Þjóðólfur - 20.03.1908, Síða 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 20. marz 19 08.
JtS 13.
Pjóðólfur.
"Wýir kaupendur að þessum
160. árgangi blaðsins,
fá ókeypis
og kostnaðarlaust sent, um leið og
þeir borga k kr. fyrir árganginn:
1. Sögusafn Pjóðólfs, 13. liepti
með ágætum skemmtisögum (þar á
meðal: Unnusta fangans, Á flótta,
Þorsteinn sterki o. fl.) 128 bls. í
stóru broti, og
2. Yesturförin. Sönn saga um
íslenzka útflytjendur. Vel rituð. 4
arkir að stærð.
Enginn, sem gerist nýr kaup-
andi, fær kaupbæti þennan fyr en
hann borgar blaðið, svo að það er
ekki til neins, að krefjast hans fyr.
Gamlir kaupendur Þjóðólfs, sem
skuldla,usir eru við blaðið, eru beðnir
að gæta að auglýsingu 20. des. f. á.
Samkvæmt henni geta þeir átt kost
á að fá:
íslenzlta sagnaþætti 2. hepti, gegn
því að senda 20 aura í burðargjald
(má vera í frímerkjum), ef þeir geta
ekki nálgazt það á annan hátt, en skil-
vísir útsölumenn, er hafa að minnsta
kosti 4 kaupendur, geta fengið heptið
gegn 10 a. burðargjaldi fyrir hvern
kaupanda. Um þetta dregur engan
einstakan, en er gert til þess, að
heptið verði ekki s^nt þeim, er alls
ekki kæra sig um það.
Neðanmálssaga sú (Rodney Stone),
sem nú er í blaðinu, er að allra
dómi ágætasta sagan, er liinn víð-
frægi Conan Doyle hefur ritað, og
hefur Þjóðólfur fengið úr ýmsum
áttum sönnun fyrir því, að almenn-
higi fellur hún vel í geð. Hún
verður að líkindum- langt komin
á Þessu ári, og verður hún að lok-
uin sérprentuð harnla göml uin og
nýjuin skilvísum kaupendum blaðs-
ins, með sörnu kjörum og sagna-
þættirnir.
íslenzkar sagnir verður haldið á-
fram að birta í blaðinu, ef til vill
rifar en áður, eptir ósk margra, og
verða þær jafnóðum sérprentaðar.
Niþr kaupendur gefi sig fram sem
fyrst, áður en kaupbætirinn þrýtur.
Vissast að borga blaðið um leið 0"
pantað er, til þess að verða ekki af
honum.
e i I s n h æ I i ð.
Alieit, dánargjafir, minningar-
sjóðir o. fl.
Heilsuhælið hefur auðgazt af gjöf-
um víðs vegar að og það heíur orð-
lð fynr allmörgum áheitum, en það
a Uka að bæta sárasta heilsubrest-
lntl> Það á að veita hjálp við þeim
sjúkdómi, sem er lang-tíðasta dauða-
mein æskulýðsins, það á að verja
dauðanum vorgróða þjóðarinnar, og
það á aldrei að gera sjer manna-
mun; ef tveir drepa að dyrum og
beiðast gistingar, annar vel fjáður,
en félaus hinn, þá sæmir ekki ann-
að en bjóða þá báða jafnvelkomna,
taka við gjaldi íyrir greiðann af
þeim, er goldið geta, en hýsa hina
ókeypis, sem félausir eru.
Ýmsir munu geta greitt fulla með-
gjöf, aðrir nokkra meðgjöf; en marg-
ur mun koma að Vífilsstöðum með
veikt brjóstið og tómar hendurnar;
og hver vill þá standa í dyrum og
segja við komumanninn: „Hér er
autt rúm, en þig hýsum við ekki,
þér hjálpum við ekki, þú verður að
segja þig til sveitar, góður minn, eða
fara í gröfina, fyrst þú getur ekkert
borgtð. Peningana eða lífið!"
Þjóðin hefur tekið heilsuhælinu
tveim höndum.
En það veit eg, að þetta vill hún
ekki.
Sönn mannúð spyr ekki um heim-
ilisfang, leitar ekki að sveitfesti, þreif-
ar ekki í vasa þeirra, sem sjúkir eru
og hjálparþurfar.
Heilsuhælið á Vífilsstöðum á að
verða athvarf allra brjóstveikra manna
hér á landi, eptir því sem rúm leyf-
ir, án nokkurs tillits til efnahags
sjúklinganna.
En til þess að veita mörgum sjúk-
lingum ókeypis vist, þarf mikið fé
ár frá ári; það verður hælinu um
megn, nema því berist miklar gjafir,
auk árstilllaga lélagsmanna í heilsu-
hælisfélaginu.
Heilsuhælið er gjafa þurfi.
íslendingar kunnu fyrrum að gefa.
Fyrri alda menn voru ekki fjáðari
en við, sem nú lifum. Og þó gáfu
þeir hver í kapp við annan. Þeir
gáfu til þess, sem þeir þekktu bezt j
og töldu þarfast og nytsamast allri
alþýðu. Þeir gáfu klaustrum og kirkj-
um.
Fáfróðir menn ætla að flestar
gjafir til kirkna á fyrri öldum hafi
verið nauðungargjafir, sprottnar af
helvítishótunum og ofbeldi klerkanna.
En sannfróðir menn neita að svo
hafi verið, heldur hafi flestar gjafirn-
ar flotið af einlægri ást á kirkju og
kristindómi.
Sú ást mun hafa kólnað. Menn
hafa hætt að gefa, týnt því niður,
gleymt því að miklu leyti.
Þetta á ekld heima um aðrar þjóð-
ir. í öðrum löndum kunna menn
enn að gefa. Þar telja allir stór-
efnamenn skyldu sína að láta eitt-
hvað af hendi rakna til almennings-
heilla. Og dánargjafir eru þar al-
gengar enn sem fyr; barnlausir efna-
menn láta sjaldnast eigur sínar hverfa
í gráðugar hítir fjarskyldra ættingja,
gefa þær heldur eptir sinn dag til
einhvers góðs og þarflegs.
Nú á dögum ganga þó ekki gjai-
irnar flestar til kirkna.
Nú er mest gefið sjúkrahúsum, eða
til þess að líkna á einhvern hátt
sjúkum mönnum.
Svo mikið kveður að þessu, að
í sumum löndum veita flest sjúkra-
hús öllum sjúklingum ókeypis vist,
hvaðan sem þeir koma; þar berast
sjúkrahúsum allskonar gjafir, ótal
gjafir, smáar og stórar, frá ríkum og
fátækum, sífeldar gjafir, ár eptir ár,
svo að gjafaféð nægir fyrir öllum
útgjöldum.
Mjög margir íslenzkir sjúklingar
hafa, vita menn, notið ókeypis vist-
ar, hjúkrunar og hjálpar í enskum
sjúkrahúsum, einkum í Edinborg
(Royal Infirmary). Þar í landi er
alstaðar völ á ókeypis sjúkrahúsvist og
flest sjúkrahúsin kostuð eingöngu af
gjöfum góðra manna.
Heilsuhælinu er ætlað að lifa á
gjöfum góðra manna.
Það er alsiða í Englandi og víð-
ar, að menn arfleiða eitthvert sjúkra-
hús að aleigu sinni eða ánafna því
dánargj'óf\ má sjá minningarspjöld
um margar slíkar gjafir í öllum ensk-
um sjúkrahúsum.
Það er einnig mjög algengt, að
j sjúkrahúsum er gefin fúlga, til skilið,
að gjöfina skuli varðveita óhrærða,
en verja vöxtum til að greiða að
staðaldri legukostnað eins sjúklings;
er þá opt að gefandi skírir sjóðgjöf
sína nafni einhvers látins ættingja
síns eða ástvinar. Ýms ensk sjúkra-
hús eiga fjölda slíkra minningar-
sjóða, og mætti kalla þá sængur-
fúlgur, því að víða er venja að letra
nafn hvers sjóðs á höfðagafl einnar
sjúkrasængurinnar, til merkis um, að
sjóðurinn líkni þeim, er þar hvíla.
Mjer er t. d. í minni eitt sjúkrahús
í Lundúnum, fyrir börn, St. Ormond
Hospital; þar sá jeg eirspjöld á af-
armörgum höfðagöflum rúmanna og
á þau letruð nöfn ýmsra minningar-
sjóða eða gefenda. Eitt spjaldið bar
nafn Alexöndru drottningar, þann
sjóð hatði hún gefið. En mér var
sagt, að flest væru sjóðnöfnin heiti
látinna barna; hefðu foreldrar þeirra
gefið sængurfúlgurnar.
„Þessi spjöld eru meira verð en
legsteinar í kirkjugarði", sagði ein
hjúkrunarkonan við mig.
Því munu allir samsinna, einnig
hér á landi, og einhverjir, vonandi,
láta það ásannast.
Rúmin í heilsuhælinu mega ekki
vera færri en 50.
En af hverjum 50 sjúklingum, sem
þangað þurfa að komast, munu jafn-
an margir félitlir og sumir gersnauðir.
Þeim þarf að líkna.
Heilsuhælið þarf að eignast marga
minningarsjóði.
Og mér er sem eg heyri spurt:
»Hversu stór þarf minningarsjóð-
ur að vera til þess, að ársvextir
lirökkvi fyrir ársmeðgjöf með einum
sjúkling og megi helga sjóðnum að
fullu og öllu eitt rúm í heilsuhælinu?"
10,000 krónur.
G. Bjórnsson.
íslenzkar ‘►límur.
Illnftaka í ólympsku
lcikunum.
Glímufélagið ))Aimann« sýndi glímur
hér i Iðnaðarmannahúsinu 14. p. m., og
átti ágóðinn að ganga til að styrkja för
íslenzkra glimumanna til íþróttamóts-
ins — ólympsku leikanna — i Lund-
únum í sumar. Skemmtunþessivar frem-
ar laklega sótt, eða miklu ver en vænta
mátti. Fyrst glimdu drengir um ferm-
ingaraldur eða lítið eldri, en síðan
þroskaðri menn, bæði lausa glímu og
bændaglímu og glimdu þeir margir vel.
Fræknastir og æfðastir glímumenn eru
þeir Hallgrímur Benediktsson, Sigurjón
Pétursson, Jónatan Þorsteinsson, Guð-
mundur Sigurjónsson og Guðmundur
Stefánsson. En meðal hinna yngri eru
efnilegastir glímumenn: Snorri Einars-
son, Magnús Tómasson og Ólafur Magn-
ússon (Ijósmyndara), auk fl., er vér
kunnum ekki að nefna. 7—8 hinna beztu
glímumanna hér munu eiga að æfa sig
til væntanlegrar hluttöku i íþróttamót-
inu á Englandi, en naumast munu héð-
an úr Reykjavík fara fleiri en 4 eða 5,
enda skortir farareyrir, þótt samskota
sé nú þegar leitað viðsvegar um land,
og fengið dágóðar undirtektir, auk þess
sem stjórnin liefur lofað að veita 2000
kr. af almannafé (gegn væntanlegri fjár-
veitingu eptir á). Vitanlega fara ekki
íslendingar til þessa íþróttamóts i Lund-
únum til að keppa þar um verðlaun við
aðra þjóðflokka i nokkurri alþjóðlegri
íþrótt. Til þess erum vér ofskammt
eða réttara sagt ekkert á veg komnir í
slikum íþróttum, að nokkur sigurvon
sé þar á móti hinum allra völdustu
iþróttamönnum annara þjóða. Það nær
ekki nokkurri átt. En vér eigum að
senda til mótsins liina liprustu glímu-
menn vora til að sýna þar íslenzkar
glímur, þessa þjóðlegu íþrótt vora, sem
geymzt hefur svo að segia óbreytt frá
fornöld og er nú hvergi tíðkuð nema
hér. Mundi það óefað verða til þess
að vekja eptirtekt annara þjóða á oss
og hnekkja þeirri allsherjarvillu, að vér
séum danskir, enda er sjálfsagt fyrir
sendimenn vora, að láta það sjást greini-
lega, að svo sé ekki. Æskilegt væri, að
þeir, sem sendir yrðu af vorri hálfu til
þessa íþróttamóts væru vel vaxnir og
geríilegir drengir, og er sjálfsagtað taka
mikið tillit til þess, samfara glímufim-
leik, þá er valdir verða menn til far-
arinnar.
Sögufélagið
hélt aðalfund sinn 16. þ. m. Það gef-
ur út í ár áframhald af Tyrkjaránssögu,
Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar
og Guðfræðingatal (eptir Hannes Þor-
steinsson). Samþykkt að kaupa handa
félagsmönnum 250 eintök af bók dr.
Jóns Þorkelssonar og Einars Arnórs-
sonar um »ríkisréttindi íslands«, stór-
merka bók, sem nú er að koma út, og
verður 15—16 stórar arkir að stærð.
Hafði útgefandinn Sigurður Kristjáns-
son bóksali lofað að selja félaginu hvert
eintak aðeins á 1 kr. Félaginu liafði
verið gefinn kostur á að fá til prentun-
ar verðlaunaritgerð Olafs heit. Daviðs-
sonar um galdra og galdrabrennur á
íslandi. En félagið sá sér ofvaxið að