Þjóðólfur - 17.01.1908, Side 1

Þjóðólfur - 17.01.1908, Side 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 17. janúar 1908. JB 3. Bókmenntir. Aaders Horden : Bóndinn. Ljódabálkur. Matth. Jochumsson islenzk- aði. Rvik. Prentsmiðja Östlunds 1907. 120 bls. 8. Með mynd höf- undarins. Anders Hovden er prestur á Sunnmæri i Noregi, og er nú hálffimmtugur að aldri. Hann var einn þeirra, er hingað komu i dönsku og norsku kennaraförinni sumarið 1906 og leizt löndum vorum vel á mann- inn, því að hann er fríður sýnurn og gervilegur, eldheitur áhugamaður og að öllu snyrtimenni. Hann er talinn meðal hinna beztu yngri Ijóðskálda Norðmanna, frægur kennimaður og fjölhæfur. Hann hefur og ritað smásögur í óbundnu máli, og hefur þótt mikið í þær varið. Er kunnast sögusafn það, er »Hardhausar« nefnist, og gæti það heitið á íslenzku: »Harðjaxlar« eða »Hörkutól«. Er þar einkum lýst lífi almúgans á vesturströnd Noregs og víðast hvar með mikilli snilld. Hinni erfiðu og hættusömu baráttu sjó- mannsins fyrir lffinu er lýst með skýrum dráttum, skáldlegu ímyndunarafli og næmri samúðartilfinningu með hinum erfiðu lífs- kjörum þeirra manna, er leita verða sér lífsuppeldis á hinu breytilega, fláráða hafi. Einna átakanlegust er sagan um Leiðólf hafnsögumann, er á dánarbeð sínum, ní- ræður að aldri, lýsti því yfir, að hann vildi ekki lifa upp aptur einn einasta dag af öllu sínu langa lffi. Það kvæðasafn höf., sem nú er komið á islenzku í mjög vandaðri þýðingu eptir séra Matthías, ber öll hin sömu einkenni skáldlegrar snilldar, sem smásögur hans, enda er þetta safn »Bóndinn« talið meðal hinna beztu ljóða Hovdens. Efni ljóðabálks þessa er í stuttu máli þetta: Fátækur, en ötull ungur maður, Óli að nafni, ryður sér braut og byrjar fátæklegan búskap á hrjóstugri jörð, en fyrir dugnað hans og konu'i hans blómgast búið smámsaman. Hann stundar ogjafnframt landbúskapnum veiðiskap á bát sínum. En þá er bezt gengur, hefst ólánið. Bónd- inn lendir í skipreika og berst á land dauðvona einn á kili. Verður hann við það farlatna og hættir að geta unnið, en búið er selt í skuldir. Þó réttir hann við úr verstu vandræðunum aptur. Elztu synir hans, Bárður og Þórir, fara til Ameríku, græða far fé, en una þó ekki hag sínum, þrá stöðugt ættjörðina oghalda heim apt- ur til líknar og liðs foreldrum sfnum. Annar þeirra bræðra (Þórir) gerist þroska- rnaður hinn mesti og kvongast fríðri og ' tápmikilli stúlku. Allt leikur i lyndi fyrir I þeim hjónum, en þegar vegur Þóris er j með mestum blóma, týnist hann á sjó og i synir hans, en yngsta son hans Odd rek- ur á land einan á flaki í ægilegri nætur- hríð. Hann er þá unglingur og verður nú einkastoð og yndi móðtir sinnar. Heitir hann henni að fara aldrei á sjó framar En hún sér, að hann þjáist af sæþrá, og leyfir honum að fara. Hann fer út í lönd, en litlu síðar kemur sú fregn heim til móðurinnar, að skip það er hann var á, hafi sokkið og allir farizt. Þá grætur hún höfgum tárum, hjarir allengi við sorg og sút og verður að sfðustu blind. Eru síðustu kvæði bókarinnar um þetta sálar- sfríð móðurinnar og eru mjög vel ort. En ekki leynir sér þar, að það er trúaður kennimaðar, sem þau ljóð yrkir. I skauti kirkjunnar er hina síðustu og beztu hugg- un að finna. Þótt efnið sé ekki margbreytt, þá hefur það veitt höf. tækifæri til að slá á ýmsa ólíka strengi hörpu sinnar með allmikilli tilbreytni, svo að Ijóð hans verða ýmist Ijúf og laðandi sem lækjarniður, einkum í náttúrulýsingum hans, eða kraptmikil og hrynjandi, sem beljandi árstraumur, ólg- andi og sjóðandi. Sem sýnishorn hins þýða og mjúka hreims 1 Ijóðum þessum, eða sólskinshliðarinnar á þeim, birtum vér hér tvö eptirfarandi kvæði: S ó 1 i n. Sólin kemur með geislaglóð og gengur á himinboga, hún brosir niður á byggðarslóð, svo brúnir og tindar loga. Svo blessuð og blíð, svo fögur og fríð mér fannst hún ei síðan á bernskutíð. Og vorið lýkur upp blíðri brá og bendir á fölva runna, kveikir upp leggi, knapp og strá og kyssir á hlæjandi munna. Allt grænkar og grær og fjör-ylinn fær, festir sér rætur og þroska nær. Og skógurinn dynur af dillanda brag, en döggin sem smábarnsins auga á stráinu hlær þenna dásama dag, sem dýrðinni stráir á hauga. En fjörðurinn blár! og hve fríður og hár í feldinum hvanngræna skógurinn stár! Það ómar af gleði, það ymur af sorg, það andar og niðar um vengi af blandinni von yfir byggðir og torg, sem bifar um allífsins strengi. Ó þú skínandi tfð! En öll skepnan svo fríð hún skelfur af ltvfða við lífsins stríð. Og samt verða hjörtun svo hress og létt við himneska vorgæzku flóðið, því geislinn, sem kyssir hvert grasstrá og klett, með gleðina kemst inn í blóðið. Það er lífið, sem á hvert lifandi strá og að lokuut reisir það duptinu frá. K ve 1 di ð. Ó þú sæla sumartíð! Sól er enn á himinboga, gullnir aptangeislar loga yfir skóg og vötnin víð; lækir niða, lindir vaka, lóur blítt i heiði kvaka. Fuglar leika lofnardans — drekka sumardaginn langan daggarilm og blómsturangan, fagna blíðu lopts og lands. Heiman frá í eyrum ómar organspil og klukkna-hljómar. Æskan er svo lyndis létt — blóðið ört í æðum rennur, ástar-þrá f hjarta brennur; gaukar gella, svást og sett; þrösturinn með þýðu hljóðin þylur enn þa vöggu-ljóðin. Foldin öll er fædd á ný; faðminn breiða bakkar ljósir, björk og heggur, lim og rósir, angan lána landi og bý. Njóttu, gleðstu, æskan unga, áður nálgast brautin þunga. Eitthvert tilþrifamesta og kraptmesta kvæðið í allri bókinni, er kvæðið um of- viðrið, nóttina, sem Þórir ferst, og næsta kvæði á eptir, um drukknun Þóris, þá er sonur hans verður einn eptir á kilinum. Þessi tvö kvæði eru svo gott sýnishorn þess, hversu skáldinu tekst vel að lýsa ógnum Ægis í alveldi sínu, að vér hyggj- um, að lesendum vorum þyki vænt um að fá að sjá þau í hinni ágætu þýðingu séra Matthfasar. Voðanóttin. Stormurinn harðnar í hamstolarok og hringir inn lfksöngs-nótt; vitar og blys er borið í kaf; og bjargráð veit hvergi drótt; bálviðrið veltir upp brimhvítum haugum, und bárunum lýsir af hrævargs augum, þær hamast um bátanna heljarsvið, sem híðbirnir ólmist við lömb og kið. Þá heyrast hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Þar og þar sézt á höfuð og hönd, og hrifið er dauðatak. Enginn er búinn við banastund, hvert borð er hrifsað og flak; glæpir og hrot í gleymnu minni ganga nú aptur í fyrsta sinni, og nú er beðið um náð og grið, en náköld báran gefur ei frið. Þá heyrast hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Húsfaðir hver einna harðast verst með hendur negldar við kjöl, að hugsa um kotið og hópinn sinn er harðara’ en dauðans kvöl. Hann heyrir kveinið í konu sinni, köllin og veinið í bænum inni — hátt yfir öskrandi hafsins geim: „Hvenær kemur hann pabbi heim?“ Þá heyrist hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Svo rekur og hrekur þá heljarnótt um hafsins gínanda flóð, kolsvartur himinn og hvergi björg, en hafrót og tryllandi hljóð. Á kilinum hanga menn hópum saman, heyrandi líksönginti kaldan og raman; svo týna talinu, einn og einn, unz eptir á kilinum sést ei neinn. Þá heyrist hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Allt sem menn söfnuðu ár fyrir ár með árvekni, þrautum og dáð: afkoman, bærinn og elgriir og líf og allt verður sjávarins bráð. En svo rennur sól yfir svarrandi strendur sýnandi valinn á báðar hendur: brotin og flekana byrgjandi sand — boðsending þeirra, sem fundu’ ekki land. Þá heyrist hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Þá harðnar í byggðinni hryggðarfár, svo heimilin bífast við grunn. Svo gráta þá ekkjurnar biturt og beiskt, að blóðalda sígur í munn; svo gráta þær bóndann og blessaðan soninn, á brott er nú yndið og hjálpin og vonin, allt stóð á glóðum af þrá eptir þeim. En þeir komu aldreigi — aldreigi heim! Þá heyrist hljóð á heljarslóð, og hræin skolast um sollið flóð. Smábörnin stara svo hremmd og hljóð að heyra þau ópin og grát, sem ungar í hreiðri, sem heyra í örn og hræðast með ringlað fát. Hvar er nú höndin, sem hjálpaði, saddi, heimilið varðveitti, klæddi og gladdi? Nú er allt farið, og norðan-bál næðir í gegnum líf og sál. Þá heyrist hljóð á heljarstóð, og hræin skolast um sollið flóð. „Er úti, pabbi, um okkur nú?“ Er úti, pabbi, um okkur nú ?“ spyr Oddur þá skelfingar nóttu. Á kjölnum hafa þeir haldið sér og hangið fram yfir óttu. I Þá espast veðrið, og allt er í róti, sem öskrandi ljónið gín sjórinn í móti. í algleyming komin er Ægis frú: Erum við, pabbi, að farast nú! „Við skulum biðja góðan Gu(S“, gegnir hinn — meðan löðrið dutldi. „Senn er búið —* Hann berst og ver.st og biður og þylur allt hann mundi. Þá kemur brotsjór og bónda fleygir. En barnið hangir ; þar skildust vegir. Við kjölinn blýfast hann krækir sig. „Komdu nú Guð ! Það er úti’ um mig“. Svo rekur hann inn við stormsins stríð og stefnir til lands í þeim voða. Og loks þegar sólin signir hlíð og sér yfir strendur og boða: Þá ylnar fjörið í ungum barmi, og augað lifnar und sveinsins hvarmi. Hann skimar á land með skúr á brá, því skírnin var köld honum Gými hjá! Stórhafið hljóðnar og dettur í dá, dynur þó lognvarin bára. Brosir nú sól yfir land og lá, liðin er stundin hin sára. Guð hefur fjötrað hið freyðandi haf, fjörið sá tók, er lífið gaf; léttir nú lindinni tára. I I föðurhendur er farin önd úr fárinu hérvistar bylja; börnunum gleymist öll sút og sár, því sorgirnar tímarnir hylja. Drottinn mun þerra hvert þrautanna tár, og þeir skulu finnast, sem burt svipti fár, og aldrei að eilííu skilja. Bókin er prýðisvel vönduð að pappír og prentun og á skilið aö seljast vel. Getur þýðandinn þess í formálanum, að honum hafi einkum gengið það til að þýða ljóð þessi á íslenzku, að þar sé svo átakanlega vel lýst eðli og æfikjörum þeirra frænda vorra í Noregi, er líkastir séu og líkast á sig komnir íslendingum, að því er örlög og atvinnu snertir, eink- um í torsóttum sjávarbyggðum. Sýnis- horn þatt, er hér hafa verið valin, geta gefið mönnum ofurlitla hugmynd uut kosti ljóðasatns þessa, trá tveimur óllkum hliðum. _____

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.