Þjóðólfur - 05.07.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.07.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. júlí 1907. 29. Guðmundur Hannesson héraðslœknir. Heima kl. 2—4 e. m. Aðalstræti 8 (fyrst w sinn). Þingvallafundurinn 29. júní varð sá langíjölmennasti allsherjarfundur, er nokkru sinni hefur verið haldinn á Þing- velli, síðan slíkir fundir hófust þar fyrir tæp- um 6o árum, varð enda fjölsóttari affulltrú- um víðsvegar af landinu, en fundarboð- endur sjálfir höfðu gert sér vonir um, sérstaklega þá er tekið er tillit til þess, hve konungskoman er nálæg og henni samfara almenn þjóðhátíð á Þingvelli að mánuði liðnum. Var fyrirsjáanlegt, að það mundi hnekkja að mun aðsókn að fundinum. En samt var fundurinn svo vel sóttur, að þar komu 92 fulltrúar fyrir allar sýslur landsins nema Strandasýslu og Suðurmúlasýslu, auk Vestmanneyja. Nokkrir fulltrúar, er kosnir höfðu verið gátu ekki sótt fundinn. Einn fulltrúinn (séra Benedikt Eyjólfsson í Bjarnanesi) kom landveg alla leið austan úr Horna- firði, og lýsir það óvenjumiklum áhuga, sem vert er að halda á lopti. Ur Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslu komu alls 14 fulltrúar, og úr öllum sýslum á Vestur- landi meira og minna. Flestir fulltrúar utan Reykjavíkur voru úr Árnessýslu (komu 12 af 14 kosnum). Þessir fulltrúar sóttu fundinn: Ágúst Jónsson amtráðsmaður í Höskuld- arkoti. Ari Jónsson ritstjóri Rvík. Árni Jóhannsson skrifari Rvík. Árni Magnússon verzlunm. Vörum á Hell- issandi. Árni Þorkelsson sýslunefndarm. á Geita- skarði. Árni Þorsteinsson bóndi á Brennistöðum. Arnþór Einarsson bóndi í Teigi. Ásgeir Ásgeirsson prestur í Hvammi. Ásmundur Árnason útvegsbóndi í Hábæ í Vogum. Benedikt Eyjólfsson prestur í Bjarnanesi. Benedikt Magnússon kennari í Ólafsdal. Benedikt Sveinsson ritstj. Rvík. Benedikt Þórðarson bóndi í Hólmakoti. Bergsteinn Ólafsson bóndi á Árgilsstöðum. Bjarni Jónsson cand. mag. frá Vogi Rvík. Björn Jónsson ritstj. Rvík. Björn Sigurðsson bóndi á Giljá. Björn Þorláksson bóndi í Kollgröf. Brynjólfur Jónsson prestur á Ólafsvöllum. Böðvar Magnússon hreppstj. á Laugarvatni. Eggert Benediktsson bóndi í Laugar- dælum. Eggert Finnsson bóndi á Meðalfelli. Einar Brynjólfsson organleikari á Þjótanda Einar G. Einarsson kaupm. í Garðhúsum. Einar Gunnarsson ritstjóri Rvík. Einar Hjörleifsson rithöfundur Rvík. Einar Markússon kaupmaður í Ólafsvík. Eiríkur Kerúlf læknir í Rvík. Eiríkur Stefánsson prestur á Torfastöðum. Eiríkur Torfason bóndi í Bakkakoti í Leiru. Eyjólfur Guðmundsson bóndi í Hvammi í Mýrdal, Friðrik Stefánsson bóndi í Málmey. Gísli Einarsson prestur í Hvammi. Gísli Sveinsson lögfræðingur á Akureyri. Gísli Þorbjarnarson búfr. Rvík. Guðmundur Davíðsson sýslunefndarmað- ur á Hraunum. Guðmundur Finnbogason ritstj. Rvík. Guðmundur Friðjónsson skáld, Sandi. Guðmundur Guðmundsson uppgjafaprestur á ísafirði. Halldór Einarsson sýslunefndarm. Kára- stöðum. Haraldur Níelsson guðfr. Rvík. Hjörtur Líndal hreppstjóri, Núpi í Miðfirði. Ingvar Gíslason bóndi á Skógtjörn. Jens Pálsson próf. Görðum. Jón Jónatansson bústjóri í Brautarholti. Jón Magnússon bóndi Bráðræði ( Rvík. Jón Samúelsson bóndi á Hofsstöðum í Álfta- neshreppi. Jón Þórðarson kaupm. í Rvík. Jón Þorvaldsson prestur á Stað. Karl Finnbogason kennari á Akureyri. Kjartan Helgason prestur í Hruna. Kolbeinn Guðmundsson bóndi á Ulfljóts- vatni. Jónas Bjarnason bóndi í Litladal. Jónas Guðlaugsson ritstj. á ísafirði. Jósep Björnsson skólastjóri á Vatnsleysu. Lárus Halldórsson prestur á Breiðabólstað. Lárus Helgasonbóndi áKirkjubæjarklaustri Magnús Ásgrímsson hreppstjóri á Sléttu-. bjarnarstöðum. Magnús Benjamínsson úrsmiður f Rvík. Magnús Blöndahl verksmiðjustjóri f Rvík. Magnús Friðriksson bóndi á Staðarfelli. Ófeigur Vigfússon prestur í Fellsmúla. Ólafur Jónsson bóndi í Austvaðsholti. Ólafur Magnússon prestur í Arnarbæli. Ottó N. Þorláksson stýrimaður í Rvík. Pálmi Pétursson kaupfél.stj. á Sauðárkróki. Páll Ólafsson bóndi á Heiði í Mýrdal. Pétur Oddsson kaupmaður í Bolungarvík. Pétur Pétursson bóndi á Bollastöðum. Runólfur Halldórsson hreppstj. á Rauða- læk. Sighvatur. Gr. Borgfirðingur fræðimaður á Höfða. Sigurgeir Gíslason verkstjóri í Hafnarfirði. Sigurður Guðmundss. aðstoðarpr. i Ólafsv. Sigurður Gunnarsson próf. í Stykkishólmi. Sigurður Hjörleifsson ritstj. Akureyri. Sigurður Jónsson kennari < Rvík. Sigurður Ólafsson bóndi á Hvalsnesi. Sigurður Sigurðsson bóndi á Húnstöðum. Sigurður Þorsteinsson verzkunarm. Eyrar- bakka. Stefán Björnsson bóndi á Skíðastöðum. Sveinn Sigfússon kaupm. Rvík. Sæmundur Jónsson bóndi á Minni Vatns- leysu. Tómas Sigurðss. hreppstj. á Barkarstöðum. Vigfús Guðmundsson bóndi í Haga. Vilhjálmur Briem prestur á Staðarstað. Vilhjálmur Þorvaldsson kaupm. á Akranesi. Þórður Guðmundsson hreppstj. í Hala. Þórður Guðmundsson útvegsbóndi í Rvík. Þórður Ólafsson prestur á Söndum. Þorsteinn Benediktsson prestur á Kanast. Þoráteinn Hjálmsson bóndi á Hofsstöðum. Þorvaldur Arason póstafgreiðslumaður á á Víðimýri. Af þessum 92 fulltrúum, voru 13 héðan úr bænum, en hinir 79, voru kosn- ir af 96 hreppum (og kaupstöðum),] því nokkrir hreppar kusu sama manninn. Fundurinn var sóttur af öllum stjórn- málaflokkum, svo að það verður ekki auð- gert að gera úr því flokksfund Þjóðræðis- flokksins eins og Jón ólafsson & Co. hafa verið að streitast við.. Það er einnig dá- lítið tvíeggjað að gera jafnfjölsóttan full- trúafund úr flestöllum sýslum landsins að flokksfundi, sérstaks stjórnmálaflokks. Sýndi það ljósast, að sá flokkur væri allfjölmenn- ur í landinu og áhrifamikill. En hitt er satt, að allir fulltrúar þeir, er þarna voru saman komnir úr ýmsum stjórnmálaflokk- um (Heimastjórnar, Landvarnar og Þjóð- ræðisflokknum) voru allir einhuga í þessu máli, er fundurinn átti að fjalla um — sam- bandsmálinu. Að þvf leyti má kalla hann flokksfund þeirra manna, er halda vilja fram hinum fyllstu kröfum vorum á hend- ur Dönum f væntanlegum samningum. En um nokkra flokkasamsteypu að öðru leyti getur auðvitað ekki verið að tala. Nokkru áður en fundurinn hófst hélt Bjarni Jónsson frá Vogi ræðu fyrir íslenzka fánanum að Lögbergi og »löghelgaði« hann þar. Þótti honum mælast vel og djarfmannlega. Kl. 12 var gengið í skrúð- göngu frá Valhöll með 3 íslenzka fána í broddi fylkingar vestur yfir Öxarárbrú eptir gjánni og staðnæmzt í »hallinum« á eystri gjárbarminum, þar sem margir ætla að Lögberg hafi verið. Voru lúðrar þeytt- ir meðan skrúðgangan stóð yfir. Björn Jónsson ritstjóri setti fundinn með ræðu og gat verkefnis þess, er fyrir lægi. Fund- arstjóri var valinn séra Sigurður pró- fastur Gunnarsson, en hann nefndi sér til aðstoðar Björn Jónsson og Ara Jóns- son ritstjóra.1) Áður en fundur var settur hafði nefnd verið skipuð til að rannsaka kjörbréf fulltrúanua til að flýta fyrir, og lét hún í byrjun fundar- ins uppi það álit sitt, að kosning allra full- trúanna væri tekin gild og voru nöfn þeirra lesin upp. Rætt var um að taka fleiri mál til umræðu en sambandsmálið, ef tími ynnist tll, en ýmsir voru á móti því, og var samþykkt að taka ekki önnur mál á dagskrá, en þetta aðalmál, en setja svo fund að nýju, er því máli væri lokið og taka þá eitthvað fleira til umræðu en úr því varð ekki, því að tíminn hrökk ekki til þess. Til að koma fram með ákveðnar til- lögur í sambandsmálinu var valin 7 manna nefnd og hlutu kosningu 1 hana: Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Sigurðsson bóndi á Giljá, Einar Hjörleifsson, Guðmundur Friðjónsson, Guðmundur Guðmundsson fyr prestur í Gufudal, Kjartan Helgason prestur í Hruna og Magnús Blöndal verk- smiðjustjórl. Að því búnu var gert fund- arhlé frá kl. 2—41/* meðan nefndin var að ljúka störfum sínum, en svo settur fundur aptur og stýrði Ari Jónsson ritstjóri þá umræðum. Einar Hjörleifsson hafði á hendi fram- sögu fyrir nefndarinnar hönd, en auk hans töluðu margir fullltrúar : séra Guðm. Guðmundsson, Guðm. Finnbogason, Har- aldur Nfelssen, Jónas Guðlaugsson ritstj., Árni Þorkelsson á Geitaskarði, Guðm. Friðjónsson, Gísli Sveinsson stud. jur., Jósep Björnsson frá Vatnsleysu í Skaga- firði, Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi í Mýrdal, séra Sigurður Gunnarsson, séra ÞórðurÓlafsson, Ágúst Jónsson í Höskuldar koti og Lárus Helgason frá Kirkjubæjar- x) „Reykjavíkin" er að gera sig gleiða yfir því, að stungið hafi verið upp á ritstjóra þessa blaðs sem fundarstjóra og hafi hann fengið 1 atkv.(!) Jafnvel þótt ekki sé ómaks- ins vert að eltast við öfugmæli og rangfærslur „Reykjavíkur" um fund þennan, viljum vér þó geta þess, að einn fundarmaður í athuga- leysi stakk upp á mér sem fundarstjóra. Með því að eg var ekki fulltrúi, var sú uppá- stunga markleysa ein, eins og þegar var bent á bæði af mér og öðrum. Þar kom því engin atkvæöagreiðsla til gteina. H. Þ. klaustri. Mæltist ræðumönnum vel og ein arðlega, og lýsti sér fjör og áhugi í orðum manna, þó ofsalaust með öllu og stillilega, svo að í engu var sveigt að pólitiskum and- stæðingum, nema dálítið af einum ræðu- manni (H. N.) og líkaði mörgum það miður, enda héldu allir ræðumenn aðrir sér ein- göngu við merg málsins, fullt sjálfstæði landsins í konungssambandi við Danmörku. Um það virtust ekki vera skiptar skoð- anir meðal fulltrúanna. Eptir alllangar umræður, er allar hnigu í sömu stefnu voru eptirfarandi tillögur nefndarinnar samþykktar í einu hljóði, hver liður fyrir sig: 1. a. Fundurinn krefst þess, að vœnt- anlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna sé gerður á þeim grundvelli einum, að ís- lanb sé frjálsl land í konungs- sambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. — Fundur- urinn mótmœlir allri sáttmáls- gerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fgrir hönd- um en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir voru. b. Fundurinn telur sjálfsagt að ísland liafi sérstakan fána, og felsl á tillögu Stúdentafélags- ins um gerð hans. c. Fundurinn krefsl þess, að þegn- réttur vor verði íslenzkur. 2. Sökum þess að Aiþingi var eigi rofið, þegar afráðið var að skipa samninganefnd í sjálfstœðismálinu, skorar fund- urinn á Alþingi og stjórn að sjá um, að nefndin verði eigi skipuð fyr af íslands hálfu, en kosið licfur verið til al- þingis af nýju. Éinn fulltrúi (Jósep Björnsson) vildi láta orða niðurlag 1. liðs a. (um skilnað landanna, ef samningar tækjust ekki)nokkru vægar en í tillögunni, en kom þó ekki fram með ákveðna uppástungu um það, enda virtust fundarmenn mótfallnir þvf, að þar væri öðruvísi orðum hagað. Gfsli Sveinsson bar fram breytingartillögu við 1. lið, að í staðinn fyrir »frjálst land í konungssambandi« kæmi »sjálfstætt ríki með sameiginlegum konungi við Dan- mörku«, en eptir nokkrar umræður var sú breytingartillaga tekin aptur, vegna þess að nefndartillagan var talin full ákveðin. Viðaukatillaga um landhelgina (frá Lárusi Helgasyni) var og tekin aptur, þá er tillögumanni var sýnt fram á, að full umráð Islendinga yfir landhelginni væru fólgin í kröfum .1. liðs a. Við 2. tölul. vildi Jens prófastur Pálsson bæta áskorun til stjórnarinnar um að láta nýjar kosningar til alþingis fara fram þegar 1 haust, svo að nefndarskipunin þyrfti ekki að dragast lengi. En ekki fékk sú til- laga byr, og eptir nokkurt þref tók til- lögumaður hana aptur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.