Þjóðólfur - 04.10.1907, Side 1
59. árg.
Reykjavík, föstudaginn 4. október 19 07.
Jú 43.
að næsta (60.) árgangi Þjóð-
ólfs 1908 fá ókeypis það sem
út er komið af þessum ár-
gangi til ársloka, og um leið
og þeir borga áranginn 13.
hepti af sögusafni blaðsins,
svo lengi sem það hrekkur.
En með því að heita má að
upplagið sé á förum er viss-
ara að hraða sér með pönt-
un og borgun á næsta ár-
gangi.
í haust verður prentað 2.
hepti af íslenzkum sagnaþáttum,
og verður það sent hverjum
þeim, sem útvegar 2 eða fleiri
nýja kaupendur að blaðinu
og annast um borgun frá
þeim, og fá þá allir hinir
nýju kaupendur þetta hepti ó-
keypis og kostnaðarlaustsent.
Gamlir kaupendur, sem skuld-
lausir eru við blaðið um ára-
mót; geta og fengið hepti
þetta ókeypis gegn því að
senda upp í burðargjaldið 20 aura
fyri«* hvert hepti i peningum eða
frimerkjum.
Utan úr heimi.
Pjóðernisvernd og þjóðaréttur.
Jafnvel þótt engir stórviðburðir hafi
gerzt t heiminum nú upp á síðkastið og
ritsíminn flytji tiltölulega ómerkar fréttir,
að því er mönnum þykir, þl er ekki svo
mikið að marka það. Það er enginn
vafi á því, að nóg eru íkveikjuefnin hing-
að og þangað í heiminum nú sem stend-
ur. Það sjást að eins einstakir gneistar
við og við, en þá er minnst varir, getur
allt verið orðið að björtu báli. Sérstak-
lega er eptirtektarverð sú stefna, er stöð-
ugt virðist vera að ryðja sér meira og
meira til rúms í heiminum, eptir því sem
þjóðirnar vakna til meðvitundar um rétt
sinn,. en það er þjóðernisstefnan, samtök
þjóða af sömu rót að reka annarlega
þjóðflokka af höndum sér, burt úr lönd-
um sínum. Allir vita hversu Kínverjum
er hlýtt til Evrópumanna eða hitt þó
heldur, og hvernig þeir hafa hvað eptir
annað reynt að reka »hvítu úáendu djöfl-
ana« af höndum sér. Hin alvarlega »box-
ara«-uppreisn fyrir skömmu var ekkert
annað, en tilraun þjóðrækinna Kínverja
til að hrista erlenda okið af sér. Nú á
þessu ári hefir einmitt annarsstaðar bólað
mikið á samskonar hreyfingum. Óeirð-
irnar í Marokko eru t. d. af sömu rót-
um runnar. Marokkómenn vilja losna
við forræði eða yfirumsjón Frakka, Spán-
verja og Þjóðverja og hrinda þeim af sér.
Á Indlandi hefur verið óvenjulega mikil
ókyrð þetta ár og upphlaup, sem meira
hefur kveðið að en kunnugt er, því að
Englendingar vilja látasem minnstáþessu
bera. En allir vita, að það er að mynd-
ast mjög sterk mótspyrna á Indlandi gegn
veldi Englendinga, og svo alvarleg, að
enska stjórnin er smeik við hana, og
leitast við af öllum mætti að sefa óánægj-
una með góðu. Nú í ár var 50 ára af-
mæli uppreisnarinnar frá 1857 og hyggja
menn, að undirbúningur hafi verið til
þess gerður af hálfu Indverja að halda
það afmæli hátíðlegt með því að rjóða
branda sína í blóði Evrópumanna, en
upphlaupið tókst að hepta að þessu
sinni í fæðingunni. Heitir sá Bepin
Chander Pal, er mest áhrif hefur á lýðinn.
Er hann mælskumaður allmiklll og pré-
dikar uppreisn gegn Englendingum og
brottrekstur allra Evrópumanna úr Ind-
landi. Svo mikill geigur stóð yfirvöld-
unum af honum, að þau þorðu ekki að
taka hann fastan meðan óspektirnar voru
sem mestar, en bönnuðu honum að eins
að halda ræður opinberlega. En eptir að
stjórninni hafði tekizt að sefa óspektirn-
ar með hörkubrögðum hefur Chander Pa)
11. f. m. verið dæmdur til 6 mánaða
þrælkunar. Þá er dómurinn var birtur
urðu miklar æsingar meðal lýðsins, og
réðu stúdentar indverskir á lögregluliðið
og Norðurálfuhermennina og múgurinn
stöðvaði alla umferð um aðalgöturnar í
Calcutta. Hingað og þangað í Bengal
hefur verið ráðizt á Evrópumenn og all-
margir drepnir. Ensk blöð þar stinga
upp á því, að brýna nauðsyn beri til, að
gefin verði út sérstök hegningarlög ein-
mitt til þess að taka harðar í taumana
en lög landsins leyfa. En haldið er að
stjórnin muni hika sér við það, enda gæti
það orðið til þess að hleypa öllu 1 bál.
Blöð heima á Englandi leggja það hins-
vegar til, að Indverjar séu látnir taka
beinan þátt í stjórn landsins, en nú má
heita að þeir séu alveg útilokaðir frá allri
slíkri hlutdeild, nema ef telja skyldi, að
hið svonefnda »indverska ráð« á að hafa
ráðgjafaratkvæði í einstökum málum.
Það eykur og óánægjuna meðal Ind-
verja, að landar þeirra, sem búsettir eru 1
Transval og reka þar verzlun eða stunda
aðra atvinnu, hafa sætt þungum búsifjum
af stjórninni í Transval, og jafnvel verið
reknir úr landi. Og ensku stjórninni er
svo kennt um, að hún verndi ekki rétt
indverskra þegna 1 öðrum brezkum lönd-
um En Transvalsbúar vilja ekkert hafa
við Asíumenn saman að sælda, og vilja
reka þau aðskotadýr af höndum sér.
Samskonar mótspyrna gegn innflutningi
frá Asfu hefur nýlega komið alvarlega í
ljós í Californíu og British Columbía,
sérstaklega gegn Japönum og Kínverjum,
er hafa verið hraktir og særðir, og orðið
að flýja á náðir lögreglunnar. í Wash-
ingtonríkinu var snemma í f. m. gerður
aðsúgur að innfluttum Hindúum, er
höfðu fengið vinnu þar í verksmiðjum.
Múgurinn ruddist fyrst inn í svefnhús
þeirra, dró þá sem þar voru inni ofan úr
rúmunum, rak þá nakta út á götuna, og
barði marga til stórmeiðsla. Þetta gekk
alla nóttina, en um morguninn, fór múg-
urinn í verksmiðjur þær, er voru fyrir
utan bæinn, og rak burtu Hindúa þá er
þar unnu. 400 hálfnaktir Asíumenn voru
teknir í vörzlu lögreglunnar, en 750 flúðu
yfir landamærin til Kanada. Þessir Hin-
dúar eru þó allir brezkir þegnar. Og
almenningsálitið kvað vera svo eindregið
fjandsamlegt gegn Asíudjöflunum svo köll-
uðu, að það er talið ómögulegt fyrir
yfirvöldin að hegna forsprökkum þessara
óspekta. En meira hefur þó kveðið að
árásunum á Japana og Kínverja á Kyrra-
hafsströndinni. I bænum Yancouver var
ráðizt á sölubúðir japanskra manna, og
allt brotið og bramlað en margir Japana
stór-meiddir. Kveikt var og í japönsk-
um skóla, en Japanar gátu slökkt eldinn.
Mr. Macpherson þingmaður fyrir Vancouver
sagði afdráttarlaust við Laurier stjórnar-
forsetann í Kanada, að British Columbia
hlyti að vera hvltra manna land, gulu
dvergarnir (Mongólar) ættu ekki þar að
vera. í San Fransisco er félag, sem
starfar beinllnis að því að reka Asíumenn
burt af Kyrrahafsströndinni, og forseti
þessa félags kvað vera Skandínavi nokk-
ur (Norðmaður?), æsingamaður mikill og
ötull mjög. Það er þetta félag, sem
valdið hefur þessum óspektum á Kyrra-
hafsströndinni og áhrif þess fara vaxandi.
Kanadastjórn og Bandaríkjastjórn er nóg
boðið og hafa sent japönsku stjórninni
afsakanir, og lýst óánægja sinni yfir
þessu atferli.
Mörgum blöðum á Englandi þykir
þetta og úr hófi heyra og nefna það
þjóðflokka-hleypidóma (»race-prejudice«)
eða þjóðflokkahatur, sem byggt sé á
misskilningi einum, en 1 raun réttri er
þetta ekkert annað en þ j ó ð e r n(i s-
vernd, sprottin af þeirri tilfinningu, að
hver þjóð eigi sitt land, og verði að
verja það gegn aðstreymi og yfirgangi
annara; þjóðflokka. En þetta stendur
aptur í beinu sambandi við þjóðrækni og
ættjarðarást. Og ættu hinar svokölluðu
siðuðu þjóðir að bera meiri virðingu fyr-
ir slíkum tilfinningum, en þær hafa gert
og gera enn, þá er þær í nafni m^nning-
arinnar og mannúðarinnar eru að taka
herskildi lönd hinna svokölluðu »villtu«
þjóðflokka, og brytja þá niður eða bola
þeim burt úr heimkynni feðra sinna. Nú
síðast hafa Þjóðverjar varið miklu fé og
fjöri margra manna til að kúga Hotten-
totta í Suður-Afríku og leggja undir sig
land þeirra, hafa sent þangað hverja
herdeildina á fætur annari, að eins til
að geta heitið nýlendueigendur í öðrum
heimsálfum. En engin mun lá Hotten-
tottum, þótt þeir verji land sitt og geri
marga þessara land-ræningja höfði
skemmri, því að engin nauður rekur
Þjóðverja til slíkra herfara, og eru þær
lítt frægilegar. Það er heldur engin furða,
þótt Márar 1 Norður-Afríku hefjist handa
gegn yfirgangi Evrópumanna, eða Ind-
verjar vilji ná stjórn slns eigin lands í
slnar hendur og losna undan yfirráðum
Breta. Stefna tíðarandans gengur og öll
í þá átt, að þjóðirnar verði sem sjálf-
stæðastar og óháðastar erlendum yfirráð-
um. Annað fyrirkomulag er ofbeldi,
hnefaréttur hins sterkara gagnvart hinum
veikari, eða réttara sagt hnefavald, því
að réttur er það enginn, heldur ofríki
eitt og óréttur, hver sem í hlut á, hvort
heldur svo kölluð menntuð þjóð eða ó-
siðuð, því að mannréttindi og eignarrétt-
indi beggja eru í sjálfu sér alveg hin
sömu, svo framarlega sem þjóðin er ekki
á hreinu villidýrastigi og nábúunum
hættuleg á einhvern hátt. Þá getur
borið nauðsyn til að kenna henni betri
siðu. En það má opt gera á annan hátt
en með vopnum og landaráni.
Eptirmæli alþingis
veitti sannarlega ekki af að rituð væri í
þetta sinn og almenningi sýnt fram á,
hvernig framkomu ýmissa þingmanna hef-
ur verið háttað, því að það sést ekki til
fulls 1 þingtíðindunum, eða að minnsta
kosti ekki svo ljóslega, að skýringa þurfi
ekki. Þetta mundi að vísu ekki verða
þakklátt verk frá sjónarmiði þeirra þing-
manna, er gagnrýndir yrðu, en þarft verk
væri það ei að sfður og nauðsynlegt.
Mundi þar bæði meiri og minni hluti
þingflokkanna fá sinn skerf tiltölulega og
ættu það líka skilið, ef sanngjarnlega væri
skipt ljósi og skugga, eins og ætti að
vera. Flokkaskipting kom í raun og veru
hvergi fram í nokkru máli, er nokkru
skipti, nema ef vera skyldi í stjórnar-
skrármálinu, sem enga þýðingu hafði nú
þótt minni hlutinn fylgdist þar að fyrir
siðasakir og áhugalaust. Að því undan-
skildu og þingslitakómedíunniútaftrausts-
yfirlýsingunni verður ekki séð, að minni
hlutinn hafi haft nokkurt mál á samvizk-
unni, er marki afstöðu hans andspænis
meiri hlutanum. Þar mátti heita sami
grautur í sömu skál. Meiri og minni
hlutinn hrærðust saman í flestu eða öllu
og eiga því óskilið mál, þá er reikningar
þingsins eru gerðir upp. Minni hlutan-
um tjáir því ekki að varpa ábyrgðinni
fyrir ýmsar óheppilegar samþykktir þings-
ins yfir á meiri hluta þingflokksmennina
eða stjórnarliða svo kallaða, því að minni
hlutamönnum var stundum í lófa lagið að
ráða úrslitum, hefði hann kunnað eða
viljað hagnýta sér þann ágreining, er
stundum varð meðal meiri hlutamannanna
í þýðingarmiklum málum. Mætti t. d. í
því efni benda á úrslitin í hlutabanka-
málinu, sem áður hefur verið skýrt frá í
Þjóðólfi. I sambandi við ræðu þá, sem
prentúð var í sfðasta blaði viljum vér geta
þess, að það hefði ekki þurft svo marga
úr minni hlutanum til þess að það hefði
orðið ofan á í þinginu að láta e k k i
íslands banka fá hlutafjáraukningu sína
öldungis skilyrðislaust, öldungis ókeypis.
Én eins og kunnugt er, þá hjálpuðu
stjórnarandstæðingarnir meiri hluta stjórn-
arliða til að berja þessa hlutafjáraukningu
gegnum þingið, alveg eins og bankinn
sjálfur hafði krafizt. Annað mátti ekki
nefna. Og þeir sem það samþykktu eiga
því óskilið mál, og ætti minni hluta-
flokkurinn ekki að láta það liggja í lág-