Þjóðólfur - 26.07.1907, Side 1
Þ JOÐOLFUR.
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. júlí 1907. 32.
Alþingi
IV.
Stjórnarskrárbreyting.
Þjóðræðisflokkurinn allur í neðri deild
þeir Skúli Thoroddsen, Ólafur Ólafsson,
Björn Kristjánsson, Magnús Andrésson,
'Ólafur Briem, Ólafur Thorlacius, Stefán
Stefánsson kennari og Einar Þórðarson
bera upp frumvarp til breytinga á stjórnar-
skránni, sem er svo látandi að efni til:
1. Orðin »í ríkisráðinu* í 2. gr. stjórn-
arskrárinnar falli burt.
2. Alþingi kemur saman á hverju ári.
3. Alþingi skipa að eins þjóðkjörnir
menn, 36 að tölu: 12 í efri deild og 24
í neðri deild. Tölu þingmanna má þó
breyta með lögum. Kosningar gildi um 3
ár að jafnaði.
4. Þingmenn í efri deild kýs alþingi
í heild sinni með hlutfallskosningu fyrir
allan kjörtímann, fyrsta sinn er það kem-
ur saman eptir nýjar kosningar.
5. Konur jafnt sem karlar, hverrar
stéttar sem eru, hafa kosningarrétt og
kjörgengi til alþingis, 25 ára eða eldri,
giptar sem ógiptar.
6. Kjörgengisaldurinn breytist úr 30
árum í 25.
7. Það sviptir engan kjörgengi, þótt hann
sé í þjónustu annars ríkis en Danaveldis,
ef hann er ekki beint þegn þess. Og
.orðið »Danaveldi« í kjörgengisgreininni
(18. gr.) breytist í »Danakonung«.
8. Fjárhagstímabilið sé eitt ár.
í fyrra dag var stjórnarskrárbreytingin
á. dagskrá í neðri deild, og hóf S k ú 1 i
Thoroddsen umræðurnar. Hann byrj-
aði á því, að þótt stutt væri síðan að
stjórnarskránni hefði verið breytt, væri
þó eðlilegt að þetta frv. kæmi nú fram,
því mikil óánægja hefði verið yfir rlkisráðs-
ákvæðinu, en þingin 1902 og 1903 hefðu
neyðst til að sarnþykkja frv. stjórnarinnar
óbreytt, því óneitanlega hefði framför verið
að þvf. — Hefði það verið þá fellt, væri
óvíst að það mál væri enn útkljáð, og
hefði það staðið þjóðinni mikið fyrir
þrifum. Þingið 1903 hefði og reynt að
gera ríkisráðsákvæðið sem hættuminnst,
Og gerði það að skilyrði, að gæta réttinda
landsins, og hefðu allir sætt sig við það,
en það hefði ekki verið haldið, og hefði
forsætisráðherra Dana blandað sér í málið.
Sumum mundi ef til vill finnast, að of-
snemmt væri að koma^með þessar breyt-
ingar, þar sem semja ætti ný sambands-
lög, en þar sem engin vissa væri fyrir
því, hvenær þau sambandslög kæmust á,
og ekki heldur mundum vér vita, hvort
samkomulag næðist, og alþingi og ríkis-
þingið féllist á samningana, væri ekki
rétt að skjóta á frest nauðsynlegum breyt-
ingum á stjórnarskránni. — Þegar blaða-
mannaávarpið hefði komið fram, hefði
ágreiningurinn verið lítill. — Lögréttu-
menn hefðu verið samþykkir því í öllum
greinum, nema 1 ríkisráðsákvæðinu, sem
þeir hefðu talið, að eigi kæmi sambands-
lögunum við, heldur væri íslenzkt sérmál,
en vonuðust þó til að geta sýnt ssamvinnu-
fúsleik, sinn, þegar til samninga kæmi.—
En þessi litli ágreiningur, sem í vetur
hefði verið, hefði alltaf vaxið meira og
meira. En allir ættu að geta orðið sam-
mála og athuga málið rólega og með
skynsemi, en láta ekki flokkadeilur kom-
ast að. Nauðsynlegt að þetta frv. kæmi fram
vegna þjóðarinnar, svo hún gæti vitað
glöggt um afstöðu þingmanna, en ekki
allt á huldu, enda ætti þjóðin heimting
á, að þingmenn kæmu fram hreinir og
beinir. Þm. stjórnarfl. gæfist nú færi á,
að sanna hvað þeir vildu, og koma fram
sem góðir drengir, og láta þjóðina vita
um skoðun þeirra. Nauðsynlegt að danska
stjórnin vissi eitthvað um vilja okkar.
Okkur fslendingum er það afar mikils-
varðandl, að þau mál, sem við ekki fel-
um Dönum, yrðum við algerlega einráðir
um með konungi, og gætu Danir ekki bland-
að sér í þau að neinu leyti. — En sam-
bandslaganefndin gæti ekkert starfað, án
þess að komast inn á þetta mál, og yrðu
Danir að vita, að þetta er okkur íslend-
ingum mikið áhugamál, að sérmál okkar
yrðu ekki borin upp fyrir konungi í ríkis-
ráði Dana. En þetta kostar ekkert, þar
sem nýjar kosningar fara fram hvort sem
er, fyrir næsta þing. Ymsar aðraf knýj-
andi ástæður fyrir hinum breytingunum,
sem farið er fram á. Þjóðfélagið er allt af
á framfaraskeiði, og þarf þing að vera á
hverju ári. Pólitiska lífið miklu fjörugra,
en þótt það hafi einhverja ókosti, þá eru
þó kostirnir miklu meiri, því margt gott
kemur fram í fundarhöldum og blaða-
greinum.
A konungkjörnum þingmönnum væri
núekki lengurþörf, því þjóðin hefði nóg-
um hæfum mönnum á að skipa. Óheppi-
legt að stjórnin kysi þingmenn, því það
drægi úr þjóðræðinu, nema sú krafa yrði
gerð til stjórnarinnar, að hún yrði að fara
frá völdum, ef hún hefði ekki helming
þjóðkjörinna þingmanna með sér. Annars
gæti stjórnin setið í trássi við meiri hluta
þjóðarinnar, ef hún hefði að eins meiri
hluta allra þingmanna. Krafa um afnám
konungkjörinna þingmanna hefði opt
komið frá þjóðinni.
Þingmannatalan 12 í efri deild og 24
í neðri, virðist mega nægja í bráðina,
enda hægurinn hjá að Qölga þeim.
Kosningarétturinn takmarkaður á þann
hátt, sem ekki er heppilegt. Almennur
kosningaréttur ættí að komast á, ekki
að eins sem lrv. stjórnarinnar færi fram
á, heldur einnig ætti að veita kvennfólki
sama rétt og karlmönnum, því það er
réttlætiskrafa, sem ekki yrði á móti mælt.
10,927*) konur hefðu sent þinginu áskor-
anir um kosningarrétt.
Óskaði að málinu yrði vísað til 2. um-
ræðu og 7 manna nefnd sett í það.
Lárus H. Bjarnason: Þetta frv.
mætti skoða frá öðru sjónarmiði en flm.
hefði gert. Annars væri einkennilegt, að
minni hlutinn héldi nú fram allt öðrum
skoðunum, en hann hefði gert á þingmála-
fundum og á Þingvallafundi, nema þeir
séu nú viknir frá sínum fyrri skoðunum.
En það væri ekki ofdjúpt tekið i árinni,
að frv. hefði átt að bíða, svo framarlega
sem menn vonuðust eptir nokkrum árangri
af sambandslaganefndinni. Stjórnarskránni
yrði að breyta, þótt vér t. d. fengum engu
öðru breytt en um útborgun höfuðstóls-
ins af tillagi Dana. Frv. væri því ótíma-
bært og færi að sumu leyti of skammt.
Nefndi hann nokkur atriði, er breytingar
þyrftu, ef endurskoðun ætti á annað borð
að fara fram. Stjórnarskrárbreytingu þyrfti
ekki til að halda þing á hverju ári, held-
ur sérstök lög. Ríkisráðsákvæðið hefði ekki
reynzt illa, þar hefði t. d. lagaskóli verið
*) Talan er nú komin upp í 11,044.
staðfestur, sem okkur hefði verið neitað
um alla tíð síðan 1845, sömuleiðis lög
um lækkun eptirlauna og ráðherraábyrgð.
Nógur tími að berjast gegn ríkisráðs-
ákvæðinu’ þegar ástæður eru fyrir hendi.
— Vonandi að einhver árangur yrði af
millilandanefndinni. — Stjórnin ætti að
leysa upp þingið, þegar nefndarálitið kæmi
fram, svo þjóðinni gæfist kostur á að
segja álit sitt um það, og ekki væri hægt
að segja á eptir, að þjóðin hefði verið
»nörruð«, eins og sagt er um síðustu
stjórnarskrárbreytingu, þótt það sé á eng-
um rökum byggt. — Sagði að frv. þessu
væri hleypt af stokkunum að eins til að
sýnast.
Guðlaugur Guðmundsson. Furð-
aði ekki svo mikið, þótt minni hlutinn
kæmi fram með þessar breytingar. Alið á
óánægju hjá þjóðinni um stjórnarfyrir-
fyrirkomulagið, og hefði betra verið að
hreyfa þessu máli eigi nú. Hafa líklega
fundið sig knúða til að standa við sín
stóru orð, er þeir hafi viðhaft í sínum
svæsnu blaðagreinum. Ríkisráðsákvæðið
heyri ekki undir sambandsmálið, og væri
það algerlega rangt, að ræða um það í
sambandi við sambandslögin. Það er ís-
lenzkt sérmál, sem við leggjum fyrir ráð-
herrann, en hann aptur fyrir konung,
hvort við fáum því breytt eða eigi. Það
er að selja útlendingum rétt sinn, sem
við erum búnir að vinna, og gera það
að bónarvegi, sem við höfum rétt til. —
Lögréttufélagið ekki nokkur pólitiskur
flokkur.-------— — — — Sérlega mis-
ráðið að efna til þessa deilumáls með-
an önnur deilumál eru óútkljáð, og spillir
það afstöðu okkar, með því að gera
Dönum gramt í geði. Gæta þess, að við
erum að semja við þá, sem eru okkur of-
jarlar, og höfum ekkert nema réttlætis-
kröfu gegn þeim. Þetta er ófriðarfáni,
sem er dreginn upp á móti konungi og
okkar tignu gestum. Það spillir fyrir því,
að við fáum sem mest vald yfir okkar
málum. — Stjórnarskipunin í verklegri
framkvæmd hefur reynzt vel. Tfðar breyt-
ingar á stjórnarskrá ekki hollar.
Skúli Thoroddsen svaraði ríkis-
ráðsprédikun Guðlaugs, og kvað hann
eiga að vita það, að Danir skildu þetta
öðruvlsi en vér, og þeim misskilningi
yrði að útrýma, en það yrði ekki gert á
annan veg, en að málið yrði rætt 1 sam-
bandslaganefndinni, og það hlyti því að
koma þar fram. Engum dytti í hug að
leggja mál þetta undir atkvæði ríkisþings-
ins, heldur fylgja því fram, að fá viður-
kenning Dana fyrir því, að sérmál vor
ættu ekki að berast upp og yrðu ekki
borin upp 1 ríkisráðinu. Allt yrði að
vera hreint í þessu máli, en það væri
það ekki, ef við segðum ekki Dönum
hvað við vildum hafa, og væri það ekki
að draga upp neinn »ófriðarfána«.
L. H. Bj. Engin skapraun fyrir Dani,
þótt minnst yrði á þetta. Spurði flm. á
hvern hátt þeir vildu gefa Dönum kost
á að kynna sér íslenzk sérmál, ef þau
yrðu ekki borin upp í ríkisráðinu.
G u ð 1. G u ð m . svaraði Sk. Th. og
Stefán Stefánsson svaraði Guðl., er
mest snerist um fund, er haldinn hafði
verið í fél. »Skjaldborg« á Akureyri í vor.
Eptir að umræðurnar höfðu staðið í
2 klukkustundir, var samþykkt með 16 : 8
atkv. með nafnakalli að fresta 1. umræð-
unni og kjósa 7 manna nefnd 1 málið,
og voru kosnir með hlutfallskosningu:
Guðl. Guðmundsson, Guðm. Björnsson,
Skúli Thoroddsen, Pétur Jónsson, Hannes
Þorsteinsson, Einar Þórðarson og Jón
Jónsson. Form. nefndarinnar er Guðl.
Guðmundsson, en skrifari Guðm. Björns-
son. Þess skal getið, að réttara þótti að
kjósa ekki í nefndina sömu mennina og
meiri hlutinn hefur tilnefnt f millilanda-
nefndinni (frá L. H. B. og J. Magn.).
Vegamál.
Nefndarálit 'í því máli er nú komið,
en ekki er unnt að svo stöddu rúmsins
vegna, að gera nákvæmar grein fyrir
breytingartillögum nefndarinnar, er fall-
izt hefur á aðalstefnu frv., með vissum
skilyrðum. Er nánar skýrt frá þessu í
einum kafla nefndarálitsins, sem er svo
látandi:
„-----1 vegafrumvarpi þessu eru ekki að eins
fólgnar þýðingarmiklar breytingar á núgild-
andi vegalögum og viðaukar við þau, held-
ur markar frumvarp þetta algerða stefnubreyt-
ing í vegamálum landsins að þvf leyti, að
viðhaldskostnaður flutningabrauta og ak-
færra þjóðvega er fluttur af landsjóði yfir á
sýslur þær, er vegirnir liggja í með Örfáum
undantekningum, er landsjóður á að kosta
viðhald á, eins og að undanförnu. Ástæð-
an fyrir þessari breytingu er aðallega talin
sú, að með þeim kröfum, sem nú sé farið
að gera til vegalagninga og eptir hinni vax-
andi vegaþörf, sé landsjóði öldungis ókleift,
bæði að leggja vegina og kosta viðhald
þeirra. Landsjóður hafi í svo mörg horn
að líta, svo mörgum þörfum og kröfum að
sinna, að hann geti ekki fullnægt vegalagn-
ingarkröfum nema í mjög litlum mæli, ef
hann eigi jafnframt að kosta viðhaldið, eins
og að undanförnu. En sá dráttur á nauð-
synlegum vegagerðum, er af þessu mundi
stafa, yrði afar óheppilegur og tilfinnanleg-
ur fyrir landsmenn.
Nefndin hefur orðið samdóma um, að
naumast verði hjá því komizt, að gera
breytingu á núgildandi vegalögum í þá
stefnu, er frv. fer fram á, en stingur hins-
vegar upp á ýmsum ívilnunum, er geri
sýslufélögunum léttara fyrir að taka að sér
þær byrðar, er frv. leggur þeim á herðar.
Samkvæmt uppástungum landsverkfræð-
ingsins yrði árlegur viðhaldskostnaður, er
sýslufélögin ættu að greiða, rúm 49,000 kr.,
þ. e. að segja, þá er allar þær vegagerðir,
er frv. gerir ráð fyrir, eru komnar í kring,
Og þessi viðhaldskostnaður kæmi mjög mis-
munandi niður á hin Jeinstöku sýslufélög,
eins og eðlilegt er, því að vegaþörfin er
svo mismunandi. Þau héruð, er hafa svo
að segja engin not af strandferðunum þarfn-
ast einmitt veganna mest, og þessi kostnað-
ur kemur harðast niður á þ'eim, t. d. Árnes-
sýslu 7500 kr., þá er vegir þar eru komnir
í það horf, er frv. gerir ráð fyrir, enda er
sú sýsla langhæst með þetta gjald. Næst
kemur Húnavatnssýsla með 5300 kr., þá
Mýrasýsla með 4630 kr., þá Eyjafjarðarsýsla
með 4440 kr., Þingeyjarsýsla með 4330 kr.
o. s. frv. Að vísu er ekki enn lagður full-
ur helmingur þeirra flutningabrauta, sem
frv. tiltekur, svo að viðhaldskostnaðurinn
verður fyrst um sinn ekki nándanærri svona
hár. Viðhald þeirra vega, sem nú eru lagðir
yrði sýslufélögunum því naumast ókleift, en
við það má ekki miða, heldur við vegavið-
haldið, eins og það yrði, þá er ákvæði frv,
eru komin til framkvæmda.