Þjóðólfur - 17.01.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.01.1908, Blaðsíða 2
IO ÞJOÐOLFUR. €rlenð símskeyíi til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 10. jan., kl. 3r/a e. h. Thorefélagið sendir „Sterling" n beinar ferðir til Reykjavíkur þetta ár. Fannfergja. Snjór hefur stöðvað allar járnbrautar- ferðir í Danmörku. Harden ritstjóri tímaritsins »Zukunft« í Berlín hefur verið dæmdur í 4 mánaða fangelsi. 13. jan., kt. 1*° e. h. Samkomutag um kosningarrétt til sveitarsstjórna er nú fullgertá milli stjórnarflokksins (Reform- partiet) og hinna frjálslyndari íhaldsmanna (Frikonservative). Fjárstyrkur til skipakaupa. Fjárlaganefndin leggur til að veita 100 þús, kr. fjárstyrk úr ríkissjóði til að kaupa skip, er stundi fiskveiðar við Island. 15. jan., kl S e. h. Holger Drachmann dáinn. Pólitiskir samningar viðvíkjandi Eystrasalti (eru að gerast) milli Þjóðverja, Rússa og Svía. Danir utan við. * * * Hardens-málið, er svo mikið hefur verið talað um í er- lendum blöðum nú upp á sfðkastið, þarfnast frekari skýringa fyrir lesendur Þjóðólfs, enda hefur mál þettá vakið svo mikla ept- irtekt, að hin fyrri úrslit málsins, er Har- den var sýkngður, voru símrituð um all- an hejín. Af þeim sýknudómi þóttust mer,'n geta ráðið, að nánustu vinir og "ráðunautar Vilhjálms keisara væru ekki aðeins spilltir menn og óhlutvandir, held- ur væri eitthvað í meira lagi bogið við siðferði þeirra, því að bað var almennt álitið, að Harden hefði í tímariti sínu »Skuld« (»Zukunft«) dróttað svívirðilegum saurlffisglæp (samræði við karlmenn) að Kuno v. Moltke greifa, yfirherstjóra Ber- línarborgar, hinnm voldugasta manni og vildarvini keisarans. Það styrkti og grun manna, að Moltke sagði af sér embætti, eða var látinn segja af sér, eptir að grein Hardens birtist. Því næst skoraði hann Harden á hólm, en hann sinnti þeirri á- skorun engu. Svo var Moltke skipað að höfða mál gegn Harden,"og úrslit þess urðu þau, að Harden var sýknaður 29. október síðastl., en málskostnaður lagður á Moltke. Harden hafði með vitnaleiðslu sannað, að „klfkuhringur" örfárra manna hefði myndazt utan um keisara, og sú klfka hefði nákvæmlega gætt þess, að enginn »óvið- komandi« gæti nálgast hann. Á þennan hátt tókst »klíkunni« að halda öllum áhrif- unum á keisarann í sínum höndum, og þau áhrif voru hin verstu og óheppileg- ustu. Það sannaðist jafnvel, að »klíka« þessi hefði valdið falli Bismarks 1890. Menn hugðu, að Harden hefði tekizt að sprengja til fulls þennan hataða keisara- hring, og hann varð fyrir stórkostlegum hyllingaratlotum af lýðnum, í hvert sinn, er hann kom úr réttinum, en þá er sýknu- dómur hans varð heyrum kunnur, ætluðu húrraópin aldrei að linna. Og Harden var þá dagana ekki aðeins hafinn til skýj- anna á Þýzkalandi, heldur og vfðsvegar annarstaðar, og öll stærstu og merkustu blöð í Norðurálfu fluttu langar skýrslur um þetta víðfleyga hneykslismál, er næst- um því snerti hátignina sjálfa, keisarann. En þessi sigurgleði Hardens varð harla skammvinn. Moltke fékk saksóknara rík- isins til að skjóta málimi til æðri réttar, og höfða þar nýtt einkamál gegn Har- den fyrir saknæmar aðdróttanir. Með því varð saksóknarinn aðalsækjandi máls- ins, en Moltke að eins aukaákærandi („Nebenkláger") og öðlaðist við það þau miklu hlunnindi, að hann mátti sjálfur bera vitni í réttinum og sverja eið. Har- den mótmælti svona löguðu málskoti kröptuglega, en það kom fyrir ekki. Ætla menn og, að keisarinn hafi vel unnt Har- den þess að fá skell nokkurn, því að móðgað hefur hann keisarann sjálfan opt- ar en einu sinni í tímariti sínu og sætt fang- elsishegningu fyrir, enda er afarhart tekið á öllu slíku í Þýzkalandi. Þetta sfðara mál Hardens hófst um miðjan desember. Var Harden þá veikur (hafði legið í lungnabólgu) en kom þó í réttinn móti ráðum læknis síns, og varði sig þar eptir því sem unnt var. En það mátti fljótt sjá, að nú hafði breytzt veður f lopti, og gengu Harden nú allar vitna- leiðslur mjög erfiðlega. Eulenburg fursti, er Harden hafði minnzt miður loflega á í grein sinni, kom nú í réttinn, og gekk vitnisburður hans Moltke mjög í vil. Aðr- ir, er áður höfðu vitnað mjög óþægilega gegn honum, drógu nú á ýmsan hátt úr þeim ummælum sínum, þar á meðal hin frá- skilda konu Moltkes, og báru það fyrir, að þeir hefðu áður verið blekktir á sakar- efninu af fylgismönnum Hardens. Har- den sjálfur hélt þvf fram, (líklega eptir ráðum vina sinna) að í grein sinni fælust engar aðdróttanir til Moltke um svívirði- lega saurlffisglæpi, og það hefði aldrei verið ætlun sfn að ærumeiða hann, held- ur að eins að hnekkja keisaraklíkunni („Kamarillaen") af pólitiskum ástæðum. Þótti Harden nú draga mjög inn seglin, og snerist almenningsálitið nú gegn hon- um, en með Moltke. Hin löngu réttar- höld þreyttu Harden svo, jafnlasburða sem hann var, að hann hné stundum í ómegin í réttinum, og er þess þá sérstak- lega getið, að Moltke hafi flýtt sér að koma honum til hjálpar. Vinir Hardens réðu honum að leita sætta við Moltke til að losna við fangelsisvist, er þeir töldu Harden vísa. Leit svo út um sinn, eptir því sem sjá má af síðustu blöðum, að sættum yrði komið á. En það hefur ekki orðið, því að samkvæmt símskeytinu, sem Þjóðólfur nú flytur, hefur Harden verið dæmdur í 4 mánaða fangelsi. — Þá er Harden kom út frá réttarhöldunum í þessu síðara máli, tók mannfjöldinn honum með dauðaþögn, sami mannfjöldinn, semmán- uði áður ætlaði að rifna af húrraópum og hyllingarfögnuði fyrir honum. Svona er veður fljótt að breytast í lopti hjá lýðnum, eptir því hver verður ofan á í það og það skipti. Brœðingur sá, sem nú er orðinn milli stjórnarflokks- ins danska og hinna frjálslyndari íhalds- manna, leiðir að líkindum til þess, að ein- hver breyting verði á ráðaneytinu bráð- lega. Og er þá ekki ósennilegt, að Al- berti fái brottfararvottorð. Holger Drachmann, er mun hafa látizt í fyrra dag (sbr. sím- skeytið) var eins og kunnugt er, höfuð- skáld Dana, og liggur eptir hann afar- mikið, bæði í bundnu og óbundnu máli (ljóðmæli, skáldsögur og leikrit), er flest lýsir mikilli snilld, enda var hann fyrir löngu viðurkenndur skáldkonungur Dana. Hann var á 62. aldursári, (fæddur 9. októ- ber 1846). Dáinn er hér í bænum 14. þ. m, Andrés Bjarnason söðlasmiður og kaupmaður 51 árs að aldri. Hann hafði fengið heila- blóðfall næstl. sumar, er hann var á ferð uppi á Mýrum, lá þar alllengi, en var svo fluttur hingað suður, og tekinn að hress- ast svo, að hann var á ferli, en fékk svo allt í einu nýtt slag og dó þegar. Hann var greindur maður, ráðdeildarsamur og vandaður í hvívetna. Hann var tvíkvænt- ur og lifir slðari kona hans, Guð- laug Jbnsdóttir (prófasts í Hjarðarholti Guttormssonar) og ein uppkomin dóttir af fyrra hjónabandi, en 4 piltar af hinu síðara. „Kong Helge" kom hér snöggvast í fyrra dag snemma af Vestfjörðum, en hafði hér svo að segja enga viðstöðu, og hélt þegar til útlanda. Að vísu átti skipið ekki að koma hingað. Er það afaróþægilegt, þá er skipin þjóta þannig burtu næstum fyrir- varalaust, enda þótt þau hafi enga fast- ákveðna ferðaáætlun. Thorefélagið ætti að sjá hag sinn við að láta skip sfn standa hér við, að minnsta kosti ekki skemur en hálfan dag. Nú mun naumast hafa verið | unnt að senda nokkurn nýjan póst til útlanda með þessu skipi, hvað þá heldur annað. Frá Dýrafirði var fluttur með því til lækninga hingað suður Gísli Oddsson dbrm., faðir Odds Gfslasonar málaflutn- ingsmanns. Með skipinu var og Páll Torfason frá Flateyri á leið til útlanda. Prófastup settur í Skagafjarðarprófastsdæmi séra Árni Björnsson á Sauðárkrók. Bœjarstjórnarkosningar. Þær eru nýlega um garð gengnar á Akureyri og Seyðisfirði. Á Akureyri hlutu kosningu: Jón Kristjánsson ökumaður, Magnús Kristjánsson alþm., Sigvaldi Þor- steinsson kaupm. og Vilhelm Knudsen kjötsali. Á Seyðisfirði voru kosnir 2 menn í bæjarstjórnina: Hermann Þorsteinsson skósmiður (endurkosinn) og Jón Jónsson í Firði (í stað Friðriks heit. Gfslasonar). Hér í bænum munu kosningarnar fara fram næstk. föstudag 24. þ. m. Á þá að kjósa alla bæjarstjórnina, 15 rnenn alls, samkvæmt hinum nýju lögum. Eru kjós- endur alls rúm 2800, þar af um 1100 konur. Með því að kvennfólkinu er heim- ilt að skorast undan kosningu, verða þær fyrirfram að gefa kost á sér, svo að ugg- laust sé, að kosningin verði ekki ónýt vegna neitunar eptir á. Þessar 4 konur hafa gefið kost á sér í bæjarstjórnina: ekkjufrú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ekkjufrú Guðrún Björnsdóttir (frá Sauðanesi), frú Katrín Skúladóttir (kona Guðm. Magnús- sonar læknis) og landlæknisfrú Þórtinn Jónassen. Þessi forréttindi, að geta skor- azt undan kosningu, hefur kvennfólkið fram yfir karlmennina, sem í fyrsta skipti eru skyldir að taka á móti kosningu í bæjarstjórn, þótt þeim sé þvernauðugum dembt á fulltrúalistana. Allmargir listar eru nú þegar fram komnir frá ýmsum félögum í bænum, og verða eflaust að lokum mun fleiri, en tala fulltrúa þeirra, er velja á, svo að útlit er fyrir, að sumir listarnir nái ekki einu sinni efsta mann- inum. Annars eru þessi hlutfallskosninga- lög ekki vinsæl hér í bænum meðal kjós- enda, þykja óhagfelld og ófrjálsleg á margan hátt. „Vaiurlnn" (slslands Falk«) enn ókominn hingað. Var þó ferðbúinn frá Höfn 8. þ. m., en hefur líklega ekki lagt af stað fyr en h. 9. eða 10. þ. m. Yfirmaður hans verður nú þetta ár Jöhnke, sonur F. H. Jöhnke admiráls, fyrrum ráðherra. Mannalát. Hinn 3. þ. m. andaðist í Hjarðarholti í Stafholtstungum merkiskonan Ragn- hildur Ólafsdóttir á 7=;. aldursári. Hún var fyr gipt Ólafi bónda Ólafssyni á Lundum (J- 1861) bróður Þorbjarnar heit. á Steinum, en síðar Ásgeiri dbrm. Finnbogasyni s.st. (f 1881). Börn henn- ar af fyrra hjónabandi eru: Ragnhildur ekkja Péturs Kristinssonar í Engey, Ólaf- ur búfræðingur í Lindarbæ og Guðmund- ur bóndi á Lundum, en með síðari manni sínum átti hún 3 dætur og eru 2 þeirra í Ameríku, en ein Sigríður, síðari kona Jóns bónda Tómassonar í Hjarðarholti. Foreldrar Ragnhildar heit. voru Ólafur bóndi Sigurðsson í Bakkakoti í Bæjar- sveit og Oddný Eleasarsdóttir frá Þing- nesi Þorvarðssonar, en móðir hennar var Ragnhildur Runólfsdóttir frá Geitabergi Þorgeirssonar i Arnardrangi Oddssonar, og var Runólfur bróðir Valgerðar f. k. Páls klausturhaldara Jónssonar á Elliða- vatni, sem mikil ætt er frá komin. — Ragnhildur heit. var mesta atgerviskona í sjón og raun, og flestum þeim kostum búin, er kvennmann mega prýða, að vitni þeirra, er hana þekktu. S. d. andaðistl merkiskonan V i g d í s Árnadóttir, kona Brynjólfs Stefáns- sonar, fyr hreppstjóra á Selalæk á Rang- árvöllum, 89 ara gömul. Bankavextlr eru nú farnir að lækka erlendis. Sam- kvæmt símskeytum til bankanna hér hef- ur Englandsbanki fært vextina niður í 6°/. úr 7%, og eitthvað hafa þýzkir bankar einnig lækkað vextina. En hér verður eflaust engin breyting á vöxtunum, fyr en dönsku bankarnir lækka sig. Islands- banki var fljótur á sér að hækka vextina* upp í 8i/2%, jafnvel áður en frétt var um- hina miklu hækkun í þjóðbankanunv danska. Vonandi líður ekki á löngu, áð- ur en hann færir vextina niður. Lands- bankinn hefur hinsvegar aldrei farið hærra en upp í 7°/0, og munar lántakendur um minna en iI/=°/°. er þeir verða að greiða hærra í Islandsbanka. Taugaveiki geisar í Flensborgarskólanum í Hafnar- firði, og hefur honum verið lokað um sinn, en kennaradeildin heldur samt áfram,, því að hún er f öðru húsi. Heimavistar- híbýli nemendanna í skólahúsinu eru talin óhæfileg, og þar kom veikin upp. En ætlun læknis er, að hún stafi af vondu neyzluvatni, er tekið var úr brunni, sem venjulega hetur ekki verið notaður.. Hefur brunnurinn nú verið fylltur sam- kvæmt skipun læknis. Sýkzt hafa 13. nemendur, að því er síðast hefur frétzt. Veðurátta er nú tekin að spillast, allmikil snjó- korna til sveita, en fremur frostvægt enn sem komið er. Stjórnvalda-birtingar. Sýslumannsembættið í Skaptafellssýslu, Árslaun 3000 kr. Umsóknarfrestur til 1. marz. Héraðslæknisembættið í Hafnarfjarðar-, Svarf- dæla-, Akureyrar-, Axarfjarðar- og Þistilfjarð- arhéruðum. Laun 1500 kr. í hverju. Umsókn- arfrestur til 5. apríl. Sömul. er laus aðstoð- arlæknissýslanin í Isafjarðar- og Akureyrar- héruðum með 800 kr. launum. Umsóknar- frestur til 5. apríl. Umsóknir um 750 kr. styrk til að halda uppi reglubundnum mótorbátsferðum frá Borgarnesi upp eptir Hvftá og 250 kr. styrk til að halda uppi reglubundnum mótorbáts- ferðum á milli Reykjavíkur, Kjararness, Lax- vogs og Hvalfjarðar verða að vera komnar til stjórnarráðsins fyrir 15. apríl næstk. — Iðn- aðarmenn, er vilja sækja um 1500 kr. styrk úr landsjóði til náms erlendis, verða að vera búnir að senda stjórnarráðinu beiðni um það> fyrir 1. júní næstk., ásamt meðmælum, og jafnframt verður að geta aldurs umsækjanda, hverja iðn hann stundi, og á hvern hátt hann hugsi sér að nota styrkinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík kallar með 12 mánaða fyrirvara frá 20. nóv. f. á. eptir skulda- kröfum f þrotabúi Benónís kaupmanns Ben- óníssonar í Reykjavík. Landsbankinn augl. með 6 mánaða fyrir- vara frá 4. f. m, glataðar sparisjóðsbækur nr. 12244 3 — 74 og nr. 10880 — Ö — 130 við sparisjóðsdeild landsbankans. Bæjarfógetinn í Reykjavík kallar með 12 mánaða fyrirvara frá 23. f. m. eptir skulda-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.