Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 4
140 ÞTÖÐOLFUR. Konungur korn heim til sín í fyrra dag á hádegi eptir Kaupm.- tíma (kl. io eptir Reykjavíkurtíma). Sam- stundis sendi hann frá aðseturshöll sinni Bernstorf svolátandi símskeyti, er afhent var ráðherranum á þingfundi neðri deild- ar kl. 12: BernstorfJ sl/s kl. 12. Islands Minister og Alting. Lige hjemkommen sender jeg Island min Hilsen og gjentagne Tak., Tak til Alle, Tak for Alt. Frederik R. Skeyti þetta mun hverjum auðskilið án íslenzkrar þýðingar. Konungsgjöfin. Um leið og konungur kvaddi landið á Seyðisfirði að kveldi 15. þ. m., gaf hann því 10,000 krónur til skóggræðslu eða skógrsektunar. Ráðherrann, sem farið hafði með konungi umhverfis landið og kom hingað á >Valnum< 17. þ. m., til kynnti þetta s. d. f neðri deild, um leið og hann flutti þinginu kveðju konungs og þakkir fyrir viðtökurnar. Samskonar boð- skapur var birtur efri deild 19. þ. m. Smjörsala erlendis. Með »La Cour« 10. þ. m. var sent til George Davidsen konsúls f Leith, ! 212 kvartil af smjöri frá ýmsum smjörbúum, og hefur hann 16. þ. m. með símskeyti tilkynnt, að smjörið sé allt selt þannig: II tn. 82 sh. 100 pd. 27 » 84 » » 40 » 86 » » 56 » 88 » » 28 » 90 » » 33 » 91.9 » » 2 » 92 » » 15 » 93-9 » » Allt »netto« frádreginn). (fragt og annar kostnaður Hinn 2. ágúst 1907 tapaðist á Þing- völluip rauður hestur glófextur með stjörnu í enni; mark: stýft h. biti apt., gagnhangfjaðrað vinstra. Sá, sem hitta kynni hest þennan, er beðinn að gera að- vart um, hvar hann er niður kominn hið fyrsta. Deildartungu í Borgarfirði zjs '07. Helgi Jónsson. Christensen & Wedei. íslenzk umboðsverzlun. Kaupmannahöfn K. Símnefni: Wedelclirist. Samkomahúsið Betel. Sunnudaga: Kl. 6zj. e. h. Fyrirlestur. Mtðvikuaaga: Kl. 8V4 e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bænasamkoma og bibliulestur. Hross afhent hreppstjóra Grímsneshrepps n. ágúst 1907 til ráðstöfunar: 1. Bleikkúfóttur hestur marklaus á eyr- um, en klippt á lend X Th., járnaður með gömlum og nýjum skeifum. 2. Bleikrauð hryssa, mark: stýft hægra eyra, klippt á lend S. Th., gamaljárnuð. Eigendur þessara hrossa gefi sig fram fyrir 25. ágúst og borgi áfallinn kostnað, annars verða þau seld á uppboði. Þakkarávarp. Öllum þeim, er í fjarveru okkar heiðr- uðu útför okkar heittelskaða bróður og tengdabróður Gunnars Gunnarssonar frá Flögu í Skaptártungu, er dó 15. maí síð- astl. í Reykjavík, þökkum við af hjarta fyrir alla þá hluttekning, er þeir sýndu okkur. Þó viljum við sérstaklega tilnefna: Ólaf Ólafsson skósmið í Bergstaðastr.'og hjónin Einar Einarsson og Jónínu Jóns- dóttur Njálsgötu 39, er hinum framliðna reyndust hollir og góðir vinir. Ennfremur séra Friðrik Friðriksson fyrir þau hjart- næmu eptirmæli, er hann orti eptir hinn látna, okkur eptirlifandi ástvinum til hugg- unar. Guð blessi alla þessa menn fyrir góðvild þeirra. I júlímánuði 1907. Fyrir hönd systkina og vandamanna. Vigfús Gunnarsson. Köbenhavns Tilskærer-Skole. stjórnað af frk. Thomsen, er hefur stundað nám við stærstu háskóla erlendis og fengið beztu einkunn. Iðnskóli fyrir stúlkur, sem vilja verða full- numa í því, að sníða utan- hafnarföt, kjóla, bamaföt og lérept, eptir hinni nafnkunnu »favorit«-aðferð. Námssskeið í kjóla- saum. Kennsla allan daginn. Pilestræde 42”, Kjöbenhavn. Lm-laipar oj gatnaljösker eru alstaðar og ávalt tekin fram yfir hver önnur glóðarnetja-ljós- áhöld sem vera skal. Besta sönnunin fyrir yíirburðum Lux-lamp- anna — og um leið hin nýjasta — er sú, að heimboðsnefnd alþing- og bæjarstjórn Reykjavíkur tók þá svo tugum skifti í sína þjónustu, bæði hjer í bænum og á Þingvöllinn nú um konungskomuna, og dáðust bæði innlendir menn og útlendir að þeim og þótti það, sem margt annað, bera vott um smekkvísi og fegurðartilfinningu nefnd- arinnar og bæjarstjórnarinnar, að þær völdu þessi ljós til að lýsa fyrir konungi vorum og fylgdarliði hans; auk þess befur almenn- ingur hjer í bæ og víðar sjeð það með eigin augum, að Lux-lamp- arnir hafa skinið sem skærustu sólir í fjöldamörgum húsum og verslunarbúðum hjer í bæ, og að á gatnaljóskerum þeim, sem hafa haft Lux-ljós, hefur, logað stilt og rólega í ofsaroki jafnt sem í logni væri. Seljendur Lux-lampanna álíta þess enga þörf, að bera þá sam- an við önnur ljósáhöld, þó aðrir haíi — af skiljanlegum ástæðum— neyðst til að taka þá til samanburðar, því það er alment viðurkent, að þeir, sem taka vöru keppinautanna til samanburðar við þá vöru, sem þeir sjálfir hafa á boðstólum, annaðhvort með því að níða vöru keppinautanna að ástæðulausu eða tilfæra villandi og rangt verð á henni o. s. frv., hafa einmitt dýra og vonda vöru að bjóða, sem þeir ekki geta komið út með öðru móti en þvi, að reyna að níða betri vöruna og hæla sinni eigin vöru á hvert reipi með hóf- lausu skrumi og ósönnum og villandi samanburði á verði og gæð- um. En sem betur fer, lætur enginn skynsamur maður blekkjast á slíku, því það sem gott er í sjálfu sjer, mælir best með sjer sjálft. Vanur madur setur upp lampana hjer í hænum kostn- aðarlaust fyrir kaupendur og gefur allar nauðsynlegar leiðbeiningar. LUX-LAMPARNIR explódera ekki og engin ólykt er af þeim; þeir eru hreinlegir og handhægir í allri meðferð. Einkasölu hjer á landi hafa <3. <3?. <3. dÍryÓQS verslanir i Reykjavík, Hafnarfirði, Borgarnesi, Vest- mannaeyjum og Vík. Brauns verzlun ,Hamborg‘ 76 en að láta þvo föt mín upp í sveit, en mér væri alsendis ómögulegt að dvelja þar. Hvað gæti maður haft þar fyrir stafni?« »Þú ert ekki veiðimaðurt, Georgl »Þá er eg fer á veiðar, veiði eg stúlkur. Fer þú á eltingaveiðar með hundum, Charles?« »Eg tók þátt í sllkri veiði hjá Belvoir síðastliðinn vetur«. »Hefur þú heyrt, hvernig eg ginnti Rulland Belvoir í næstliðnum mán- uði? Þú hefur ef til vill heyrt það í klúbbnum? Ekki það. Jú, eg veðjaði við hann um, að veiðitaska mín yrði þyngri en hans. Hann skaut 7 stykki, en eg sendi kúlu gegnum lifrarbrúna skotvörðinn hans, svo að eg vann, og hann varð að greiða mér peningana. En eg skil ekki, hver skemmtun er að því, að flækjast innan um skftuga og heimska samlanda. En hver eptir sínu skapi vitanlega. Að sitia við gluggana hjá Braaks á daginn og í notalegu horni við spilaborðið hjá Watier á kveldin, það er allt og sumt, sem eg óska. Hefurðu heyrt, hvernig eg féfletti Montague ölgerðarmann ?« »Nei, þvf að eg hef verið upp f sveit«. »Eg vann átta þúsund pd. sterl. af honum eitt kveld. Eg ætla framvegis að drekka ölið yðar hr. MontagueU mælti eg. »Það gerir hver þorpari í Lundúnum«, svaraði hann. »Það var ákaflega ósvífið svar, en því miður eru sumir menn svo gerðir, að þeir geta ekki tekið fjártjóni með stillingu. Jæja þá, nú fer eg til að borga einum Gyðingnum mínum ofurlitla vexti. Verðið þér samferða ? Ekki það 1 Jæja, verið í guðs- friði. Eg hitti ykkur sjálfsagt einhvern daginn í klúbbnum*. Og að því búnu labbaði hann burt eptir götunni. »Þessi ungi maður verður arftaki rninn«, mælti móðurbróðir minn alvar- lega, er Brummel var farinn. Hann er mjög ungur og ekki af göfugum ættum kominn, en hugrekki hans, smekkvísi og aðdáanleg talgáfa mun koma honum langt áleiðis. Eg þekki engan mann, er getur verið svo snyrtimannlega ókurteis gagnvart fólki. Hann brosir og glennir upp augun með þeirri fyrirlitningu, sem einhverjum mun einhvern tíma gremjast svo, að hann sendi honum kúlu í höfuðið. Menn eru þegar farnir að tala um hann í klúbbnum, sem keppi- naut minn. En allt bíður síns tíma, og þá er eg verð þess var, að eg er orðinn forngripur úr gildi genginn, þá skal eg aldrei láta sjá mig framar í St. Jakobsgötunni, því að eg þoli ekki að vera nr. 2. En nú sýnist mér, systur- sonur! að þú lítir snyrtilega og sómasamlega út í nýju fötunum þínum, og þess vegna skulum við nú aka dálítinn spöl. Eg ætla að sýna þér dálítið af höfuðborginni. Hvernig ætti eg að lýsa öllu því, er fyrir augu mín bar á þessum dýrðlega Nýkomin Drengfjafot, allar stærðir og mismunandi verð frá kr. 3,20. Reiölianzkar úr þvottaskinni, sterkir og laglegir. Reiöjakkar allar stærðir, frá kr. 5,75—21,00. Pappírsfliltbar góðir og fallegir, kr. 0,08 stk. sparar þvott og peninga. JErfiöiMföt (jakkar og buxur). frá kr. 4,30. iiærföf, ittillumskyríur og peysur, stórt úrval, ódýrt. Kamgarn í föt sérstök, mikið úrval, frá 1,50—7,00 pr. al. Brauns verzlun „Hamborg“. Talsímí 41. Aðalstræti 9. Bm. Z. Svitzers Bntreprise. Damper »Svava« har Station i Reykjavík. Udförer alle Slags Bjergningsarbeider. Meddelelser angaaende Havarier og Strandinger, sendes til «T. I*. T. Brydes Handel i Reykjavik. Telegramadresse: B r y d e. €iríkur Kjerúljj læknir. Vesturgötu 22. Talsími 93. Heima virka daga frá kl. 10—11 f. m. og 2—3 e. m. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Sieii Bjömssoi yfirréttarmáiaflutningsm., Kipkjustr. ÍO, tekur að sér öll málfærslustörf, kaup og sölu á húsum og lóðum 0. s. frv. Heima kl. 1072—II1/2 og 4—5. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorstei nsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.