Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.02.1908, Blaðsíða 2
22 ÞJ OÐ OLFUR j'íýjustu ertenð tiðinði eptir enskum blöðum, er ná til 24. f. m., eru þau hin helztu, að Japanar hafa slak- að til fyrir Bandamönnum í útflutnings- málinu, og þykir nú afstýrt um sinn allri ófriðarhættu þeirra á milli. Hayashi greifi, utanríkisráðherra Japana, lýsti því yfir í Tokio 21. f. m., að japanska stjórnin hefði ákveðið að koma í veg fyrir út- flutning Japana til Bandaríkjanna, bæði beint frá japan og einnig óbeinlínis yfir Hawaij og Mexico. Samskonar samningur hefur verið gerður milli Japan og Kanada, og innflutningur Japana til Kyrrahafsstrand- arinnar í Vesturheimi munþvíhætta. Þykir Roosevelt forseti hafa vaxið mjög af þesstun máialokum, en talið er víst, að Japanar hafi ekki með fúsum vilja fallizt á kröf- ur Bandamanna, enda ætla menn, að út- flutningahapt þetta muni mælast illa fyrir í Japan. En það er enginn vafi á því talinn, að hefði þessi ágreiningur ekki verið friðsamlega til lykta leiddur, þá hefði Bandamönnum og Japönum lent saman í ófriði. Hér var þvi mikið í húfi fyrir Japan, sem vitanlega hefur ekki enn náð sér aptur eptir rússneska stríðið. Það var í októbermánuði 1906, er á- greiningur þessi hófst fyrir alvöru, því að þá var það, áð yfirstjórn skólanna í San Francisco bannaði japönskum börnum (þ. e. börnum japanskra innflytjenda) að sækja skóla Ameríkumanna. Andróður- inn og æsingarnar gegn innflutningi Jap- ana héldu því næst áfram 1 Kaliforníu og í júnímánuði f. á., var japönsk sölubúð í San Francisco mölvuð og rænd. I sept- ember barst hreyfing þessi til Kanada og uppþot allmikið gegn Japönum varð í Vancouver og þeir allmjög hraktir. Ann- að upphlatip gegnjjapönum varð í San Francisco í október, og hefur verið get- ið nánar um skærur þessar hér í blaðinu. Rétt á eptir fór Taft hermálaráðherra Bandamanna sem fulltrúi Bandarfkjanna og Lemieuxe atvinnumálaráðherra Kan- ada, sem fulltrúi þess lands, beinleiðis til Tokio, til þess að fá japönsku stjórn- ina til að banna allan innflutning jap- anskra þegna til Bandaríkjanna og Kan- ada. En japanska stjórnin fór undan í flæmingi og gaf engin ákveðin svör, svo að það leit út fyrir, að sendiför þessi hefði engan árangur haft. Þá var það, sem Roosevelt forseti sendi ióvígskip úr ameríska flotanum áleiðis vestur í Kyrra- haf »til æfinga«, sem kallað var. I.ögðu þau af stað 16. desember. Amerísku blöðin fóru ekki leynt með það, að þessi flotasending væri til þess að ögra Japön- um, enda voru skipin að öllu ieyti sem til ófriðar búin. Vakti þetta allmiklar á- hyggjur meðal sumra Norðurálfuþjóða, einkum hjá Frökkum, er nýlega höfðu gert samning við Japan. Og brezka stjómin beitti öllum áhrifum sínutn til að fá deilu þessa friðsamlega til lykta leidda, eins og nú hefur raun á orðið. Japanar 1 bafa ekki þótzt nógu vel búnir undir ófrið við Bandamenn og slakað því til, en hætt við, að þeir gleymi því ekki, bvernig Bandamenn hafa skákað þeim í þessu, og því óvíst, hversU friðurinn verð- ur til Iengdar tryggur millum þessara stórvelda. En fyrst um sinn er ófriðar- efninu nú úr vegi rutt. Ameríski flotinn heldur samt áfram ferð sinni vestur, því að hann getur ekki snúið við nema gert sé opinskátt, hver verið hafi hinn sanni tilgangur fararinnar. Voðaslys varð 14. f. m. í leikhúsi í Boyertown í Pennsylvaníu. Það kviknaði í því með- an á leiknum stúð, og lórust þar 167 manns, mestalt konur og börn, er bæði brunnu og mörðust til bana, en jafn- margir mtnn meiddust hættulega. Síðan manntjónið mikla varð í Irequois-leikhús- inu í Chicago 30. des. 1903, þar sem 400 manns misstu lífið, hefur ekki jafn- mikið slys sem þetta komið fyrir í leik- húsi í Ameríku, En þetta er þó að því leyti átakanlegra, að Boyertown er að- eins dálítið þorp með aðeins 2,500 íbú- um, svo að meir en '/io hluti þeirra hef- ur annaðhvort dáið eða meiðst hættulega. Það kvað því ekki vera eitt einasta heim- ili í þorpinu, sem ekki eigi einhverjum ættingja á bak að sjá við þetta stórslys. Slökkviáhöldin í húsisu voru í ólagi, og útgöngudyr fáar. Lágu mannabúkarnir í aðalstiganum í 4 feta háum valköstum. Nokkrir menn, er sluppu lifandi út úr eldinum, duttu niður dauðir, erþeirkomu út undir bert lopt. Sumir hlupu út um gluggana niður á götuna, og meiddust þeir fiestir stórum, en sumir rotuðust. Af 500 manns, er voru í leikhúsinu, komust 200 út, lítt eða ekki meiddir. Nýr faraldur. Ný „líflæknisvitja n“. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að læknisfræðin hefur tekið gífurlegum fram- förum á síðustu tímum; hver sjúkdómurinn á fætur öðrum hefur runnið af hólmi, en jafnharðan hervæðast læknarnir aptur, til þess að yfirbuga hinn næsta. Með þessari ötulu framgöngu hefur læknum tekizt að halda velli, og er nú svo langt komið, að þeir hafa alla siúkdóma mannlegs líkama á valdi sínu, og ekki eru læknar hér á landi eptirbátar bræðra sinna, því nú er skarlats- sóttin af landi rekin, mislingarnir eru að flýja og bólan dirfðist eigi að koma í land. En læknar eru ekki makráðir menn. Víðar eru sjúkdómar en í mannlegum lík- ama, og skylda iæknanna er að berjast gegn öllum kvillum. hverju nafni sem þeir nefn- ast. Þetta hefuj" landlækni vorum verið ljóst. Hann liefur séð, að málið okkar, ís- lenzkan, er að sýkjast; útlend orð og út- lend setningaskipun er að læðast hér inn og festa rætur. Vitanlega stingur þessi mál- kvilli sér enn sem komið er, að eins niður á stöku stað, en ekki mun líða á löngu, áður en hann verður skæðasti faraldur. — Það er því bezt að byrgja brunninn í tæka tíð. A Jónasardaginn afréð líka landlæknir að hefjast handa; hátíð er til heilla bezt. Jónasar líkneskið hafði líka verið afhjúpað þann dag á túni hans, og andijónasar, sem býr nú að húsabaki í Þingholtsstræti, var því vís að veita fulltingi sitt; hann er ávalt góður merkisberi. í Jónasarveizlunni sagði landlæknirinn kvilla þessum stríð á hendur. En með eínvalaliði sfnu, læknunum, þorði hann ekki að fara á móti skolla; hann þurfti að fá hjálp annarsstaðar frá. — Nú voru góð ráð dýr. — Brátt hugkvæmdist honum samt að snúa sér til Stúdentafélags- ins, því þar eru herskáar hetjur og vænlegar til framkvæmda. Hefur hann nú lýst fyrir þeim, hvernig haga skuli bardaganum. Fé- lagið skal kjósa 12 kjörmenn, skulu þeir síðan kjósa 12 ódauðlega málvarnarmenn, síðan skulu þessir 12 velja 6 nýja ódauð- lega f fylgd með sér. — Og er þá sú ódauð- lega málvarnarfylking mynduð. Síðan skal reisa risavaxinn gapastokk, og í hann skal setja alla þá, sem sletta útlendum orðum í ræðu eða riti, nota útlendar bækur við kennslu o. s. frv. Mála fá hinir ódauðlegu hermenn ekki fyrir starfa sinn, en ódauðlega lofar landlæknir að gera þá, og skulu þeir nefn- ast „hin ódauðlega slettu-böðlasveit". Þannig er áætlunin. Nú er eptir að vita hverjir og hve margir vilja sverjast undir merkin, en allur lands- lýður mun óska þessum hetjum árs og friðar. Kyndilmessu 1908. D o k t o r. Hjúkrunarfél. Reykjavikur hélt fimmta ársfund sinn í Iðnaðar- mannahúsinu 30. f. m. Formaður, séra Jón Helgason, skýrði frá hag félagsins og starfsemi þess á liðnu ári, og lagði fram endurskoðaðan reikning. Tekjur félagsins á árinu höfðu orðið 2346 kr. 8 a., að meðtöldum 393 kr., sem félagið átti í sjóði í fyrra. Af þessari upphæð voru | 630 kr. tillög félagsmanna, 760 kr. greiðsla j fyrir veitta hjúkrun, 155 kr. gjafirfráein- j stökum mönnum (50 kr. frá frú ÖnnuThor- oddsen, 50 kr. frá ungfrú Önnu Niel- sen, 25 kr. frá M. Lund lyfsala, 20 kr. frá frú Christjane Krabbe, 10 kr. frá Eyjólfi Þorkelssyni úrsmið). — Útgjöldin urðu á árinu] alls 1812 kr. 62 a., þar áf laun] til starfskvennaj félagsins 1780 kr., svo að félagið atti við árslok í sjóði 533 kr. 46 a, auk 200 kr., sem talið var að næðist inn að einhverju leyti. — Félaga- tala er nú rúm 160. — Hjúkrunarkonur félagsins hafa næstl. ár verið þrjár: Guð- ný Guðmundsdóttir, Kristín Hallgríms- dóttir og Anna Nielsen með 500 kr. árs- launuro hver, ennfremur ein vökukona Guðríður Jónsdóttir, er haft hefur 250 kr. árslaun, en fundurinn samþykkti að heim- ila stjórninni að færa laun hennar upp í 360 kr. með hliðsjón á góðum fjárhag fé- lagsins. Starfskonur félagsins höfðu haft mjög mikið að gera allt árið, því að kvillasamt hafði verið hér í bænum mest- an hluta ársins (fyrst taugaveiki, og síðar 1 mislingar). Alls höfðu hjúkrunarkonurnar stundað 129 sjúklinga á samtals 62 heim- ilum í 750 daga og 13 nætur, en vöku- konan vakað yfir 25 sjúklingum á 24 heimilum, samtals 182 nætur, eða sama sem aðra hvora nótt allt árið. Stjórn félagsins, séra Jón Helgason, Hannes Thorsteinsson cand. jur. og Sig- hvatur Bjarnason bankastj., endurkosin og þakkað fyrir góða frammistöðu, hvort- tveggja með lófaklappi, á sama hátt end- urkosnir endurskoðunarmenn: Brynjólfur H. Bjarnason kaupm. og Halldór Jónsson bankagjaldkeri. Að síðustu flutti Guðm. Hannesson hér- aðslæknir einkarfróðlegt erindi um sjúkrahjúkrun og meðalanotk- u n, og var gerður að því hinn bezti rómur. Samsöngur var haldinn hér í Bárubúð 2. og3. þ. m. og var mjög vel sóttur bæði kveldin. Þar söng hinn alkunni söngmaður Þórður Pálsson héraðslæknir í Borgarnesi nokkra einsöngva, og kannast bæjarbúar við söng hans að fornu fari. Hefur hann haldið rödd sinni furðu vel og þótti söngur hans hinn bezti, einkum síðara kveldið, enda var samsöngurinn í heild sinni mun betri þá, að sögn þeirra, er á hann hlýddu bæði kveldin. Fyrra kveldið urðu dá- litlar misfellur á honum. Auk Þórðar læknis sungu þær frk. Elín Matthíasdóttir og ekkjufrú Elizabet Þorkelsson, og þótti frk. Elfn einkum syngja mjög laglega að vanda. Það sem þær sungu saman (»du- etten«) tókst að sfnu leyti miður. „Mjölnir11, kom loks að kvöldi 4. þ. m. Hafði verið fnlla 11 sólarhringa á leið hingað frá Leith, enda hreppt andviðri allmikil og kuggurinn ekki skriðmikill. „Laura“ kom af Vestfjörðum snemma í fyrra dag. Meðal farþega með henni var Guðm. Eggerz, settur sýslum. í Stykkis- hólmi. Uin ísland og Ameríku hélt nýkominn Vestur-íslendingur dá- lítinn kapftula í Bárubúð í fyrra kveld. Maður þessi — Páll Bergsson frá Rauða- læk í Hörgárdal,—er dótturson Páls prests á Bægisá Arnasonar biskups Þórarins- sonar, og hefur verið rúm 20 ár í Amer- íku (í Winnipeg og Duluth). Verulega nýtt var ekki á lestri hans að græða, en vanaleg agentaprédikun var það ekki, enda er maður þessi eflaust ekki leigður stjórnarsendill, Uii» Stað í Htcingi'íinsliröi sækir séra Böðvar Eyjólfsson aðstoðar- prestur í Arnesi. Aðrir ekki. Prófastnr skipaðui' í Vestur-Skaptafellssýslu séra Magnús Björnsson á Prestbakka í stað séra Bjarna prófasts Einarssonar á Mýrum, er beiðst hefur lausnar frá prófastsembættinu. XJ111 lauan llrá prestskap sækir séra Janus prófastur Jónsson* í Holti í Önundarfirði vegna heilsulasleika. lBiiilt>eettii!ii»i'óí 1 læknisfræði við háskólann tók 13. f. m. Skúli Bogason með 1. einkunn og 14. s. m. Páll Egilsson, einnig með 1. eink. Laust prestakall. Reykholt í Borgarfjarðarprófastsdæmi (Reyk- holts- og Stóraáss sóknir). Metið nú kr. 1783,47. A prestakallinu hvílir jarðabótalán samkv. lhbr. 14. júlí 1902, upprunalega 1200 kr., sem afborgast á 20 árum. Veitist frá næstu fardögum, með launa- kjörum eptir nýju lögunum um Iaun presta frá 16. r,óvbr. 1907. Sá sem fær veitingu, er skyldur til að taka við Gilsbakka prestakalli til þjónustu, þegar það losnar. Auglýst 23. janúar 1908. Umsóknarfrestur til 10. marz. Fypirspurn. Væri það ekki sanngjarnt, að bæjarbúum sé gert kunnugt, á hvaða stöðum hægast væri að komast upp úr læknum hérna, ef einhverjum vill það óhapp til að ganga í hann, fyrst engin hindrun er lögð fyrir menn að lenda í hann? Síðan lækurinn var gerður að skolpræsi, er miður þægilegt að svamla fram og aptur til að Ieita uppgöngu. Þegar nýja bæjarstjórnin gekk af fundi á þriðju- dagskveldið gengu 2 fulltrúarnir samhliða með læknum, og voru að tala saman í sak- leysi, þar til annar vissi ekki af sér fyr en hann stakkst í lækinn og saup hveljur; læk- urinn var barmafullur, svo að óvíst er, að' hann hefði komizt þar upp, ef frúin hefðii ekki verið. Það var „grín fyrir 4“, að sjá, þarna gamlan og þvældan bæjarfulltrúa marg- endurkosinn í veganefnd bæjarins kútveltast í stærsta skolpræsinu. Það er vonandi, að> hann ásamt frúnni, sem líka er í veganefnd- inni, muni eptir læknum, því það er sann- arlega mál til komið að athuga fráganginni á honum. X. Yirðulegur templar lætur þess getið í málgagni sínu 4. tbl. þ. á að eg með H-listanum hafi verið þess vald- andi, að kaupm. Ben. S. Þórarinsson ekki náði kosningu í bæjarstjórnina, og færir templar mér hnuplað þakklæti allmargra kjósenda fyrir afskipti mín af kosningunni. Templar ber mér söguna fremur vel, og er það furða, þar sem „vínsali1' á í hlut, þvf ekki hefur sú stétt manna átt upp á háboröið hjá hinum óblótgjörnu bræðrum, templur- unum, þótt nokkrar (heiðarlegar) undan- tekningar muni rnega finna hjá hinum breysk- ari hluta bræðranna, sem báðum reyna að' þjóna, „Templar" og „Bakkusi". Verst þykir mér þó að heyra, hve hinum virðulega góðtemplar hefur illa tekizl meði þakkarávarpið og frásögnina um vin sinn, „brennivínssalann", því það fer hvorttveggja

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.