Þjóðólfur - 05.07.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.07.1907, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 111 Ríkisþingsmennirnir. í dag hefur verið birt skrá yfir ríkis- þingismenn þá, er fara til íslands og eru þeir 30. [Samkvæmt þvi hafa ein- hverjir 4 gengið úr skaptinu, þegar á átti að herða]. Nefndir settar í N. d. i dag. Læknaskipunarlög: Guðm.Björns- son, Stefán Stefánsson (Eyf.), Ó1 Thorla- cius, Jóhannes Ólafsson, Guðl. Guðmunds- son. Ellistyrkur: Björn Bjarnarson, Lár- us H. Bjarnason, Magnús Andrésson, Pét- ur Jónsson, Hermannn Jónasson. * Yeð í skipurn: Guðl. Guðmunds- son, Magnús Kristjánsson, Skúli Thor- oddsen. V e g a 1 ö g: Jón Jónsson, Hannes Þorsteinsson (skrifari), Björn Kristjánsson, Jón Magnússon (form.), Ólafur Ólafsson. Stórstúkuþing Góðtemplara var haldið á Akureyri 18.—22. f. m. og sátu 50 fulltrúar þingið, þar af voru 20 þeirra héðan úr bænum auk nokkurra annara, er eigi voru fulltrúar. — Sama daginn, er þingið var sett sendu Reykjavíkurstúkurnar Veiðandi nr. 9, Einingin nr. 14, Hlín nr. 33, Bifröst nr. 43, Gyðja nr. 134 og Umdæmis- stúkan nr. 1 stórstúkunni heillaóskaskeyti. Stórstúkan sendi og heillaóskaskeyti til Edv. Wawrinsky, æzta manns reglunnar, og stúkna þeirra, er sendu henni skeyti. Það helzta, er gerðist á þinginu var símritað daglega til „Templars", og kom blaðið út 24. þ. m. með skeytin. Stórstúkuþingið samþykkti að fela fram- kvæmdarnefnd sinni að gefa út minningar- rit um 35 ára afmæli reglunnar hér á landi, sem er 10. jan. 1909, og halda þann dag sem almennan bindindisfagnaðardag um land allt. — Samþykkt vað að skora á alþingi, að banna með lögum vínsölu á strandferða- skipum. Um aðflutningsbann og atkvæða- greiðslu 1908 var mikið rætt og margar til- lögur samþykktar ( því máli. — Margir templarar hétu og að gefa fé (og útvega frá stúkum sínum) til að undirbúa atkvæða- greiðsluna eða styðja hana á annan hátt, en rausnarlegastur var Jóhann Jóhannesson kaupmaður, er hét að gefa 500 krónur. Framkvæmdarnefnd stórstúkunnar næstu 2 árin er skipuð þannig: S, t. Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri. St.kanzl. Halldór Jónsson bankagjaldkeri. St.v.t. Anna Thoroddsen fiú. St.g.u.t. Jón Arnason prentari. St.g.kosn. Pétur Zóphóníasson ritstjóri. St.r. Borgþór Jósepsson verzlunarm. St.g. Sveinn Jónsson trésmiður. St.kap. Davíð Östlund trúboði. F.s.t. Indriði Einarsson fulltrúi. Fjölmennt samsæti var fulltrúunum haldið í norðurleið á fsafirði 15. f. m, og eins, er þeir komu til Akureyrar kveldið eptir og enn þar 20. s. m. Það er í fyrsta sinn, er stórstúkuþing er haldið á Akureyri, og var það ekki síður fjölmennt og skemmtilegt en þau, sem hér hafa verið haldin. Á Akureyri varogfyrsta Góðtemplarstúka stofnuð hér á landi. J. GrOtt tllll fæst til leigu. Semja ber við ©ísla Þofbjarnarsoii búfræðing, eða Sigurð Gludinundsson afgreiðslu- mann fyrir 1. júlí. Tfirlýsing. Skröksögu eða „slúður"-sögu rit- stjóra „ísafoldar" í blaði hans 19. þ. m., um mig, svara eg á þá leið, að draga hann fyrir dómsamkvæmt 219. og 222. gr. hegningarlaganna. Reykjavík 23. júní 1907. J. Havsteen. Kína-lífs-eliiír. Undirritaður, sem mörg ár hefur þjáðst af matarólyst og magakveíi, er nú orðinn albata við stöðuga notkun Kína-lífs-elixírs hr. Walde- mars Petersens. Hlíðarhúsum 20. ág. 1906. Halldór Jónsson. Gegn uppköstum ogverkjumfyrir bringspölunum hef eg notað Kína- lífs-elixir hr. Waldemars Petersens og er við notkun hans orðinn heill heilsu. París 12. maí 1906. C. P. Perrin stórkaupmaður. Konan min hafði um hálft ár þjáðst af taugaveiklun, sem einkum lýsti sér á þann hátt, að henni veitti örðugt að ganga, fann til máttleysis og þess konar. Eptir að hún hafði tekið inn úr tveim flöskum af Walde- mars Petersen ekta Kína-lífs-elixír, fór henni tafarlaust að batna og með því að halda því áfram, er hún nú orðin alhraust. Borde pr. Herning, 13. sept. 1904. J. Ejbye. Kina-lifs-elixir er því að eins ekta, að á vörumerkinu sé Kinverji með glas í hendi og natn verksmiðju- eigandans: Waldemar Petersen, Fredrikshavn — Köbenhavn, og sömuleiðis innsiglið í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið á- vallt flösku við hendina, bæði heima og annarstaðar. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Caíé & Resturant »Baldurshagi« (í Mosfellssveit). Ávalt á reiðum höndum heitur og kaldur matur (á sunnudögum þó að eins kaldur matur) Chokolade, Koko, Kaffi, The — o. s. frv. Jyrir silung og laæ, frá 35 a. til 75 kr. 50 a. cTœri o. JT. nýkomið í verslun Veiðiáhöld. Stong'ur — Toppar — Færi — Önglar — Forsnúrur og Iljól er allt, eins og venja er til, langódýrast í verzl. B. H. Bjarnason. Vega skilvindan er nútimans bezta og íullkomnasta (að eins 3 skilskálar og öll hjól inni- lukt) mjólkurskilvindan. Vega hefur hvervetna hlotið fyrstu verðlaun alslaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Vega hefur verið reynd hér á landbúnaðartilraunastofunni með hinum sama góða árangri, sem hún áður hafði hlotið hvarvetna ann- arsstaðar. Skýrsla hr. Ásgeirs Torfasonar um tilraunina er hverjum kaup- anda til sýnis, sem þess óska. • Vega er þannig ekki að eins fullkomnasta og bezta skilvindan, heldur jafnframt sú ódýrasta. Tega nr. 1 skilur 75 pt. á klt., kostar 75 kr. Fegfa nr. 2 skilur 125 pt. á klt., kostar 105 kr. Leiðaryísir á íslenzku. Fæst i verzlun. 15. 11. Bjarnason. Undirsœnyur, yfirsængur og koddar til sölu nú þegar hjd mer undirriluðum. Allt nýtt og verðið Idgt. %3oR. %36/ianmsson. Bergstaöastr. 11. 30 C> 3 r+ 3 Ö) O* c Víst er þad 12 ára reynsla að smíðatól og allar járnvörur eru langvandaðastar og ódýrast- ar í verzlun ©3. éC. dljarnason. Ljáblöðin eru að vanda í ár sem að undanförnu langbezt og ódýrust i verzlun undirritaðs. Enginn er sá góður sláttumaður, sem ekki leggur mikla áherzlu á að vel bíti. Fyllsta vissu fyrir því, að fá bitgóða Ijái er, að kaupa blöðin þar sem undanfarinna ára reynsla hefur sýnt, að þau séu bezt. En um það þarf engum blöðum að fletta, þvi ljáblöðin hafa ávallt reynzt langbezt frá verzlun B. H. Bjarnason. Á Forngripasafniö þurfa menn ekki lengur að fara, til að skoða hið fbrna og1 fagra lopt- verksmíði, því alla daga vikunnar frá morgni til kvölds, hefir BJÖRN gullsmiður SÍMONARSON, Vallarstrœti 4. opna sýning á beltum og möttulpörum m. fl. með þessu fágæta smíði, og meira að segja er það sömttleiðis til sðlu. Það er engin erind- isleysa að skoða um leið skúfliólkana, sem eru fjölbreyttari, fegýi Og ódýrari en annarstaðar gerist á landi voru. — Þess skal og getið að þeir eru óendanlegir. — Margskonar Qölbreyttir skrautgripir eru þar og til sölu- Korsör Margarinið hefur allajafna af öllum hinum mörgu, sem reynt hafa, verið viðurkennt, að vera langbezta smjörlíkið, sem til landsins flytzt. Merkið »Príma« er í mesta afhaldi, og kostar nú að eins 40 aura í 50 döllum. 42 - - 20 ®--- 44 _ . 10 ®--- og er þannig að mun ódýrara en lélegt smjörlíki annarsstaðar. Aðalútsala í verzlun 15. 11. Bjarnason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.