Þjóðólfur - 23.08.1907, Side 1

Þjóðólfur - 23.08.1907, Side 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. águst 1907. ja 37. Tillög'nr i alþýðumenntamálinu og prestamálinu með athugasemdum frá. ónefndum presti. F or má 1 i. Heiðraði ritstjóri Þjóðólfs I Samkv. stuttu samtali við yður nýlega, sendi eg yður eptirfarandi tillögur 1 alþýðufræðslu- og prestamálinu, ásamt athugasemdum við þær, í þeim vændum, að þér lofið blaði yðar að birta þær. Þér, eins og aðrir, munuð hafa séð laus- iegan útdrátt úr þeim { 64. og 65. blaði Fjallkonunnar frá desember síðastl. Mér þótti þessi útdráttur þegar mjög ófullnægj- andi, og eg varð brátt var við, að mörgum öðrum þótti það sama, og vildi eg því fá „Fjallkonuna" til að birta allt „eins og það legði sig". En fyrir annríki mitt, ókunnug- ieik og fleira, gat ekki af þessari birtingu orðið, fyr en nú, ef blað yðar vill taka upp þetta mál mitt, þótt langt sé, svo að alþjóð geti fyllilega séð andann og stefnuna og fyrirkomulagið, sem þessar tillögur fara fram á, og þá verið með eða móti. Og því frem- ur vænti eg þess, að þér og blað yðar beri fram þessar tillögur, sem eg hef séð, að „Þjóðólfur" hefur nýlega flutt góðar greinar út af þessum tillögum. Eg veit líka, að þér, eins og svo margir aðrir góðir menn, álítið, að hér sé um svo þýðingarmikil mál að ræða, að eigi veiti af, að skoða þau og rannsaka sem bezt frá öllum hliðum, áður en nokkuð verður um þau útkljáð. Ogetið vil eg enn láta nafns mins, meðal annars af þv{, að eg tel umrædd stórmál meira verð en nokkurt mannsnafn. Mér er það nóg, að nokkrir vinir mínir þekkja nafn mitt. Leyfi eg mér svo að koma með tillögurnar. 1. Um kennaraskóla. Koma skal það allra fyrsta upp sem full- komnustum kennaraskóla í Reykjavík, er starfi með nægu fé og vel hæfum, sér- menntuðum kennurum. 2. Um allsherjarstjórn alþýðumenntamála. Jafnframt sé komið upp allsherjarstjórn al- þýðufræðslumála fyrir landið allt. í þá stjórn séu stöðuglega sjálfkjörnir: forstöðu. maður kennaraskólans, forstöðumaður presta' skólans og einn maður úr landstjórninni, er stjórnarráðið velur til eins alþingiskjörtíma- bils í senn. En alþingi kýs 4 í viðbót til jafn langs tíma. Þessi 7 manna stjórn kjósi sér formann af stnum flokki, og skipi sjálf með sér verkum. Hún á að hafa á hendi alla æztu aðalumsjón, forsjá og framkvæmd fyrir alþýðumenntamál landsins alls, og á hverjum einstökum stað eptir þörfum. Óhjá- kvæmilegur kostnaður við þessa stjórn greið- ist af fjárveitingu til alþýðumenntamála. 3. Um alþýðukennarana. Utan kaupstaða og sjóþorpa skal sameina prests- og alþýðukennarastarfið þannig, að prestar séu alþýðufræðarar og alþýðukenn- arar prestar. Skal prestaskóli og kennara- skóli búa þá sem bezt undir prests- og kennarastarfið, annaðhvort samtímis, hvor við annars hlið, eða hvor á eptir öðrum. 4. Um niðurskipun sveitalýðsins í kennslu- fylki. Öllum landslýð utan kaupstaða og sjó- þorpa sé skipt niður í smásöfnuði eða kennslufylki, með svo jafnri fólkstölu, sem frekast er unnt eptir staðháttum. Sé í fylki hverju eigi færri en 200 menn alls og helzt ekki fleiri en 300. Hvert kennslufylki skal einnig jafnframt vera hreppsfélag út af fyrir sig. 5. Um s/aðsetning prestkennara. Þar sem þéttbýlast er í kalli hverju eða kennslufylki, skal prestkennarasetrið vera, og sé það alþjóðareign. Þar sé og kirkja og kennsluhíbýli, allt á sama stað. Af nú- verandi prestssetrum séu prestkennarasetrin reist, eða af andvirði þeirra, ef þau þurfa að færast til, og lánar landsjóður með góð- um kjörum til að koma upp íbúð prest- kennara, þar sem þess þarf við, eða stofna verður ný setur og söfnuðurinn eða kennslu- fylkið kostar kirkjuna við sitt hæfi. En kennsluhúsið sé og jafnframt þing- og sam- komuhús fylkisins, og kosti því fylkisbúar að nokkru leyti til stofnunar þess og við- halds undir hæfilegu eptirliti kennslustjórnar heima í fylkinu og kennslustjórnar landsins. Annars gengi greiðast og væri réttast, að landsjóður legði til efnið ( skólahúsið, og kostaði smíði, en fylkisbúar kostuðu aðflutn- ing og árlega góða umhirðu. Æskilegast, að öll þessi hús séu í sem nánustu sam- bandi hvort við annað, helzt öll í sömu byflgingu, en grafreitur þá ekki umhverfis eða ( mikilii nánd við kirkjuna. 6. Um verkahring prestkennara. Til þess að gera prestkennara vel fært að vera í senn prestur og kennari að fullu gagni, sé ýmsu breytt eða sleppt í núver- andi verkahring presta. Séu þeir meðal annars lausir við manntalshúsvitjanir og allar skýrslur, sem á þeim byggjast, og skal þeim frjálst að húsvitja eða heimsækja sóknarfólk, hvenær sem bezt gegnir. Barna- skírn ætti að framkvæmast við hentugleika, en skemmri skírn að viðhafast í viðlögum af hendi trúaðra leikmanna. Ennfremur mætti mjög létta mörgum prestkennara prests- starfið með því, að gera hið ytra guðsþjón- ustu„form" og kirkjusiði ýmsa einfaldari eða frjálslegri, en nú á sér stað, og leyfa presti og söfnuði að dýrka vorn sameigin- lega drottinn á þann ytra hátt, sem þeim sjálfum er eðlilegast, ljúfast og léttast, og þeim kemur saman um d: að svo miklu leyti, er samrýmast má sönnum kristindómi. Annars skyldi hver söfnuður fyrir sig hafa sem fyllsta heimastjórn í sínum eigin and- legu málum, og vera sem mest sjálfráður um ytri meðferð þeirra. Meðan kennslu- skeið stendur yfir, skal prestkennari kenna mest S stundir daglega, en helzt 4. Einnig sé honum heimilt, að taka sér aðstoðar- kennanda, ef hann vill kosta til þess sjálfur og kennslustjórn fylkisins samþykkir. Ann- ars séu aðalskyldur prestkennara ákveðnar, ásamt réttindum hans, í erindis- eða embætt- isskipunarbréfi, sem viðkomandi yfirvöld fá honum við veitingu prestkennarastarfsins. 7- Um laun og kjör prestkennara. Laun prestkennara skulu vera 2000 kr. minnst. Upp í þau fái þeir allar þær tekjur, sem prestum nú eru veittar frá safnaðar fólki og landsjóði. En það sem á vantar téða launahæð, skulu þeir fá á einum gjald- daga í október, eða þá á tveimur gjalddög um, vor og haust, árlega úr landsjóði, af svo ríflegu alþýðufræðslufé, að það nægi til fullra launa allra þjónandi prestkennara. Borgun fyrir tækifærisræður skal ekkiáætla í mati sóknartekna. Af launum slnum skulu prestkennarar leggja sem svarar 2°/o af launaupphæðinni allri í sjóð handa uppgjafaprestkennurum og ekkjum þeirra, og renni sá sjóður og núverandi prestekknasjóður saman í eitt. I þennan sjóð skal og þjóðin leggja árlega * 5000 kr. í stað eptirlauna þeirra, sem með núverandi fyrirkomulagi ganga til presta- stéttarinnar. Sjóður þessi skal hjálpa frá vonarveli þeim prestkennurum, er sakir ósjálfráðs sjúkleiks eða elli verða að sleppa embætti, og ekkjum þeirra. Einnig má af sjóði þessum líkna að nokkru þeim börnum prestkennara, sem að ósjálfráðu verða vönuð eða ósjálfbjarga. Að öðru leyti njóti prestkennarar engra eptirlauna, nema alveg sérstakar ástæður séu til. 8. Um atdur og fjötda nemenda á kennstustaðnum. Enginn unglingur skyldi takast til opin- berrar alþýðufræðslu yngri en 12 ára. Til þess tíma skulu heimilin sjálf annast alla mögulega fræðslu unglinga sinna, með eptir- liti og aðstoð kennslustjórnar fylkisins. En frá 12 ára aldri og til 20 ára séu allir ung- lingar þeir er hæfir teljast og ekki eiga að fá æðri menntun eða sérmenntun, skyldir til að sækja hina opinberu fræðslu hjá prest- kennara. Öllum fræðsluskyldum unglingum fylkisins skal skipta í tvo flokka, sem jafn- asta, eptir aldri eða lærdómsreki, og sé ekki nema annar námsflokkurinn í senn við kennsluna, heldur skiptist þeir á um fræðsl- una, sinn jafna námstímann hvor. 9. Um námstímann. Árlegur námstími fyrir hvern nemanda sé 4 mánuðir, eða 8 mánuðir fyrir báða flokka til samans. En allur námstími allra hæfra ungmenna frá 12—20 ára, þeirra er eigi gefa sig við æðri- eða sérmenntun, 4 mán- uðir árlega ( 6 ár eða alls 24 mánuðir. Skal þá hver unglingur ganga undir fulln- aðarpróf og missi mannréttindi nokkur standist hann það eigi eða vanræki það. 10. Um vist, fœði og pjónustu nemanda um námstímann. Þar sem gert er ráð fyrir kennslustaðn- um ( mesta þéttbýli hvers kennslufylkis, þá er til þess ætlazt, að nemendum verði sem mest má verða skipt til vistar niður á ná- býlin, og sæki þeir þá skólann sem heiman- gönguskóla. Sé námsflokkur 12—15 ung- menni, sem láta mun nærri, þá er vel ætl- andi, að helmingur þeirra eða meira, geti sótt skólann frá nábýlunum. En fyrir þann hluta nemendaflokksins, sem ekki kemst niður í nágrenni, skal vera til rúm eða vistarvera á kennslustaðnum eptir þörfum. Að því er til fæðis kemur, þá sé hvernem- andi gerður út að heiman frá sér að öllu, nema vökvan, sem ætti að fást á vistar- staðnum við sanngjörnu verði — nema öðru vísi um semjist — og matreiði hver nem- andi fyrir sig sjálfur, með tilsjón og tilsögn húsbænda, eða með aðstoð hinna eldri og æfðari samnemenda, einkum stúlknanna. Sama er um þjónustuna, að hver nemandi ætti sem mest að hirða sig sjálfur, eða þá unglingarnir hjálpa hver öðrum í því efni, með eptirliti og leiðbeiningu húsbænda og kennara. 11. Um frœðslumálastjórn í fglki hverju. í hverju fylki skal vera þriggja manna stjórn eða nefnd, til að veita forstöðu, um- sjón og framkvæmd öllum fræðslumál- efnum fylkisins. í þeirri stjórn þarf prest- kennari ekki að vera, en má þó að sjálf- sögðu vera þar. En sæti, málfrelsi og til- lögurétt hefur hann á fundum kennslu- stjórnar. Fylkiskennslustjórnin skal meðal annars hafa eptirlit með fræðslu kennara, vistum og aðbúnaði nemenda, og má nánar ákveða verkahring hennar með erindisbréfi, sem kennslustjórn landsins gefur. 12. Niðurlag. Framanskráðar tillögur má framkvæma smátt og smátt eptir þv(, sem prestaköll losna eða aðrar ástæður og landsbúar leyfa eða samþykkja. Athugasemdir við framanskrifaðar tiliögnr. Við 1. Um þetta atriði menntamálsins tel eg óþarft að fjölyrða; það er og þegar margrætt. Tel víst, að allir séu sammála um, að byrja með sem fullkomnustum kenn- araskóla. Og að eigi verði þar um annað deilt, en skólastaðinn. Eg fyrir mitt leyti mæli með Reykjavík, en er að öðru leyti lítið kappsmál, hvort hann er í Rvík eða Hafnarfirði. Að eins að hann sé jafnvel settur og komi að jafngóðum notum, á hvorum staðnum sem væri. Við 2. Um þetta atriði, eða aðalhug- myndina ( því, vil eg heldur ekki ætla mikinn ágreining, þykist vita, að allir telji nauðsynlega og sjálfsagða allsherjarstjórn fræðslumála fyrir land allt, jafnframt því sem hugsað er til að framkvæma sæmilega og almenna umbót á alþýðumenntun og menningu í landinu. Hitt gæti heldur verið álitamál, hvernig og hverjum beri að skipa í þessa stjóm. í samræmi við hinar siðarí tillögur finnst mér fyrir mitt leyti sjálfsagt, að í henni séu formenn prestastéttarinnar og kennarastéttarinnar, þar sem prests- og kennarastarfið á að sameinast hjá sama manni. Einnig finnst mér og réttast, að maður úr landstjórninni skipi hér sæti og að stjórnarráðið velji hann, vegna þess að landstjórnin mun löngum eða alltaf vera meira eða minna riðin við bæði kirkju- eða presta- og kennslumál landsins. En svo vil eg, að þjóðin sjálf eða þingið fyrir hennar hönd, skipi meir en helming fræðslustjórnar- innar, svo að þjóðin geti haft áhrif á vald og stjórn fræðslumálanna og engin einokun eða nauðung geti lengi átt sér stað í þeim efnum. Einnig held eg því fram, að eigi megi slík stjórn vera fámennari, en hér er ráð um gert, og að eigi megi kjósa til styttri tíma, en eins alþingiskjört(mabils, því að mikið og þýðingarfullt yrði starf hennar, og mætti því ekki vera í senn margt af óvan- ingum í henni. Einhverja þóknun þyrftu sjálfsagt stjórnarmenn að fá, hver eptir sín- um starfa, einkum illa launaðir menn í ann- ríkum embættum, og embættislausir menn, sem kosnir yrðu. Sú þóknun ætti að veit- ast af alþýðufræðslufé. Við 3. Helztu athugasemdir mínar við þessa grein, eða röksemdir fyrir henni, hafa verið teknar upp 1 „Fjallk." 65. bl. frá f. á., og hef eg að svo komnu litlu þar við að bæta. Nema það vildi eg segja í viðbót, gegn óþörfum ótta sumra manna við óholl trúarbragðaáhrif prestkennara á nemendur, að öðru eins dugar ekki að halda fram, að slíkur ótti er ástæðulaus og fráleitur. Því

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.