Þjóðólfur - 13.12.1907, Síða 2

Þjóðólfur - 13.12.1907, Síða 2
118 ÞJOÐÓLFUR við Dani, heldur en vikið var á í Dan- merkurför þingmanna, vitanlega afarlaus- lega og algerlega umboðslaust af hálfu þjóðarinnar. En sú tilraun misheppnað- ist algerlega, eða varð alveg máttlaus í reyndinni, eins og eðlilegt var. Það væri annars allfróðlegt að rifja upp ýmislegt fleira, er gert var til að sporna gegn áhrifum ávarpsins meðal þjóðar- innar, því að það var sumt nógu skringi- legt, en það mun flestum svo í fersku minni, að þess gerist naumast þörf. Hið almenna fylgi, er ávarpið’ fékk þegar í fyrstu meðal landsmanna, sýndi ljósast, að það hafði komið á réttum tíma, enda markar það að vissu leyti tfmamót í hinni pólitisku sögu vorri, að því leyti, sem það var tilraun til að draga úr flokka- ofstækinu og sameina flokkana um eitt- hvert sameiginlegt allsherjar áhugamál. Og til þess gat ekki annað mál verið betur fallið, en sjálfstæðismálið. Það virðist og svo, sem allir ættu að geta haldið þann hópinn, þá er um sjálfstæðis- kröfur þjóðarinnar er að ræða út á við gagnvart erlendu drottinvaldi. Geti menn ekki fylkt sér saman um það án tillits til allra flokkaskiptinga, einstakra manna, eða einstakra valdhafa, þá geta menn sannar- lega ekki komið sér saman um neitt. Sé allt samkomulag ómögulegt á þ e i m grundvelli, þá verður pólitík vor, ef póli- tík skyldi kalla, ekkert annað en lubba- leg, smásrayglisleg og naglaleg togstreita um völd og vegtyllur, þar sem togast er á um einstaka menn, aðrir streitast við af fremsta megni að halda einhverjum N. N. í veg og völdum, en hinir aptur á móti að koma einhverjum öðrum N. N. til vald- anna. Og svo snýst allt um þetta eina, og menn missa algerlega sjónar á öllu öðru, lýsa alla í bann, sem ekki fylgja þessari valda- togstreitu í blindni gegnum þykktog þunnt. Sjóndeildarhringur margra stjórnmála- manna vorra er svo þröngur, og pólitiska þekkingin svo fádæma einhliða, að þeir verða ekkert annað en pólitiskir skuggar og eptirhermur einstakra manna, einkum valdhaia, og verður lífsins ómögulegt, að hafa nokkra sjálfstæða, sjálfskapaða skoð- un. Þar stjórnast allt af öðrum, bók- staflega í blindni. Slík persónupólitík eða persónudýrkun, ef svo mætti kalla, er og hefur lengi verið þrándur í götu fyrir öllum æðri hugsjónum hér hjá oss, og öllu sönnu pólitisku lífi, eins og eðlilegt er, því að slík pólitík er eptir eðli sínu öldungis hugsjónasnauð, jafn skammsýn og einhliða sem hún er. Vitanlega bólar á þessari pólitisku stefnu víðar en hér, en hún virðist vera magnaðri hér en vlð- ast hvar annarstaðar. Vér gátum þess áður, að blaðamanna- ávarpið hefði reynt að beina pólitíkvorri inn á nýja braut, með því að sameina andstæða flokka um eitt sameiginlegt áhngamál, sjálfstæðismálið, og það hefur tekizt furðsnlega vel, þótt allmikils sé enn á vant um það. En svo mikið hefur þó unnizt, að nú þorir að minnsta kosti eng- inn að kveða upp úr með það, að oss sé hentast og hollast, að vera sem mest innlimaðir Danmörku, og að það sé óvit að kveða upp úr með hinar fyllstu sjálf- stæðiskröfur vorar í hinni væntanlegu sambandsnefnd. Slíkar raddir eru að minnsta kosti hér um bil þagnaðar. Kröfur þjóðarinnar í vor á þingmálafund- um og Þingvallafundi var svo háttað, að nefndarmennirnir íslenzku munu ekki treystast tilað skella skolleyrunum við þeim, sér að vansalausu. Það er mikils vert um aðhald það, er nefndinn hefur fengið hjá þjóðinni, aðhald, sem hlýtur að gera hana skeleggari í kröfunum við Dani, en ella hefði verið, ef þagað hefði verið um allt og engin veruleg hreyfing komist á pólitíkina næstl. vetur, f sambandi við fánamálið eða blaðaávarpið, því að þau tvö mál ýttu mest við þjóðinni. En þótt nefndin hafi fengið gott að- hald hjá þjóðinni, þá er engin ástæða til, að látið sé nú liggja í þagnargildi, hvað það er, sem vér óskum. Það sakar ekki þótt nefndin sé dálítið brýnd nú, þangað til hún kemur saman. Vér stöndum nú á þýðingarmiklum tímamótum, þýðingar- rneiri, en líklega nokkru sinni áður í sögu vorri. Og skiptir nú miklu, að vel og viturlega sé ráðið, og engin þau bönd bundin, er tjóðri oss fastar við Dani en áður, engum réttindum afsalað, heldur réttur vor sóttur ósleitilega í hendur Dana af hálfu fulltrúa þeirra, er vér höfum trú- að fyrir að undirbúa þetta mál. Starfið er að vísu vandasamt, en veglegt, ef vel er rekið, þakklátt verkefni öllum sann- frjálslyndum einbeittum mönnum. en við- sjált og varasamt mjög öllum apturhalds- seggjum og Danadýrkendum. Öll þjóðin væntir þess, að undirstaðan, sem nefndin leggur í samningunum, verði traust Og ábyggileg, svo traust og sterk, að þjóð- félag vort geti á henni reist stöðugan og glæsilegan minnisvarða frelsis og fullkom- ins sjálfstæðis á ókominni tíð, minnis- varða, er standi »úbrotgjarn« um aldur og æfi til merkis um heillaríkt undirbún- ingsstarf íslenzku sambandslaganefndar- innar 1908. Þá væri sannarlega betur farið en heima setið. Þá gætum vér hald- ið hátíðlega hundrað ára minningu hunda- dagakongsins á þinginu 1909, með því að grundvalla þá sjálfstæði landsins á dálltið annan og ábyggilegri hátt, en Jörundur »kon- ungur« gerði ,1809. 1909 þyrftum vér að þvo af oss vansæmdina frá 1809. Jarðarför Árna Thorsteinsson’s f. landfógeta fór fram í gær með miklu fjölmenni. Séra Þórhallur Bjarnarson hélt húskveðju á heim- ili hins látna, en áður en líkið var hafið út, söng Sigfús Einarsson eptirfarandi ljóð (ort af Þorst Gíslasyni): Þú aldraði höfðingi, unnt er hvíldar þér við eilífa friðinn! En tómlegt og dapurt nú hús þitt eptir er, þá út fer þú liðinn! Það líður um herbergin ómur hérna inni, — sú andvarpan berst eptir kistunni þinni: Hér verður svo autt og tómt! Svo autt og tómt! Nú grætur það heimili’, er gladdist fyr með þér og gæfu þú veittir. En konan og börnin af hjarta þakka þér, hve þú við þau breyttir. Þau geyma og elska svo margt frá þér í minni og mæla nú hljótt yfir kistunni þinni: Haf einlæga þökk! Haf þökk! Haf hjartans þökk! Svo kveður og blessar f hinnsta sinni hann sitt heimilið kæra. Og land kveður höfðingi’, er langa stund því vann og lofl skal mæra. Hann vann sér í embætti virðing manna og hylli með vitsmunum, drengskap og ráðdeild og snilli. Hvíl höfðingi’ í ró! í ró! í himna ró! I kirkjunni hélt dómkirkjupresturinn lík- ræðu, én forsetar á síðasta alþingi (E. Br., J. Havst., M. Steph.) auk fyrverandi for- seta (Kl. J., Þórh. Bj.) báru kistuna út úr kirkjunni. Mannalát. Seint í f. m. andaðist E11 n H e 1 g a- d ó 11 i r kona Skúla Þorvarðarsonar fyrr- um alþm. í Austurey í Laugardal. Þau hjún áttu saman 11 börn og lifa að eins 3 þeirra, þar á meðal Skúli bóndi og tré- smiður í Austurey. Elín heit. var »mesta dugnaðar- og sæmdarkona, elskuð og virt af öllum, sem hana þekktu«. Drukknun. Um mánaðamótin okt.—nóv. drukknaði maður úr Steingrímsfirði, Lýður Björns- s o n að nafni, og ætla menn, að hann hafi farizt 1 Staðará, þvf að hesturinn faunst morguninn eptir í hólma í ánni. Maður þessi var á heimleið frá Óspaks- eyri f Bitru, hafði farið þangað að til- kynna sýslumanni lát séra Hans Jóns- sonar á Stað, eptir því sem »Vestri« segir. Sklpstrand. Gufubátinn »Tóta« frá ísafirði (eign Péturs M. Bjarnason) rak á land um miðj- an f. m. fram undan Dvergasteini í Álpta- firði vestra, þar sem átti að setja hann upp í vetur. Báturinn kvað hafa verið óvátryggður, en mest líkindi fyrir, að hann verði alveg ónýtur, segir »Vestri«. »Sterling« fór héðan til útlanda í gær. Með hon- um fóru kaupmennirnir Björn Kristjánsson og Th. Thorsteinsson og einhverjir fleiri farþegar. HeiQurssamsæti var haldið D. Östlund ritstj. »Frækorna« og frú hans 27. f. m. í minningu þess, að þá voru 10 ár liðin frá því að hann sett- ist að hér á landi. Samsætið héldu hon- um safnaðarmenn hans (sjöunda dags ad- ventistar o. fl.), og færðu honum þá að gjöf ýmsa góða muni (vandaðan skrif- borðsstól, staf úr dýrindisviði o. fl.). Hr. Östlund er ekki aðeins þokkasæll og í miklum metum hjá safnaðarmönnum sín- um, heldur og hjá öllum þeim, er við nann skipta. Hann talar og ritar íslenzku miklu betur en útlendingar gera jafnað- arlegast. €rlení símskeyti til Pjóðólfs frá lt. B. Kaupm.höfn 10. des. kl. 7s/« e. h. Konungaskiptin i Svíþjóð. Utför Óskars konungs verður einhvern tíma næstu 14 daga fyrir jól. Gústav konungsefni tók við ríki og nefnist Gústav 5. Nóbelsverðlaunin. Þeim var úthlutað í dag kl.4 á privat- fundi í hátíðasal vísindafélagsins í Stokk- hólmi. — Verðlaunin í eðlisfræði fékk A. Michelson prófessor í Chicago, í efnafræði Edvard Buchner prófessor í Berlín, í læknisfræði Ch. Laveran prófessor í París og lbókmenntum Rudyard Kipling. Friðarverðl aununum úthlutað í dag í Kristjaníu: Ernesto Moneta, ítölsk- um manni, og Louis Renault, frakknesk- um manni, til jafnra skipta. 12. des. kl. 5,30 e. h. Utför Óskars konungs. Konungshjónin (dönsku) fara 17. des. til að vera við útför Óskars konungs í Stokkhólmi, er fer fram 19. des. Manndráp. Frá Sofíu (höfuðstað Búlgaríu) ersímað, að foringjar byltingamanna þar, Sarafow og Garwanow, hafi verið drepnir með skammbyssuskotum af Makedoníumönnum. íslandsjör konungs. Kostnaður við konungsförina varð kr. 115,587 og við ríkisþingsmannaförina kr. 133,652, sem leitað er aukafjárveit- ingar fyrir. Utan úp lieimi. Frakkneskur undirforingi, Ullmo að nafni, hefur orðið uppvís að því að hafa ætlað að selja erlendum ríkjum launungarmál úr frakkneska sjóliðinu, og menn enn jafnvel hræddir um, að hann hafi gert það að einhverju leyti. Hann er Gyð- ingur, eins og Dreyfus, en gerspilltur af ópíums-reykingum, er hann lærði austur í Asíu, eyddi öllu fé sínu í spilum og allskonar óreglu, og stal að síðustu í fjar- veru yfirmanns síns, leynilegum skjölum, er hann tók ljósmyndir af, skrifaði því næst sjóliðsráðaneytinu nafnlaust bréf og heimtaði 150,000 franka til þess að af- henda ekki þessi þýðingarmiklu leyndar- mál öðrum ríkjum. Eptir allmiklar mála- lengingar létzt ráðaneytið ætla að ganga að kaupunum, og skyldi bréfritarinn af- henda sendimanni skjölin í dalverpi ná- lægt Toulon. Ullmo kom þangað 1 bif- reið með grímu fyrir andlitinu og gekk með skammbyssu í hendinni móti sendi- manninum, er bað hann um að skjóta ekki, því að hann væri sá, er ætti að tala við hann og veifaði til merkis bréfi í hendinni. Ullmo gekk þá hiklaust nær, en er hann var kominn í höggfæri, fékk hann svo mikið hnefahögg millum augn- anna, að hann datt niður. En lögreglu- þjónar þustu óðar að, og handtóku Ull- mo og sviptu af honum grímunni. Voru þeir sendir frá ráðaneytinu, en sendimað- urinn var nafnkunnur hnefleikamaður, er ráðaneytið hafði leigt til að slá piltinn. Ullmo bíður nú dóms. Segja sfðustu fregnir, að sönnun sé fengin fyrir því, að hann hafi selt afarþýðingarmikil skjöl um æfingar sjóliðsins og alla hernaðar- aðferð þess, ef til ófriðar kæmi, ásamt skýrslu um, hvar neðansjávar-varnarvirkj- um (sprengigöngum o. fl.) sé fyrir komið, og þess vegna hafi sjómálaráðaneytið lát- ið gersamlega breyta öllum þessum skjöl- um. En slíkar breytingar hafa mjögmik- inn kostnað í för með sér og taka mjög langan tíma. íslenzkar sagnir. Frá Eiríki Styrbjarnarsyni. (Eptir handr. Gunnars Gíslasonar). „Tarna er þrælslegur maður, Sig- valdi minn“. Broch heyrir þetta og skil- ur; rýkur að borðinu og réttir Eiríki efl- lngs löðrung. Eiríkur lét sér ekki bilt við verða, gefur honum annan, áður hinn vék sér frá, og þar með ætlaði hann inn fyrir borðið, að berja hann rneira, en aðrir öptruðu honum. „Lofið þér mér að svala mér betur“, sagði hann, „eg er hræddur um að hann eigi hjá mér, eg held mitt högg hafi verið minna". En þeir fóru með hann úr búðinni. Litlu síðar kom Broch út, og hafði bundið járn á hægra fót sér. Bauð hann Eiríki að slást (berj- ast) við sig með höndum og fóturn. Ei- ríkur vildi þegar fara í það, en vinir hans báðu hann að vera kyrran, því að þeir vissu, að hann var óvanur þeim leik. En hann bað þá því betur, enda skapraunaði Broch honum. Var Eiríki þá sleppt. Broch hljóp í loptið og ætlaði að slá Ei- rík, en Eiríkur greip í fót hans og slengd- ist hann þá flatur og Eiríkur á hann ofan. Lét Eiríkur kné fylgja kviði og barði hann duglega og mælti: „Er þetta hann mikli Broch, sem mörgum hefur sýnt þræl- mennsku og ójafnað. Nú er bezt, að hann kenni á klækjum sínum“. Þegar Eiríkur var búinn að dusta Broch eptir vild sinni, sleppti hann honum, og lét hann ekki sjá sig meðan Eiríkur dvaldi í kaupstaðnum. Er mælt að Broch hafi síðar verið við- feldnari við verzlunarfólk. — Þórður prest- ur Högnason var sóknarprestur að Kirkju- bæ, þegar Eiríkur var bóndi á Ketils- stöðum, og var hann prestur Eiríks. Þá fór Finnur biskup skoðunarferð um Aust- fjörðu. Var þá boðaður biskupsfundur að Kirkjubæ, sem annarstaðar. Komu þang- að ríkir og fátækir. Eiríkur kom meðal annara. Biskup spurði fyrst prest, hvernig honum líkaði við sóknarfólk sitt. Klerkur

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.