Þjóðólfur - 24.05.1907, Blaðsíða 2
86
ÞJ OÐOLFUR.
Pingmálafundur á Akureyri.
Skörulegar fundarályktanir.
Fulltrúakosning á Þingvallafund.
A annan á hvítasunnu (20. þ. m.) var all-
fjölmennur þingmálafundur haldinn á Ak-
ureyri, samkvæmt fundarboði frá 10 kjós-
endum, eptir því sem frá er skýrt í símskeyti
frá Akureyri daginn eptir,
Sambandsmálið var þar fyrst tekið
til umræðu, og í því samþykkt í einu
hljóði raeð 90 atkv. svolátandi ályktun:
Fundurinn mótmœlir pvi, að vœntanleg-
ir sambandssamningar við Dani byggist
á.peim grundvelli, að ísland sé innlimað-
ur, óaðskiljanlegur hluti danska ríkisins,
heldur krefst hann pess, að ísland verði
viðurkennt frjálst sambandsland Danmerk-
ur, eins og pað var við Noreg eptir Gamla-
sátlmáta, með fullveldi yftr öllum sínum
málum. Petta felist skilyrðislaust í Nýja-
sátlmála, jafnvel pótt Dönum yrði með
samningi falið að fara með einhver mál
fyrir íslands hönd, meðan svo pykir
henta eptir ástœðum landsins. í öllum
öðrum málum skulu íslendingar vera ein-
ráðir með konungi um löggjöf sína og
stjórn, og qprða pau mál að sjálfsögðu
ekki borin upp í ríkisráði Dana.
Öll þessi ályktun var samþykkt með 90
samhlj. atkv. nema síðasta málsgreinin
sverða þau mál« o. s. frv. Þar voru tvö
atkvæði á móti.
Með öllum atkv. gegn 2 var og samþykkt
svolátandi framhaldsályktun um fána-
mál, landhelgi og þegnrétt:
Samkvœmt pessu telur fundurinn sjálf-
sagt,
a ð ísland hafi sérstakan fána;
að landhelgin sé íslenzk; og
að pegnréttur landanna verði að-
greindur.
Um Þingvallafund var samþykkt
svolátandi fundarályktun:
Til pess að bœta úr pví að nokkru leyti,
að ping var ekki roftð og efnt til nýrra
kosninga, sem sljórnin hefði átt að gera,
lelnr fundurinn mikilsvert, að fulltrúar úr
sem flestum héruðum landsins komi sam-
an á Pingvelli fyrir ping í sumar til pess
að rœða og gera ályklanir um sambands-
málið og pau mál önnur, sem pví eru ná-
tengd.
Því næst var Guðmundur Hannesson
læknirkjörinn fulltrúi á Þingvalla-
fund.
A fundinum töluðu: Guðm. læknir
Hannesson, Guðl. Guðmundsson bæjarfó-
geti og alþm., Magnús Kristjánsson alþm.,
Sigurður Hjörleifsson ritstjóri, Stefán kenn-
ari og alþm. Stefánss. og Karl Finnbogason.
*
Um Island
hefur landbúnaðarkandídat danskur Lars
Fredreksen talað og skrifað allmikið, frá
því hann ferðaðist þar um sumarið 1905
ásamt fleiri dönskum landb.kandídötum,
en vegna þess að margir landar eiga ekki
kost á að sjá það og heyra, vil eg gefa
hugmynd um, hvernig orð L. F. farast
um oss.
Eg var áheyrandi á einum fyrirlestri, er
L. F. hélt hér á Jótlandi og get eg eigi
annað sagt en hann bæri oss rétt og vel
söguna. Hann talaði um landið að fornu
og nýju, um mikilmenni fornaldarinnar
og framfarir nútímans, viðhald málsins,
verzlunarsögu vora og, f sambandi við
hana, yfirráð Dana yfir landinu, sem hon-
um fannst þeir eigi ætíð hafa notað sem
bezt og nefndi þar til verzlunareinokun-
ina; sagði að frá þeim tímum stæðu þeir
í skuld við oss, sem þeir nú greiddu rentur
af með þeim 60,000 kr. sem vér fáum úr
ríkissjóði Dana. ■— Ekki^munu allir Danir
gefa þessa skýringu yfir tillagf þetta, því
mörgum af þeim hættir til að telja það
eptir eða sem gjöf.
Það sem L. F. hefur skrifað um ísland er:
I »AtIanten« ferðasaga, í »Vort Landbrug«
um nautgriparækt, og í »Söndagsbladet«
móti Ingvar Bang, sepi skrifar um oss með
yfirskriptinni: »Nuer Island en fattig Ö«.
Þetta svar L. F. lýsir vinarþeli til vor og
trú á landi voru; vil eg því til sönnunar
taka upp nokkur orð, sem þeim fara á
milli. Baug segir: »ísland er nú fátæk
eyja og hver bóndinn eptir annan flytur
af jörð sinni til Vesturheims, en þeir
bændur, sem eptir eru, verða að vinna
baki brotnu með miklum áhyggjum fyrir
framtíðinni«. Þessu svarar L. F. á þessa
leið: »Því miður er það satt, að alltof
margir fara til Ameríku til að leita gæf-
unnar þar, en þeir gætu og ættu heldur
að reyna að ná því gulli, sem felst í hinni
íslenzku jörðu og sjónum kringum föður-
landið*. Ennfremur hefur L. F. skrifað
alllangt mál um »Ræktunarfélag Norður-
lands« í Atlanten á síðastliðnu ári og í
ár í »Ugebladet« um ýmiskonar jurtatil-
raunir heima. Allt sem hann skrifar um
oss, bendir á velvild til vor. — Að ferð-
ast um ísland, þykir L. F. skemmtilegt.
Ekki vill hann llkja saman að ferðast á
íslenzku hestunum og að ferðast með járn-
brautum, hestarnir þykja honum ólíkt
skemmtilegri. Víða þykir honum fallegt
á Islandi og margt segist hann hafa gert
sér lakari hugmynd um en reynslan varð á.
L. F. mun vera einn af þeim fáuDön-
um, sem les íslenzku, en þeim mönnum
veitir hægra að þekkja oss og meta oss
réttilega.
Jótlandi í apríl 1907
Kr. Eldjdrn.
Ný bók.
M. Hindhede.
Ökonomisk kogebog. Praktisk
ernœring. 204 bls. Verð 3,00.
Þegar maður les bók dr. H. og líkir
henni saman við aðrar bækur um sama
efni, er hún öldungis ólík þeim öllum, að
minnsta kosti þekki eg enga matreiðslu-
bók, sem líkist henni.
Dr. Hindhede er nú orðinn alþekktur
fyrir hina nýju kenningu um lágmark eggja-
hvítunnar, og bækur þær, sem hann hefur
gefið út fljúgja út, enda þótt þær séu til-
tölulega dýrar. Þessi bók er hin síðasta
af 3 bókum hans, sem allar eru nokkuð
um sama efni, nfl. um það að maður geti
lifað ódýrara og hollara en hingað til,
maður geti látið sér nægja miklu minni
eggjahvítu en vísindin hingað til hafa á-
litið.— Þetta gengur eins og rauður þráð-
ur í gegnum þær allar. Þar sem aðrar
matreiðslubækur setja »bragðgæðin« efst
þá setur dr. Hindhede fyrst »holla« svo
»ódýra« og »bragðið« seinast. Hvernig
þetta næst sýnir hann með fyrirsögn um
tilbúning fjölda rétta, sem áður eru lítt
þekktir — ef til vill allflestir óþekktir
heima. Það eru þessir réttir — þessi
Hindhéðins matur, sem eg vildi benda
húsmæðrunum á, benda þeim á að kaupa
bók H. og reyna réttina; ef til vill geðj-
ast fólki ekki vel að þeim öllum, en ef-
laust að þeim flestum og þá er byrjunin
fengin.
Auk þess sem H. kennir að búa til
mat eru í bókinni svo vekjandi og eptir-
tektaverðar hugvekjur t. d. »Det sociale
spörgsmál« og »Hvad enhver husmoder
bör vide« að einungis þess vegna er bókin
þess verð, að hún sé keypt pg lesin.
Kaupið bókina, yður mun ekki iðra
þess.
Eptir að eg í fyrra sumar á ferðum mín-
um í Danmörku, hafði heyrt dr. H. halda
nokkra fyrirlestra ogjUala um hina nýju
aðferð (»metode«) datt mér í hug að reyna
sjálfur, hvort þetta væri satt. Síðan hef
eg því gert ýmsar tilraunir með mig og
allar hafa þær sýnt mér, að dr. H. hefur
rétt. •
I 8 daga lifði eg við svo lélegan kost
að það var ekki meira en 1600 Cal. (1
»Calorie« er sá híti, sem þarf til að hita 1
pott af vatni app í i° C) um daginn og
einungis sú eggjahvíta, sem minnst mátti
vera. Eg varð ekki svangur og eg þyngd-
ist um 2T/i.pd. Það sem eg borðaði þann
tíma var hafragrautur, brauð og smjör.
Líkar tilraunir hefi eg tekið upp með
mig aptur og aptur og ávalt komizt að
sömu niðurstöðu.
Þegar þið nú hafið reynt matartegundir
dr. H., séð að þær eru ódýrar og reynt
að þær eru hollar, þá skýrið frá því hjá
nágrannanum, svo hann líka megi lifa vel
heilsusamlega og ódýrt.
Ef einhver, því fleiri því betra, af öllum
þeim mörgu, sem lesa Þjóðólf vill kaupa
bókina og reyna réttina er tilgangi grein-
arstúfsins náð.
Pdll Zóþhóníasson.
„Frjálst sambandsland.
Agrip af stjórnmáladeilu Islendinga og
Dana“, nefnist nýútkominn bæklingur,
saminn af Einari Hjörleifssyni fyrv. ritstj.
en gefinn út að tilhlutun landvarnar- og
þjöðræðisblaða. Er það sögulegt yfirlityfir
stjórnmálabaráttu vora byggt á ritgerðum
Jóns Sigurðssonar það sem þær ná, sér-
staklega um fjárhagsmálið og er sá kafl-
inn ítarlegastur, en miklu fljótar yfir sög-
una farið eptir 1880. Bæklingurinn er lið-
lega og stillilega ritaður og ber lítið á
hlutdrægni í frásögninni, þótt sleppt sé
ýmsu, er minnast hefði mátt á i sögu sfð-
ustu áranna sérstaklega, Ljósastur vottur
þess, að bæklingurinn sé laus við árásir á
stjórnina og óvildarummæli í Dana garð,
er sá að »Lögrétta« hælir honum; prent-
ar hún orðrétt upp langan kafla úr álykt-
arorðum hans og virðist vera alveg sam-
mála því sem þar er sagt. Má því vænta
þess að hún fari að átta sig á því úr þessu, að
varlegra sé að gera ekki verulegan ágrein-
ing út úr því hvað »frjálst sambandsland«
í blaðarnannaávarpiuu hafi átt að merkja
og hlotið að merkja samkvæmt réttum
skilningi, því að það er lítill vafi á, að
þjóðin skoðar það í hinni réttu og eðlileg-
ustu merkingu, en lætur sér ekki lynda
skýringuna um jafnréttháan samnings-
aðila(l) og annað ekki.
/jlmennur borgarafundur
var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu 21.
þ. m. til að ræða um leigu á nýju bryggj-
unni og samþykkt bæjarstjórnarinnar um
það mál. En meiri hluti hafði þar fengizt
fyrir því að leigja bryggjuna einhverju fé-
lagi, er samningar tækjust við, fyrir 1000
kr. gjald á ári. Fundurinn var móthverf-
ur slíkri leigu og var þár samþykkt með
89 atkv. gegn 9 svolátandi tillaga:
»Fundurinn skorará bæjarstjórn Reykja-
vlkur að taka að sér umsjón með hafnar-
bryggjunni með uppskipunartækjum, lóð
..og húsum og að setja hæfan mann til að
hafa eptirlitið á hendi með bryggjunni
húsum og áhöldum«.
Ennfremur samþykkt í einu hljóði svo-
látandi tillaga:
»Ennfremur að kaupa fyrir hæfilegt verð
pakkhús Landsbankans við hafnarbryggj-
una eða láta flytja það burtu og byggja
þar þá nýtt pakkhús til vörugeymslu fyrir
almenning«.
SJálfsmorð.
Frá Seyðisfirði er símað 18. þ. m. að
Ha 11 grímur Þorsteinsson útvegs-
bóndi á Nesi íf Norðfirði, ókvæntur mað-
ur og efnaður, hafi hengt sig þá um nótt-
ina í rúmi sínu.
Veðurátta
hefur verið hér mjög hlý undanfarna
daga, og eins hefur verið alstaðar um land,
eptir því sem frétzt hefur. Frá Seyðisfirði
símað 18. þ. m., að þar sé blíðviðri á dag-
inn en þó frost á nóttum. Talsverður snjór
í fjörðunum.
Jóhannes Jósepsson
aflrauna- og glímumaðurinn frá Akureyri,
er fyrsti stofnandi Ungmennafélagsins hér
á landi, sem þegar er orðið töluvert út-
breitt. Meðlimir Ungmennafélagsins hérí
bænum héldu þeim félögum Jóhannesi og
Jóni Pálssyni fagnað á mánudagskveldið
var. Var fyrst kaffidrykkja og ræðuhöld í
Bárubúð, en á eptir gengu allir suður á
Mela, og skemmtu menn sér þar við söng,
hlaup o. fl. —Þótti öllum kveldstund þessi
hin skemmtilegasta. — *
Skip sekkur.
Aðfaranóttina 11. þ. m. sökk frakknesk
fiskiskúta á Isafjarðardjúpi í svonefndri
Selvík nálægt Ögurhólmum og drukknaði
öll skipshötnin. Það var á að gizka 80
faðma frá landi og stóðu möstrin upp úr
sjónum. Haldið að skipverjar hafi verið
villtir og ætlað að þeir væru á Breiðafirði-
Skipið kvað hafa verið frá Paimpol.
„Ceres“
kom af Isafirði í fyrra dag og með henni
dr. Björn Bjarnason með fjölskyldu sína
alfluttur af Isafirði hingað til bæjarins.
Ný bréfspjöld
átta að tölu eru nýkomin út á kostnað
hr. Ólafs Ólafssonar bréfspjaldaútgefanda,
Eru fimm þeirra með myndum afíslenzk-
um skáldum, tvær og þrjár myndir saman
á einu spjaldi, Bjarni Thorarensen, Jón
Thoroddsen og Kristján Jónsson á einu,
Bened. Gröndal og Steingr. Thorsteinsson
á öðru, Matth. Jochumsson og Valdimar
Briem á hinu þriðja, Páll Ólafsson, Grím-
ur Thomseu, Þorst. Erlingsson á hinu 4..
og á hinu 5.: Gestur Pálsson, Einar Hjör-
leifsson og Guðm. Guðmundsson. Hin 3
bréfspjöldin §ru með myndum íslenzkra
tónskálda, Sveinbjörn Sveinbjörnsson á
einu, bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir
á öðru, og Bjarni Þorsteinsson, Arní
Thorsteinsson og Jón Laxdal á hinu 3.
€rlenð simskeyti
til Pjóðólfs frá It. B.
Kaupmannahöfn, 21. maí kl. 5,50 e. h.
Mœlingarskip.
Herskipið »Beskytteren« leggur af stað
27. maí til mælinga við Island.
Frakkneskt herskip
Chanzy strandaði í Austurasíu. Menn
björguðust.
Samsœri uppgötvað.
Skýrt var frá því í rússneska þinginu í
gær, að uppvíst hefði orðið um vlðtækan
viðbúnað til að ráða keisarann af dögumr
en þeirri fyrirætlun hefði verið hnekkt.
Látinn
er Baker byggingameistari, sá er byggði
brúna yfir Forthfjörðinn á Skotlandi.
Róstuv á Póllandi.
Morð hafin að nýju í Lodz og Varsjá.
Eptir rán á póstflutningi f Lodz ruddust
Kósakkar inn í verksmiðju skutu af handa-
hófi 15 menn en særðu 30.