Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.08.1907, Blaðsíða 2
138 ÞJÓÐÓLFUR. hverja kennara sem menn hafa, þá hafa þessir kennarar flestir eflaust einhver trúar brögð, og nokkrir, ef til vill, engin, eða verða trúlausir, sem svo er kallað. Ef nú gert er ráð fyrir einhverjum trúarbrögðum hjá flestum alþýðukennurum, segjum t. d. katólskum, adventista, Mormóna, Muhameds^ Budda, Brama o. s. frv.; mun þá vera minni ástæða ttl að óttast trúarleg áhrif slikra kennara, en evangelisk trúaðra frjáls lyndra presta? Nei. Eða setjum svo, að kennarar væru trúlausir; mundu þá ekkj peir hafa nein áhrif í trúleysisáttina ? Eða mundi pað betra lýð og landi, að trúleysis' andinn næddi yfir og um uppvaxandi kyn- slóðina frá kennarastólnum, en andi kristi- legra trúarbragða frá vel menntuðum mönn- um? Nei og aptur nei. Sannleikurinn er og verður sá, að hvort sem kennarar hafa nokkra trú eða enga, þá hafa þeir áhrif beint eða óbeint á stefnu þeirrar trúar eða þess trúleysis, sem þeir sjálfir ganga með, og því viðsjárverðari eru og verða þessi áhrif, sem mennirnir eru eða verða lakar menntaðir, þ. e. a. s. ef trúarbrögð þeirra eru varhugaverð. Læt eg svo úttalað um þessa grein, og vísa að öðru leyti til ástæðna minna í áðurnefndu Fjallkonublaði. En þá kemur 4. atriðið, um niðurskipan1 sveitalýðs í kennslufylki. Blasir þá fyrst við allmikil fjölgun prestanna utan kaupstaða og sjóþorpa. Eins og stendur, og lfklega lengi enn, mun landslýður utan kaupstaða og sjóþorpa ekki fara fram úr 60 þúsundum; og sé nú einn prestkennari settur á hver 300 þessa mannfjölda, þá verða söfnuðimir og prestkennarar þar 200. Eptir því þyrfti að fjölga prestum frá því, sem nú er, h. u. b. 65, því nú eru prestaköll talin alls hér á landi 142. En með þessari fjölgun presta til sameinaðs prests- og kennarastarfs má aptur fœkka um alla sveitakennara, sem þegar nú munu vera um 300 eða meira, og taka nú þegar upp um 57,000 kr. í kanp. í söfnuði hverjum eða kalli, sem eg vil kalla kennslufylki, virðist mér hæfilegust fólkstala 300 alls handa einum manni til prestsþjón- ustu og lýðfræðslu. Eg hef áætlað, eptir þeirri reynd, sem eg hef haft, að hver 300 manns hafi að jafnaði 25—30 unglinga á aldrinum frá 12—20 ára og tel það hæfilega nemendatölu handa einum manni, sem vel á að geta kennt og jafnhliða staðið vel í prestsstöðu. Eg hef eigi tíma né tækifæri til að reikna allt þetta nákvæmlega út, en er sannfærður um, að f ekkert er of frekt farið. Að eg legg til, að hvert kennslufylki sé einnig hreppsfélag fyrir sig, er af því, að eg þekki dæmi þess, og tel eínnig eðli- legt, að meiri og betri ánægja og eining sé um hvað eina, sem eitt hreppsfélag hefur út af fyrir sig, heldur en um það, sem fleiri slík félög eiga að vera um, ef til vill að ýmsu leyti ólík félög með ólíkum ástæð- um. Og yfir höfuð held eg því fram, að þeir, sem saman eiga að vera um eitthvað mikilvægt, eins og t. d. prestkennara og lýðfræðslumál, þeir eigi og purfi að vera saman út af fyrir sig, einnig um sem flest annað, og þá eigi sízt um fjármálin, sem hér koma mikið til greina. (Niðurl. næst). „Fátt er of vandlega hugað“. Eitthvert athugaverðasta frumvarp, er nýlega hefur komið fyrir þing vort, er læknaskipunarfrumvarpið. Þar er ekki einungis farið fram á að leggja nýjar byrðar á landssjóð — eptirlaun 23 læknis- embætta — heldur einnig að gera öll læknisverk miklu dýrari en verið hefur fyrir þá, sem úrskurðaðir verða efna- menn, líklega helzt af læknunum sjálfum> því að hvernig ætti annars að greina milli efnaðra og fátækra? Það cr óhætt að segja, að mörgum alþýðumönnnm blöskra þessar kröfur læknastéttarinnar eða höfðingja hennar, og þykir þær keyra fram úr öllu hófi. Læknastaðan er þó sumstaðar hér á landi mjög arð- söm staða, eins og nú er ástatt, og ekk- ert læknisembætti er eins illa launað og sum önnur embætti, sem skólagengnir menn verða að sætta sig við. Hins veg- ar er víða vor á meðal leitun á þeim mönnum, er heitið geti meir en bjarg- álna, eða hafi nokkuð afgangs nauðsyn- legum útgjöldum til fæðis og skýlis; að minnsta kosti er því svo háttað 1 ýmsum útkjálkasveitum, að þar eru þeir, sem kall- aðir eru efnamenn, að eins vel sjálfbjarga. Nú virðist það eiga að vera aðaltilgang- ur frumvarpsins, að útvega lækna í þau héruð, sem enginn vill nú sækja um, en það eru helzt útkjálkahéruð, og geta þau að vísu orðið aðgengilegri en nú með því að veita öllum héraðslæknum jöfn laun og eptirlaunarétt, en hitt væri til lítilla bóta, að gefa læknum þar heimild til að rýja eptir geðþekkni sinni þá fáu menn, sem sköruðu fram úr öðrum að framtaks- semi, reglusemi og áræði, og væru eigi þrælbundnir fjötrum örbirgðarinnar. Slíkir heimilisfeður hafa áður ærin gjöld til lands og sveitar, og eiga nú flestir svo í vök að verjast, er kaup verkafólks er alltaf að hækka, að þar er ekki feitan gölt að flá, en um verkamennina er það að segja, að þeir græða margir ekki að því skapi, sem kaup þeirra hækkar, og séu þeir fátækir þrátt fyrir allt, geta þeir ekki heldur talizt til þeirra, sem eiga að fylla pyngju læknanna með þreföldu gjaldi. Eigi sanngirni og réttlæti að ráða í viðskiptum lækna og alþýðu, verður læknum því ekki mikill tekjuauki 1 hækk- aðri borgun fyrir læknishjálp í ýmsum þeim sveitum, þar sem helzt má búast við læknaskorti, en hinsvegar kynni þetta að auka til muna tekjur kaupstaðarlækna, sem er hreinn óþarfi, því að slík embætti hafa jafnan gengið út — færri feng- ið en vildu — og munu enn þykja útgengileg, jafnvel Reykvíkingum þessara tíma, sem fæstir virðast geta fellt sig við að vera læknar í sveit. Það mun varla reynast vel ráðið að gera lækna að nokk- urskonar smá-guðum, sem ætlað sé að líkna fátækum á kostnað hinna, sem þeir kunna að kalla ríka, og getur slíkt fyrir- komulag orðið hættulegt vopn í höndum ráðríkra manna, til að gera menn sér háða og hepta sjálfstæði þeirra á ýmsan hátt. Mannúðarskyldu við fátæklinga hafa fleiri en læknar, en henni gegnir hver eptir því sem hann er skapi farinn, og er ekki hægt að setja um sllkt neinar lagareglur. Það er næsta merkilegt, að svona frnmvarp skuli koma fram á þessum tíma, þá er útgjöld landsmanna fara sívaxandi, og fyrirsjáanlegar eru nýjar álögur til landsþarfa á hvern þann, sem er að nokkru nýtur. En vera kann að það fái betri byr en ella myndí sökum sambands- málsins, er virðist hafa gagntekið svo hugi manna, að smærri málum sé lltill gaumur gefinu, að minnsta kosti hefur lítið verið hreyft við þvl á mörgum þing- málafundum. Þingmenn mega þó búast við, að alþýða vakni við vondan draum, ef búið er að snúa slík höpt að fótum henni fyr en hana varir. Alpýðuvinur. Alþingi. VI. Lög frá alþingi: 1. Um löggilding verzlunarstaðar að Bakkabót við Arnarfjörð. 2. Um breyting á lögum 10. febr. 1888 um Söfnunarsjóð íslands 20. gr. a.: (»og sömuleiðis það, sem, að því búnu, kynni að vera umfram 4% af höfuð- stólnum* falli burt). 3. Um breyting á lögum 27. sept. 1901 um fiskiveiðar hlutafélaga í tandlielgi við ístand. (Staðfest 31. f. m., sjá 35. blað). 4. Um ákvörðun tímans. (Hvarvetna á Islandi skal telja eyktir eptir meðal- sóltíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich). 5. Um breyting á lögum 8. okt. 1883 um bœjarstjórn í ísafjarðarkaupstað. 6. Um vernd ritsima og talsima neðan- sjávar. 7. Um breytingá lögum um manntal íRvík 13. sept. 1901. (Manntalið skal fara fram 20.—30. nóv. ár hvert). 8. Um löggilding verzlunarstaðar að Kirkjuvogi í Hafnahreppi í Gull- bringusýslu. 9. Um framlenging á gildi laga um hœkk- un á aðflutningsgjaldi frá 29. júlí 1905 og skipan millipinganefndar. (Stað- fest 31. f. m., sjá 35. blað). 10. Um breyting á tögum 13. apríl 189ú um útflutningsgjald. (Staðfest 31. f. m., sjá 35. blað). 11. Um forstjórn landsímanna. 1. gr. Skipa skal forstjóra fyrir síma- málefni landsins; hann stendur beint und- ir stjórnarráðinu. Ráðherrann ákveður starfsvið hans. Hann hefur í árslaun 3500 kr. Konungur veiti það embætti. Verði embætti þetta veitt þeim manni, sem nú hefur forstjórn landsímanna á hendi, veitist honum persónuleg launa- viðbót 1500 kr. á ári. — 2. gr. Til aðstoðar á aðalskrifstofu landssímans veit- ast 3000 kr. á ári. Tölu starfsmanna við landssíma ákveður stjórnarráðið. Laun þeirra eru ákveðin með fjárlögum. 12. Um gjafsóknir m. m. 1. gr. Stjórnarráðið veitir gjafsókn bæði fyrir undirrétti og yfirrétti. 2. gr. Gjafsókn má veita kirkjum, sjúkrahúsum og stofnunum, sem ætlaðar eru fátækum til framfærslu, og ennfremur snauðum mönnum, sem fátækravottorð hafa frá hlutaðeigandi sveitarstjórn og sóknarpresti. 3. gr. Þá er beiðst er gjafsóknar, kemur málstaður beiðanda til álita. 4. gr. Gjafsókn nær eigi einungis til aðalmálsins, heldur og til vitnaleiðslu og annara dómstarfa, er af því leiða. 5. gr. Kostnaður af gjafsóknarmálum sem eptir fullnaðardómi á að greiða af almannafé, lúkist úr landsjóði. 6. gr. Stjórnarráðið má og veita öðr- um en þeim, sem taldir eru í 2. gr., gjaf- sókn að því er snertir borgun til setu- dómara fyrir störf hans og ferðakostnað. Slíka gjafsókn má því að eins veita, að gjafsóknarbeiðandi færi fram líkur fyrir því, að málstaður hans sé góður, að mál- efni það, er deilt er um, sé áríðandi fyrir hann, og að ekki verði eða hafi orðið hjá því komizt að fá setudómara skipað- an, ef málið skyldi fram ganga. Að öðru leyti fer um gjafsókn þá, er um ræðir í þessari grein, eins og urn al- menna gjafsókn samkvæmt 1. gr. til 5. gr. þessara laga. 7. gr. Lög 12. júlí 1878 um gjafsókn- ir og tilskipun 27. septbr. 1799 um tak- mörk prentfrelsisins, 10. gr. 1. og 2. lið- ur og 11. gr., eru úr gildi numin. 13. Um breyting á lögum 4. marz 190í um stofnun lagaskóla. 1. gr. 2. gr. laganna orðist þannig: Við skóla þennan skulu vera tveir fastir kennarar, skipaðir af konungi. Annar er jafnframt forstöðumaður skólans og hefur að launum 4000 kr. á ári. Hinn hefur að launum 2800 kr. 2. gr. Aptan við 3. gr. laganna bætist: Og skal þar, auk hins venjulega prófs yfir nemendum skólans, skipa fyrir um auka- próf fyrir fsllnuma frá Kaupmannahafnar- háskóla, sem öðlast vilja rétt til embætta hér á landi. 3. gr. Þegar lög þessi eru staðfest, skal færa breytingar þær, sem með þeim eru gerðar, inn í texta laganna frá 4. marz 1904, og getur konungur þá gefið lögin, þannig breytt, út sem lög um stofn- un lagaskóla á íslandi. 14. Um löggilding verzlunarstaðar að Bœ á Höfðaströnd. Felld frumvörp. I fyrra dag slátraði neðri deild tveim- ur frumvörpum: um sölu einstakra þjóð- jarða (Árbakka í Húnavatnssýslu, Kornsár í Vatnsdal og Hólms í Seltjarnarneshreppi) og frv. um lögreglumannsaðstoðarsýslan í Reykjavík, er fellt var eingöngu vegna þess, að það mundi ekki verða bænum til léttis (mann þann átti að launa með 1400 kr. úr landsjóði) heldur bæjarfóget- ann, sem í ráði er að losa við mikinn hluta starts síns og fá þau í hendur sér- stökum bæjarstjóra með 4500 kr. laun- um úr bæjarsjóði og 1500 kr. í skrifstofu- fé, og er það eptir tillögu bæjarstjórnar, að bæjarbúum fornspurðum, en ekki nærri því komandi í neðri deild, að lækka þaui laun að neinu leyti. Sighvatur Borgfirðingur. Það er allskrítið, að vér fslendingar skul'- um eiga — tvo Borgfirðinga (með því viður- nefni), sem báðir eru nytsamastir og nafn- kenndastir alþýðufræðimenn hér á landi, enda eiga þeir sammerkt með fleira. Báðir eru þeir og hafa verið fátækir menn, enda látið fræðimannaköllun sína sitja í fyrirrúmi fyrir ytri hagnaði, eins og þeim var framast unnt; hvorugur hefur starfað fyrir kaup eða laun með pennanum né beiðst styrktar (það eg veit) af landsfé. Annar er kominn á ní- ræðisaldur, en hinn, Sighvatur, er á sjötugs- aldri. Fróðleiksmenn og fræðasafnarar eru þeir framar öllum núlifandi löndum vorum^ og afkastamenn miklir mega báðir heita. Hvorugur hafði verið til mennta settur, og eru því báðir enn lifandi dæmi þess, hvað lengi lifir í hinum fornu mennta- og fræði- kolum þessa sagnfræga lands, — báðir lif- andi dæmi þess, hvað hin gamla heimilis> menntun hefur orkað, þar sem sjálfsmennt- unareljan bættist við. Eitt skilur þessa báða heiðursmenn. Sighvatur Grímsson er ein- stæðingur, er engan efnaðan ættingja á að, en Jón Borgfirðingur er faðir háttsettra og mikils metinna barna. Þarf því eigi land- stjórnin honum að leggja fé til Iífsuppeldis úr þessu, en fyrir 20—30 árum þurfti hann bæði fjárstyrks við og viðurkenningar, en hlaut hvorugt. Lukkan, eða hvað það heitir, er keipakind, og mjög eru henni mislagðar hendur; og ef hún þykist hafa farið fullvel við Jón B., þá hefur hún verið neyðarleg nápína við Sighvat B., því hann hefur unnið bókstaflega fyrir gíg. Víst er um það, að fleiri berast beiðsl- urnar til þings vors um bitlingana, en þeim verði öllum sinnt, en raunalegt mundi þeim sem til þekkja það finnast, ef Sighvatur Grímsson fengi enga ásjá hjá þinginu, ef hann bæði um úrlausn. Nýlega ritaði hann þeim, sem þetta skrifar, og segir svo: „Enn hef eg ýmislegt fast í huga að skrifa, en eg hef svo lítinn tíma frá því sem eg er knúður til að basla fyrir ltfinu. Mætti eg vera áhyggjulítill um magann, með ofur einfalda þörf hans, þá mundi enn fleira eptir mig liggja, og verð eg þó að segja, að eg hef unnið miklu meira en nokkur líkindi eru til af mér í minni stöðu, enda er eg orðinn ófær til allrar erfiðisvinnu. — Að presta- æfum mtnum hef eg unnið t 36 ár, og eru þær nú orðnar 17 bindi (meir en 1100 arkir). f 4'fsmjög þétt ritaðar, auk allra ættatölubóka, svo og alls annars, sem mér dettur ekki í hug að telja upp, þýðingar úr dönsku, af- skriptir o. fl., sem enginn veit um sumt, fyr en eptir minn dag. En það hlægir mig, að> sá tími kemur, þótt seinna verði, að hreint óhjákvæmilegt verður, að leggja sumt af ritum mtnum til grundvallar, þegar sagn- íræðingar seinni ttma fara að fjalla um sögu vorra tíma, og ekki kæmi mér á óvart, þótt einhverjum yrði þá að orði, að illa og ómak- lega hefði mér verið launað, meðan eg lifði". Enn fleirum átakanlegum orðum fer hann. um hin staklega bágu kjör sín, og satt að segja, mundi mörgum verða að spyrja: Hvaða smábitlingum ætti þlngið að gegna, ef það lætur slíkan mann synjandi frá sér fara. Að eyða fleiri orðum um þetta, álít eg til lítils koma: orð Sighvats eru nóg, enda hygg eg að varla geti frómlyndari mann eða ráðsettari. Malth. Jochumsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.