Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR 60. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. febrúar 19 08. Xs 6. Xonungsmorð Portngalskonungur og eldri son hans, ríkiserflnginn, myrtir. Símskeyti til Þjóðólfs frá Kaupm.höfn ds. ■'i. febr., kl. ,‘í4o e. li. Kon.ungu.rinn i Portúgal og krón- prinzinn skotnir (til bana) í vagni á aðalgötn (í Lissabon). Manúel konungsson sœrður, en hefur tekið við ríkisstjórn. Franco landftótta. Uppreisn in n iðurbœld. * f: H: Það mátti búast við því, að til ein- hverra stórtíðinda mundi draga í Portú- gal eptir gerræðisverk þeirra konungs og Franco ráðaneytisforseta hans næstl. vor, er þeir rufu þingið og kölluðu það ekki saman aptur. Var það í raun réttri iullkomin stjórnarbylting og brot á stjórn- arskrá landsins, er fyrirsjáanlegt var, að iUa mundi reiða af. Franco tók sér full- komin alræðismannsvöld og hafði kon- nnginn alveg á sínu bandi. Mæltist þetta atferli mjög illa fyrir þar í laadi, og þró- aðist mjög óvildin til konungsfólksins. En Franco taldi konungi trú um, að öllu væri óhætt, og þyrfti hann ekki á þingi að halda til að stjórna landinu. Bældi hann og allar óspektir niður með harðri hendi, og leit svo út, sem honum mundi takast að halda landinu í þessum heraga. Én nú hafa afleiðingarnar orðið þær, að konungurinn og krónprinzinn hafa verið myrtir, en Franco orðið að fara landfiótta. Karl i. Portúgalskonungur, er nú var myrtur, var á bezta aldri, ekki fullt hálffimmtugur, (fæddur 28. sept. 1863), «g hafði setið að ríkjum síðan 1889, að Foðvík konungur 1. faðir hans andaðist. En Loðvlk konungur var sonur Maríu da CJloria drottningar 1 Portúgal (-j- 1853) systur Péturs Brasilíukeisara (-j- 1891). Móðir Karis konungs var María Pia, dótt- ,r Viktors Emanúels Ítalíukonungs, systir Umberto konungs, er myrtur var í júlí 1900. Karl konungur var kvæntur Maríu Amalíu af Bourbonnaættinni frakknesku (dóttur Loðviks Filipps greifa af París -j- 1894). Þau áttu 2 syni. Hinn eldri þeirra, krónprinzinn Loðvík Filipp her- togi af Braganza var fæddur 21. marz 1887, og hefur þvf verið rúmlega tvftugur, er morðingjarnir sviptu hann lífi. Hann var ókvæntur, siðprúður ung- lingur að sögn og þokkasæll, 0g kvað hafa verið mótfallinn stjórnaratferli föður síns og íranco. Hinn yngri sonur Karls konungs Manuel hertogi afBeja, sem nú er tekinn við ríkisstjórn, er 18 ára gamall (f. 15. nóv. 1889). Úrþvíað Franco er nú flúinn úr landi, er senni- legt, að hinum unga konungi takist að friða landið. En þar er allerfitt aðstöðu, því að auk þess sem 'ýðveldissinnuflokk- urinn er þar fjölmennur, eru hins vegar afkomendur Don Miguels (-þ 1866) föðurbróður Marlu da Gloría drottningar, ■er stöðugt gera kröfu tll konungdóms í Portúgal, og espa fólkið mjög gegn hinni ríkjandi konungsætt. Þessi Don Miguels flokkur hefur valdið miklum óeirðum og óskunda í Portúgal. Bankarnir, ísland fyrir íslendinga, 1. Þetta ætti ritstjóri Isafoldar og aðrir, er reyna í ræðum og ritum að rýra álit landsbankans, að hafa 1 huga, ekki síður en á vörunum, því hvorki honum né nein- um öðrum skynsömum manni mun bland- ast hugur um, að vér höfum skyldur gagn- vart þeirri stofnun, ef vér á annað borð viljum telja oss 1 sporum þeirra manna, sern vilja föðuriandinu vel og vilja vel- megun þess og sjálfstæði. Vér vitum allir, að landsbankinn er ís- lenzk stofnun, íslenzk eign, stjórnað af íslenzkum mönnum, sem þekkja staðháttu vora, þarfir og skaplyndi, og sem græðir fé handa oss og afkomendum vorum hann er eign þjóðarinnar, og velmegun bankans stuðlar að velmegun þjóðfélags vors. Hitt vitum vér einnig allir, að keppi- nautur hans »íslandsbanki«, er gróða- fyrirtæki einstakra manna, mest útlend- inga, sem sáu sér hag i að senda peninga sína hingað til íslands á meðan vextir voru lágir erlendis, en jafnframt þvl treystu svo skammsýni þjóðar og þings, að sér mundu verða veitt hlunnindi á hlunnindi ofan. — Fyrst í stað sýndist svo, sem landsmenn sæju hvert stefndi, og vildu ekki veita bankamönnunum svo gífurleg rétt- indi, sem þeir fóru fram á, og urðu þeir að sætta sig við minni réttindi í það sinn, en hafa auðvitað treyst því, að fljótlega mundi hagur hins nýja banka verða rýmk- aður, þegar snaran fyrst væri komin um hálsinn á landanum, sem líka hefur orðið raun á, því síðan höfum vér aukið rétt- indi bankans þing eptir þing án þess að auka skyldur hans. Þegar eg hef hugsað um bankasögu Is- lands, hefur mér opt dottið í hug saga, er mér var sögð um prest, sem átti að háfa verið á Vesturlandi. Prestur þessi 1 var vel fjáður, og notaði fé sitt til útlána gegn góðu veði og háum vöxtum. Til þess að ná þeim vöxtum, er honum líkaði, notaði hann það ráð, að lána fé fyrsta ár meðj mjög vægum kjörum, en segja svo upp láninu á fyrsta ári, og neyða menn þannig til þess að framlengja lánið með hærri vöxtum, því óhægt var mönn- um í þá daga að fá lán annarsstaðar, með því enginn banki var þá í landinu. Mér væri kært, ef eg mætti segja um alla stuðningsmenn íslandsbanka, að þeir hefðu þó haft líka ástæðu og skuldunautar prests, því það er þó ástæða, þótt almenn- ingur opt með hræsnisyfirskyni álíti hana óverðuga góðum drengjum, þá er fað þó ástæða, en hítt er verra, ef haturtil stjórn- ar lands þessa, eða til stjórnar lands- bankans eða einstaklinga úr þeirri stjórn blindaði svo hugskot þeirra manna, er telja sig íslendinga eða föðurlandsvini, að þeir gerðu allt sitt til að rýra álit íslenzka bankans, en breiddu yfir mikln stærri og jafnvel óþolandi galla útlenda bankans. Eg býst við, að menn afsaki sig með þessu: Peninga vantaði í landið, þeir urðu að fást, svo landinu gæti farið fram. Þetta er satt, oss vantaði peninga, því fé landsbankans var af svo skornum skammti, að það gat ekki fullnægt þörfum landsmanna, sem þá voru á vaxandi menn- ingarstigi. En hitt er annað, hvort ekki hefði mátt bæta úr þessari þörf á annan hátt, en með þvf að hleypa útlendum auð- kýfingum inn í landið og leyfa þeim þá þegar að flytja margar miljónir króna inn á íslenzkan peningamarkað. Eg er á þeirri skoðun, að ef vér hefð- um árlega aukið starfsfé landsbankans annaðhvort með beinu árlegu tillagi úr landsjóði í nokkur ár, eða þá með því, að leyfa einstökum Islendingum að taka hluti í honum og í hvívetna aflað bank- anum trausts inn á við og út á við, mundu þeir peningar hafa orðið landi voru og þjóð að engu minna gagni, en uppgripin erlendu. Eg býst við, að þjóðfélaginu sé líkt farið og einstaklingnum, sem upp al- inn er í fátækt, og kemst allt í einu yfir of fjár, eins muni ekki vera heppi- legt fyrir þjóðfélag, sem alið er upp við lítil efni, allt í einu að eiga kost á að ná í nóga peninga. Þessa skoðun mlna styð eg við það, sem nú er fram komið, og er að koma í ljós, þ. e. skuldaklafa þá, sem nú kreppa að hálsum helzt til margra, sérstaklega þeirra, sem búa í kaupstöðunum, þar sem bankarnir eru. Þótt mönnum kunni að falla illa að heyra, þá er nú sannieikurinn sá: vér höfum sfðustu árin vanrækt stima þá atvinnu- vegi, sem margra ára reynsla halði sýnt oss, að voru arðberandi (fiskiveiðar á segl- skipum), en ruðst út í aðra óþekkta at- vinnuvegi, sem óreyndir voru hér (véla- bátar, gufuskip). Ekki má skilja þetta svo, að eg sé ný- breytni frábrugðinn, öðru nær. Eg vil að vér tökum allir það upp, sem geti orðið oss til frama og gagns, en eg vil, að vér byggjum nýbreytni vora á reynslu sjálfra vor, en köstum ekki eigum vorum í óreynd fjárglæfrafyrirtæki. Nú sem stendur þori eg að fullyrða, að banka- viðskiptin, að minnsta kosti hér í bæn- um, eru ekki til vegs eða valda fyrir þjóð- félag vort. F'.g býst við, að sumir muni segja: Að- ur en Islandsbankinn kom, voru peninga- skipti Islendinga að mestu í höndum er- lendra manna, erlendra umboðsmanna, og þau skipti voru vond, og því nauðsynlegt að fá öftugan banka inn í landið, til þess að létta af þessari landplágu. Á tímamótnm. Það ætti hverjum manni að vera Ijóst, að nauðsynlegt er að gefa sér tíma öðru hvoru til, að renna huganum yfir, hvert vér berumst með straumi tfmans, hvernig vér erum staddir bæði f andleg- um og líkamlegum efnum, hvort aðal- stefnan horfi til hafnar eða út á eyðisker eyðileggingarinnar. Með því að hafa ná- kvæmar gætur á þessu í tíma, mun sfðnr hætt við að villast út af réttri leið fyrir þá, sern hafa vilja og þrek til að halda í réttu horfi og reyna að yfirstíga tor- færurnar, sem ávallt eru á vegi manns, því velferð hvers eins, bæði hin efnalega og siðferðislega, er velferð alls þjóðfélags- ins, og um það skyldi hver nýtur drengur hugsa, að þjóð sinni gæti orðið sem mest og bezt not að því liði, sem hann er megnugur að veita og hann álítur sann- ast og réttast henni til heilla, því að það er blátt áfram skylda; annað er svik við við þjóð sína og ættland, og þess meiri ábyrgðarhluti, að hafa gengið þar illa fram, sem málefnið er þýðingarmeira og völdin meiri, sem veitt eru. Því svo hlýt- ur það ávallt að vera, að völdin eru fengin í hendur einstökum mönnum úr þjóðfélaginu um lengri eða skemmri tíma, opt til afarþýðingarmikilla verka, og fyrir því ættu það að vera úrvalsmenniinir, sem það hlytu. En það getur reynslan ein sýnt, hvort þeir verðskulda það nafn, því ekki reynir á hreysti kappans fyr en á hólminn er komið. Þar fyrst er leik- sviðið, sem sýnir frammistöðuna, hvernig vopnanna er neytt, hvort menn láta vel- ferð og rétt ættjarðarinnar sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru, hvort menn hafa svo göfugt og þrekmikið hugarfar, að geta kastað á bak aptur öllu öðru, sem miðar til hlutdrægni og eigin hagsmuna, en unnið einungis allt fyrir ættjörðina eptir beztu sannfæringu og af fremsta megni. Dndir því merki skyldi hver sannur sonur móð- ur sinnar berjast, hvort sem andstæðing- arnir eru fleiri eða færri, því gott mál- efni, flutt af einurð og hyggindum, ber ávallt sigur úr býtum að lokum, enda er betra að falla með sæmd, en lifa með skömm, og á það sérstaklega við, þá er þjóð berst fyrir frelsi sínu; þá má enginn maður liggja á liði sínu, heldur veitast að því sem einn maður, að hrinda hennar stærstu málum fram til sigurs, en varast innbyrðis ósamlyndi og sundrung. Or- ustur milli tveggja þjóða eru opt þýðing- armiklar fyrir frelsi þeirra, og veltur mjög á því, hvernig hershöfðingjarnir reynast. En eigi er það þýðingarminna, þá samið er um frelsisfyrirkomulag einhverrar þjóð- ar fyrir alda og óborna. Þá kemur einn- ig mestur vandinn á herðar fulltrúunum. Á svo þýðingarmiklum tímamótum h e i m t- ar ættjörðin, að hver geri skyldu sfna af fremsta megni. Þar skal einarðlega framfylgt ölltim þeim kröfum, sem byggjast á fornum rétti, og þjóðfélagið á fullkomna heimtingu. á, o g aldrei þar frá að víkja, hvað sem í boði er, því sjálfstjórn og sjálfs- ábyrgðartilfinning mun reynast hverri þjóð, sem og hverjum einstökum, farsælasti vegur til framþróunar, og sá fulltrúi, eða hver sá, sem vinnur að því verki með dugnaði og fyrirhycgju, á skilið fullkomið traust og virðingu síns þjóðfélags. Snorri Vestfitdingur. t /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.