Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 139 -j- lón Friðrik Vídalín brezkur konsúll r. af dbr., andaðist hér í bænum 20. þ. m. úr hjaftaslagi eptir lang- vinnan sjúkleik, tæplega fimmtugur að aldri. Hann var fæddur í Víðidalstungu 6. septem- ber 1857 og voru foreldrar hans Páll Fr. Vídalín stúdent og alþingismaður (f 1873) Jónsson stúdents Thorarensens Frið- rikssonar prests á Breiðabólsstað Þórar- inssonar og Elínborg Friðriksdóttir prests í Akureyjum Eggertssonar, er slðar átti séra Benedikt Kristjánsson og enn lifir nær hálfáttræð að aldri. — Jón Vídalín ólst upp hjá foreldrum sínum í Víðidals- tungu, en fór snemma að gefa sig við verzlun, fyrst hjá öðrum, en síðar verzl- aði hann fyrir eigin reikning, þangað til hann gerðist umboðsmaður >Kaupfélags Þingeyingat 1886 ásamt Zöllner & Co f Newcastle. Um sama leyti og á næstu árum voru stofnuð ýms fleiri kaupfélög, er öll höfðu þá Zöllner & Vídalín fyrir umboðsmenn. Varð Jón á þeim árum sameignarr^aður Zöllners í stórkaupaverzl- un hans og fVar það fram yfir 1900, er þeir skildu félagsskap. Áárunum 1890— 1900 náði veldi þeirra félaga hér á laudi mestum krapti og græddist þeim þá vel fé. Var nokkuð hæft 1 þeirri fullyrðingu, að Jón Vídalín væri um það skeið vold- ugasti maður hér á landi, enda stappaði nærri að sumir meiri háttar valdamenn gerðu sig háðari honum en hæfa þótti stöðu þeirra. 1898 varð hann brezkur konsúll og litlu sfðar riddari af danne- brog. Hann kvæntist 1890, Helgu dóttur J. P. T. Brydes etazráðs; varð það hjóna- band honum lítt til gæfu og skildu þau síðastl. vetur. Síðustu árin var hann ger- samlega þrotinn að heilsu og þreyttur orðinn á lífinu, enda var nú orðin á því allmikil breyting og furðu hljótt orðið í kring um hann 1 samanburði við glaum og gleði fyrri áranna. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, og þótt Jón Vídalín væri þrekmaður að upplagi og hraustur vel þá má öllu ofbjóða. Hann var spakmenni og góðmenni og yfirleitt var margt vel um hann. Persónulega ó- vini mun hann fáa eða enga átt hafa. Eptirmæli. Hinn 15. júní síðastl. andaðist merkis- bóndinn Hróbjartur Hannesson á Grafarbakka 1 Hrunamannahreppi, 75 ára að aldri. Faðir hans var Hannes Torfa- son, er síðast bjó á Grafarbakka, en móðir hans Ásta Jónsdóttir, fyrri kona Hannesar. — Hróbjartur var fæddur 8. okt. 1831 á ísabakka í sömu sveit, — sú jörð er nú ekki í byggð. Þegar í bernsku fluttist Hróbjartur með foreldrum sínum að Fossi í sömu sveit, en síðan að Grafarbakka. Þar ólst hann upp, þangað til hann var orðinn fulltíða. Þá fór hann að búa að Hellisholtum í sömu sveit, og bjó þar 12 ár; sfðan fór hann að Efra-Langholti í sömu sveit og bjó þar önnur 12 ár, þá flutti hann að Grafarbakka og bjó þar 25 ár. — Hróbjartur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Filippusdóttir frá Barkarstöðum 1 Fljótshlíð, en síðari kona hans Ástríður Jónsdóttir frá Efra- Langholti, sem enn lifir. Með fyrri konu sinni, er hann missti eptir 10 ára sam- búð, átti hann eigi böm; en með síðari konu sinni, er hann alls bjó saman við í 27 ár, eignaðist hann 4 börn. 2 þeirra dóu á barnsaldri, en 2 dætur lifa upp- komnar og giptar: Guðný, kona Einars Brynjólfssonar við Þjórsárbrú (frá Sóleyjar- bakka), og Jóhanna kona Bjama Grfms- sonar á Stokkseyri (frá Óseyrarnesi). — Auk þeirra ól hann upp nokkur fóstur- börn, Hróbjartur var með merkustu bændum 1 sveit sinni og jafnvel í héraði. Hann var framúrskarandi dugnaðarmaður við alla búsýslu, og að þvf skapi búhygginn og ráðdeildarsamur, enda græddist hon- um vel fé. Ábúðarjarðir sínar, einkum þá síðustu, bætti hann að mun. — I sveit- arstjórn var hann allmörg ár, og mjög vel laginn til þeirrar sýslu. — Hann var raunbezti maður og tryggðatröll og bjarg- vættur sveitar sinnar, hvenær sem á lá. Þótt hann hefði sjálfur mikinn fénað, var hann jafnan svo gróinn í heyjum, að þar var áreiðanlegt forðabúr, hvað hart sem var í ári, enda lá hann þá ekki á liði sínu, fremur en endranær. Hann var og hinn greiðviknasti í öllu, við hvern sem var að skipta, og mjög gestrisinn heim að sækja. Hann var fjörmaður mikill og glaður og þýður í viðmóti við gesti og á mannamótum. Alt þetta studdi að því, að hann var einkar vinsæll maður. — Hann hafði nú látið af búskap fyrir 2 árum, og var þá orðinn slitinn maður og þrotinn að heilsu og kröptum, en fjörið var nálega hið sama. — Nú var í ráði, að hann flytti af fornum stöðvum til dætra sinna, og höfðji sveitungar hans og vinir fyrirhugað að halda honum skilnaðarsam- sæti m. m., en skilnaðurinn varð á annan veg en búizt var við, Jarðarför hans fór fram að Hruna 6. júlí með miklu fjöl- menni. /V.l. Heiðurssamsæti. Hinn 13. júní síðastl. var heiðurssamsæti haldið að Reykjafossi í Ölfusi. Höfðu nokkr- ar konur stofnað til þess til heiðurs-viður- kenningar við ljósmóður Valgerði Ögmunds- dóttur á Kröggólfsstöðum, er hún lét af ljósmóðurstörfum, eptir nálægt 30 ára þjón- ustu; voru þar samankomin um 40 manns, karlar og konur. Nokkrir fleiri höfðu ætlað að taka þátt í samsætinu, sem ekki gátu snúizt við því af ýmsum ástæðum. Samsætið hófst kl. 4 e. m., með því að Jón Ögmundsson á Vorsabæ lýsti yfir, í hvaða tilgangi að allmargar konur sveitarinnar væru hér saman komnar, og bauð í nafni forstöðunefndarinnar gestina velkomna. Fyrir minni heiðursgestsins talaði Ögmundur Ög mundsson í Sogni. Þar næst var sungið kvæði, er ort hafði verið til heiðursgestsins, er hér fer á eptir: Kveðja til Valgerðar Ögmundsdóttur, frá konum í umdæmi hennar, er hún lét af ljósmóður- störfum vorið 1907. Svo er komið eptir eðli æfisól er lækkar nú, oss það hryggir, elsku vina, unnið fær ei lengur þú. Vissulega vel og lengi veittirðu oss í nauðum lið, ennþá hefðum allar kosið, að þín lengur nyti við. Mikið eigum þér að þakka, það oss ekki gleymast má; þú hefur unnið oss til líknar áratugi liðna þrjá, vannst af alúð óþreytandi auðnurfkum kærleik með, nákvæm, örugg, ljúf og lipur léttir þrautir, hresstir geð. Meðtak þakkarvottinn veika, vér sem látum nú í té; meðtak drottins blessun blíða, bezt það endurgjaldið sé. Lengist, vermist lífs þfns aptan ljós guðs kærleiks sólar við, hún þér uppheims ársól verði eptir hinnsta lúgnættið. [Ort undir nafninu Guðrún Jónsdóttir]. Síðan talaði Jón í Vorsabæ nokkur þakkar- orð til heiðursgestsins, og afhenti henni um leið gullúr með festi. Á festina var grafið: Valgerður Ögmundsd. ljósmóðir 1877—1907. Frákonum ÍÖlfusi. Matth. 24.—34.—40. Sálm. 112. — Því næst þakkaði sonur heiðurs- gestsins.Engilbert Sigurðsson á Kröggólfsstöð- um með vel völdum orðum þann sóma, er henni væri sýndur, svo og traust það og hylli, er hún jafnan hefði notið fyr og síðar, sem hefði gert henni ljúft og ánægjulegt að gegna störfum sfnum. Eptir það voru ræðuliöld og söngur. Menn skemmtu sér fram á nótt við samræður og góðan beina hjá Erlendi verksmiðjustj., er ásamt konu sinni sýndi hinn alkunna lipurleika og risnu við þetta tækifæri. Viðslödd kona. Krossadrífa. Ótaldir eru enn þessir riddarar: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti á Seyðisfirði, Stefán Th. Jónsson kaupm. s. st., Sigurður Ólafsson sýslumaður í Kaldaðarnesi, D. Sch. Thorsteinsson læknir á Isafirði, P. Nielsen verzlunarstjóri á Eyrarbakka, Ás- geir Sigurðsson kaupm. í Rvfk og Chr. Zimsen konsúll, og þessir dannebrogs- menn: Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum á Völlum, Halldór Benediktsson á Skriðu- klaustri, Jón Bergsson á Egilsstöðum, Jónas Eiríksson á Breiðavaði (fyr skólastjóri á Eiðum), Gfsli Jónsson gullsmiður á Seyð- isfirði, Ólafur ísleifsson við Þjórsárbrú, Ásgeir Guðmundsson á Arngerðareyri, Sölvi Þorsteinsson hafnsögumaður á ísa- firði og Gfsli Oddsson á Lokinhömrum. Ásgeir Ásgeirsson stórkaupm. hefur fengið etazráðsnafnbót, og Þorsteinn Gísla- son ritstjóri og Guðm. Guðmundsson skáld fengu minnispening úr gulli, en silfur- pening Guðm. Einarsson steinsmiður. Missögn kvað það vera, að séra Geir Sæmundsson á Akureyri hafi orðið ridd- ari, þótt svo væri sagt í símskeyti frá Akureyri, er birt var í síðasta blaði. „Ceres" kom hingað norðan og vestan um land frá útlöndum 19. þ. m. Með henni komu nokkrir farþegar, þar á meðal Guðl. Guð- mundsson bæjarfógeti á Akureyri og Gísli Isleifsson sýslumaður Húnvetninga og frú hans. Fjárlögin eru til 3. umræðu í neðri deild í dag. Við 2. umræðu urðu allmiklar breytingar á stjórnarfrumvarpinu, en óþarft þykir að geta þeirra að sinni, því að frumvarpið á enn eptir að ganga gegnum ýmsa hreinsunarelda ogþvl öldungis óséð, hvern- ig það muni líta út að lokum. €rlení símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmannahöfn, 20. ágúst kl. 6 e. h. Millilandanefndin. Frá Björgvin hefur frétzt, að dansk- íslenzka nefndin komi saman í Kaup- mannahöfn í febrúar. Konungsförin. Konungur og ríkisþingsmenn gengu á land í Gudangen (í Noregi) á sunnudag- inn, en eru 1 dag á siglingu um Skagerak. Ljómandi gott veður. Koma til Hafnar fyrri hluta dags á morgun (miðvikudag). Símritaraverkfallið virðist nú hafa misheppnazt, eptir þvl sem símritað er frá New-York. Við dijnamitsprenginguna í Dömitz fórust 12 menn. Stórfelld gföf. Frá Lundúnum er símað, að þingið 1 Transvaal hafi samþykkt að gefa Játvarði konungi stærsta demant heimsins »Cul- linanc. Drukknun. í Hernösand í Svfþjóð hvolfdi róðrar- báti, og drukknuðu 6 menn. Námuslgs varð í Tientsin (í Kína) og biðu þar bana 2 þýzkir yfirumsjónarmenn og 110 Kín- verjar. 22. ágúst kl. 5« e. h. Heimkoma konungs. Konungsflotinn kom heim í gær. 14 fánum skreytt skip frá hinu »sameinaða gufuskipafélagi« sigldu út á móti konungi. Viðhafnarmiklar viðtökur við tollbúðina. Stórmenni og mikill maunfjöldi þar sam- an kominn. Konungsfólkið ók í fereykis- vagni til Charlottenlund. 75 »Hann krafðist, að eg þekkti hinar heimskulegu æfingarreglur hans, en þú getur ímyndað þér, að það var allt annað, sem eg var þá að hugsa um. Við heræfingarnar veitti mér ekki erfitt að komast á réttan stað, því að eg tók eptir því, að eg átti að vera beint fram undan rauðnefjuðum pilti á gráskjótt- um hesti. Það leysti mig úr öllum vanda. En hérna um daginn þeysti eg fram og aptur meðfram fylkingunni án þess að koma auga á rauða nefið. En einmitt þá er eg var að gefast upp við leitina, sá eg piltinn. Hann hafði numið staðar einn saman afsíðis, og eg stöðvaðist undir eins beint fram undan honum. Það leit svo út, eins og þeir hefðu sett hann þarna sem varðmann, og yfirmaður minn varð svo æstur, að hann sagði við mig, að eg hefði ekki nokkurt vit á, hvernig eg ætti að haga mér«. Móðurbróðir minn hló, og Brummel virti mig fyrir sér hátt og lágt mjög grandgæfilega. »Þetta sómir sér allvel*, mælti hann; »grátt og blátt á jafnan mjög vel saman, en vestið er satt að segja ekki heppilegt«. »Það virðist mér þó«, mælti móðurbróðir minn með áherzlu. »Tregellis minn góðurl þú ert óviðjafnanlegur, er um hálsbindi er að ræða, en þú verður að láta þér lynda, að eg hef mínar eigin skoðanir um vesti. . . . Ofurlitlar rauðar dröfnur i því mundu sóma sér ljómandi vel«. Þeir ræddu um þetta fram og aptur fullar tíu mínútur, meðan þeir hring- sóluðu kring um mig og hölluðu undir flatt og góndu á mig gegnum augna- glerin. Eg varð sárfeginn, þá er þeir loksins urðu sammála. »Þér megið ekki láta neitt af því, sem eg hef sagt, veikja traust yðar á dóm hr. Charles«, sagði Brummel við mig mjög alvarlega. Eg fullvissaði hann um, að svo skyldi ekki verða. »Væruð þér systursonur minn, vonaðist eg eptir, að þér munduð hlíta mínum dómi. En nú munu þessi föt fara yður ljúmandi vel. Eg átti ungan frænda, sem kom 1 fyrra til borgarinnar með meðmælabréf til mln, en hann vildi ekki þekkjast ráð mín. Þá er hann hafði verið hér hálfan mánuð, sá eg hann koma eptir St. Jakobsgötunni í brúnleitum kjól með sveitasniði. Hann heilsaði mér. Eg vissi auðvitað, hvað eg átti að gera. Eg leit ekki við hon- um. ... Og hann varð vitanlega til athlægis fyrir það. Þér eruð víst líka úr sveitinni, hr. Stone?« »Frá Sussex«, svaraði eg. »Frá Sussex! Einmitt það. Þangað sendi eg föt mín til þvotta. Þar er ein kona, sem sterkir lín ágsetlega. Hún býr 1 nánd við Hayward. Eg sendi að eins tvær skyrtur í senn, þvl að ef eg sendi fleiri, mundi konan hafa of mikið að gera og ekki vanda sig jafnvel. Eg get ekki sætt mig við annað,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.