Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 3
I>1ÖÐ0LFUR 23 alveg]út í hött, en hins vegar var þó ekki annars að vænta, þegar blint ofstæki til einstakra manna eða stétta er notað í stað skynsamlegra röksemda. Templar telur víst, að ef tii þess hefði kornið, að varpa hlutkesti á milli kaupm. Ben. S. Þórarinssonar og vinar templars Kr. Ó. Þorgrímssonar, þá myndi hr. Benedikt hafa borið þar hærra hlut, og ber sú trú fremur lítinn vott um, að templar hafi rnikla trú á giptu bræðranna, úr þv! hann að ó- reyndu gerir forsjóninni þær getsakir, að ætla henni þá óhæfu, að láta slíkan vernd- ara reglunnar sem hr. Kr. Ó. Þorgrímsson er að dómi templars falla fyrir einum ber- syndugum „brennivínssala". Hræðsla góðtemplarans var hér óþörf, því þó H-listinn aldrei hefði verið til, þá hefði E listinn jafn áreiðanlega sem 2X2=4 aldrei náð þeirn atkvæðum, sem féllu á hinn fyr- talda, af þeirri einföldu ástæðu, að klofn- ingur sá, sem varð á milli kaupmanna- og verzlunarmannafélagsins út úr E-listanum, átt einvörðungu rót sína að rekja til þess, að minni hiutinn, eg og hinir aðrir, sem H list- anum fylgdu, álitum betur viðeigandi og l!k- legra til gagns fyrir stéttina að velja fulltrúa vorn ! bæjarstjórnina úr hóp kaupmanna, ! stað þess að notast við eitthvert utanstéttar fulltrúaefni, sem, sökurn ókunnugleika til mála vorra, með sínum bezta vilja aldrei gat orðið jafn góður talsmaður mála vorra sem innanstéttar maður, er sjálfur ber skóinn og þekkir því bezt, hvar hann kreppir mest að. Þetta vona eg að hinn virðulegi góðtemplari skilji og gangi þá jafnframt úr skugga um, hve óverðugur eg er þeirrar sæmdar, sem hann tileinkar mér í grein sinni. Með góðum vilja ætti virðulegur templar einnig að getn komizt að raun um, að H- Jistinn þannig tilkominn eða þeir, sem honum fylgdu, voru næsta ólíklegir til að ljá E-list- anum atkvæði sín. — Allt, sem góðtempl- arinn hefur spunnið út úr hlutkestinu á milli hr. B. S. Þór. og Kr. Ó. Þ. er því ekkert annað en heilaspuni, sem hvergi á heima nema ! höfði góðtemplarans. Treysti templar vínsölumönnum ver en öðrum til að sporna á móti nýjurn vínsölu leyfum eða rýmkun laganna, þá er sú ályktun hans ramskökk, því jafnvel sjálfum höfundi umburðarbréfs templara við nýafstaðnar kosningar getur verið það jafn mikið kapps- mál að standa sem fastast á móti öllu, er snertir rýmkun vínsölulaganna sem einmitt sjálfum vínsölunum. B. H. Bjarnason. Bæjarstjórnin nýja settist á rökstólana í gærkveldi, og voru þeir Sighvatur Bjarnason og Halldór Jóns- son kosnir skrifarar, en í nefndir var kosið þannig: Fjárhagsnefnd: Halldór Jónsson og Kristján Jónsson. Fátækranefnd: Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon, Kristján Jónsson, Krist- ján Þorgrímsson og Sighvatur Bjarnason. Skólanefnd: Þórunn Jónassen, Halldór Jónsson, Jón Jensson og Bríet Bjarnhéðins- dóttir. Byggingarnefnd: Kn. Zimsen, Jón Jensson, Sveinn Jónsson og Rögnvaldur Ó- lafsson húsameistari, sem er utan bæjar- stjórnar. Veganefnd: Kn. Zimsen, KlemensJóns- son; Þórður Thoroddsen, Kr. Þorgrímsson og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Brunamálanefnd: Sighvatur Bjarna- son, Magnús Blöndahl, Lárus H. Bjarnason. Hafnarnefnd,- I<1. Jónsson og L. H. Bjarnason. Skattan efn d . Halldor Jónsson og Kristján Jónsson. Heilbrigðisnefnd (með bæjarfóg. og héraðsl.) Bríet Bjarnhéðinsd. (með hlutkesti milli hennar og Katr. Magnússon). í stjórn Fiskimannasjóðsins: Sig- hv. Bjarnason. Vatnsveitunefnd: Kl. Jónsson, Kr. Jónsson, Þórður Thoroddsen og Kn. Zimsen. Elliðaáanefnd: Jón Jensson; Kr. Jóns- son, og L. H. Bjarnason. Raflýsingarnefnd: Kn. Zimsen, H. Jónsson og M. Blöndahl. Til að gæta hagsmuna bæjarins gagnvart félaginu „Málmi", var Jón Jensson kosinn. V eðurskýrsluágrip. Vikuna 31. janúar til (j. febrúar 1908. Jan. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. í • j 3i- = 5.9 -7-1 1,0 = 9,5 -5-i 1,0 = 8,5 -f- 3,9 1 Febr. 1. = 6,0 = 7,o = 9,5 =13,0 = s,3 -5- 2,0; 2. -j- 1,8 + 2,0 + 6,5 + 3,5 + 9,8 + 6,6 3- -4- 2,6 = 4,° = 4,5 -V-I0,0 -5- 2,5 + 7,6 . 4- + 4,5 + 5,5 + 4,o + 0,4 -5- 2,5 + >,7 ' 5- 0,0 + + >,5 = 1,5 + 5,0 + 7,6 6. = 4,0 -T- 7,0 = 7,o -5-11,0 = 5,> + 3,2 ; 7- + 4,9 + 4,2 + 4,o + 2,5 -5- 3,o + 2,1 ; Leikfél. Reykjavíkur, Föstudagimi 7. þ. 1*1. I.au;»ar<lagiiiii §, þ. m. Grand Hotel Nilson Köbenhavn mælir með herbergjum sínum með eða án fæðis í veitingahúsinu fyrir mjög vægt verð. NB. Islenzkir ferðamenn fá sér- staka iuilnun. Samkomulnísið „Sílóam“. Sunnudaga kl. 10 f. h.: helgunarsamkoma. 8 e. h.: Guðsþjónusta. Þriðjudaga kl. 8^/2 e. h.: Bænasamkoma. Föstudaga kl. 8x/2 e. h.: Guðsþjónusta. D» |U er ómótmælanlega bezta og langódtjrasta R tl líftryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. -V11 ir ættu að vera liflrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. 1). 0STLUNÓ. Rvík. Peninga- og höfuðbókahirzla úr járni fæst til kaups með vægu verði. Ritstjóri ávísar. Noklirir tluglegir uinhoðs- menn óskast til að selja mínar haldgóðu og vel gerðu ljósmyndastækkanir. Hæstu umbodslaun veitt. Biðjtd um sýnishorn. .Riis-Knudsen Ijósmyndastofnun. Söndergade 5. Aarhus. Danmark. X verzlimiimi Kirkjustræti $ f æ s t: Allskonar Prjónafatnaður, Höfuð- fot, Yefnaðarvara, Skófatnaður, Regnkápur, Keiðjakka o. m. m. fl. r Agœtar vörur. lágl verð Miövikiidag'inn 12. febr. næstk. Rl. 8V2 síðdegis les Einar Hjörleifsson í síðasta sinni kafla úr sögunni O f u r e f 1 i, (aðra kafla en lesnir hafa verið áð- ur), í samkomusal K. F. U. M. lnngangurinn 50 aurar. Aðgöngumiðar til sölu í bóka- verzlun ísafoldar. Sjóvátrygging. Undirritaður umboðsmaður sjóvátryggingafélagsins »De private Assu- randeurerd. í Kaupmannahöfn tekur í ábyrgð fyrir sjóskaða allar inn- lendar og útlendar vörur, er íluttar erti bafna á milli bér á landi eða til útlanda. Sömuleiðis geta þilskiiia-iití*ei*öai*inemi fengið tryggðan afla og aiinaii ntgerðarkostnað skipanna. Pétur B. Hjaltested, Suðurgötu 7. Yður er öllum kunnugt, í hversu miklum voða skipið yðar er statt, þá eitthvað verður að í svartnættismyrkri og stórsjó. Gleymið þessvegna ekki að fá yður hin lieimsfrægu aeetyiiu-gasstormblys, sem að- gerðarljós. Þau eru afaródýr, einkar þægileg viðureignar og lifa í hversu miklum stormi og byl sem er. Ljósið og notkun þess getið þér séð í Lækjargötu 0. Notið tækifærið, og það sem fyrst. Virðingarfyllst Blöudahl & Einarsson. Lækjargötu 6. Reykjavík. Aðalumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar. Til almennings. Eins og almenningi mun kunnugt, hefur siðasta alþingi samþykkt lög um, að af Kína-lífs-elixír þeim, sem eg bý til og alstaðar er viður- kenndur, skuli greiðast skattur, er samsvarar 2/s af innflutningstollinum. Sökum þessa ósamsvarandi háa skatts, er mér kom öldungis óvart og vegna mikillar verðhækkunar á öllum efnum elixírsins, sé eg mig þvi miður knúðan til að hækka verðið á Kína-lífs-elixír upp í 3 kr. fyrir llöskuna frá þeim degi, er fyrneínd lög ganga í gildi, og ræð eg því öllum neytendum Kína-lífs-elixírsins vegna eiginhagsmuna þeirra, að birgja sig upp með hann um langan tíma, áður en verðhækkun þessi gengur í gildi. Waldemar Petersen. Nyvej 16. Köbenhavn V. 97 Jim heyrði þetta og fylgdi því ráði. Og ( sama vetfangi reikaði Berks, baðaði höndunum upp jí loptið, snerist í hring og datt á gólfið eins og dauð kjötflyksa. Aðstoðarmenn hans hlupu þegar að og reistu hann upp til hálfs, en höfuð hans valt sitt á hvora hlið. Samúel hollenzki þrýsti brennivínsbföðr- unni inn á milli tannanna á honum, en Mendoza hristi hann og skók og hróp- aði verstu skammayrði inn í eyrað á honum. En hvorki brennivínið né skamm- irnar gátu vakið hann úr ómegin. »Fresturinn liðinn!« kallaði Jackson enn, en Berks hreyfðist ekki, og að- stoðarmenn hans slepptu honum, svo að hausinn á honum small í gólfinu, og þarna lá hann, tifandi höndum og fóturn, meðan áhorfendurnir þyrptust fram hjá honum til að taka í hendina á mótstöðumanni hans og óska honum til hamingju með sigurinn. Eg reyndi einnig að ryðja mér braut, en það var enginn hægðarleikur fyrir þann smávaxnasta og kraptaminnsta 1 öllum hópnum. Ur öllum áttum heyrði eg fjörugar umræður um afrek Jims og framtíðarhorfur hans. »Hann er bezta mannsefni, sem eg hef séð mörg ár«, mælti Berkeley Craven. »Áður en hann er 25 ára að aldri, munum vér sjá hann með sigur- beltið, eða eg hef þá ekki vit á að dæma um fólk«. »Snoppan á honum hefur kostað mig 500 £ (9000 kr.) í beinhörðum pen- ingum«, nöldraði hr. John Lade. »Hver mundi hafa getað ímyndað sér, að hanu væri svona árans hittinn«. Meðan verið var að ræða um þetta, kvaddi prinsinn, og það varð burt- fararmerkið fyrir flesta. Sakir þessa gat eg loks komizt í hornið, þar sem Jim var að ljúka við að fara í fötin, og hjálpaði Harrison honum í frakkann með gleðitár í augunum. »í fjórum umferðum !« endurtók hann frá sér numinn, »að vinna bug á Joe Berks í fjórum umferðum! Og Jim Belcher þurfti fjórtán 1« »Já, Roddy«, kallaði Jim og rétti fram hendina, »eg sagði þér, að eg mundi koma til Lundúna og gera nafn mitt kunnugt«. »Það var stórkostlegt, Jim!« »Kæri, gamli Roddy. Eg sá þig fölan á svip stara á mig. Þú hefur ekki breytzt, þrátt fyrir fínu fötin þín og fínu vinina þína«. »Það ert þú, sem hefur breytzt, Jim«, sagði eg. »Eg ætlaði naumast að þekkja þig, er þú komst inn«. »Eg held ekki«, mælti smiðurinn. »Hvar hefur þú tengið allar þessar flnu fjaðrir, Jim ? Það er þó vænti eg ekki hún frænka þín, sem hefur hjálp- að þér til að stíga fyrsta sporið á þessari braut?«

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.