
59. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 24. janúar 19 07. Xs 4. oiafiið spiir! Nýir kaupendur að þessum árgangi (59. árg. Pjóðólfs) 1907 já i kaupbxti ékejpis og kostnaðarlaust sent sérprentun af Sögnsafni Pjóðólfs XIII. með ágætum skeinmtisögfum og V esturförina 60 hls., sérprentun úr Þjóðólfl af ágætri ritgerð um íslenzka útflytjend- ur, rituð af manni, er var með i förinni og dvalið hefur nokkur ár í Ameríku. Saga þessi, sem er alveg sönn, hefur þótt mjög skemmtileg og fræðandi. 1 þessum árgangi vcrður haldið áfram, eptir því sem unnt er, neð- anmálssögu blaðsins »Rodney Stone« eptir hinn nafnfræga enska skáldsagnahöfund Conan Doyle, og er saga þessi talin hin bezta af öll- um skáldsögum hans, og eru þó margar þeirra stórfrægar. Lesendur Þjóðólfs munu og áðuf en lýkur fella hinn sama dóm um sögu þessa, en vitanlega verða menn vel að fylgjast með efni hennar. Hún tekur yfir allan þennan árgang, og ef til vill frekar. Þjóðólf œttu allijp að kaupa. Kostar að eins 4 kv. árg. Þeir sem nú gerast nýjir kaupendur fá ennfremur sérprentun af allri neðanmálssögunni, þegar hún er komin út. íslenzk mál í dönskum l>lööum. Það hefur óvenjulega mikið verið ritað um íslenzk mál í dönskum blöð- um næstl. 2—3 mánuði, en vitanlega af lítilii þekkingu að jafnaði. Þó hefur samstaðar brugðið fyrir réttum skiln- ingi frá Dana hálfu á kröfum vorum og kurteislegum ummælum um þær með fullri viðurkenningu á því, að vér eigum rótt til að ráða vorum eigin málum íhlutunarlaust af hinu danska ríkisvaldi. Blaðaávarpinu hafa t. d. dönsk blöð tekið liðlega og sjá ekkert athugavert við það, að hin fyrirhug- aða sambandslaganefnd taki ríkisráðs- ákvæðið til umræðu og ályktunar, telja það mál, sem bæði íslenzku alþingismennirnir o g ríkisþingsmenn- irnir verði að fjalla um. En í blöð- unum lýsir sér hins vegar mikil gremja yfii' þeim misskilningi, að Dönum komi þetta ekkert við, og þetta sé eingöngu íslenzkt sórmál, sem vér íslendingar séum algerlega einráðir um. Þetta telja dönsku blöðin hreinustu fjarstæðu. Meðal annars er ritað allítarlega um þetta og fleira í langri ritstjórnargrein í „Dagens Nyheder" 29. desember, og er þar prentuð með gleiðletri fund- arályktun úr „Fram“ frá 22. nóv. um að íslenzku fulltrúarnir eigi hispurs- laust að gera þann skilning gildandi (þótt málið komi til umræðu f nefnd- inni) að rikisráðsákvæðið sé algerlega íslenzkt sórmál, er danska ríkisþingið geti ekki haft neinn atkvæðisrétt um. Segir blaðið, að þetta gangi lengra en blaðaávarpið, þvi að þar sé þessu alls ekki haldið fram, heldur gert ráð fyiir sameiginlegri ályktun, og skorar á stjórnarflokkinn að gera nánari grein fyrir afstöðu sinni til þessa þýðingar- mikla máls, úr því að ályktun þessi sé samþykkt af „kjósendafólagi stjóm- arflokksins", er það svo kallar. Önnur blöð taka og í sama strenginn um þetta atriði, og má af því ráðá, að verði ekki á mál þetta rninnzt í hinni fyrirhuguðu nefnd eða komizt að við- unanlegri niðurstöðu í því nú þegar, þá verður sá hnútur aldrei leystur án íhlutunar ríkisþingsins, hversu fast sem vér stöndum á því, að vér einir eigum að ráða þessu máli til lykta. Einmitt þess vegna er svo nauðsynlegt, að girða nú þegar fyrir, að þetta geti orðið að deiluefni síðar, er það vafalaust verður, ef nú er ekki úr þeim hnút greitt. Og það er óliklegt, að síðar yrði vænna að fá því ráðið heppilega til lykta. Hér er því ekki um annað að tala, en gera það nú, sem óráð- legra er að fresta. Því að þeir munu fáir, sem þá skoðun hafa, að vór eig- um og hljótum að vera bundnir við ríkisráð Dana í sérmálum vorum um aldur og æfi, og þar sé þeím bezt borgið. En það er alls ekki ríkisráðshaptið, sem Dönum er sárast um og þeir leggja mesta áherzlu á um þessar mundir. Þvert á móti. Það er fánamálið, sem þeim er viðkvæmast, og þar næst færsla verzlunarinnar úr hönd- um Dana til Þjóðverja, sem þeir eru logandi hræddir við, og hafa ýms blöð prentað upp grein úr „Reykjavík“ um það efní, og fara um hana hörðum orðum, þar á moðal jafn stillt og gætið blað sem „Berlingur". Þessi „Reykja- víkur“-grein kvað vera frá 24. nóvem- ber, og er jafnframt vitnað í fleiri greinar urn sama efni í því blaði. Segir „Berlingur" 22. des., að þessu hafi hvergi verið mótmælt opinberlega, en blaðinu virðist öldungis nauðsynlegt, að „foringjar stjómarflokksins lýsi því alvarlega yfir, að þeir eigi engan þátt eða hlutdeild í birtingu þessara greina". Vitanlega er það barnaskapur hjá blað- inu, að krefjast slíkra yfirlýsinga, en þetta er af því sprottið, að Danir skilja það ekki, að „Reykjavík“ t. d. geti flutt pólitiskar greinar, sem ekki séu í anda eða jafnvel að undirlagi ráð- herrans og stjórnarinnar. Þeir telja það jafnóhugsandi, eins og ef „Danne- brog“ t. d. flytti stórpólitiskar greinar, er Alberti væri algerlega ósamþykkur. En hór er vitanlega ólíku saman að jafna. Þessi misskílningur Dana á blaðaútgáfu hér stafar af því, að flest dönsk blöð eru háð hörðum flokksaga, sem hér þekkist ekki, að minnsta kosti ekki í sama mæli. í fánamálinu bólar enn á allmikilli ólgu í dönskum blöðum, en heldur er hún þó tekin að réna upp á síðkastið, enda hafa birzt ýmsar greinar, er slegið hafa á þá strengi, að skoða mál þetta hóflega og strllilega. Og það er tekið fram, að afstöðu flestra íslenzku blað- anna gagnvart þessu máli sé svo hátt- að, að naumast þurfi að óttast neinar æsingar út af þvi, og þó að flest þeirra séu því hlynnt, þá vilji þau fara stilli- lega og gætilega, og bíða átekta, en alls ekki þröngva því fram nú þegar. Og það hefur dálítið lægt öldurnar þar ytra, er um tíma voru teknar að ganga allhátt. En Danir vita það ofurvel, að úr því að mál þetta er hafið, þá muni því verða haldið fram af vorri hálfu með hæfilegri íest.u, hvenær sem færi gefur. En það er ekki svo sjálfsagður liður í sjálfstæðiskröfum vorum, að það þ u r f i að verða þeim samferða. Það á fremur að koma sem afleiðing af fengnu sjálfstæði. Þess vegna varþað ekki tekið upp í blaða-ávarpið, hefði ekki átt þar við. Og gagnvart því standa allir flokkar með óbundnar hendur, þótt sumir hafi reynt að telja mönnum trú um, að það væri æsinga- mál sérstaks flokks, t. d. Land- varnarmanna og jafnvel ávarpsmanna í heild sinni, sem er fjarstæða ein og vitleysa. Það er og á að vera einskis sérstaks flokks, heldur allra flokka mál. Ekki tala dönsku blöðin nú mikið um, að svipta eigi Dani veiðirétt í landhelgi eða rétti innborinna manna hér, en þó bregður því fyrir t. d. í ritstjórnargr'ein í „Dagbladet„ 31. des. og er blaðið hálf sárt yfir því. En það er hrætt um, að Islendingar ætli sér að heilla konung að sumri með veizlufagnaði, fagurgala og glæsi- legum viðtökum, enda sé það skiljan- legt, því að þeir vilji að eins hafa sameiginlegan konung með Danmörku, og það sé nægileg ástæða. Og fer blaðið allhörðum orðum um slíka kon- ungshyllingu í þeim tilgangi, er það telur ekki neitt tilhlökkunarefni fyrir Dani. Er blaðið jafnvel gramt yfir því, að íslenzk blöð hafa minnst á velvilja konungs gagnvart íslandi, hyggur að vér berum eitthvað meira úr býtum fyrir það. Mikil vandræði! í „Nationaltidende" 7. þ. m.erlangt og ítarlegt ágrip af ritlingi Grnðmundár Hannessonar, og er skýrt frá efni hans og ástæðum höf. öldungis hlutdrægnis- laust og kalalaust. Segir blaðið, að hann sé mjög vel ritaður og að öllu leyti stillilega og ofsalaust, án nokkurr- ar verulegrar óvildarárásar á Dani, þar sé ávallt talað kurteislega og vin- gjarnlega um Danmörk og Dani. En blaðið kveðst síðar ætla að taka mál þetta (skilnaðarmálið) til nánari athug- unar, og getur þess að sfðustu, að nýkomin íslenzk blöð séu móthverf aðskilnaði. Einhver hin bezt ritaða og langhlýleg- asta grein í vorn garð er í blaðinu „Köbenhavn" 26. desember eptir Hol- ger Wiehe magister, er- áður hefur ritað í dönsk blöð um mál vor, þar á meðal ágæta grein í „Illustreret Tid- ende“ 29. júlí siðastl., er vér birtum i islenzkri þýðingu í Þjóðólfi (10. og 17. ágúst). Vakti sú grein allmikla eptirtekt, því að hún stakk mjög í stúf við skoðanir flestra Dana á sjálfstjórn- armáli voru. Grein hans í „Köbenhavn" nú, er rituð í sama anda og af sama velvilja. Hann byrjar á því að segja, að fregn- irnar um fánamálið hafi verlð ýktar, og Danir hafi tekið það óþarflega óstinnt upp. Það veiti þvi naumast af að blanda dálitlu af köldu vatni í blóð þelrra. „Yfirleitt virðist svo“, segir hann“, sem vér Danir eigum allerfit.f með að viðurkenna þau þjóðarréttindi íslendinga, sem hver þjóð á að hafa, hvort heldur hún er stór eða lítil. Menn vilja að vísu náðarsamlegast veita íslendingum einhverja ákveðna pólitiska sérstöðu, en vei þeim!, ef þeir ætla að nota sjálfstjórnina sjálfum sér til gagns og það ríður á einhvern hátt í bága við danska hagsmuni. Þá er það jafnharðan kallað „DanahaturV Svo minnist hann á, að Danir hafi orðið reiðir yfir því, að norskur mannvirkjafræðingur var fenginn til að gera áætlun um hafnargerð fyrir Reykja- vík, kostnaðarminni en danskur mann- virkjafræðingur hafði áður gert. Og hann segir, að Danir telji sjálfsagt, að landajóður veiti „hinu sameinaða" ár- legan styrk til gufuskipaferða, þótt landsmenn séu mjög óánægðir með ferðaáætlun þess og framkvæmd henn- ar. Flestar kröfur Islendinga segir hann að séu á góðum og gildum rök- um byggðar, og kveðst ekki geta séð, að það sé nokkur hagur fyrir Dani, að hlynna að hagsmunum nokkurra danskra auðkýfinga á íslandi. Það sé miklu fremur hagur fyrir Danmörku, að styðja að vexti og þroska íslenzku þjóðarinnar, svo að norræn menning geti numið þar nýtt land. ísland hafi stórmikil framtíðarskilyrði í þá átt, en til þess að þau geti komið í Ijós, verði I Islendingar að vera einráðir um stjórn

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.